Tíminn - 14.02.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.02.1961, Blaðsíða 7
TÍMINN, IvriðjudagLnn 14. febrúar 1961. TRETTIIRI Framleiðsluaukning landbúnaðarvara þarf að tvöfald- ast, ef fullnægja á hinni ört vaxandi neyzluþörf Frumvarp þeirra Björns Björnssonar og Gísla Guð- mundssonar um heftingu sandfoks og græðslu lands var til fyrstu umræðu í neðri d. í gær. Urðu umræður all lang- ar um málið og töluðu auk Björns Björnssonar, er fram- sögu hafði fyrir málinu, þeir, Ingólfur Jónsson, landbúnað- arráðherra, Gísli Guðmunds- son og Gísli Jónsson. Björn Fr. Björnsson mælti fyrir frumvarpinu. Frumvarp ið er að meginefni samhljóða frumvarpi, er samið var af nefnd þeirri, er Hermann Jónj asson, þáver. landbúnrh. skip aði 1957. Nefnd þessi vann vel og skilaði frá sér tillögum í frumv.-formi. Frumv. nefndar innar flutti Steingr. Steinþórs son á Alþingi 1958. Það varð ekki útrætt. Frumvarp land- búnaðarnefndar nd., sem var all frábrugðið var heldur ekki útrætt. Frumvarp það, sem Björn flutti ásamt Gísla Guð mundssyni á síðasta Alþingi var vísað til landbúnaðar- nefndar nd. Þá ákvað landb.- ráðherra að kveðja sand- græðslunefndina saman að nýju og endurskoða málið. Þessari endurskoðun nefndar innar lauk fyrir ári síðan eða í febrúar 1960 og sendi nefnd in ríkisstjórninni málið. Þar eð landbúnrh. hefur eigi lagt málið fyrir Alþingi töldum við rétt að flytja frumvarp okkar frá í fyrra að nýju með þeim breytingum, sem sand- græðslunefndin hafði lagt til. Með þeim breytingum er græðslustarfið fært enn nokk uð út og farnar nýjar leiðir til fjáröflunar, en um þær hafa verið skaptar skoðanir. Björn rakti nokkuð sögu orfoks og uppblásturs í land inu og sagði m.a.: „Rétt er að athuga lítillega hvers vegna rétt er að heyja þessa sókn í þágu gróðurs og landsnytja. í framtíöinni hljóta gras- Ef stöðnun hefði verið í íslenzkum land- búnaði síðastliðin 10 ár, þyrfti nú að flytja inn landbúnaðarvörur, sem nema helmingi núverandi framleiðslu Dagskrá Alfiingis Dagskrá efri deildar Alþingis þriðjudaginn 14. febrúar 1961 ki. 1,30 miðdegís: 1. Samkomudagur reglulegs Alþingis 1961, frv. — 1. umræða. 2. Héraðsfangelsi, frv. — 3. umr. 3. Ábúðarlög, frv. — 1. umræða. 4. Svei’tarstjórnarlög, frv. — 2. umr. Dagskrá neðri deildar Alþingis þriðjudaginn 14. febrúar 1961 kl. 1,30 miðdegis. 1. Hefting sandfoks og græðsla lands, frv. — Frh. 1. umræðu (Atkv.gr.) 2. Alþjóðleg framfarastofnun, frv. 2. umræða. 3. Fæðingarorlof, frv. — 2. umr. 4. Loðdýrarækt, frv. — 2. umræða. 5. Almannatryggingar, frv. — 1. umr. 6. Sóknargjöld, frv. — 1. umr. rækt og búfjárrækt að verða máttarstoðir ísl. landbúnaðar. Alveg sérstaklega hlýtur sauð fjárbúskapur að draga til sín athygli sem ein höfuðgrein búfjárræktar. Er þá einnig haft auga á sauðfjárafurðum sem útflutningsvarningi. Þeg ar virtur er hlutur landbún- aðarins í heildarframleiðslu þjóðarinnar kemur í ljós, að hann hefur verið árið 1957 13.8% og líku hlutfalli verið haldið um nokkurt skeið. Þrátt fyrir hina öru þróun í öðrum atvinnugreinum þjóðarinnar hefur bændum tekizt í krafti umbóta og aukinnar tækni að halda sínum hlut í heildar- j framleiðslunni, og tekizt þaðj betur en starfsbræðrum þeirra hjá mörguip nágrannaþjóð-J um. Hugsum okkur það að kyrrstaða hefði verið að mestu í starfi bændanna sl. | 10 ár. Þá lætur nærri, að því er fróðustu menn telja, að flytja hefði þurft inn nær helming af þeim neyzluvör- um, sem af landbúnaði fást. Er auðvelt að geta sér til hver áhrif slík þróun mála hefði haft á gjaldeyrisaðstöðu þjóð arinnar. Þjóðinni fjölgar ört og er líkleg meðalfólksaukning 2% á ári. Samkvæmt því ætti fólksfjöldinn að vera árið 2000 um 400 þúsund. Fram- leiðsluaukningin þarf að minnsta kosti að tvöfaldast til þess að halda í horfið. Mjólkandi kúm þarf að fjölga væntanlega um 41500 og þó öliu meira. Kjötframleiðslan þarf einnig að tvöfaldast. í þessu sambandi má geta þess, að eitt af höfuð áhyggju efnum hagvísindanna á al- þjóðavettvangi er að veruleg hætta sé á að matvælafram- leiðsla í heiminum aukist ekki á komandi tímum í réttu hlut falli við hina öru fjölgun mann kynsins. Nú, en auðsætt er að án sérstakra róttækra ráðstaf- ana til aukningar á beitar- gróðri og stórkostlegu átaki í ræktunarmálum almennt verð j ur eigi unnt að auka svo á j bústofninn að fullnægja getii markaðsþörf er stundir líða, hvað þá framleiðslu afurða til sölu erlendis. Það frv., sem hér er til um- ræðu, stefnir markviss*: að því að halda áfram í enn ríkara mæli heftingu sandfoks, græðslu sanda, mela og aura í heimalöndum og á afréttum og eflingu gróðurs á vangrónu landi í þeim tilgangi að auka beitarland búfjár og um leið að létta á haglendi því, sem fyrir er. Þetta verkefni er svo víðfeðmt, að ekki þykir annað koma til álita en gerð verði sérstök framkvæmda- áætlun sem nái yfir 10 ára skeið og séu færustu sérfræð ingar til kvaddir. Tii þess að standa straum af stórfelldum kostnaði, sem af framkvæmd frumvarpsins verður, ef að lögum verður, verður að afla fjár fram yfir hið fasta framlag rikissjóðs1 til Sandgræðslunnar á fjár-' lögum ár hvert. Hlutur ríkis- sjóðs verður þar stærstur sem eðlilegt er, enda hafi hið opin bera forystuna. Hafa ýmsar leiðir komið til greina og hef ur sitt sýnzt hverjum eins og gengur. í frv. er lagt til að sérstakt aukagjald verði lagt á allt áfengi, sem Áfengisverzl un ríkisins selur^ kr. 5.00 á hvern lítra. Þá er ennfr. lagt til að fé það sem rikissjóður kann að innheimta í tollgjöld um af innfl. á fóðurvörum renni óskipt til Sandgræðsl- unnar. Það má vel vera að við nánari athugun þættu aðr ar leiðir hentari. En aðalat- riðið er það, að nægilegs fjár- magns verði aflað tii þess aö standast nauðsynlegan kostn að við framkvæmdirnar. Treystum við háttv. landbún aðarnefnd, sem málið fær til meðferðar til þess að koma sér, ásamt um færa leið í þessu efni, ef ákvæði frv. þykja ekki hentug að þessu leyti. En engan veginn má málið stranda á þessu skeri, það er of mikið í húfi.“ / Ingólfur Jónsson, landbúnrh. taldi það óvenjulegt og óvið- ðigandá vinnubrögð að fá frv. lánað hjá einum nefndar manna í sandgræðslunefnd- inni og flytja það síðan án leyfis hans og vitundar. Sagði ráðh. að málið væri enn í at/ hugun hjá ríkisstjórninni og þetta frumvarp flýtti á eng- an hátt fyrir málinu. Það þyrfti aö semja um fjáröfl- unarleiðir í ríkisstjórninni. Ennfremur sagði ráöh., að hann væri sannfærður um að kveða þyrfti sandgræöslu- nefndina saman í þriðja sinn. Gísli Guðmundsson taldi ræðu ráðherrans furðulega. í frumvarpinu væri ekki farið fram á framlag úr ríkissjóði, heldur yrði tekna aflað með sérstakra skattalagninga á vissar vörur. Þetta frumvarp væri að meginefni samhljóða frumv. því, sem þeir Björn hefðu flutt í fyrra og ráðh. hefði þá tekið vel. Sand- græðslunefndin hefði skilað áliti fyrir ári síðan og tillög- ur nefndarinnar munu með- fram hafa verið gerðar svo ráðh. gæti fallizt á þær, en síðan hefði máliö þó legið á skrifborði ráðherrans í heilt ár. Ráðh. hefði verið spurður að því hvort hann myndi flytja málið á þessu þingi og honum tilkynnt að frumv. myndi verða flutt af öðrum, ef hann gerði það ekki. Það væri síður en svo ámælisvert, þótt þingmenn byggðu á áliti opinberrar nefndar við flutn ing mála á Alþingi. Umræður um málið urðu all-langar, en ekki eru tök á að reka þær frekár að þessu sinni. Ríkisreikningurinn fyrir 1959 var sam|iykktur óendurskoðaður Ríkisreikningurinn fyrir ár ið 1959 var til þriðju umræðu í neðri deild i gær. Var reikn- ingurinn samþykktur og af- greiddur frá deildinni. Stjórn arandstæðingar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Var reikn ingurinn samþykktur með 17 atkvæðum að viðhöfðu nafna kalli, en 16 greiddu ekki at- kvæði. Skúli Guðmundsson kvaddi sér hljóðs við umræðuna og sagðist vilja ítreka þá ábend- ingu, að engin athugasemd um að endurskoðun væri ekki lokið hefði borist frá yfir- skoðunarmönnum við reikn- inga áranna 1951, ’53, ’54, ’56 og ’57. Jón Pálmason hafði sagt, að hinni umboðslegu endurskoðun hefði aldrei ver ið lokið, er Alþingi hefði sam þykkt reikningana og ef yfir- skoðunarmenn hefðu ekki gert um þetta athugasemdir, þá hefði þess verið getið í umr. á Alþingi. Skúli sagðist hafa yfirfarið umræður um ríkis- reikningana undanfarin ár, en ekki fundið staf um þessar at hugasemdir. Skúli kvaðst einn ig ekki fást til aö trúa því að Hinn nýi „fyrirmyndarbúskapuru í fjár- málum ríkisins undir stjórn Gunnars i Thoroddsen brugöist svo skyldu sinni, að væri til eftirbreytni. Næstu fimm árin á eftir gera þeir enga slíka athugasemd og í geta þess ekki við Alþingi, ef umræðum hefði ekkert slíkt endurskoðun hefði ekki verið; komið fram. Nú sæju þeir sér lokið. Ef svo hefði verið, þá i Wns vegar ekki fært annað en hefðu athugasemdir yfirskoð unarmanns komið nokkuð seint fram. Jón Pálmason fullyrti, að hinni umboðslegu endurskoð- un hefði aldrei verið lokið, þegar Alþingi hefði samþykkt reikningana. Auðvitað þyrfti endurskoðuninni að vera lok- ið, þegar reikningurinn er lagður fram, en þetta hefur nú verið svona og látið við- gangast. Yfirskoðunarmenn hefðu ekki talið ástæðu til að geta á hverju ári um þetta. Skúli Guðmundsson sagði, að þetta kæmi sér all undar- lega fyrir sjónir. Yfirskoðun- armenn gerðu við reikninginn fyrir geta þess, hve endurskoðun væri skammt komið. Þorgeir svarar (Framhald af 3. síðu). Einhver kunningi Philips mun hafa spurt hann, hvað hann hefð í kaup, og sagðist hann ekkert hafa. Kunning- inn mun þá hafa bent Philips á, að hann ætti að fara fram á kaup. — Þegar Philips þurfti á peningum að halda fyrir frí merkjum, þá fékk hann 100 krónur hjá Þorgeiri, og við yfirskoðunarmenn hefðu brottför fékk hann 200 krón- athugasemd i ur. Segir Þorgeir að sér hafi 1952,1 engin skylda borið til þess vegna þess að hinni umboðs-; að greiða Philips svo mikið legu endurskoðun var ekki lok sem enn eyri, enda fremur af ið. Töldu þeir að úr þyrfti að miskunnsemi gert að hafa bæta og að athugasemdin1 hann á heimilinu. } /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.