Tíminn - 06.12.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.12.1960, Blaðsíða 14
14 TÍMINN, þriðjudaginn 6. desember 1960. — Það skal e~iguin haldast uppi með að nauðga dóttur minni, grenjaði Joe. — Þú talar fallega núna, Joe frændi, sagði Kate. — En þú hikar ekki við að gifta dótt ur þína skítugu karlræksni eins og honum Heard þama! — Nei, nú er nóg komið, andmælti kaupmaðurinn. — Þér eruð andstyggileg- ur! sagði Kate. — Þér vitið það sjálfur. Það er ekki til nokkur stúlka, sem mundi koma inn í búðina til yðar, ef hún væri ekki nauðbeygð til þess. Þér eigið hvorki til stolt né sjálfsvirðingu. Þér eruð bara svín í mannsmynd, og þótt þér vitið að Jessie-Mae, vilji heldur deyja en giftastj yður, þá vilduð þér samt neyða hana til þess. — Ef maðurinn þinn hefur j verið með henni, þá vil ég ekki sjá hana, sagði hann gremjulega. Jessie-Mae sagði ekkert, en nú var eins og Ijós rynni upp fyrir Kate. — Ó, er það þess vegna sem þú hefur komið þessari sögu á kreik? — Já, auðvitað, kjökraði stúlkan. — En þú hefðir þó getað fundið einhverja aðra leið, Jessie-Mae. — Pabbi og Heard gamli biðu eftir mér, þegar ég kom heim, og ég gat ekki hugs- að . . . . Matt staulaðist að dyrun- um. — Komdu út, Judson! hrópaði hann. — Komdu út og taktu við því, sem þú átt skilið. — Eg er búin að segja, að hann er ekki heima, sagði Kate. — Eg veit hann felur sig inni, hélt Matt áfram. — Eg sá ykkur fara heim saman. Han er hræddur, og það get ég skilið. Það er ekkert spaug að láta hengja sig. Þeir gengu fleiri til, ýttu Kate til hliðar og þrengdu sér inn. Andartaki síðar komu þeir út aftur. — Máske hefur hann séð til okkar og flúið niður í skóla, hrópaði Matt. — Hann hefur áreiðanlega gert það. Við skulum svæla rakkann út úr 'greninu og kveikja í húsinu. Hann getur fengið að horfa á brunann meðan hann dingl ar í gálganum. Við höfum haft nóg af kennurum hérna og viljum ekki fleiri. Hann hafði gefið körlunum vel í staupinu og þeim fannst þetta prýðis hugmynd. Með villimannlegu öskri héldu þeir af stað niður brekkuna. Jessie-Mae og Kate horfðu á eftir þeim. — Þeir kveikja í skólanum, Kate, kveinaði Jessie-Mae. — Þá fáum við aldrei skóla aftur, ef þeir gera það, sagði Kate með grátstafinn í kverk unum. — Jessie-Mae, við verðum að hindra þá. Eg vona bara, að Clay komi ekki til PEGGY GADDYS: hún. — Lofið mér að segja sannleikann! Karlarnir hættu að tala , saman og sneru sér ófúsir að henni. — Það sem ég sagði pabba og Heard gamla var lygi! kall aði hún og herptist saman. — Kennarinn heíur aldrei hreyft viö mér. Þeir litu hver á annan og ivissu ekki, hverju þeir áttu 26 ☆ DALA stúlk an baka. Hann situr alltaf og bíð ur eftir þér. Þær hlupu saman niður stig i inn, en þegar þær komu að skólanum, voru karlarnir þar fyrir. Þama stóðu þeir og hrópuðu hrakyrði gegn þeim manni, sem þeir héldu, að lægi þar í felum. — Það er þó víst, að eng- \ inn þessara vesalinga gæti skotið Clay skelk í bringu, sagði Kate fyrirlitlega. lega. ’ — Hann er ekki héma! heyrðist Matt hrópa, þegar þær Kate og Jessie-Mae komu inn í skólagarðinn. —Það er alveg öruggt, að hann er héma ekki, kallaði Kate og ruddi sér braut að skólatröppunum. — Eg var búin að segja ykkur, að hann væri ekki héma. —En hvar í andskotanum er hann þá? grenjaði Matt. — Hann átti erindi að heim an. — Því trúum við ekki, og við skulum finna dónann. — Við kærum okkur ekki um að svona þorpari komizt upp með að nauðga dætrum okk ar! — Hvað átt þú margar dæt ur, Matt? spurði Kate neyðar lega. — Hefur þú ekki tölu á þeim? Það var Jessie-Mae, sem reyndi að koma vitinu fyrir mennina. Hún var náföl í framan og augu hennar virt ust afar stór í myrkrinu. — Bíðið! Bíðið! hrópaði að trúa. Hún talaði svo inni- lega, að þeir hlutu að trúa henni, og þar að auki þótti flestum næsta ólíklegt, að Clay hefði fallið fyrir henni. Þeim hafði öllum líkað vel við hann, og þegar þeir minnt ust fyrri viðskipta sinna við hann, skömmuðust þeÞ' sín fyrir að hafa trúað þeim ó- sóma, sem /oe Beasley og Matt báru á'hann. En brenni vínið hafði gert sitt til. — Jessie-Mae, þú mátt ekki Ijúga þér til eilífrar glötun- ar með því að reyna að fria hann, sagði Joe hræsnislega. — Það gerði ég, þegar ég sagði að hann hefði nauðgað mér, svaraði dóttir hans. Én nú segi ég satt. Eg skáldaði þetta upp, bara af því að ég vildi heldur deyja en giftast Heard gamla, og mér datt í hug, að hann vildi ekki eiga mig, ef hann héldi, að kenn- arinn hefði verið með mér. Eg hugleiddi ekki, hverjar afleið ingarnar yrðu fyrir hann. Eg ímyndaði mér einna helzt, að enginn mundi trúa neinu slíku á hann nema þá Heard gamli. Hún sneri sér snögglega við og beindi vasaljósinu slnu að Kate. — Þið þekkið Kate! hélt hún áfram. — Haldið þið virki lega, að maður, sem er giftur Kate, hafi áhuga á öðrum konum? Nei, Kate sér víst fyr ir því. Eitt andartak stóð Kate kyrr og starði inn í Ijósið, en svo reif hún luktina af Jesse- Mae og slökkti á henni. — Þegiðu! hvíslaði hún. — Enginn, sem hér er stadur, trúir því, að Clay hafi komið nálægt þér, — nema ef vera skyldi Matt Carew, og hann er heimskur eins og naut. — Kannske er ég heimsk ur! grenjaði Matt, en ég hef þó að minnsta kosti ekki set ið í fangelsi eins og Judson. — Hvernig veiztu það? spurði Kate hvasst, en hjart- að stóð næstum kyrrt i brjósti hennar. — Af því að amma Wickert sá hvernig þið hlupuð saman eins og villidýr um fengitíma, sagði hann sigri hrósandi, — og þá heyrði hún hann segja þér frá því. Og við viljum ekki hafa tugthúslimi hér í Harpershverfi. Ekki satt, fé- lagar? — Jú, það er þó satt, uml- aði einn tregiega. En nú sneru sér allir við, því að vélardrunur heyrðust í fjarska. — Nú er hann að koma! hrópaði einhver. Kate ruddi sér braut, og þegar Clay renndi í hlað, var hún fyrst til þess að tala við hann. — Það eru deilur hérna, Ciay, hvíslaði hún hraðmælt. — Hættulegar deilur! — Hefur Beasley komizt að því, sem við ætluðum að gera? — Það er nú verra en það. En lengra komst hún ekki, því hópurinn umkringdi bif- reiðina. Clay sat rólegur við stýrið og horfði í kringum sig. — Jæja, er nokkuð, sem ég get gert fyrir ykkur? — Þú mátt bölva þér upp á það! grenjaði Matt. — Þú skalt sem skjótast tína sam- an hafurtask þitt og stelpur og hraða þér sem fyrst héð- an úr Harpershverfi! Við kærum okkur ekki um tugt- húslimi! Kate lagði handlegginn ut- an um Clay og fann, hve órótt honum var. — Með mikilli ánægju, svar aði hann rólega. — Eg geri ráð fyrir, að ég hafi ekki rækt kennarastarf mitt nógu vel. — Við viljum ekki að böm in okkar læri það, sem þú get ur kennt þeim, sagði Matt. — Eg vissi ekki að þú ættir afkvæmi í skólanum, svaraði Clay brosandi. — Ef ég hefði vitað það, hefði ég sýnt þeim sérstaka rækt. — Jessie-Mae sagði þeim, að þú hefðir nauðgað henni, sagði Kate. — Það var einstaklega fall egt af henni! hreytti Clay út úr sér. — Eg er margbúin að segja þeim, að ég sagði það ekki satt, kveinaði veslings Jessie Mae. Hann leit kuldalega til hennar, en gat þó stillt sig- — Svo þú gerðir það, sagði hann og kinkaði kolli eins og þetta kæmi honum ekki sér- staklega við. — Trúðu þeir þér? — Já, sumir, svaraði Jessie Mae lágt. — Eg geri ráð fyrir, að hvorki faðir þinn né Heard gamli hafi trúað þér, segði hann með fyrirlitningu í rómnum. — En aðrir eru fæddir heimskir og enn aðrir ávinna sér heimskuna. Bill Epperson gekk að bíln Þriðjudagur 6. desember: 8.00 Morgunúvarp. 8.30 Fréttir. 9.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 13,00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum“ (Svava Jakobsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp. 18..00 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Óskar Halldórs- son cand. mag.). 20.05 Erindi: Fundur Norður-Ame ríku á fimmtándu öld (Björn Þorsteinsson sa-gnfr.). 20.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands i Þjóðleikhús inu. Stjómandi: Bohdan Wo- diczko. „Facade", ballettmúsik eftir William Walton. 21.00 Raddir skálda: Úr verkum Kristmanns Guðmundssonar. — Flytjendur: Guðbjörg Þorbjarn ardóttir, Ævar R. Kvaran og höfundur sjálfur. 21.50 Einsöngur: Miliza Korujs syng- • ur lög eftir Johann Strauss. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestur: Úr ævisögu Hall- dóru Bjarnadóttur, skráðri af Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni rit- höfundi (Vilhjálmur S. Vil- hjálimsson yngri les). 22.80 Framhald sinfóníutónleikanna í Þjóðleikhúsinu. Stjórnandi: Bohdan Wodiczko. Einleikari á píanó: Ásgeir Beinteinsson. Tvö verk eftir George Gersch win: „Ameríkumaður í París“ og „Rhapsody in Blue“. EIRÍKUR YÍÐFÖRLl Merki Jómsvíkinga 25 Hinn dauði er úr liði Dananna, Hann sér slóð eftir mannsbúk, Lengra burtu finnur hann hesta- Skyndilega kemur hann auga á örin hefur verið fjarlægð í þetta sem hefur verið dreginn burtu, för. Sá særði hefur verið látínn á örvarodd úr steini, sem ligg-ur á skipti. Eiríkur finnur þrenn spor í einn árásarmannanna hlýtur að hest. Hann er orðinn mjög áhyggju jörðinni. — Axel!, hvíslar hann, — grenndinni. hafa særzt. fullur vegna Ervins. það hlýtur að vera Axel!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.