Tíminn - 06.12.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.12.1960, Blaðsíða 11
fTflffilNN, þriSjndaginn 6. desember 1960. _ 11 ' “!----- og heilsan Mataræðið Það er skemmst frá að segja, að fjölskyldan hefur tekið stakka skiptum við þessa tilbreytni matar ræðisins. Ég held að fleiri ættu að taka þetta til yfirvegunar núna í kuldanum og meðan eitthvert grænmeti er enn á boðstólum. Það gæti hjájpað ekki síður en vítamín piITttttiáÉ Sem margir eru nú að gleypa og halda að séu allra meina bót. Eldabuskan. Fallega skreytt terta, er stolt húsmóðurinnar og ánægja gestanna. Prjónakjólar eru nú aftur i tízku og Hafa Finnar og ítalir átt drýgstan þátt í að koma þéim á markaðinn. Finnskir módelkjólar eru fluttir úr landi og þykja hvarvetna hin mestu gersemi. Þessi finnski Hér er annar prjónakjóll. módelkjóll eða prjónapils og italskur. Litirnir eru svipaðir treyja úr gráu og svörtu bandi hjá ítölum og Finnum, grátt, var á tízkusýningu í London hvítt og svart. en mynztrið ó- á dögunum. likt. Börin eru ekki beinlínis hrifin af soðnu grænmeti, en hægt er að framreiða það á annan hátt, sem sé að rífa það niður og blanda | með matarolíu og ediki. Þetta má borða sem forrétt eða eftirrétt og þykir flesum mesta hnossgæti. Um daginn settist ég niður og hugsaði alvarlega um mataræði okkar. Það hef ég tæplega gert fyrr. Mér hafði alltaf fundizt að það væri nóg að 'hafa breytilegan mat og ofurlítið grænmeti. En ég komst að raun um að matur'inn hafði verið heldur einhæfur upp á síðkastið, og þar var ef til vill or sök þess að þreyta og slen hafði gert vart við sig í fjölskyldunni. Það fyrsta sem ég tók til bragðs var að gefa öllum glas af appelsínu safa á morgnana. Þetta gafst vel en þótti nokkuð dýrt, svo ég minnk aði skammtinn og hafði hann ann an hvern dag. Hér kom hart á móti hörðu en annað varð undan að láta. Bifreiðin rakst á nashyrninginn á veginum frá Nairobi til Mombasa. Hraðinn var þá 100 km. á klst. Manninn sakaðl ekkert en nashyrningurlnn féll og stóð ekki upp aftur. DAUÐI AFRÍKU Hinum stóru dýrum í Afríku hefur fækkaS um 80% síðan hvitir meni héldu þar innreið sína (M.v. þau dýr sem lifa utan frumskóganna). Og þótt hinar stóru dýrategundir, filar, nashyrnng>ar, flóðhestar og gírafar, hverfi ekki með öllu á næstu árum, þá eru þær í mikilli hættu. Hvítir skemmti ferðamenn og Afrikumenn sjálfir eru þess valdandi. Vísindamaðurinn Bernhard Grzinek, forstöðumaður dýragarðsins í Frankfurt, hefur hlotið heimsviðurkenningu fyrir að benda á þessa hættu. í blaða- og tímaritsgreinum, í sjónvarpinu og á kvikmyndatjaldinu, hefur hann skipað sér fremst í flokk þeirra sem berjast fyrir náttúruvernd í Afríku. Nýelga hefur hann ritað bók um þessi efni, og þar segir: „Það er auðsætt af gömlum landabréfum og menjum um dýralíf og mannabústaði að suðurmörk Sahara-eyðimerkur , innar lágu fjögur hundrum kílómetrum norðar fyrir þrjú hundruð árum Á svo stuttum tíma hefur ein milljón fer- jkílómetra lagst í eyði á tvö þúsund kílómetra línu suður- markanna Mikill dauði hefur nú herjað Afriku og enn meiri dauði mun á eftir koma. En við þessu er hægt að spoma. Og einhvers staðar í heiminum verðum við að vernda ein- hvem blett þar sem náttúran fær að vera eins og hún er gjör . . . . “ Sonur dr. Grzimeks lét lífið í Afríku meðan þeir feð°-ar voru aö vinna að þessari bók. Sálkönnun Sálfræöingurinn vildi komast að raun um hvernlg nýi sjúklingurinn væri á sig kominn, og sagSi vlS hann: — HlustaSu á þessa sögu og segSu mér svo hvaS þér finnst. Þú ert aS fá þér göngutúr á sunnudegi. Þá verður þú fyrir bil og höfuðlð á þér fer af bolnum fyrir vikiS. Þú tekur það undir handlegginn og ferð með það I næsta apótek og biður um að fá það sett á sinn stað. Það er gert og þú ferð heim til þín. Væri þetta nú eðlilegt eða ekki eðlilegt? — Sennilega óeðlilegt? — Hvers vegna? — Vegna þess að flest apótek eru lokuð á sunnudögum. Fangahjálp Hópur ífaískra fransiskusarmunka ætlar að láta ,.dæma" sig I eins árs fangelsi i þelm tilgangi að „endur- heim'ta fangana fyrlr þjóðfélagið". Þeir munu della kjörum fanganna í heilt ár, sofa á sömu dýnum og borða sama mat og morðingjar, sad- istar og bófar. Þelr munu reyna að tala um fyrir föngunum og aðstoða þá eftir að fangelsistími þeirra er útrunninn. G. B. Shaw Tíu ár eru liðin frá dauða G. B. Shaw, og það er útaf fyrir sig ágætt tilefni til að rifja upp nokkur spak mæli hans: — Byltfngar hafa aldrei afíétt byrðum harðstjórnar, þær aðeins flytja hana á annarra herðar. — Hugsjónamaðurinn er hættu- legri en hugsjónaleysinginn, rétt eins og maðurinn er hættulegri skepna heldur en sauðkind. — Skynsamur maður lætur mótast af umhverfinu. Þeir óskynsömu reyna að móta umhverfið eftir sér. Þess vegna eru allar framfarir komn ar frá óskynsömum mönnum. — Konunni er mest I mun að gift- ast sem fyrst — og mannlnum að vera ókvæntur eins lengi og hægt er. — Heimilishamingja nútímamanns er honum ekki eðlilegri en páfagauk- inum búrið. — Reynslan sýnir að menn læra aldrei af reynslunni. Heima er bezt Söngvarinn Frank Sinatra er föð- urlandsvinur af Iffi og sál. Hann virðist ekki sjá nei'tt nema Bandarík in og Bandaríkjamenn. Þegar hann var spurður um álit sitt á öðrum þjóðum, svaraði hann: — Púff, Þjóðverjar, ég mundi ekki trúa þeim fyrir knallettubyssu. Frakkland? Það er bara fyrir skrípa- kalla. Og ekkl færl ég aftur tll Spán ar þótt það væri til að leika í hinni síðustu kvikmynd, sem framleidd væri í heimi hér. Sama er um Ítalíu. Rússland — það er ekki staður fyrir mig, og Englendingar, þeir eru hóp- ur af ... Lengra komst hann ekki, en líklega verður þessi tala ekkl til að auka vinsældir þess kumpána i Evrópu. Frá París Barmanni nokkrum á Montmartre var um og ó hve svokallaöir „leður- jakkar" voru tíðlr gestir hjá honum. Þeir voru örir á þjórfé en gerðu í og með nokkrar skammir af sér. Þá fann hann uppá því að brjóta flösku í miðju og stilla neðri helm- ingnum af hennl út í barnum og láta þar blóm i. — Hvað á þetta að þýða? spurði forvitinn „leðurjakki" þegar hann sá blómið f flöskubrotinu. — Með svona flösku slæ ég þig í hausinn ef þú ert með elnhver lætl, sagðl barmaður. — Og blómið? — Það legg ég á gror pina, vinur. Villidýrin flýja Nú er svo mikið skotlð i Kongó að vllildýrln yfirgefa landlð í stórum flokkum, segir í suður-afrfkanska biaðinu Star. Fregnritarl blaðsins í Kongó segir að margir fílar og fióðhestar hafi nýlega farlð yfir landamæraána Laapula, og virðist þeir nú kunna vel við slg á sléttunum í Rodesíu, þar sem friður rikir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.