Tíminn - 14.02.1961, Blaðsíða 9
-1
jrlMINN, þTÍðjudaginn 14. feforúar 1961.
Þannig litur Bedford-vörubíllinn af nýju gerSinnl út.
cftan bílstjórann hafa verkfræð-
ir.gar komið eftirfarandi kostum
að: 1. Gólf hússins er alveg slétt
svo að bílstjórinn getur auðveld
lcga farið inn í bílinn hvoru meg-
ir: sem er. 2. Hin lága og aftar-
lega staðsetning vélarinnar gerir
það að verkum að vindurinn at
Ir.aða bílsins útilokar allan mótor
hrta frá því að komast inn í húsið.
2. Þar sem ekið er burt frá hljóð-
iuu heyrist mjög lítið í mótornum
inni í húsinu. 4. Mótorinn er upp-
réttur í bílnum og mjög aðgengi-
legur til alls viðhalds. Ökumaður
stendur undir mótorhlífum, sem
eru beggja megin í húsinu, vel
varinn fyrir veðri og vindum og
umferð. 5. Mesti þungi vélarinn-
ar er fyrir aftan framöxul sem
þýðir 25% léttara stýri, auk þess
sem bíllinn liggur miklu betur á
vegi, sérstaklega óhlaðinn.
Bedford-vörubdar með ýmsum
nýjungum þykja hagleg tæki
Um þessar mundir er SÍS
að flytja inn nokkuð magn af
Bedford vörubílum. Blaða-
manni Tímans var sýndur
Fyrstu bílar þessarar gerðar komnir
í notkun hér á landi.
einn þeirra fyrir skömmu. Er
sá eign Jóns Hjartarsonar, Sel-
fossi, og hafði hann þá farið
tvær ferðir milli Selfoss og
Reykjavíkur með sandhlass á
hinum nýja bíl. Lét hann vel
af Bedfordinum, einkum því,
hve þýður hann væri. — Hér
fara á eftir upplýsingar, sem
Gísli Theodórsson, forstöðu-
maður bifreiðadeildar SÍS, hef
ur tekið saman og sent blað-
inu um þessa nýju gerð Bed-
ford bíla:
Bíll Jóns ber 7551 kg á grind
líann er útbúinn með 97 ha Bed-
íord díselvél, tvískiptu drifi, út-
varpi, miðstöð, dempurum aftan
og framan, stefnuljósum aftan og
framan, mótorhitun, vökvatjakk,
tveggja farþega sæti og 7 hjólbörð
um 900x20 — 12 strigalaga. Af-
hentur Jóni kostar hann með öllu
tilheyrandi kr. 196.600,00.
Jón Hjartarson á Selfossi ásamt Bedford-bíl sínum.
Þægilegri
Frambyggðir vörubílar hafa
ýmsa kosti fram yfir venjulega
b:!a. Þeir eru yfirleitt styttri og
því þægilegri í snúningum, öku-
maður sér betur fram á veginn
j o s. frv. Með hinum nýja Bedford
;hafa Vauxhall Motors verksmiðj-
íurnar leitazt við að halda öllum
; betri eiginleikum frambyggða
bílsins og útiloka ókostina.
Liggur betur
Með því að staðsetja vélina fyrir
50 seldir
Síðan hið nýja módel af Bed-
ford kom út í vetur hefur umboðið
selt um 50 bíla af ýmsum stærð-
um. Nú þegar fyrstu bílamir eru
komnir og menn hafa haft tæki-
færi til að skoða þá, berast um-
boðinu 4—5 pantanir á dag.
K V I K M Y N D I R
Stefán Jónsson
námsstjóri:
VÍNARDRENGJAKÓRINN
Hugljúf mynd og lærdómsrík.
í hálfan annan mánuð hefur ver-
ið sýnd í Bæjarbíó í Hafnarfirði
undurfögur mynd við ágæta að-
sókn. — Mynd þessi er jafnt við
hæfi unglinga og þerira, sem eldri
eru. — Hún er tekin 1 fögru um
hverfi og afburða vel leikin.
Ógleymanlegur er leikur gamla
skólastjórans, sem er lífsreyndur,
skilningsrikur og hjartahlýr. — En
„systir" Maria ber þó ef til vill af
öllum. Hún er vel gerð frá hendi
höfundar og leikur hennar er af-
burðagóður. — Litli munaðarlausi
flóttadrengurinn frá Ungverja-
•landi verður allra eftirlæti í mynd
inni. — Samband hans og „systur“
Maríu er unaðslegt og hrífandi. —
Ég tel að börn og ungmenni geti
margt af þessari mynd lært. —
Hún sneitir göfuga og viðkvæma
strengi í brjósti unglinga og eykur
skilning þeirra á þeim dyggðum,
sem auka lífshamingju þeirra. Ég
er þess fullviss, að út af þessari
sýningu koma börnin ljúfari í
lund, með aukinn skilning á þeim
; mannkostum, er mest gildi hafa í
íélagslífinu. ----
Yndislegur söngur' drengjanna,
og náttúrufegurð Tyrol-Alpanna,
væri ærið nóg, til til að gefa mynd
inni gildi, en inn í þetta fagra um-
iiverfi er fléttað hugljúfu ástar-
ævintýri og miklli lífsspeki. —
Lífsreglurnar, sem gamli skóla-
stjórinn leggur nýja nemandanum,
snerta þær dyggðir, sem undir-
; staða eru að ánægjulegu félags-
lífi og hagnýtu námi í skóla. — En
! þessar dyggðir eru: hjartahlýja,
í drenglyndi og iðjusemi.
Skorti þessar dyggðir í skóla- og
félagslífi ungmenna, eru skóla-
I heimilin köld og óholl hinu við-
kvæma og öra sálarlífi þeinra.
Ég mæli fastlega með þvi, að
ungmenni á öllum aldii sjái þessr
hugljúfu og lærdómsriku mynd. —
Hún veitir þeim hollt veganesti,
sem geymist lengi í minni hrif-
næmra ungmenna. — I
3
Bedford vörubifreiðarnar ern til í eftirtöldum stærðum:
Áætlað ver'ð
Model Burðarþol á grind Benzín Dísel
\ enjulegir J2S 3770 kg. 114.000,00 132.000,00
J2L 3770 — 115.000,00 133.000,00
JS 4731 — 120.000,00 138.000,00
J4L 5609 — 145.000,00 163.000,00
J5L 6696 — 149 000,00 167.000,00
J6L 7637 — 154.000,00 173.000,00
I'iambyggðir: KC 3484 kg 131.000,00 149.000,00
KDS 5879 — 135.000,00 164.000,00
KDL 5815 — 138.000,00 167.000,00
KEL 6564 — 158.000,00 177.000,00
KFS 7551 — 163.000,00 182.000,00
KFL 7512 — • 164.000,00 183.000,00
KGL 8321 — 167.000,00 232.000,00
Nýir menn í útgáfustjórn
Lögbergs-Heimskringlu
í blaði Vestur-íslendinga,
Lögbergi-Heim'S'kringlu, er
skýrt frá því, að Birgir
Thorlacius, ráðuneytisstjöri,
og Steindór Steindórsson,
menntaskólakennari hafi skv.
ósk ritnefndar blaðsins tekið
sæti í ritnefndinni. Ritstjóri
Lögbergs-Heimskringlu er frú
Ingibjörg Jónsson, en aðrir í
ritnefndinni eru dr. P. H. T.
Þorláksson, formaður, Harald
ur Bessason, prófessor, vara-
formaður, dr. Valdimar J.
Eylands ungfrú Carolina:
Gunnarsson, dr. Þorvaldur
Johnson, prófessor, Jón M.
Laxdal, yfirkennari, Tryggvi
J. Oleson, prófessor, sira Phil
ip M. Pétursson, Áskell Löve
prófessor, Valdimar Bjöms-
■son,’ fjármálaráðherra og dr.
Richard Beck, pxófessor.
Árið 1959 sameinuðu Vestur
fslendingar blöð sln, Lögberg,
sem komið hafði út síðan
1888, og Heims'kringlu, er
komi hafði út síðan 1886, í
eitt blað undir nafninu Lög-
berg-Heimskringla.