Tíminn - 14.02.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.02.1961, Blaðsíða 16
37. blað. Þriðjudaginn 14. fcbrúar 1961. Herför gegn sígarettureykingum í Danmörku Lungnaskurður við hlióðnemann Hlustendur heyr'Su rif klippt sundur, bló'S spýtast og loft sogast inn í opið brjósthol Bráðnu gleri hellt úr deiglu. ;3ac verður að fara í)gegnum óteljandi stig hreinsunar og herzlu, áður en úr því er mótaður gripur. Gleriðnaður T ékkóslóvakíu Tékkóslóvakía er í hópi þeirra landa, þar sem gleriðnaður hefurkomizt á hæst stig. í Bæ- heimi býr þessi iðngrein að margra alda reynslu, er erfst hefur frá kynslóð til kynslóð- ar, og listfengi tékkneskra gleriðnaðarmanna hefur lengi verið víðkunnugt. Nú á seinni árum hefur mikið kapp verið lagt á það að færa gleriðnað- inn í nýtizku horf, án þess þó að fórna ristfengi og kunnáttu, sem þróazt hafði við eldri starfsaðferðir. Sama máli gegnir um keramik-iðnað og postulínsgerð Tékka. Á árunum 1956—1960 hefur, í hverri verksmiðju af þessu tagi, verið stofnað listráð, sem er forstjórunum til ráðuneyt is um nýjar gerðir og skreyt- ingar gripa, en auk þess hafa verksmiðjurnar sarnráð sín á milli um slík mál. Í Prag er sérstök stofnun, þar sem lista menn á þessu sviði stunda nám og sækja námskeið, og þar er einnig dæmt um allar listrænar.nýjungar í gleriðn- aði. Að sjálfsögðu eru reknar óteljandi tilraunastofur, þar sem rannsökuð eru efni og efnasamsetningar og leitað nýrra og fullkomnari aðferða við öll þau margbrotnu störf, sem eru undanfari þess, að til verður gripur, sem að efni rog gerð allri er svo fagur, ■sterkur og áferðagóður sem ífrekast er unnt. Loks er vaxandi áherzla! lögð á sérstök verkstæði, þar ( sem unnið er að tilraunum með ný form og skreytingar í þágu gleriðnaðarins. i Þar að auki eru sérstakir tæicniháskólar glergerðar- manna, og eiga. sumir iþeirra sér langa sögu.,Þa,r skipar nú véltækni og vísindaleg þekk- ing sess við hliðina á gamalli og dýrmætri iðnkunnáttu. Verksmiðjurnar stækka óð- fluga, svo að fjöldi þess fólks, smiðju, hefur margfaldazt á fáum árum, og framleiðslan hefur stóraukizt. Véltæknin á þessum gviðum iðnaðarins er nú sums staðar komin svo langt, til dæmis í sumum postulínsverksmiðjun um, að sjálfvirkar vélar móta postulínið, færa það á milli ofna, skila því í þurrkklefa og skila loks gripnum fullunn um á færibandi. Svipaður hátt ur er hafður á við margs kon ar gleriðnað. Danskir útvarpshlustendur munu ekki gleyma því, sem þeir heyrðu á fimmtudags- kvöldiS var. ÞaS fór nefnilega fram uppskurSur viS hljóS- nemann, og mátti greinilega heyra, þegar hnífur læknisins nam viS bein, rif voru klippt sundur, blóS spýttist og loft sogaSist um opiS brjósthol sjúklingsins. ÖSru hverju heyrSust fáorSar og rólegar fyrirskipanir læknisins. Hjarta sérfræSingurinn Tyge Sönder- gaard var aS gera lungna- skurS á manni, sem þjáSist af krabbamcini, aSeins fimmtíu sentimetra frá hljóðneman- um. Fyrir nokkrum mlsserum sneru allmargir danskir lækn ar undir forustu dr. Jóhann- esar Clemmesen yfirlæknis, sem stjórnar eftirliti meö krabbameinssjúklingúm í Dan mörku, sér til ríkisstjórnar- innar og heilbrigðiseftirlits- ins og fóru þess á leit, að haf- izt yrði handa um að útrýma sígarettureykingum. Hugmynd þeirra var sú, að komið yrði á skipulegu samstarfi margra aðila gegn sígarettunum, og vildu þeir, að baráttan gegn þeim yrði jöfnum höndum háð í blöðum, útvarpi, kvikmynd- um og sjónvarpi, og beitt nýj ustu tækni og sálfræðilegri þekkingu. — Við, læknarnir, sem sjálf ir þekkjum þá, er fengið hafa krabbamein í lungun, verðum að fá að tala, stóð í bréfi læknanna. Nú hefur danska útvarpið ákveðið að útvarpa fjörutíu þáttum um þetta efni, er all ir beinast gegn reykingum. Krabbamein í lungum hefur tvítugfaldast á seinustu ár- um, og hinir færustu sérfræð ingar eru ekki lengur í vafa um það, að sígarettumar eiga sök á þessari geigvænlegu þró un. Þaö er því ekki seinna vænna að stinga við fótum. í þessum fyrsta útvarps- þætti sagði Clemmesen yfir- læknir, aö tóbaksverksmiðj - urnar hefðu með fjármagni sínu tekið auglýsingasálfræð ina í síð'asta þjónustu. Gróða- hyggja eigendanna ræki þá áfram, og ekkert væri til spar að af þeirra hálfu til þess að stuðla að auknum reykingum almennings. Fram að þessu hefði læknunum veitt miður, en ef til vill biði almenning- ur eftir því, að yfirvöldin skær ust í leikinn og gripu til vald boðs. Læknirinn sagði, að spjald skrá sú, sem lungnakrabba- sjúklingar eru skráðir á, þend ist sífellt út, og starfsfólkinu er við hana ynni, ofbyði hve ört spjaldakössunum fjölgaði. Hann sagði, að árið 1985 myndu jafnmargir menn deyja úr lungnakrabba í Kaup mannahöfn árlega og saman- lögð tala allra krabbameins- sjúklinga, sem um var vitað, var árið 1945. Maður sá, sem Sönder- , gaard yfirlæknir skar upp, j vissi ekki annað fyrir þremur : mánuðum en hann væri heil brigður og reykti þá enn síga rettur allt hvað aftók. Ekki j hafði komið fram við berkla- j skoðun, að neitt væri að lung um hans. En svo fór að setja að honum hósta, sem ekki vildi batna, og þá leitaði hann ! ráða hjá lækni. Við gegnum- lýsinguna kom í Ijós mein- semd í lungunum, rétt við að- alslagæðina. Uppskurðurinn var því mjög vandasamur. Læknirinn varð að opna gollurshúsið til þess að kom- ast að lungnameininu. Uppskurðurinn tók samtals fimm klukkutíma, og var því að sjálfsögðu ekki útvarpað öllum. Læknirinn gekk að hljóðnemanum að loknu verki með hinn sjúka hluta lungn- anna, sem hann hafði skorið burt, og mælti: — Þetta mein sýnir og sann ar, að reykingamenn þyrftu að láta gegnumlýsa sig á þriggja mánaða fresti að minnsta kosti. Síðan var leiddur að hljóð nemanum maður, er kynntur (Framhald á 2. siðu.) sem vekja athygli Fyrirlestur, sem Bjarni Gíslason rithöfundur flutti í Snoghöj-háskóla fyrir skömmu hefur vakið athygli í Dan- mörku. í fyrirlestrinum lýsti Bjarni hallærum þeim og hörmungum, sem yfir ísland gengu, eftir að dönsk verzlun- areinokun hófst þar, og spurði meðal annars hverju það sætti, að í dönskum sagnritum væru samtals aðeins örfáar blaðsíður um valdapólitík Dana á 'slandi á liðnum öld- um. Bjarni sagði, að einokanarverzl- unin hefði dregið úr landi fjöru- tiu milljónír ríkisdala, en 36 000 ríkisdali á þessum öldum ætlaði hann jafnvirði einnar milljónar danskra króna nú á dögum. Við þetta fé kvað hann síðan mega bæta afgjaldi af kirkjujörðam á íslandi, einum fimmta allra jarð- eigna þar, er konungur sló eign sinni' á við siðaskiptin. ísland var með þessum hætti j vistabúr Kaupmannahafnar, sagði j Bjarni, og skírskotaði síðan til þess, að einn fulHiúanna í borgar- sijórn Kaupmannahafnar árið 1810 . 1 efði komizt svo að orði um afa ’ smn, að hann hefði dáið á íslandi, l'ar sem flestir borgarar Kaup- nannahafnar í marga ættliði öfl- uóu alls, sem þeir eignuðust. Blöð á Jótlandi hafa skýrt frá fyrirlestrinum og efni hans, og sum getið þess um leið, að við þvílíkar aðstæður hafi hin um- deildu, íslenzku handrit verið flutt ur landi. Harrachov er frægur staður sök- um glerverksmiðjanna. Saga gler gerðarinnar þar hófst árið 1711 — um svipað leyti og Oddur Sig- urðsson og Páll Vídalín voru að stympast hér norður á íslandi, Árni Magnússon var að draga handrit til brottflutnings af land- inu og Jón biskup Vidatín var aS semja postilluna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.