Tíminn - 04.03.1961, Blaðsíða 2
8
T í MIN N, laugardaginn 4. marz l961.
Afurðalán út á kartöflur
Á 7. fundi búnaðarþings
voru 3 mál tekin til fullnaðar-
afgreiðslu- Voru það í fyrsta
lagi þingsályktunartillaga frá
stjórn Búnaðarfélags íslands
um afurðalán handa Grænmet-
isverzlun landbúnaðarins í
annan stað tillaga frá sðmu
aðilum um, að búnaðarþing
skori á alþingi að lögleiða
frumvarp það um kornrækt,
sem fyrir því liggur og loks
erindi frá Búnaðarsambandi
Eyfirðinga um, að sem fyrst
verði sett á fót rannsóknar-
stofa til þess að auðvelda bar-
éttuna við júgurbólgu.
Eins og k-jnnugt er veita bank-
atnir engin afurðalán út á kartöfl-
ur og annað grænmeti. Er illsætt
hvað valda muni, þegar þess er
gætt, að afurðaián eru veitt út á
fiestar aðrar framleiðsluvörur til
sjávar og sveita. Veldur þetta kart-
öfrjframieiðendum eðlilega veru-
legum erfiðleikum og er full þörf
á að fá úr þeim bætt.
Búnaðarþing samþykkti að mál-
ið yrði afgreift með eftirfarandi
ályktun:
„Búnaðarþing ályktar að skora á
ríkisstjórnina að gera ráðstafanir
til þess að Grænmetisverzlun land-
búnaðatins og umboð hennar, sem
hafa fullnægjandi geymsluskilyrði,
geti átt þess kost að fá hjá bönkun-
um afurðalán til þess að greiða
með kartöflur, rófur og annað
grænmeti, sem hún tekur á móti
lijá bændum til sölu fyrir þá. Skulu
um þessi lan gilda sömu reglur og
lán þau, sem bankarnir veita til
þess að greðia aðra landbúnaðar-
framíeiðslu, kindakjöt, mjólkur-
vörur, ull, húðir og gærur.
Þá beinir búnaðarþing því einnig
Enn um Selfoss-
fundinn
Morgunblaðið segir, að boðend-
ur fundarins á Selfossi um land-
helgismálið hafi fengið háðulega
útreið á fundinum. Það er orðin
föst regla hjá Morgunblaðinu, að
reyna að rétta hlut stjórnarsinna
<með fölsunum, þegar þeir hafa orð
ið undir í umræðum. Þessi fundur
á Selfossi var einhver fjölsóttasti
og fjörugasti fundur, sem haldinn
hefur verið austan fjalls, fhald og
kratar höfðu reyndar smalað trygg
asta liðinu á fundinn, en voru samt
í miklum minnihluta. Er fundin-
um var slitið kl. 1,30 um nóttina
voiu 10 menn á mælendaskrá, en
ekki talið f-ært að halda fundinum
áfram fram undir morgun. Svo
mikið fjölmenni var á fundinum,
að erfitt hefði verið að koma við
atkvæðagreiðslu um tillögur, enda
komu en-gar tillögur fram. Taln-
in-g atkvæða hefði verið illfram-
kvæma-nleg og þótt ráðizt hefði
verið í atkvæðagreiðsiu, hefði hún
tekið mj-ög iangan -tíma. — Morgun
blaðið segir, að fylgjendur upp-
gjafarsamningsins ha-fi verið í
meirihluta á fundinu-m. Það er því
rétt að blaðið gefi skýringu á því,
hvers vegna engin tillaga kom
fram frá Sjálfstæðism-önnum og
krötum um að fundurinn lýsti
ánægju sinni yfir uppgjafarsamn-
ingnum.
ARNAÐ HEILLA
Sjötugur er í dag
Ari Ber-gmann, Ólafsvík. Ilann dvel
ur um þessar mundir á heimili Guð-
ríðar dóttur sinnar að Eskihlíð 13.
Reykjavík.
Kornræktarmálin í höfn
til ríkisstjórnarinnar, að hún geri
ráðstafanir til þess að fá því til
vegar komið. að bankarnir veiti af-
utðalán út á nautakjöt og hrossa-
og gildi um þau lán sömu reglur
og um lán út á kindakjöt.“
Framsögumaður allsherjarnefnd-
a: í þessu máli var Ingimundur
Asgeirsson. Nokkrar umræður
utðu um málið og töluðu, auk fram-
sögumanns þeir Helgi Símonarson,
Egill Jónsson og Einar Ólafsson.
Út -af tillögu stjórnar Búnaðar-
félags íslands um kornræktina
samþykkti’ búnaðarþing svofellda
áiyktun:
„Búnað-irþing skorar á yfirstand-
andi alþingj að afgreiða frumvarp
það til laga um kornrækt, sem
fyrir liggur og efnilega er í sam-
ræmi við það frumvarp, er bún-
aðarþing samþykkti 1959.
Tekin verði inn í lögin ákvæði,
ei tryggi baö, að stuðningur sá við
kornræktina, sem í lögunum felst,
nái einnig til þeirra framkvæmda
á þessu sviði, sem gerðar hafa ver-
ið á síðustu árum fyrir gildistöku
laganna.“.
Klemenz Kr, Kristjánsson hafði
framsögu fyrir málinu af hálfu
jerðræktarnefndar, en auk hans
tók til máls Sveinn Jónsson.
Júgurbólga hefur verið aðsóps-
pjikil í kúastofni landsmanna á
Sannleiksást
í landhelgi
j iindanförnum árum og valdið
] m j ólkurfram'' eiðendum verulegu
. tióni. Og nú virðist svo komið, að
þau lyf, sem notuð hafa verið til
þess að halda í hemilinn á þessum
loiða kvilla, séu ekki jafn áhrifa-
mikil og áður. Er því brýn þörf
nýrra aðgerða og róttækari en fyrr.
Búnaðarþing samþykkti að af-
greiða erindj Búnaðarsambands
Eyfirðinga með eftirfarandi ál'ykt-
un:
„Búnaðarþing felur stjórn Bún-
aðarfélags fslands að leita sam-
v.nnu við tilraunastöðina á Keld-
um, Mjólkursamsöluna í Reykja-
vík og mjólkurbúin í landinu, í
þeim tilgangi, að stofnsett verði
rannsóknarstofa, sem aðsdoð gæti
íeitt til lækninga eða útrýmingar
á júgurbólgu í kúm.
Jafnframt vinni stjórn B. í. að
því, að alþingi veiti' til þessa nauð-
synjamáls nægilegan stuðning.“
Kristján Karlsson var framsögu-
inaður búfjárræktarnefndar.
Þar sem stjórnarblöðin hafa
skýrt mjög villandi og ósatt frá
um fundinn um landhelgismálið á
Akranesi, þykír blaðinu rétt að
taka þetta fram:
Fundinn sóttu alls um' 370—380
manns. Máii ræðumanna var mjög
vel tekið. Að umræðum loknum
\ar harðorð mótmælatillaga borin
undir atkvæði, og var hún sam-
þykkt með öllum greiddum at-
kvæðum gegn 4, en þátttaka i at-
kvæðagreiðslunni var mjög al-
menn.
Útvegsmannafélagið á Akranesi|
hefur sent frá sér ályktun, þar sem i
lýst er yfir mikilli ánægju með
samningana. Að ályktun þessari,
standa aðeins 3 cða 4 menn, -
Á fundi f kvennadeild Slysa-
varnafélagsins á Akranesi var sam-
þykkt tillaga með fáum atkvæðum
um vítur á ríkisstjórnina. Þegar sú
tillaga hafði verið ^amþykkt var
borin fram frávísunartillaga, og
var hún samþykkt með 13 atkvæð-
um. f stjórnarblöðunum var sagt,
að fyrri tillagan hefði verið felld
með 90 atkvæðum gegn 3.
Ljósmyndasýning
(Framhald af 16 síðui
virðast allt að því óhlutlæg “
Sýning þessi er opin í rúma
viku, eða til 12. þ. m. Óhætt er
að hvetia fólk til þess að gera
sér ferð í Bogasalinn, því þar
verður enginn fyrir vonbrigð-
um.
-.. • -----
Uppgjaíarsamningur
(Framhald at 1. síðu.)
hins vegar í gildi, getum við
ekki leiðrétt grunnlinumar
við áðumefnda staði, nema
með s'amþykki Breta eða úr-
skurði alþjóðadóms, og það
getur vel tekið 5—6 ár að fá
slíkan úrskurð. Sannleikur-
inn um grunnlinubreyting-
arar er því sá, að við höfum
ekki áunnið okkur þar neinn
nýjan rétt, heldur raunveru
lega takmarkað stórleg-a
þann rétt, shm við eigum nú
til stórfelldra grunnlínubreyt
inga við Norður og Austur-
land og víðar við landið.
Bretar h-afa því ekki gefið
okkur hér neitt, heldur höf-
um við hér látið af hendi og
takmarkað rétt, sem við átt-
um.Ef ráðherrar fara hér
ekki með vísvitandi ós-ann-
indi, staf-ar það eingön^i af
þvi, að Bretum hefur tekizt
að snúa hér á þá^líkt og forð
um daga, þegar þeir töldu
negrahöf ðing j um í Afríku
trú um, að Viktoría drottning
væri þeim undirgefin á sam-a
íma og þeir voru að hneppa
þá í þxældómsfjötra.
DregiS í DAS
í gær var dreglð í II. fl. happ-
drættis DAS um 50 vinninga og féllu
vinningar þannig: 3ja herb. íbúð,
Kieppsveg 26, kom á nr. 28550. Um-
boð Aðalumboð. Elgandi: Steinar
Gíslason, Vesturg. 30. 2ja herb. íbúð,
Kleppsveg 30, tilb. undlr tréverk
kom á nr. 15601. Umboð: Sveinseyri.
Ford Anglia fólksbifreið kom á nr.
59668 Umboð Seyðisfjörður. Mosk-
vitch fólksbifreið kom á nr. 9421.
Umboð: Aðalumboð. Eigandi: Arn-
helður, Dagbj. og Lilja Jónsd.,
Brekkust. 14. — Eftlrtalin númer
hiutu húsbúnað fyrir kr. 10 þús.
hvert: 2540 (Aðalumboð), 5008 (Nes-
kaupstaður), 34224 (Siglufjörður),
49331 (Selfoss), 52484, 62247 (Aðalum
boð). Husquarna saumavél kom á nr.
43898. Umboð Aðalumboð. EfHrtalin
númer hlutu húsbúnað fyrir kr. 5
þús. hvert: 744, 3991, 4955 (Aðalum-
boö), 7020 (Sigr. Helgad.), 7572 (BSR)
9608, 14853 (Aðalumboð), 15471 (Suð
ureyri), 16188 (Aðalumboð), 16420
(Akureyrl), 16814, 17735 (Aðalumboð)
21338 (Húsavík), 21485, 21524 (Akur-
eyrl), 22112 (Hafnarfj.), 22732, 23877,
28301 (Aðalumboð), 28863 (ísafj.),
30193, 36065, 38068, 39546 (Aðalum-
boð), 40005 (Flateyrl), 41210 (Kefla-
vík), 41415 (Sjóbúð), 43842, 45060
(Aðalumboð), 45849 (Hreyfill), 46610
(Keflavíkurflugvöllur), 47328 (Margr.
Kristinsd.), 50066 (Réttarholt), 50499
(Sauðárkr.), 51511 (Kf. Kópavogs),
58657, 60061, 61711, 63507 (Aðalumb.).
íðjukosningar í
dag og á morgun
Iðji, félag verksmiðjufólks.
Stjórnarkosning fer fram í dag
og á morgun. Kosið verður í
skrifstofu félagsins í Skipholti
19, í dag kl. 10—19 og á morgun
kl. 10—33.
Iðjufélagar, haflð samband
við kosningaskrifstofu A-listans
sem er í Framsóknarhúsinu,
sími 15564 og 13943.
Látið skrifstofuna vita um þá,
sem vilja lára bfla. Takið þátt
í starfinu. Kjósið A-listann.
Varð undir dráttar-
véS og beið ban;
Frá Aljiiiigi
(Framhald af 7 síðu).
þessa, er hvort tveggja senni-
legt, að innan tíðar verði þörf
nýrrar verulegrar útfærslu og
að ' alþjóðalög viðurkenni
rýmri rétt fiskveiðiþjóða í þvl
efni en nú. Með þessu tilkynn-
ingarákvæði er opnað fyrir
samningaviðræður við Breta
hverju sinni. Og þá fer niður-
staðan eftir því, hverjir þá
halda um stjórnvölinn i þessu
landi.
NautjungarsamMÍngur
Hér er um að tefla hreinan
nauðungarsamning, sem felur
í sér það tvennt, að opna land
helgina fyrir Bretum og tor-
velda frekari útfærslu fisk
' veiðilögsögunnar um ófyriy
|sjáanlegan tím,a eða loka þar
ijafnvel alveg leiðum. Þess
j vegna er stundarfriðurinn í
landhelgisdeilunni við Breta
of dýru verði keyptur.
Skotar mótmæla
(Framhald af 3. síðu).
Proteus er birgð-askip banda
rísku kj arnorkukafbátanna,
sem staðsettir verða í Holy
Lock. Á skipinu er nær því
1000 manna áhöfn. Foringi
skipsmanna sagði í hófi í d-ag,
að engin ástæða væri til þess
fyrir Skota að óttazt geislun-
•arhættu og sjálfiir sagðist
hann ekki h-afa áhyggjur af
mótmælum kjamorkuvopna-
andstæðinga.
Elding hljóp
(Framhald ar 1 síðu.)
um, tóbst Tímanum ekki að
ná tali af bóndanum sjálf-
um, en hringdi til Sigurðar
Egilssonar, bónda í Stokka-
læk, en um tuttuguminútna
-g-angur er milli bæjanna.
Sagðist honum svo frá,'að
þar á bæ hefðu engar skemmd
ir orðið utan þess, að öryggi
sprungu og pera sömuleiðis
í lampa nokkrum. Taldi hann
-að eldingarinnar hefði ekki
orðið vart á fleiri bæjum.
Stórt haglél var á, er þessi
atburður varð, en Sigurður
taldi það mikla mildi, að
bjart var af degi, er elding-
unni laust niður, því að.'ó-
mögulegt væri að segja, hverj
ar afleiðingarnar hefðu orð
ið, ef þetta hefði skeð um
hánótt og fólk á Keldum ver
ið í f-astasvefni. P.E.
Svo hörmulega vildi til sið-
astliðinn mánudag á Hofi í
Öræfum, að tíu ára drengur
varð undi- dráttarvéi og lézt
samstundis
Nánari tildrög þe-ssa slyss
eru þau, að drengurinn, sem
hét Ómar Hauksson, var að
ak-a dráttarvél þar heim við
bæinn, en kerra var fest aft
an í vélina. Var vagninn þung
ur í drætti og einhver fyrir-
staða hefur orðið, því að
skyndilega „prjónaði" drátt-
arvélin og valt alveg aftur
yfir sig. Féll Ómar litli af vél-
inni o-g lenti undir henni meö
fyrrgreindum afleiðingum.
Óm-ar hafði verið í fóstri
að Hofi í nokkur ár, en muli
eiga foreldra í Reykjavík.
Slíkt slys hefur aldrei orðið
áður hér um slóðir. S.A.
ísIaMd í milliricSil
(Fratnhald af 1. síðu.)
yfirburði í leiknum, og um
tíma í síðari hálfleik stóðu
leik-ar 17—9 fyrir þá. Sigurinn
var öruggur og Danir notuöu
alla varamenn sína þann leik
tíma, sem eftir var. Það g-af-st
þó ekki vel, því Svisslending
| ar skoruðu fimm mörk í
þeim leikkafla gegn e-inu
! marki Dana.
] Aðrir leikir í gærkvöldi
fóru þannig, -að Sví-ar sigruðu
Júgóslava með 14 gegn 12, og
: falla Júgóslavar því úr keppn
inni. Leikur Tékka og Rúm-
ena var einkennilegur og svo
virtist sem hvorugt liðið vildi
sigr-a. Leikar fóru þó þannig
að Tékkar unnu með 12—8,
sem er mjög lág markatala
í klukkutíma handknattleik.
Fjórði leikurinn var milli
Frakkl-ands og Þýzkalands.
Þjóðverjar sigruðu, en blað-
inu er ekki kunnugt um
! markatöluna.
! íslendingar eru nú komnir
í milliriðil í keppninni, og
munu því ýeika fjóra leiki til
viðbótar. í sama riðli og ís-
land eru Svíþjóð, Tékkóslóva
! kia og Frakkland. Fyrsti leik
' ur ísl-ands verður við Tékkó-
Íslóvakíu á sunudag.
KLÚBBFUNDUR FRAMSÓKNARMANNA
Næstl klúbbfundur Framsóknarmanna í Reykjavík verður á mánu-
dagskvöld kl. 8,30 á venjulegum staS. Alþingismennirnir Óláfur
Jóhannesson og Þórarlnn Þórarinsson munu flytja stutt framsögu-
erindi. Nánarl upplýsingar í símum 15Í64 og 16066.
FRAMSÓKNARFÉLAG AKRANESS
heldur skemmtisamkomu í Félagshetmili templara n. k. sunnudag
og hefst hún kl. hálf nlu Spiluð verður framsóknarvist og dansað
á eftir. Aðgöngumlðar verða seldir í félagsheimilinu kl. 4—5 á sunnu
d?g og við Innganginn, ef eitthvað verður eftir. Öllum helmill 'að-
gangur.