Tíminn - 06.12.1960, Blaðsíða 1
276. tbl. — 44. árgangur.
Ritdómur um
ijóSabók Davíðs,
bls. 8.
Þriðjudagur 6. desember 1960.
Reykjavíkurbær hefur siðustu daga stöðugt tekið á sig meiri blæ þeirrar hátiðar sem fer í hönd, og hin síðari j
ár hefur meir og meir færzt í þá átt að vera hátíð i tvennum skilningi, jóia- og verzlunarhátíð. Mynd þessa iók
Ijósmyndarl blaðsins í fyrrinótt og sýnir hún skreytingar kaupsýslumanna við Austurstræti.
14 ára piltur sieSur
bíl — ekur drukkinn
Sir Patrick
er farinn
Brezku samningamennirnir
með sir Patrick Reilly í broddi
fylkingar eru farnir frá
Reykjavík til Lundúna. Senni-
lega hafa þeir fariS með ein-
hvern boðskap að færa brezku
ríkisstjórninni. Ríkisstjórnin
mun hafa setið tíðum á fund-
um yfir helgina og þinginanna
fundir einnig verrð haldnir.
Óstaðfestar fregnir gengu
um það í gær að erfiðlega
gengi að semja, en aðrar
fregnir sögðu, að sir Patrick
hefði farið með tilboð frá ís-
lenzku ríkisstjórninni, sem
líklegt sé að sú brezka gangi
að.
Eins og komið hefur fram í
brezkum blöðum, mun brezka
ríkisstjórnin hafa óskað eftir
því að ráðherrar færu utan
iil Lundúna til viðræðna
(top-level discussions). Ef til
vill er hér aðeins um hlé á
viðræðunum að ræða meðan
þeir Bjarni og Guðmundur í
eru að ferðbúast.
Ók á tvo aSra bíli
Laust eftir miðnætti á laug-
ardagskvöld sta! drukkinn
14 ára drengur bí! hjá Vetrar-
garðinum. Náðist bílþjófurinn
seint um nóttina eftir að hafa
ekið á tvo bíla. annan í Trípólí
kampi og hinn á Álafossi og
valdið á þeim nokkrum
skemmdum. Pörupiltur þessi
hefur áður komizt í kast við
lcgregluna.
Bílnum var stolið skömmu eftir
miðnætti, en eigandi hans var
starfsmaður dansleiks, sem haldinn
var í Vetrargarðinum þá um kvöld
ið.
Vísað út
Pilturinn var á dansleiknum um
kvöldið og varð þar svo ölvaður að
honum var vísað á dyr um mið
nættið. Rétt er að taka fram að
hann er stór eftir aldri og hafa
dyravörzlumenn ekki varað sig á
því.
Þegar út var komið tók piltur
inn þar Rússajeppa sem áðurgreind
ur starfsmaður á. Ók hann síðan
til Hafnarfjarðar, Vífilsstaða og
síðan aftur í bæinn og vestur í
Trípolíkamp. Þar ók hann á mann
lausan bíl og skemmdi hann nokk
uð, einfcum á bretti.
Bauð í bíltúr
Síðan hélt pilturinn aftur að
Vetrargarðinum og var þar með
l og skemmdi þá
bílinn um það leyti að geslum var
hleypt út. Þar hitti hann pilt, sem
hann kannaðist við. Var sá ódrukk
inn. Bauð nú bílþjófurinn félagan
um í bíltúr. Þáði hann það og var
sjðan ekið sem leið liggur upp að
Álafossi. Þar voru piltarnir að aka
um framundir kl. 4 um nóttina,
er þeir óku á annan bíl. Einhverj
ar smávægilegar skemmdir urðu á
þeim bíl, en þeir, sem í honum
voru, gerðu lögreglunni viðvart.
Teknir á leið í bæinn
Þegar hér var komið sögu hafði
lögreglunni fyrir nokkru verið til
kynnt um bílstuldinn, en eigandinn
vissi ekki að farartækinu hafði ver
ið stolið fyrr en skömmu eftir kl. 2
um nóttina er hann kom út af dans
leiknum.
Lögreglan brá við hart og hélt
upp að Álafossi. Á leiðinni mættu
þeir jeppanum og handtóku piit
ana, sem þá voru á leið í bæinn.
Félagi bílþjófsins ber að hann
hefði ekki haft hugmynd um að
bílnum hefði ver'ið stolið. Þá sagði
hann einnig að hánn hefði haldið
þjófinn vera 17 ára eða svo, enda
þekkti hann ekki vel til hans.
Hinh 14 ára gamli bílþjófur var
hafður í haldi um nóttina, enda
sagði hann rangt til um nafn sitt
og heimilisfang. Barnaverndar
nefnd mun sennilega láta mál hans
til sín taka. — Þess má og geta að
piltur þessi hefur þráfaldlega kom
izt í kast við lögregluna áður.
Ófært nema
á snjóbílum
Ekki hefur verið flogið til Egilsstaða í viku
Seyðisfirði í gær. — Hér
eru samgöngur orðnar mjög
slæmar eftir viku hretviðri.
Farþegar þeir, sem frá var
sagt í blaðinu á sínum tíma,
er veðurtepptir urðu í sælu-
húsinu á Fjarðarheiði, hafa
nú í viku beðið eHir flugferð
frá Egilsstöðum, og bíða þeir
enn langeygir eftir henni.
Hér cru snjóalög nú orðin
þannig, að ekkert verður komizt
nema £ snjóbíl, og er þó þannig
umferðar fyrir slíkt tæki, að snjó
bíll, sem lagði af sta.ð héðan til
Egilsstaða í mjólkurferð í morg
un var ekki kominn lengra en
í sæluhúsið á heiðinni klukkan
sex í kvöld og hafði þá verið á
ferðinni í sjö klukkustundir. Leið
in er 12 km.
Bjóst þá ökumaður við, að greið
ar gengi það sem eftir var leiðar
innar'. Þyngst gekk ferðin þar sem
heitir á Stað, en það er þar sem
bröttust er leiðin upp á Fjarðar
heiði. Fannfergi í sjálfu sér er ekki
gífurleg, en hins vegar hefur snjó
inn skafið mjög og hann hefur
lagzt í slakkana.
Norðfirðinga vantar mjólk i
Það heldur áfram að snjóa og
sjósókn liggur niðri vegna veðurs.
Legaillarde
stakk af
París NTB 5.12 —
Þau tíðindi gerðust í dag,
að uppreisnarforinginn frá
Alsír, Lagaillarde, sem fyrir
skömmu var stefnt fyrir rétt
í París og átti að mæta fyrir j
rétti í dag, lét hvergi sjá sig, j
en mun hafa komizt til Madr |
id á Spáni í dag ásamt f jór-1
um leiðtogum öðrum úr Alsir
byltingunni. Óstaðfestar
/regnir herma, að þar hafi
þeir ætlað til fundar við Sal
an hershöfðingja.
Einn verjandanna í mál-
gegn’LagailIarde, Tixier Vign
ancour, fór í kvöld flugleiðis
til Madrid til að Ieita uppi
skjólstæðing sinn og mun
ætla að reyna að telja hann
á að koma aftur til Parísar
og mæta fyrir rétti þegar á
morgun.
Norðfirðingar eru samgöngulausir
með öllu, því að Oddsskarð er ger
ófært. Bærinn er mjólkuriítill og
er talað um að fá bát héðan til
að fara mjólkurferðir til Neskaup
staðar, en flytja fyrst mjólkina
hingað frá Egilsstöðum.
Það kemur sér mjög illa, a.8
flugsamgöngurnar til Egilsstaða
hafa lagzt niður. Munu bíða í
Reykjavík um 5—6 tonn af vörum
sem eiga að komast með flugvél
um austur hingað. — IH.
ioftferSasamn-
ingur við Þýzka-
land
í dag var fullgiltur loftferða-
samningur milli íslands og Sam-
bandslýðveldisins Þýzkalands, sem
undirritaður var í Bonn 12. ágúst
1959.
Fullgildingin fór iram í skrif-
stofu utanríkisráðherra. Skiptust
utanríkisráðherra og ambassador
Sambandslýðveldisins Þýzkalands
á fullgildingarskjölum, undirrit-
uðum af forsetum hvors ríkis um
sig.
Samningurinn tekur gildi ein-
um mánuði eftir að skipzt er á
fullgldingarskjölum, eða 5. jan-
uar 1961.
Ákvæði samningsins hafa þó
verið framkvæmd af hálfu beggja
afila frá þeim degi, er hann var
undirritaður.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 5. desember 1960.
Komið góðviðri
á síldarmiðum
Síldveiði fyrir Suðvestur-
landi hefur engin teliandi
verið síðustu þrjá sólarhring-
ana, en í gærkvóldi leit út
fyrir, að væri að glaðna til.
Bátar höfðu margir hverjir legið
í landvari og beðið þess að mögu-
legt yrði að beita snurpunni vegna
veðurs. í gærkvöldi var komið
gott veður, norðan gola í stað
hvassviðris. Þegar síðast fréttist
voru bátarnir farnir sð finna síld.
og var búizt við löndun í verstöðv
unum í nótt.
---|-rr~-.r.-Tr«wnnii»irr-iiir-~-n.r-- rn mmi
Mobuto hótar að stífla Níl, bls. 3
i