Tíminn - 06.12.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.12.1960, Blaðsíða 9
TÍMINN, þriðjudaginn 6. desember 1960. 9 — Ég sé að Alþýðublaðið hefur verið að veita þér em- bætti þar norður á Þórshöfn. — Ójá, þeir voru víst að gera mig að formanni kaup- félagsstjórnarinnar þar. Og í því sambandi rifjast það upp, að á Alþyðusambandsþinginu é dögunum ,,uppgötvaði" Jón Sigurðsson það, að Guðmund- ur Björnsson á Stöðvarf'rði væri kaupfélagsstjóri. Það er sjálfsagt að þakka traustið. En fylgi Jóns reyndist ekki einhlítt til þess að gera Guð- mund að kaupfélagsstióra. Og það vill stundum fara svo fyrir þeim, sem temja sér að liggja á hleri, að þeim misheyrist. Svo fór bað í þetta sinn fyrir „hlerara" Alþvðublaðsins hvað mig snerti. Þannig mælti „kaupfélags- stjómarformaðurinn'‘ á Þórs höfn, Aðalbjörn Arngrímsson þegar leiðir okkar lágu sam- an á dögunum. Mér þótti vænlegt til fróð- leiks að hitta mann af gagn stæðu landshorni, og því lagði ég nokkrar spurningar fyrir Aðalbjörn, sem hann leysti greiðlega úr. Utigengið fé Norður- Þingeyinga — Lofið þið Norður-Þing- eyingar ekki tiáarfarið þetta yfirstandœndi ár eins og allir aðrir gera? — Jú, við mættum þá vera vanþakklátir ef við gerðum það ekki. Veðurfarið frá ára mótum i fyrra hefur verið alveg sérstaklega gott. Hvað veturinn var snjóléttur má m.a. marka af því, að á Góu heimtust tvö lömb af Tungu selsheiði og voru þau mjög sæmilega á sig komin. Og í haust kom að í Hvammsrétt í Þistilfirði veturyömul gimb •ur, sem gengið hafði af í fyrra vetur. Ekki var vaneldi á henni að sjá. Vorið var gott og greri snemma. Heyfengur allgóður þrátt fyrir tilfinnan legan óþurrkakafla um mið Eitt helzta áhugamál Norð- lendinga - Dettifossvirkjun ! Rætt við Aðalbjörn Arngrímsson, Þórshöfn | sumarið. Haustið ágætt til íþessa. Það mega verða slæm ar vikurnar, sem eftir eru af árinu, svo það fái ekki góð eftirmæli hvað veðurfarið snertir. Og ekki veitir af að eitthvað verði til að bæta upp stjómarfarið. — Já, víst leggst þar líkn með þraut. En hvernig reynd uH svo dilkar eftir þetta góða. vor og sumar? — Þeir reyndust nú lakari en vonir stóðu til og kenna menn því um að gróður kom snemma en grös sölnuðu að sama skapi fyrr en venju- lega. — Bœndur styðjast fyrst og fremst við suuðfjárbúskap í þin-u. nágrenni? — Já, svo að segja alfarið. Nokkur mjólkurmarkaður er þó í Þórshafnarþorpi, en þó ekki meira en svo að heita má að tveir bændur, þeir Vil- hjálmur Guðmundsson, hrepp stjóri á Syðra-Lóni og Vig- fús Jósefsson á Sætúni, sem búnir eru að koma sér upp nokkrum kúastofni, metti hann alveg. Áríðandi að Ijúka hafnar gerðinni — Hvernig hefur útgerðin gengið hjá ykkur á Þórshöfn i sumar? — Með afbrigðum vel. Fjögurra til fimm tonna trill ur hafa fiskað fyrir rúmlega hálfa milljón kr. — Og hverju ..... — Ég veit hvað þú ætlar að segja. Við Þórshafnarbúar þökkum hina auknu fiski- Aðalbjörn Arngrímsson gengd útfærslu landhelg islínunnar. Við sjáum ekki aðra eðlilegri skýringu á því fyrirbæri. Fylgismenn ríkis- stjómarinnar eru að visu ekki fjölmennir í Norður- Þingeyjarsýslu. En mikið má vera ef samningar við Breta um undanslátt frá 12 mílun um verða ekki til að fækka þeim enn verulega, eins og andinn er í mönnum norður þar. — Hefur atvinna ekki ver ið nœg hjá ykkur á Þórshöfn■ úr því að afli hefur vertð svona góður? — Jú, heita má það Fisk- vinna hefur verið mikil, enda hafa róið héðan 14 bátar alls, þar af fjórir dekkbátar en hitt aðallega opnar trillur. Þá hafa og verið nokkrar framkvæmdir við hafnar- gerð'á Þórshöfn. Lokið var í sumar við byggingu hins fasta hluta hafnaref rðsins , og auk þess bíður eitt ker niðursetningar næsta vor. Við leggjum kapp á að þessu verki verði að fullu lokið sem ailra fyrst, enda verða þá nafnarskilvrði á Þórshöfn hin •^skielffustu. — Þið eruð auðvitað reiðu húnir til að taJca mamnlega & móti. síldinni ef hún heim- °rp.kir yk.kur? — Já og nei. Við höfum að vísu búið okkur undir að geta tek’ð á móti síld. Höfum plan, en ekki stórt, og auk bess höfum við reist litla guanó- ^erksmiðju í sambandi við ”!skf.miölsverksmáðju Kaup- f-úags Langnesinga. Á hún að geta unnið úr 400 málum á sólarhring. Nú, en niður- staðan varð nú sú, að við fengum ekki nema 400—500 tunnur uppsaltaðar í sumar. — Miklur framkvœmdir hjá einstaklingum? — Nei, í einu orði sagt alger stöðnun svo það er víst hægt að segja, að „viðreisniin“ hafi tekizt hvað okkur snertir. Rekafíöruir oe* fuglabjörg — Hvað er nýjast að segja a.t samgöngubótum hjá ykk- ur? — í sumar opnaðist vega- samband úr Þistilfirði til Raufarhafnar, og hyggja menn að við þá umbót muni leiðir hel.dast lengur opnar vestur á bóginn en verið hef- ur meðan treýsta varð alíar ið á „gömlu göturnar" yfir Axarfjarðarhiði, sem lokuð- ust oftast í fyrstu snjóum. Þá var og í sumar ruddur vegur að Skálum á Langanesi, hinu gamalkunna útgerðlarplássi. Mun sú vegabót verða til mikils hagræðis, þótt ekki sé nema ein jörð í byggð norður þar. En einmitt þessi fram- kvæmd varð til þess að í sum ar reyndist unnt að hreinsa að mestu leyti rekatimbur af fjörum á norðanverðu Langa nesi. Ella hefði það verið ó- kleift og mikið verðmæti far ið forgörðum, sem nú er unnt að nýta. Með tilkomu þessa vegar opnast einnig möguleikar til að færa sér i nyt hin auðugu fuglabjörg beggja megin á Nesinú, en nú um hríð hefur hinn eini bóndi, sem býr úti á Nesinu, Björn Kristjánsson, Skoruvík, ekki haft aðstöðu til þess, vegna mannfæðar. Telur Bjöm ótvírætt að vamið í björgunum hafi stóraukizt hin síðari ár. Súlan hafi líka byrjað að nema þar land fyrir nokrum árum og fari sífjölg andi. Viljum láta virkja Dettifoss — Svo við vöðum úr einu í a-n-nað: Hvernig var lax- veiði hjá ykkur í sumar? — Hún var mikil. í Þistil- firði eru fjórar laxveiðiár, ágætar og eftirsóttar. Ekki hefur hnúðlaxinn, sem tals- vert var umtalaður á s.l. sumri, gengið í árnar svo vit- að sé, en hans varð vart við Langanesstrendur og gera (Frambald á 12. síðu) Hvers konar stofnun eiga Hallveigarstaðir að vera? Skömmu eftir að Bandalag kvenna í Reykjavík hélt aðal- fund sinn, hitti ég þjóðkunna konu, sem einnig sat fundinn. Þar kom í tali okkar, að við minntumst á umræður, sem fram fóru á fundinum utan dag- skrár, um hið fyrirhugaða kvennaheimili Hallveigarstaði í Reykjavík. Kom í Ijós, að sama hafði hvarflað í hug beggja undir þeim umræðum, en hvor1- ug vildi vekja máls á því þar, hún vegna hlédrægni, en ég vegna vanþekkingar. Má vera áð sú vanþekking geri þá hug- mynd, sem ég ætla að drepa á, fáránlega frá sjónarhóli þeirra, sem gerzt þekkja, en fyr’st svo einkennilega vildi til, að sama hugmynd kviknaði í huga okkar beggja varðandi þetta mál, fannst mér ekki lengur fjar- stæða að koma henni á fram- færi. Á fundinum var m.a. rætt um það, að þegar búið var að gera teikningar að Hallveigarstöðum 'g tekið að grafa fyrir grunni hússins, þá hófst málarekstur út af því, að húsið. myndi skyggja á nágrannana. Var að heyra, að greiða yrði nágrönnunum á þriðja hundrað þúsund krónur í skaðabætur ef af byggingu yrði. Lögðust fundarkonur ein- dregið gegn því að fé húsbygg ingarsjóðs yrði varið til slíkra útgjalda. Enn r ég svo smá í hugsun þegar til fjármála tekur, að milljónir króna, já, jafnvel hundruð þúsunda, eru miklar fjárhæðir í mínum augum. Er ég heyrði að byggingar’sjóður Hallveigarstaða næmi fjórum milljónum, fannst mér sem ým- islegu mundi mega til leiðar koma fyrir það fjármagn. Meg- inhluti þess fjár er vafalaust fé, sem kvennasamtök í Reykjavík hafa safnað, en nokkurn skerf hafa líka kvenfélög utan af landi — og e.t.v. fleiri aðilar — lagt tU. Gagnstætt flestum málum, sem kvennasamökin hafa bar’izt fyrir, hefur mér alltaf fundizt lokatakmark Hallveigarstaða- söfnunarinnar dálítið óljóst. Kvennaheimili — hvað merk ir þetta orð? Snemma var rætt um að í húsinu skyldu vera samkomu- salir og annað húsnæði til af. nota fyrir kvenfélög landsins og um það er svo sem ekkert nema gott að segja, ef þörf er fyrir slíkt húsnæði. En svo var líka rætt um að þarna ættu konur utan af landsbyggðinni að geta átt vísan gististað — kannski átu námsmeyjar að geta átt þar vetrardvöl. Átti þetta þá að vera gististaður fyrir konur eingöngu? Er það hugsanlegur starfsgrundvöllur fyrir svona fyrir’tæki? Ég dreg það mjög í efa. En það er fé vants til annarr- ar stofnunar, sem konur hafa ekki fram til þessa talið sér ó- viðkomandi. Það er vistheimili handa ungum stúlkum, sem af ýmsum orsökum eru í biýnni þörf fyrir aðstoð, ef þær eiga ekki að verða sem vogrek í hverjum straumi freistinga, sem fyrir þeim verður. Ástæðulaust er að vera með neitt mærðarhjal í þessu sam- bandi. Öllu hugsandi fólki er ljóst hve margar orsakir geta legið til þess, að reynslulitlir unglingar lokkast af slæmum félagsskap og temja sér lífs- venjur, sem eyðileggja ekki að- eins þeirra eigið líf, heldur veita margháttaðri ógæfu inn á heimili þeirra og annarra. Takast má stundum að hafa þau áhrif á unglinga, sem illa virðast á vegi staddir, að þeir öðlist nýtt mat á verðmætum iífsins. Sú breyting mun þó helzt eiga sér stað, ef hægt er að koma þeim í breytt og æskilegt umhverfi. Væru ekki kvennasamtökin fullsæmd af því, að verja því fé, sem safnað hefur verið í byggingarsjóð Hallveigarstaða til þess að reisa utan Reykja- víkur heimili fyrir ungar stúlk ur, sem aðkallandi er að forða frá óhollum félagsskap um sinn? Væri ekki slík stofnun í meira samræmi við þann kjarna, sem kvenfélögin á fs- landi byggja á: að starfa að heill og hagsæld heimilanna í landinu, heldur en gisti- og sam komuhús fyrir konur? Slgríður Thorlacius.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.