Tíminn - 06.12.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.12.1960, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, þriðjudaglnn 6. desexnber 1960, Brjostmynd af H. C. Hansen Nýlega var afhjúpuð brjóstmynd af hinum látna forsætisráðherra Dana, H. C. Hansen, í danska þinghúsinu. Brjóstmyndin er úr eir og gerð af myndhöggvaranum Svend Lindharts og kostuð af Jafnaffiarmannaflokki Danmerkur. Kampmann forsætisráðherra afhjúpaði minisvarðann og er myndln af því tækifæri. Malinovsky í ónáð? Hefur ekki komið fram opinberlega síðan á byltingarafmælinu London — Ef dæma má eftir stottri tilkynningo í Moskvuútvarpinu fýrir s. I. helgi er ekki ólíkíegt, a8 Mal- inovski, landvsrnaráðh^rra Rússa, skuggi Krostjoffs frá París, sé fallinn í ónáð í hinni opinberu tilkynn- ingu var talað um varaland- varnarráðh. A.A. Grechko, sem „settan landvarnarráðherra", i en vegur Grechos hefur farið mjög vaxandi að undanförnu í Rússlandi. Allt frá því að Malinovski fylgdi Krustjoff sem skuggi á hinum misheppn aða fundi æðstu manna í Par ís í vor hefur verið rætt um ráðherrann „sem hinn sterka mann“ Rússlands. En hann hefur ekki komið fram opin- berlega svo að vitað sé síðan 7. nóvember sl. Hliðin rifnaði úr fólksbíinum Ökuslys á Grindavíkurvegi Um helgina varð umferðar- slys á Grindavíkurvegi er fólksbíll úi- Reykjavík ók aft- an 4 vörubíl úr Grindavík. Farþegi fólksbi*. eiðarinnar, sem var kona, meiddist á höfði. Nánari tildrög voru þau, að fólksbíllinn, R-2696 var á leið til Grindavíkur með einn far þega, Bíllinn var keðjulaus. en hálka mikil á Grindavíkurveg inum. Þar kom, að fólksbíll- inn náði vörubílnum G-1450, og vildi fara fram úr honum. Gaf hann G-1450 merki um það. G-1450 hugðist þá hægja á sér til þess að hleypa fólks- bílnum fram úr. En þegar ökumaður #fólks- hílsins hugðist aka fram með vörubílnum, fataðist nonum fyrir einhverjar sakir sjórnin með þeim afleiðingum að hægra horn fólksbílsins rakst á horn vörubílspallsins. og má segja að hægri hliðin hafi ger samleera rifnað úr fólksbíln- um. Við áreksturinn hlaut kon an, sem farþegi var f fólksbíln um, högg á höfuðið Hún var fekin í bíl, sem barna átti leið framhjá og flutt í sjúkrahús Tilkynning frá Frama (Framh. af 16. síðu) dag, sem fylgir hér með í af- riti. Virðingarfyllst f.h. Bifreiðastjórafél. Frama Bergsteinn Guðjónsson Rcykjavfk, 30. nóvember, 1960. Dómsmálaráðuneytið, Reykjavik. Það er llunnara en frá þurfi að segja, að nokkrir bifreiðastjórar hafa orðið uppvlsir að sölu áfengra drykkja og er sá verknaður, að áliti þeirra manna sem með forustu samtaka bifr,- stjóra fara, svo og alls þess stóra hóps bifreiðastjóra, sem aldrei hafa haft slík viðskipti með höndum, telja slík viðskipti mjög til álitshnekkis fyrir stéttina f heild, og harma að félags- menn skuli hafa gripið til slfkra við- skipta við borgarana. En á meðan sá háttur er á áfengismálum þjóðarinn- sem nú er, þá er það að sjálfsögðu mikil freisting fyrir bifreiðastjóra, að selja eða útvega áfengi, þar sem far- þegar þeirra leita mjög á um að fá það, þar sem útilokað cr að fá það á löglegan hátt eftir lokunartftpa alm. sölubúða. En á þeim tfma, sem Áfeng isverzlunin er opin, eru flestir við 1 vinnu sína og eiga þvi mjög óhægt með að fara úr hcnni til áfengiskaupa og f mörgum tilfellum hefur fólk ekki ákveðið svo áfengiskaup eða neyzlu þeirra fyrirfram, að hægt hafi verið að verða sér úti um það á verzl rrum for i sjomn (Framhald af 16 sfðu). á hafnarbakkanum, heyrði buslu- ganginn og lók þegar til fótanna. Konum tóks* að ná í hendina á f-j Minnu, en hún var of bung til þess að hann gæt tosað henni upp á bryggjuna. Hann tók þv’ b;:ð ráð að hrópa af öllum kröft- um, þangað tílVTþfítlrrtiaérktaddir lögregluþjónar komu aðvífand. Og náðu henni upp. Stjarfur Það er af hinum aldraða manni hennar að segja, að hann /arð síjarfur af skelfingu, og mátti sig h -orki mæla né hræra fyrr en sjukraliðið tók hann og setti inn i sjúkrabíl til kerlu sinnar. Stakkst á hausinr Þegar um kvöldið var hafizt handa um að biarga bílnum upp er. þá tókst hvorki betur né 'ærr til en svo, að einn björgunar- mannanna steyptist á hausinn 1 höfnina, nákvæmlega á sama stað rg frú Minnu var bjargað í iand um daginn. — Allt hetta vakti svo mikla athygli, að hinir „fiör- Uiiklu" skemmtistaðir við Nýhöfn- ira voru galtómir um kvöldið. Kviknafti í feitispotti Laust fyrir kl. hálf þrjú á sunnu- dag var slökkviliðið kvatt að Haga- mel 19. Þar hafðikviknað i feitispotti á eldavél. Tekist hafði að slökkva eld- inn er liðið kom á vettvang. Skemmdir urðu nokkrar á skápum i eldhúsinu. Slökkviliíií gabba'ð Kl. 11,45 i gaermorgun var slökkvi. liðið gabbað að brunaboðanum á horni Sólvallagötu og Blómvallagötu. Hafði brunaboðinn verið brotinn. sennilega af krakka.-----Þess má geta að háar sektir liggja yið því að gabba slökkvi- liðið. Datt á götu 1 gærdag datt kona á Vesturgötu fyrir utan verziunina Geysi. Kvartaði hún um þrautir ( fæti og var flutt af sjúkrabll á slysavarðstofuna. unartlma. Detti fólki hins vegar í hug að hafa áfengi um hönd að hjáliðnum verzlunartíma, þá er ekki nema um tvennt að velja, að leita til leynivín- sala eða setjast í citthvert veitingahús, sem fengið hefur vínsöluleyfi og kaupa þar vín, en í flestum tilfellum mun fólk, sem víns ætlar að neyta, óska fremur að neyta þess ( heimahúsum. Nú í seinni tið hcfur löggæzlan haft sig mjög ( frammi, um að hafa hendur f hári þeirra manna, sem vin selja og gengið svo langt, að bifreiðar hafa verið eltar uppi, og farþegar verið teknir og krafðir sagna um erindi þeirra í bifreiðinni, og teljum vér að mjög sé gengið á öryggi farþega leigu- bifreiða, og vafasamt að slikt fái stað izt, og gerum vér kröfu til þess að önn ur aðferð verði viðhöfð í þessu efni framvegis. Með óbreyttu fyrirkomulagi í þess- um málum, verður ekki annað sagt, en að ríkisvaldið sé beinlfnis að stuðla að leynivínsölu og gera menn að af- brotamönnum, scm annars myndu ekki láta sér 1 hug koma, að fremja slfk lögbrot, hvorki gagnyart þessu eða öðru. Það fyrirkomulag sem ríkir í áfeng ismálunum mun eiga að byggjast á, að halda vlni frá fólkiinu og að það eyði ekki fjármunum sinum til kaupa áfengra drykkja. En það vita allir, sem komnir eru til vits og ára, að ef fólkið ætlar að verða sér úti um vín- anda, þá verður það gert á einn eða annan veg, jafnvel eiturlyf, ef ekki tekst betur til. Ætti reynsla umliðinna ára að geta fært mönnurn heim sann inn um það, að fólk drekkur ef það ætlar að drekka, og með núverandi fyrirkomulagi eyðir það miklu meira fjármagni til áfengiskaupa, en ef á- fengisviðskiptin væru færð f það horf að borgararnir gætu á lögmætan hátt orðið sér úti um áfengi, þegar þeir telja sig þurfa á þvi að halda. Með tilliti til þeirrar staðreyndar, sem að framan greinir, þá leyfum vér oss hér með, að fara þess mjög ein- dregið á leit við hæstvirt ráðuneyti, að það geri nú þegar þær ráðstafanir sem þarf til að opinber áfengissala verði opin til kl. 23.30 alla daga vikunnar, nerna föstudaga og laugardaga þá til kl. 00.01, þannig að sölutíminn fylgl þeim tíma, sem ríkisvaldið hefur leyft öðrum að selja v(n á, og bægja á þann hátt frá þeirri freistingu, sem að bifreiðasjórum steðjar, svo og öðrum borgurum, sem hafa freistazt til sölu áfengra drykkja ( skjóli þeirrar öfug þróunar, sem ríkir í áfengismálum þjóðarinnar. Með fullri vissu um, að hæstvirtu ráðuneyti sé fyllilega ljóst, hvaða ó- heillaástand hefur þroskast f þessum málum meðal þjóðarinnar á umliðn- um árum, svo sem með leynivínsölu, smygli neyzlu eiturlyfja, bruggs og margs annars, þá leyfum vér oss að mega vænta þess, að ráðuneytið telji það óhjákvæmilega nauðsyn, að gera breytingar á áfengismálunum, sem hér er farið fram á, og f fullu trausti þess að svo verði gert, þá væntum við svars hið allra fyrsta. Virðingarfyllst f. h. Bifreiðasjórafélagsins Frama, Bergsteinn Guðjónsson Fjársöfnunin Orðsending til félagsstjórna og söfnunarstjóra um allt land Nú er ætlunin að ljúka fjársöfnuninni fyrir áramót. Upphaf- lega var áformað að Ijúka henni í byrjun nóvember, en af ýmsum ástæðum hefur orðið dráttur á uppgjöri úr ýmsum héruðum. Nokkur héruð hafa þegar náð settu marki og gert full skil. Þau eru þessi: Dalasýsla Vestur-Húnavatnssýsla ísafjörður Norður-f saf j arðarsýsla '/SÉÉ ■ 130% 100% 100% 100% Norður-Þingeyjarsýsla (vestan heiðar) 100% Annars staðar er söfnunin enn í fullum gangi, þótt mörg hér- uð hafi þegar skilað meginhluta þeirrar upphæðar, sem þau ætluðu sér að ná. Þau, scrp mestu hafa skilað nlutfallsleea. eru þessi: Vestmannaeyjar 72% Rangárvallasýsla 66% Eyjafjarðarsýsla 60% Suður-Múlasýsla 60% Siglufjörður 60% Vestur-Barðastrandarsýsla 58% Suður-Þingeyjarsvsla ö8% Hafnarfjörður 58% Skorað er á alla, sein að söfnuninni vinna, að gera nú myndar- legt lokaátak og ná settu marki fyrir áramót. Skrifstofa söfnunarinnar er á Lindargötu 9a. Sími 19613. Félag Framsóknarkvenna Félag Framsóknarkvenna heldur fund annað kvöld kl. 8,30 í Framsóknarhúsirto uppi. Fundarefni: Umræður og jóladagskrá. Stjórnin „Bingóu á Selfossi Framsóknarfélag Selfoss heldur skemmtisamkomu í Selfossbíói föstudaginn 9. des. n.k. og hefsr hún kl. 9 s.d. Spilað verður „Bingó". Góð verðlaun. Hljómsveit Óskars Guðmundssonar leikur tyrir dansi Síðasta skemmtun félagsins fyrir jói. — Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.