Tíminn - 14.02.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.02.1961, Blaðsíða 5
rÍMINN, þriðjudaginn 14. febrúar 1961. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit- stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egill Bjarnason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 AfgreiSslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Á að samþykkja óend- urskoðaða reikninga? Blöð Sjálfstæðisflokksins hafa undanfarið hælt Gunn- ari Thoroddsen íhjög fyrir þá röggsemi, að hann hafi lagt fyrir Alþingi ríkisreikninginn frá 1959 miklu fyrr til samþykkis en venja hafi verið. Áður hafi það dregizt mun lengur, að ríkisreikningar væru lagðir fyrir Alþingi til samþykktar. Venjan hefur verið sú, að á hverju fjárlagaþingi hefur ríkisreikningurinn fyrir næstliðið ár verið afhent- ur þingmönnum. Hins. vegar hefur staðið svo á endur- skoðun, að reikninginn hefur orðið að leggja fyrir til samþykktar síðar. Ef Gunnar hefði komið hér á bragar- bót, hefði hún þurft að íelast í því, að endurskoðuninni hefði verið flýtt meira en ella. Þegar fjárhagsnefnd neðri deildar fór að athuga málið varð hins vegar annað upp á teníngnum Endur- skoðunin fer fram með þeim hætti, að fyrst endurskoðar ríkisendurskoðunin reikningana en síðan yfirskoðunar- rnenn, kjörnir af Alþingi. Það var upplýst, að þegar ríkisreikningurinn frá 1959 var lagður fyrir Alþingi til samþykktar, að ríkisendurskoðunin átti eftir að endur- skoða reikninga frá 42 ríkisstofnunum og ríkisfyrirtækj- um, og þar af leiðandi höfðu yfirskoðunarmenn ríkisins ekkert getað um þá fjaliáð. Enn ér endurskoðun flestra þessara reikninga ólokið hjá ríkisendurskoðuninni. Allur dugnaður Gunnars Thoroddsens var því fólg- inn í því að ætla að láta Alþingi samþykkja ríkisreikn- inginn 1959 að miklu leyti óendurskoðaðann! Með þessu hefur fjármálaráðherra raunverulega gengið gegn gildandi lagaákvæðum, því að í 10. grein laganna um endurskoðun ríkisreikninganna segir svo: „Fjármálaráðuneytinu ber að láta endurskoðunar- skýrslu fylgja reikningum þeim, sem það endurskoðar, þegar þeir eru lagðir fyrir yfirskoðunarmenn ríkisreikn- ingsins. — í endurskoðunarskýrslu skal fram tekið, hvernig endurskoðun heíur verið hagað, hverjar athuga- semdir hafi verið gerðar, svör við þeim og úrskurðir, enn fremur s'érhvað það viðvíkjandi reikningsskilunum eða rekstri, er fjármálaráðuneytið telur rétt að vekja athygli á eða gera athugasemdir um til yfirskoðunar- manna.“ Það er ljóst á þessu, að löggjöfin ætlast til þess. að ríkisendurskoðunin hafi lokið verki sínu áður en yfir- skoðunarmenn Alþingis og Alþingi sjálft fær reikning- ana til meðferðar. Slíkt er líka í samræmi við alla venju, enda tilgangslítið fyrir Alþingi að fjalla um óendurskoð- aða reikninga. Það myndi þykja óviðunandi vinnubrögð í félags- rekstri eða einkarekstri, að reikningar væru teknir til samþykktar án endurskoðunar. Vissulega verður lítið úr röggsemi þeirri, sem stjórnarblöðm hafa hælt Gunnari fyrir, þegar það verður ljóst, að hún er fyrst og fremst fólgin í því að láta afgreiða ríkisraikninginn án nægjan- legrar endurskoðunar. Flestum mun ljós sú hætta, sem fælist 1 því, ef það yrði hefð að afgreiða ríkisreikningana á þann hátt. 'En þrátt fyrir þetta hefur Gunnar ekki látið sér segj- ast. í gær gerðist sá atburður í neðri deild, að stjórnar- þingmennirnir voru þvingaðir til þess að samþykkja endanlega ríkisreikningirm 1959, án þess að lokið væn nauðsynlegri endurskoðun í sambandi við hann. Með þessu er sannarega stefnt inn á hina háskasam- legustu braut — þ. e. að ekkert sé athugavert við að samþykkja óendurskoðaða reikninga. ERLENT YFIRLlT Sögufegt njósnamál í Bretlandi Klóíestir fimm njósnarar, sem viríast hafa unniÓ fyrir Rússa SÍÐASTL. þriðjudag hófust í London réttarhöld, sem líklegt er að eigi eftír að vekja mikla athygli. Sjálfur dómsmálaráð- herra Br'eta, Sir Reginald Mann ingham-Buller, mætti í réttin- um og las upp langa ákæru á hendur fimm mönnum. Síðan voru leidd nokkur vitni ákæru hans til staðfestingar og stóðu vitnaleiðslurnar yfir í tvo daga. Að þeim loknum ákvað réttur- inn og hinir ákærðu skyldu hafðir í haldi og ákæran á hend ur 'þeim tekin til frekari rann- sóknar og dóms. Efni ákærunnar var það, að viðkomandi einstaklingar1 hefðu gert sig seka um njósnir fyrir erlent ríki, sem ekki var bein- línis nafngreint, en augljósf er, að böndin berast á Sovétríkjun- um. Hirrir ákærðu er'u þessir: Gordon Arnold Lons'dale, for stjóri, 37 ára gamall. Henry Frederick Houghton, 55 ára, starfsmaður í þeirri deild brezka flotans, er fjallar um hernað neðansjávar. Ethel Elisabeth Gee, 47 ára, skrifstofumær í sömu deild flot ans og Houghton. Peter John Kroger’, 50 ára, bóksali, Helen Joyce Kroger, 47, ára, kona bóksalans. Þau Houghton og Gee eru bæði enskir ríkisborgarar og hafa starfað lengi hjá flotanum. Krogerhjónin hafa sagt, að þau væru frá N ýja-Sjálandi og hafa vegabréf tíl sönnunar því. Nu er hins vegar upplýst, að þau eru frá Bandaríkjunum og dróg ust einu sinni inn í njósnamál þar, en slup.pu að því sinni. Londale hefur vegabréf, sem MANNINGHAM-BULLER gefur til kynna, að hann sé kanadiskur rikisborgar'i, en flest bendir til, að hann sé Rússi. EFNI ákærunnar á hendur þeim fimmmenningunum er í stuttu máli þetta: Um mitt síðastl. ár, féll viss grunur á þau Houghton og Gee og var þá farið að fylgjast með ferðum þeirra. Brátt var því veitt athygli, að þau hittu Londale grunsamlega oft, en hann hafði síðan grunsamlegt samband við Krogerhjónin. Þann 7. janúar síðastl. lét leyni þjónustan til skarar skríða. Lonsdale, Gee og Houghton höfðu þá hitzt útí fyrir Old Vic, GORDON A. LONSDALE gengið síðan nokkuð afsíðis, og þar hafði Gee látið Londale fá pakka nokkurn. Leynilögreglu- mennirnir skárust þá í leikinn og handtóku þau. Það kom í ljós við athugun, að í pákkan- um, sem Gee lét Lonsdale hafa, voru filmur af 216 síðum í leyniriti, sem hefur að geyma ýmsar mikilvægar upplýsingar um útbúnað herskipa. Auk þess voru filmur af allmörgum upp- dráttum, tilheyrandi nýjustu herskipum Breta, og filmur af ýmsum fyrirskipunum flota- málastjórnarinnar. f ákæru- skjalinu er sagt, að hér sé um upplýsingar að ræða, sem geti reynzt hugsanlegum andstæð- ingi Breta í styrjöld mikilvæg- ar. Sumar þeirra snertu kjam- orkuknúna kafbátinn, H.M.S. Dreadnought, sem Bretar hafa látið smíða. í FRAMHALDI af þessu, var svo gerð húsleit hjá þeim Lons- dale, Gee og Houghton og feng- ust þar enn frekari sannanir fyr ir' njósnarstarfsemi þeirra. Öll höfðu þau mikið handbært reiðufé. Heima hjá Gee fundust t.d. 4700 sterlingspund í reiðu fé, en laun hennar hjá flotan- um vora ekki nema 10 sterlings pund á viku. Heima hjá Hough- ton fundust um 1100 sterlings- pund og hjá Lonsdale 1800 doll arar, auk þess sem hann hafði á sér 125 sterlingspund og 300 dollara. Þessu næst hélt lögr'eglan svo heim tíl þeirra Krogerhjónanna. Þar funáust margvísleg taeki, sem njósnarar nota, og auk þess sérstök sendistöð, ásamt dulmálslykli. Þessi sendistöð var síðan reynd og komizt að þeirri niðurstöðu, að hún hefði haft samband við sendistöð ein- hvers staðar nálægt Moskvu. Móttakendurnir þar munu þá ekki hafa vitað neitt um, að bú ið var að klófesta þau Kroger- hjónin. Ríflegir reiðupeningar fund- ust heima hjá Krogerhjónunum eða 6000 dollarar og 200 sterl- ingspund. Margt er talið benda til þess, að hjá Krogerhjónunum hafi verið eins konar miðstöð fyrir víðtækt njósnarkerfi. Þeir fimm menningarnir virðast hafa starf að þannig, að Gee og Hough- ton öfluðu upplýsinga á skrif- stofu flotans, létu þær síðan ganga til Lonsdale og hann kom þeim svo tíl Krogerhjón- anna, sem komu þeim áleiðis til endanlegs viðkomanda, stundum í bókasendingum, en lrklegt þykir, að fleiri njósnarar en Lonsáale hafi haft samband við Krogerhj'ónin. ENSKU BLÖÐIN telja, að enn eigi margt eftir að koma í dagsljósið í sambandi við þetta mál og geti það átt eftir að verða eitt sögulegasta njósnar- mál um langt skeið. Framhalds- réttarhöldin, ásamt málflutn- ingi sækjanda og verjanda, munu hefjast innan tíðar, og mun vafalaust veitt mikil at- hygli. Það þykir mikill sigur fyrir brezku leyniþjónustuna að hafa afhjúpað þennan njósna- hring. Þ. Þ. Frú KROGER

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.