Tíminn - 14.02.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.02.1961, Blaðsíða 3
I TÍMINN, þrtðjudaginn 14. febrúar 1961. Rússneskt geimfar á leið til Venusar Talið verða komið þangað síðari hluta maímánaðar Rússneskt geimfar er á leið til Venusar, og var því skotið úr gervihnetti, sem áður var kominn á braut umhverfis jörðu. Margs konar geimrann- sóknartæki eru í geimfarinu, og rússneskir vísindamenn nefna það fljúgandi rannsókn- arstöð. Það er talið, að geimfarið muni ná til Venusar síðari hluta maí- niánaðar, ef það hæfir ekki sjálf- an hnöttinn, mun það fara á braut umhverfis sólu. En hvort heldur sem verður mun það leysa ýmsar gátur Venusar, eins hins dular- fyllsta hnattar himingeimsins. Meðal annars er þá að vænta vitn- eskju um þéttleika gufuhvolfsins umhverfis Venus, og geislahættu cg loftsteinahættu í nágrenni við hann. Klukkan tíu í gær var talið, að geimfarið væri komið 488,900 kíló- metra frá jörðu, og þá sagði Tass- fréttastofan, að hraði þess væri 4050 metrar á sekúndu. Senditæki geimfarsins eru knúin kemískum battaríum og sólhlöðnum rafgeym- um. Rússar hafa tvívegis haft sam- band við það síðan því var skotið út í geiminn og fengið markverða vitneskju. Hitinn inni í geimfar- inu er tuttugu stig. Framvegis verður haft samband við það fimmta hvern dag, og tilkynningar um ferðir þess birtar á viku fresti. Þetta geimfar er rösklega tvöfalt þyngra en geimfar það, sem ljós- mynjlaði aðra hlið tunglsins Þessi nýjustu tíðindi eru nú mjög rædd um allan heim. í banda- rískum blöðum er kuldalegur tónn. New York Times segir skotmark f.’augarinnar vera Venus, huga mannkynsins og Kennedy. Frank- fart Abendpost segir, að Ráðstjórn- ■arríkin geti nú tjáð heiminum, að þau hafi sigrað Bandaríkin í kapp- hiaupinu um himingeiminn. Jap- anskir vísindamenn segja, að geim- ferðatæki Rússa séu sýniíega kom- in á hærra stig en menn grunaði. Vísindamenn í Moskvu segja, að þessi atburður sé upphaf nýs ald- arskeiðs, því að sá tími sé að renna upp, að hægt sé að rannsaka stjörnurnar úr lítilli fjarlægð, og t;mi geimferðanna fari í hönd. Ný kjötverzlun T ómasar Kjötverzlun Tómasar Jóns- sonar, sem allt frá, árinu 1908 hefur rekið umfangsmikla verzlun með alls konar mat- vörur, hefur opnað nýja og vei búna kjötverzlun að Ás- garði 22 í svokölluðu Bústaða hverfi í Reykjavík, en mikil fyrirhöfn' hafði það verið sumum íbúum þessa hverfis að kaupa í matinn, þar sem vöntun var á kjötverzlun. Hin nýja verzlun er búin öll um þeim tækjum og útbúnaði, sem ströngustu kröfur heimta. í verzluninni mun verða seldar allar tegundir kjöts og kjötvinnsluvara, grænmeti, á- vextir, krydd og niðursuða hvers konar. Innréttingar skipulagði Sv. Kjarval, arkitekt, tréverk ann aðist Össur Sigurðsson, rafl. allar framkv. B. Finnbogason, uppsetningu kæli- og frysti- klefa og tækja sá Björgvin Sigurjónsson um, en Fritz Berndsen málaði. Með tilkomu þessarar nýju kjötbúðar rekur kjötverzlun Tómasar Jónssonar þrjár verzl anir, hina tvær eru að Lauga vegi 2 og 32. Kjötverzlun Tómasar Jónssonar1 er önnuc af elztu kjötverzlunum bæjar ins, stofnuð 1908 eins og áður er getið. Eigandi kjötverzlana Tómasar Jónssonar er nú Garðar Svavarsson, og er hann framkvæmdastj. þeirra. Óku milli bæja og buðu sokka Bóndanum þótti sölumátinn kyndugur og )ét tollinn vita — allt smygla'8 London 13.2. (NTB). Kommúnistaleiðtoginn í Alba níu, Hoxha, sem jafnan hefur staðið við hlið Kínverja í deilum þeirra við Sovétríkin, sagði á flokksþngi albanískra kommúnista í dag, að komizt hefði upp um samsæri um að steypa stjórninni í Albaníu. Sagði Hoxha, að það væru Júgóslavía, Grikkland og 6. floti Bandarikjanna, ásamt nokkrum Albönum, sem stað ið hefðu að þessu samsæri og reynt að hrinda því í fram- kvæmd. Við höfum sánnanir á reið um höndum, sagði Hoxha, og þegar hafa noltkrir menn ver ið handteknir og munu nú verða leiddir fyrir rétt. Sam- særið hefur farið út um þúf- ur vegna árvekni okkar. Richard Phillips — „lcelandic Travel Specialist, Tour Organizer and Guide". Þorgeir í Gufunesi svarar fyrir sig Vísar á bug aÖkasti Englendings um sig og heimili sitt Philips fyrir á meðan. Bað Ól- afur þess einnig, að gúmmí- stígvél yrðu keypt handa Phil ips. Á föstudaginn var tollgæzl- unni tilkynnt, að uppi í Mos- fellssveit væri fólk á ferð milli bæja og byði nælonsokka. Fóru tollverðir upp eftir og litu á varninginn hjá fólkinu og reyndist hann vera smygl- aður. Þarna voru tveir ungir menn og ein stúlka á ferðinni. Voru þau flutt til yfir’heyrslu, og kom í ljós, a'ö sokkar þessir voru komnir í iþeirra hendur vegna bílaverzlunar, og var ferill sokkanna rakmn til verzlunarmanns hér í bæ. Situr hann nú í gæzluvarðhaldi. Skrítinn verzlunarmáti Sokkarnir voru gerðir upptækir, samtals 960 pör. Illa hafði fólkinu orðið ágengt í sölunni, þótt ekki væru sokkarnir dýrir, miðað við núverandi verðlag, áttu að kosta 45 krónur, þeir sem voru með saum, en 50 krónur hinir saum- lausu. — Höfðu þau farið nánast um alla sveit, þegar tollararnir komu, en þeir fóru upp eftir sam- kvæmt vísbendingu bónda þar í sveitinni, sem þótti þessi verzlunar máti eitthvað kyndugrur. Krlstján Thorlacius formaður fulltrúaráðs Aðalfundur fulltrúaráðs Framhaldsaðalfundur: fulltrúa- ráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík vár haldinn 8. þ. m. Á fundinum var gengið frá nýjum samþykktum fyrir fulltrúaráðið. Aðalfundur fulltrúaráðsins hafði verið haldinn 30. nóvember s. 1. og fóru þar fram venjuleg aðal- fundarstörf. í stjórn fulltrúaráðs- ins voru kosin: Kristján Thorlacius, formaður, Dagur Þorleifsson, rit- ari, og Valborg Bentsdóttir. Vara- | stjórn skipa Stefán Jónsson prent- , smiðjustjóri, varaformaður, Guð- jón Styrkársson og Guðrún Heið- berg. í stjórn húsbyggingarsjóðs Fram sóknarflokksins voru kosin í stað þeirra, sem úr áttu að ganga að ’ þessu sinni: Erlendur Einarsson og Guðjón Styrkárssön. Varamenn: I Guðlaug Narfadóttir, Jón Óskars- I son og Sveinbjörn Dagfinnsson. Síðast liðinn sunnudag birt- ir Alþýðublaðið frétt, hafða eftir Englendingi nokkrum, Richard Phillips að nafni, þar F|órinn mokaður upp sem Þorgeir bóndi í Gufunesi, Ekki kva3st Þorgeir hafa mikil afskipti af Philips, en hann hefði haft sama viður- geming og annað heimilis- fólk, búið einn í ágætu her- bergi og ekki borið á öðru en hann væri hinn ánægðasti í byrjun. En svo fór að Ólafi bónda í Álfsnesi dvaldist erlendis, og fjórir dagarnir urðu að tutt- ugu og fimm. — Heldur þótti Þorgeiri Philips lélegur verk- maður, og varð hann yfirleitt að moka flórinn upp eftir hann, og ekki mun hann hafa sinnt öðrum störfum en fjós- verkum af og til. Sat hann lengst atf við bréfaskriftir, sagði Þórgeir, og látið hafði hahn prenta pésa um ferða- lög, þar sem hann bauð út- lendingum í ferðalög um há- lendið hér, og kynnti sig í er sakaður um að hafa haldið umræddan mann illa í mat ög goldið honum lítið sem ekkert kaup fyrir mikla og erfiða vinnu. Þeim, sem til Þorgeirs bónda þekkja, kom þessi frétt sannarlega á óvart, enda mála sannast að hún er uppspuni frá rótum, og trúlega hefur fljótfærni ráðið birtingu henn- ar í Alþýðublaðinu. Þorgeir bóndi ræddi frétt þessa við blaðamenn í gær, og skýrði frá öllum málavöxtum. Kvaðst Þorgeir hafa skotið skjólshúsi yfir Philip og allur viðurgerningur við hann verið hinn bezti, þótt lítil vinna kæmi á móti. Fjórir dagar í janúarbyrjun kom Ólafur þessum pésa sem „Icelandic bóndi í Álfsnesi með Philips ‘ Travel Specialist, Tour Organ að Gufunesi, og bað Þorgeir | izeur og Guide! að taka hann í fjóra daga. Búnaðarfélagið mun hafa haft milligöngu um, að Phil- ips komst að á Álfsnesi. Þorgeir sagði í gær, að Ólaf ur hefði sagt sér, að hann hefði þennan mann fyrir ekk ert, þar tii í maí í vor. Þar sem hann þyrfti að skreppa til út- landa, þyrfti hann að koma Ekki átti Þorgeir bóndi að greiða Philips eyri í kaup, enda segst hann hafa skotið yfir hann skjólshúsi í nokkra daga, og á kaup hafði Ólafur í Álfsnesi ekki minnzt að öðru leyti en því, að hann hefði manninn fyrir ekki neitt. (Framhald á 7. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.