Tíminn - 06.12.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.12.1960, Blaðsíða 7
TÍMINN, þri'ðjudagiim 6. desember 1960. INC^fla FRETTIIKBa Verksmiðja til niðurlagningar eða nið- ursuðu síldar verði reist á Siglúfirði Þingmenn og uppbótarþing-j menn Norðuriandskjördæmis vestra flytja tillögu til þirigs- ályktunar um að reisa verk- smiðju til niðurlagningar eða niðursuðu síldar á Siglufirði. Þingmennírnir eru Björn Páls son, Skúli Guðmundsson, Ól- afur Jóhannesson Einar Ingi- mundarson, Gunnar Jóhanns- son, Jón Þorsteinsson og Gunn ar Gíslason. Tillagan er svo- hljóðandi: Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni í samráS við bæj arstjórn Siglufjarðar að hefja undirbúning nú þegar að nið- urlagningu eða niðursuðu síldar á Siglufirði eftir því, hvort hagkvæmara reynist að athuguðu máli. í greinargerð með tillög- unni segir: Mikill hlu-ti af fiskafla ís- lendinga er síld. Nokkur hluti Undirbúningur verði hafinn nú þegar staklingar, sem öfluðu sér tæknimenntunar og kynntu sér markaðsmöguleika, ættu hlut í fyrirtækinu. Enn frem ur gæti verið skynsamlegt, að Siglufjarðarbær væri eignar- aðili að einhverju leyti, því að fyrirgreiðsla ríkisstjórnarinn ar mundi á margan hátt vera mikils virði. SIGLUFJORDUR Hagkvæmara mun að reisa verksmiðjuna á Siglufirði en annars staðar á landinu. Þar eru möguleikar til hráefnisöfl unar góðir, mikil þörf fyrir aukna atvinnu vissa tíma árs ins og þvi ekki ástæða tilað ætla, að skórtur verði á verka fólki, þótt um vaxandi iðnað væri að ræða. VARLEGA AF STAD Líklegt er, að bezt sé að fram leiða ekki mjög mikið magn í byrjun, því_ að tæknilega kunnáttu vantar og afla þarf markaöa. Þéss þarf þó að gæta þegr verksmiðjan væri reist, að auðvelt væri að stækka hana, þegar skilyrði sköpuð- ust fyrir aukinni framleiðslu. Það er ekki aðalatriði að taka stökk í byrjun, heldur að hefj ast þegar handa. Saltsíldin er seld úr landi fyrir viðunanlegt verð, en mestur hluti síldar- innar fer í bræðslu. Unnt er að stórauka verðmæti sildarinnar með því að leggja hana niður eða sjóða niður. Dagskrá Aljiingis neðri deildar Alþingis þriðjudaginn 6. des. 1960 kl. 1,30 miðdegis. 1. Atvinna við siglingar, frv. Frh. 3. umræðu. 2. Fræðslumyndasafn ríkisins, frv. 2. umr. 3. Var.ðskip landsins, frv. 1. umr. Ef deildin leyfir. Dagskrá efri deildar Alþingis þriðju daginn 6. des. 1960 kl. 1,30 miðdegis. Ríkisábyrgðir, frv. 1. umr. Ef leyft verður. watiiiiai>i>i>i>im>iaiiHiUBii er seldur sem saltsíld fyrir við unanlegt verð, en mestur hlut inn fer í bræðslu. Verð á mjöli og lýsi er óhagstætt eins og stendur, og engin vissa fyrir, að um verulega hækkun verði að ræða í næstu framtíð. Hæp ið er, að það svari. kostnaði að veiða síld í bræðslu með því verðlagi, sem nú er. Það má því öllum ljóst vera, að nauðsyn ber til að leita að leið um til að draga úr því síldar magni, sem fer í bræðslu, með því að auka fjölbreytni í síld- arframleiðslu og reyna á þann hátt aö gera hráefnið sem verðmest. VARD EKKI UR FRAM- KVÆMDUM Árið 1946 voru samþykkt lög þess efnis, að ríkisstjórninni var heimilt að taka 3 milljón króna lán til að reisa verk- smiðju á Siglufirði til niður- suðu eða niðurlagningar síld ar. Úr framkvæmdum hefur ekki orðið. Vafamál er, hvort rétt er, að ríkissjóður eigi og reki slíka verksmiðju, þótt nauðsyn beri til, að rikisvaldið hefjist handa um undirbúning málsins i samráði við bæjar- stjórn Siglufjarðar. TÆKNIMENNTUN OG MARKADSLEIT Nokkur tími hlýtur að fara i að undirbúa þessar framkv. Okkur vantar menn, sem hafa tæknilega kunnáttu í sildar- iðnaði. Þarf því að senda menn til annarra landa til að læra eða fá kunnáttumenn frá öðr- um löndum. Enn fremur þarf aö kynna sér sölumöguleika, undirbúa byggingarframkv. á niðurlagningar- eða niðursuðu verksmiðju og ef til vill dósa- verksmiðju. Þetta verði tæp- ast gert nema með stuðningi og atbeina ríkisstjórnarinnar við útvega lána, fjárframlög- um til tæknimenntunar og markaðsleitar. Hins vegar gæti verið til athugunar hvort ekki væri ráðlegt, að þeir ein- Á víðavangi Siglufjöröur — síldarbærinn á Islandi. Þar þarf að reisa niðursuðuverksmiðju. í Framsóknarblaðinu, mál- gagni Framsóknar- og sam- vinnumanna í Vestmanna- eyjum segir svo um landhelg ismálið m.a.: „Bjarni Benediktsson, dóms málaráðherra, hefur í haust ferðast um landið og haldið ræður á nokkrum fundum til að mæla með undanslætti í landhelgismálinu. Undirtekt ir hafa verið mjög daufar, enda mun nokkuð til þurfa að brjóta á bak aftur sam- hug og sigurvilja þjóðarinn ar í málinu. Eðlislæg rétt- lætiskennd þjóðarinnar rís gegn ranglæti og ofbeldi yfir gangsþjóðarinnar og neitar að láta beygja sig til undir- gefni. Þá er alþjóð ljóst, að Bretar ah/a fyrst og fremst hlotið smán fyrir skark sitt í landhelginni síðan þeir sendu herskipin á miðin við ísland. Það er líka staðhæft af formælendum undanslátt arstefnunnar, að Bretar muni ekki endurtaka her- skipaverndarævintýrið, hvað sem úr samningamakkinu verður. Þó er hættan, sem ís lenzkum sjómönnum stafi frá veiðiþjófunum nú fyrst talin fram, sem ein helzta röksemd fyrir undansláttar- stefnunni. Þrátt fyrir það bar svo við að skömmu eftir að Bjarni túlkaði hér á fundi sjónarmið undansláttarsem- innar, héldu skipstjórar og stýrimenn fund og sam- þykktu einhuga skorinorða ályktun þess e/nis, að hvergi yrði hvikað frá 12 mílna land helgi og fordæmdu þannig allan undanslátt islcnzkra tjórnarvalda í málinu. Slík ályktun, sem gengur berhögg við stefnu núver- andi ríkisstjórnar og mál- flutning dómsmálaráðh., er því eftirtektarverðari, að hún er gerð af félagi, þar sem flestir voru Sjálfstæðismenn. Það er því síður en svo, að ályktun Skipstjóra og stýri- mannafélagsins Vei’ðandi, sé af pólitískum toga spunnin. Það eru starfandi útgerðar- menn og sjómenn, sem að henni standa. Hverjum skyldi vera Ijósara en þeim, að falaföng á grunnmiðum hyggjast á friðun 12 mílna landhelginnar?. Hverjir kunna að eiga meira í húfi varðandi hættur á ha/inu en sjómennirnir sjálfir? Samt hefur aðalmálgagn ríkis- stjórnarinnar, Morgunblaðið líkt mönnum, sem að hlið- stæðum samþykktum hafa staðið við „samsafn fífla Og enn segir: „Það hefur lengi verið tal að um, að auðæfi íslands . væru fyrst og fremst fiskimið in. Samt blasir sú staðreynd við, að jafnvel nýir togarar eru bundnir við hafnarbakk ann, svo að segja strax og þeir koma. Einfaldlega vegna þess, að fiskimiðin eru upp- urin. Það berast ekki lengur /regnir af uppgripaafla, við Hvalbak, á Selvogsbanka eða á Halamið, því miður. Hvaða vit væri í því, þegar svona er komið að tefla afla horfum bátaflotans í tvísýnu með því að gefa upp friðlýst svæði innan landhelgislín- unnar? Það verður engum þyrmt, ef hundruð erlendra togara fá óhindrað að raða sér um takmarkaðan tíma á miðin, sem nú hafa verið frið uð um tveggja ára tímabil. Takist svo til, er sennilegt að mörgum fiskimanninum hér í Vestmannaeyjum þætti þröngt fyrir dyrum, jafnvel þó að nú sé verið að benda þeim á einhver fiskimið við Afríkustrendur.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.