Tíminn - 14.02.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.02.1961, Blaðsíða 14
14 — Ó, tilefnið! Hvaða til- efni hafði ég? Eða Laurence? Eg sagði dálítið andkanna- lega: — Eg býst við að þeim gæti dottið í hug að þér og Laur- ence — hm, að þið séuð ást- fangin hvert í öðru, og að þið viljið giftast. Hún spratt upp úr sætinu: — Það eru Ijótar getsakir. Og þetta er ekki satt. Við höf um aldrei sagt neitt slík hvort við annað. Eg hef bara kennt í brjósti um hann og reynt að hressa hann upp. Við höfum verið .vinir, það er allt og sumt. Viljið þér ekki trúa mér? Eg trúði henni. Það er að segja, ég trúði að hún og Laurence væru. aðeins vinir eins og hún sagði. En ég trúði þvi líka að undir niðri, kann ske án þess hún gerði sér grein fyrir því sjálf, væri hún ástfangin í unga mannin- um. Með þetta í huga fór ég nið ur að leita Sofíu uppi. Eg var í þann veginn að fara inn í setustofuna þegar Sofía gægðist út um dymar í ganginum. — Halló, sagði hún. Eg er að hjálpa Fóstru með hádegis matinn. Eg ætlaði að fara til þeirra en þá kom hún sjálf fram í ganginn, lokaði dyrunum að baki sér og tók í hönd mér og leiddi mig inn í setustof- una. TfMINN, þrlðjudaginn 14. febrúar 1961. — Jæja, hittirðu Brendu? sagði hún. — Hvað finnst þér um hana? — Satt að segja kenndi ég í brjósti um hana, sagði ég. Sofíu virtist skemmt. — Jæja, sagði hún. — Svo að hún nappaði þig. Mér gramdist ofurlítið. — Það sem skiptir máli er að ég get séð hennar hlið á mál inu. Og það getur þú bersýni lega ekki. — Hvaða hennar hlið? — Hefur nokkurt ykkar í fjölskyldunni, Sofia, verið góð við hana síðan hún kom, eða svo mikið komið almenni lega fram við hana? — Nei, við höfum ekki ver- ið henni góð. Hvers vegna skyldum við vera það? — Bara af almennri kristi- legra manngæzku ef ekki öðru. — Ósköp ertu að verða mikill siðapostuli, Charles. Brenda hlýtur að hafa leikið hlutverk sitt býsna vel. — Heyrðu, Sofia, þú virð- ist — ég veit ekki hvað hef- ur komið yfir þig. — Eg er bara heiðarleg og laus við uppgerð. Þú segist hafa séð Brenduhlið á mál- inu. Líttu nú á mitt viðhorf. i Mér geðjast ekki að ungum konum, sem dikta upp ógæfu sögur og nota þær til að krækja sér í auðuga gamla menn. Eg hef alltaf rétt til að vera andvíg slíkri konu og hef enga ástæðu til að gera mér annað upp. Og þér mundi ekki geðjast að henni heldur, ef þú sæir staðreyndirnar skráðar umsvifalaust svart á hvítu. — Var sagan upplogin? spurði ég. — Um bamið? Eg veit það ekki. En ég held að svo sé. — Og þér mislíkar að afi þinn skyldi trúa henni? — Ó, afi trúði henni ekki, sagði Sofía hlæjandi. Afi trúði því sem honum sýndist. Hann vildi fá Brendu. Hann vildi leika ævintýraprinsinn með hana sem betlistúlku. Hann vissi fullvel, hvað hann var að gera, og það gekk ágæt lega samkvæmt áætlun. Frá afa sjónarmiði virtist hjóna- bandið ágætlega heppnað, — eins og allar aðrar fram- kvæmdir hans. — Var jafn vel heppnað að ráða Laurence Brown sem kennara? spurði ég háðskur. Sofia gretti sig. — Eg veit ekki nema svo hafi verið. Hann vildi að Brenda væri glöð og ánægð. Má vera að hann hafi haldiö að skartgripir og góð föt væru ekki nóg. Hann hélt kennski, að hún þyrfti á ofur litlu ástarævintýri að halda. Kannski fannst honum að maður á borð við Laurence Brown, altaminn maður, ef þú skilur hvað ég á við, ein- mitt vera það sem á þurfti að halda. Hjá honum hlyti Brenda fallega sálræna vin- áttu, sem kæmi í veg fyrir Agatha Christie: RANGSNdlÐ HðS 19 alvarlegra ástarævintýri með einhverjum utan heimilis. Eg held að afi hafi verið vís til að hugsa upp svona ráða- UTVARPI ÞriSjudagur 14. febrúar: 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeglsútvarp. 12.50 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40. „Við, sem heima sitjum" (Dag- rún Kristjánsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp. 18.00 Tónlistartimi barnanna (Jón G. Þórarinsson). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.50 Ávarp frá Rauða krossi ís- lands (Geir Hallgrímsson borg- arstjóri). 20.00 Erindi: Ofdrykkjuvandamál þjóðarinnar (Esra Pétursson iæknir. — Flutt á bindindis- viku s.l. haust). 20.25 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitai- íslands í Þjóðleikhús- inu. Stjórnandi: Bohdan Wo- diczko. Einleikari á píanó: Hans Jander. 21.20 Raddir skálda: Úr verkum Snorra Hajrtarsonar. Hannes Sigfússon talar um skáldið, en Andrés Björnsson og Þor- steinn Ö. Stephensen lesa ljóð. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar. 22.20 Af vettvangi dómsmáia (Há- kon Guðmundsson hæstarétt- arritari). 22.40 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Þjóðleikhús- inu; síðari hluti. Stjómandi: Bohdan Wodiczko. 23.15 Dagskrárlok. 2 BARNAGULL TÍMANS BARNAGULL TÍMANS 3 Hrúturinn Spói Ég sendi ykkur héma eina sögu af kind, sem heit ir Lóa. Hún er gamall heimalningur síðan sumar- ið 1955. Lóa átti lamb í fyrsta skiptl árið 1957. Það var hrútur, og ég skirði hann Spóa. Hann var alltaf mjög gæfur við mig. Þegar Spói fæddist, vildi Lóa mamma hans ekki lofa honum að sjúga, svo að það varð að binda Lóu. Stund- um kom Spói á móti mér, þegar ég kom með vatnið til Lóu. Svo varð ég alltaf að hjálpa honum til að sjúga mömmu sina. Þegar Lóu var sleppt á túnið, fór ég oft upp á tún til þess að klappa Spóa mínum. Svo um haustið var Spóa lógað, en ég hef alltaf séð eftir Spóa mínum. En Lóa gaf mér annan hrút, sem ég skírði Gauk, en hann var ólfkur 'bróður sínum, og ég sá ekkert eftir hon- um. Svo hef ég allitaf verið að vona, að Lóa koml með gimbur næsta vor. Elín Ása Ólafsdóttir 10 ára, Sólbakka. Pósturinn Krlstófer E. Þorgrfms- son (12 áira), Kútudalsá Innri-Akraneshreppi Borg arfjarðarsýslu, vill skrifast á við einhvern dreng á aldr inum 12—13 ára. Hólmfriður Óskarsdóttir (13 ára), Brekku Biskups- tungum, Árn., óskar að komast í bréfaskipti við börn « á aldrinum 12—15 ára. Mynd fylgi. Gunnar S. Steingríms- son, 12 ára, Hundastapa, Hraunhreppi í Mýrasýslu óskar eftir bréfaskiptum við dr'eng eða stúlku á aldrinum 12—13 ára. Svelnbjöm Egllsson, 13 ára, Minni-Vogum á Vatnsleysuströnd í Gull- bringusýslu, vill skrifast á við dreng eða telpu á aldrinum 11— 13 ára. (Mynd fylgi fyrsta bréfi). Klemenz Egilsson, 10 ái'a, Minni-Vogum, Vatns- leysuströnd í Gullbringu- sýslu, vill skrifast á við dreng- eða stúlku á aldr- inum 10—12 ára. (Mynd fylgi fyrsta bréfi). Skrítlur DÓSAKAST Á öllum heimilum er til fjöldi af niðursuðudósum undan allsikyns matvælum. Vonjulegast er þeim hent. En ef þið eruð í vandræð- um með leikföng, þá eru einmi'tt þessar dósir ágæt- ar til slíkra nota. Þið sker- ið lokið af með dósahníf, og brjótið svo innam á brúnina, svo þið skerið ykkur ekki. Síðan málið þið tölustafi á dósimar. Á fyrstu dósina málið þið sitafinn 1, 2 á aðra dós o. s. frv. Nú stillið þið dósun- um upp eftir reglum, sem þið finnið upp sjálf, og síðan reynið þið að hitta dósimar með bolta og fella þær um koll. Þið hafið dós irnar með hæstu tölunum lengst frá ykkur, því það er glæsilegast að feila þær. Ef þið eruð tvö eða fleiri saman í leik, þá er hægt að fara í spennandi leik á þennan hátt. Fær þá hver þátttakandi þrjú köst í einu, og fer stigatala hans hækkandi eftir þvl, sem hann fellir fleiri dósir. Sá vinnur, sem er fyrstur að ná fyrirfram ákveðinni tölu, t.d. 100 stigum. Allir drengir hafa gam- an af þvl að vera bein- skeyttir, og þessi leikur gefur góða æfingu í þá átt. Nonni hafði skrifað eitthvað vitlaust í stíla- bókina sína. Þegar kenn- arinn sá það, þá kallaði hann Nonna fyrir sig og sagði: „Hefurðu gert þetta með vdja, Nonni.“ „Nei“, sagði Jón, „ég gerði það með penna“. „Af nverju beit Adam í eplið, sem Eva gaf hon- um?“, spurði kennarinn Siggalitla. „Hann hefur sennilega verið hníflaus", sagði Siggi. Kennarinn: Hver var í illu skapi, þegar glataði sonurinn kom heim? Dísa litla: — Alikálfur- inn. EIRÍKUR VÍÐFÖRLI Hvíti hrafninn 18 Eiríkur horfði fast í augu Ragn- ars og endurtók spurninguna: — Svaraðu mér, hvar 'hefur þú falið hvíta hrafninn? Ragnar hallaði sér aftur í sætinu og hló biturlega. — Gott, Eirikur konungur, ég skal svara. Þú .... og ég komum of s«iot .... fuglinn er floginn og ferðin til ónýtis. Eiríkur átti erfitt með að dylja .reiði sína. Hann hafði stöðugt á tilfinningunni að Ragnar leyndi hann einhverju. — Ég er ekki ánægður með fram- komu þína, Ragnar. Hún er móðg- andi. Ég fullvissa þig um að ég fer ekki héðan fyrr' en þú hefur sagt mér hvar hvíti hrafninn er. Ragnar horfði óttasileginn á Eirík. Svo hló hann holum hlátri. — Eigum við þá að verða óvinir aftur? spurði hann með þvinguðu yfirlæti. — Látum okkur heldur drekká einn bikar af góðu víni, Eiríkur. Þegar skutilsveinninn hafði fyllt alla bik- ara, lyfti Ragnar fulli sínu og mælti: — Skál fyrir vináttu okkar, herra. Röddin virtist nú biðjandi. Riríkur lyfti bikarnum og horfði yfír barm hans á mennina, sem drukku þessa skái.......Það yrði stuttur og blóðugur bardagi, hugs- aði hann, nokkrir menn á móti vel- vopnuðu liði. Þá fann hann ein- kennilega tilfinningu fara um sig eins konar magnleysi .... hann svimaði og vissi að eitthvað svæf- andi hafði verið látið í vínið. — Hundur.........svikari, muldraði hann .... vínið ....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.