Tíminn - 04.03.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.03.1961, Blaðsíða 14
T-í MIN N, Iaugardaginn 4. marz 1%L I un og hafði grelnilega til- fimingu fyrlr sögu, eflaust erfða frá föður 6lnum. Þá heyrði ég stólum ýtt frá borðum. Eg hörfaði upp í stig ann og var bersýnilega á nið urleið þegar dyrnar opnuðust. Eustace og Josefine komu út. — Halló, sagði ég. Eustace virti«t undrandi að sjá mig. — Leitið þér að einhverju? spurði hann kurteislega. Josefine sýnd engan áhuga á návist - minni en smeygði sér hjá. — Mia langaði bara að líta á kennftustofunia, sagði ég vandræðalega. — Þér sáuð ]>að um dagihn, var það ekki? Það er eiginlega bara barnaherbergi, var það áður. Það er enn heilmikið af leikföngum þar inni. Hann hélt dyrunum opnum og ég fór inn. Laurence Brown stóð við borðið. Hann leit upp, roðnaði — muldraði eitthvað í kveðju skyni og rauk út. — Þér hafið hrætt hann, sagði Eustace. Hann er 6vo auðhræddur. — Líkar þér vel við hann, Eustace? — Það er allt í lagi með hann. Hann er auðvitað ótta legur bjáni. — En ekki slæmur kenn- ari? — Nei, hann er býsna góð- uf. Hann veit mjög mikið. Hann getur komið manni til að lýta á hlutina á nýjan hátt. Eg vissi ekki að Hinrik átt- undi orti Ijóð — til Önnu Boleyn auðvitað — bara dá- góð ljóð. Við töluðum nokkra stund um efni eins og The Ancient Mariner, Chaucer, pólitlskar ástæður krossferðanna, lifs- viðhorf miðaldra og það, sem kom Eustace mjög á óvart, að Oliver Cromwell skyldi hafa bannað jólahald. Mér skild- ist að bak við háðslega og ólundarlega framkomu Eust- ace leyndust góðar gáfur. Brátt varð mér ljóst hvað olli skapbrestum hans. Veik- indin höfðu ekki bara verið honum mikil raun, þau höfðu einnig orðið til þess að spilla fyrir honum og hindra hann einmitt þegar hann naut lífs ins sem bezt. — Ég hefði átt að vera kom inn í efsta bekk og ég var í íþróttaliðinu. Það er hart að þurfa að híma heima og læra með krakkakjána eins og Josefine. Hún er bara tólf ára! — En þið lærið ekki það sama? — Nei, auðvitað les hún ekki æðri stærðfræði — eða latínu. En maður kærir sig ekki um að þurfa að hafa kennara með stelpu! Eg reyndi að svala karl- mannsstolti hans með því að Josefine væri furðu vel gefin miðað við aldur. — Finnst þér það? Mér finnst hún óttalegur rati. Hún er alltaf með þessa lög- regludellu, — gengur um allt snuðrandi og rekur nefið oni hverja kirnu og þykist upp- götva einhver óspöp. Hún er ekkert annað en krakkabjáni, sagði Eustace fyriritlega. — Og stelpur geta hvort sem er ekki verið í leynilög- reglu, bætti hann við — Eg sagði henni það. Eg held það sé alveg rétt hjá mömmu að það sé því betra því fyrr sem hún fer til Sviss. — Mundurðu ekki sakna hennar? — Sakna svona stelpu! Auð vitað ekki. Drottinn minn, þetta hús er það versta! Mamma stööugt æðandi til London að eltast við leikrita höfunda og neyða þá til að skrifa einhver atriði upp á nýtt og setur stöðugt allt á annan endann út af engu. Og pabbi innilokaður yfir bók- unum og heyrir ekki einu sinni þó maður tali við hann. Eg skil ekki hvers vegna þurfti að leggja slíka foreldra einmitt á mig. Og svo Roger frændi, — hann er alltaf svo hjartanlegur að það fer hroll ur um mann allan. Það er allt í lagi með Clemency frænku, hún skiptir sér ekki af manni, en stundum held ég að hún sé hálf skrýtin. Edith frænka er svo sem ágæt, en hún er bara orðin svo gömul. Það hef ur verið dálitið skárra héma síðan Sofia kom heim þó að hún geti verið dálítið hörð stundum. En finnst þér ekki fjölskyldan undarleg? Að eiga ömmu — eða sama sem — sem er svo ung að hún gæti verið systir manns? Maður er alveg eins og asni. Eg skildi tilfihningar hans. Eg mundi ennþá (óljóslega) viðkvæmni ejálfs mín á aldur Eustace, hve mjög ég óttað- ist að ég sjálfur eða einhver af ættingjum mínum virtist Agatha Christie 35 öðru vísi en aðrir. — Hvað um afa þinn? spurði ég. — Þótti þér vænt um hann? Undarlegur svipur kom á andlit Eustace. — Afi var tvímælalaust andfélagslegur, sagði hann. — Hvernig þá? — Hann hugsaði ekki um annað^en eigin gróða. Laur- ence segir að það sé alrangt. Og hann var einstaklings- hyggjumaður. Allt þetta verð ur að hverfa. Fin/ist þér það ekki líka? — Já, sagði ég hvatskeyt- lega. Hann er líka horfinn. — Það er í rauninni ágætt, sagði Eustace. — Eg vil ekki virðast kaldlyndur, en n>aður getur þó ekki notið lífsins á þessum aldri. — Gerði hann það ekki? — Hann gæti ekki hafa gert það. í öllu falli var tími til kominn að hann færi. Hann .... Eustace þagnaði við það að Laurence Brown kom aftur inn í skólastofuna. Laurence fór strax að bylta við bókum, en mér fannst hann gefa mér gætur út und an sér. Hann lei't á úrið og sagði: — Viltu gjöra svo vel að vera kominn aftur kl. 11, Eustace, við höfum eytt of miklum tíma til ónýtis síðustu dag- ana. — Allt í lagi, herra. Eustace gekk blístrandi út. Laurence Brown leit aftur snöggt á mig. Hann vætti var irnar einu sinni eða tvisvar. Eg var viss um, að hann hafði komið aftur inn í skólastof- una aðeins til að tala við mig. Hann virtist vera að leita að bók, tók fram eina af ann arri og eagöi slðan: — Ehemm — hvernig geng ur þeim? — Þeim? — Lögreglunni. Nasavængir hans bærðust. Mús í gildru, hugsaði ég. Mús í gildru. — Þeir trúa mér ekki fyrir öllu, sagði ég. — Ó, ég hélt að faðir yðar væri yfirmaður þarna, sagði hann. — Hann er það, sagði ég. En auðvitað Ijóstrar hann ekki upp leyndarmálum við mig. Af ásettu ráði talaði ég sem hátíðlegast. Þá vitið þér ekki hvort — ef — eða — Rödd hans dó út. — Þeir ætla ekki að handtaka neinn að sinni, eða hvað? — Ekki svo ég viti til. En hins vegar þyrfti ég ekki að vita af því. Komdu þeim af stað, hafði Tavemer sagt. Hræddu þau. Laurence Brown var sannar lega hræddur. Hann talaði hratt og var taugaóstyrkur. — Þér vitið ekki hvemig þetta er — taugaáreynslan. — Maður veit ekki, ég meina þeir koma og fara og spyrja mann spurninga .... Spum inga sem ekkert virðist koma málinu við. Hann þagnaði. Eg beið. Hann langaði til að tala, — jæja, þá mátti hann tala. — Þér voruð hér þegaff lög regluforinginn kom með þess ar hræðilegu getgátur um daginn — um frú Leonides og mig .... Það var alltof hræði legt. Maður er alveg vamar laus. Maður getur ekki komið 1 veg fyrir, að fólk haldi eitt hvað. Og bara af því, að hún er svo miklu yngri en maður hennar var. Fólk hefur hræði legan hugsunarhátt — and- styggilegan. Mér finnst — ég geti ekki annað — mér finnst þetta hljóta að vera samsæri. — Samsæri? Það var merki legt. Það var merkilegt, en að vísu ekki á sama hátt og hon um sýndist. — Leonides-fjölskyldan hef ur alltaf verið andsnúin mér. Þau eru alltaf á verði. Mér hefur alltaf fundizt að þau fyrirlitu mig. Hendur hans skulfu. — Bara af þvl að.þau hafa alltaf verið auðug og voldug. þau litu niður á mig. Hvað var ég til móts við þau? Bara kennarinn. Bara maður sem ekki vildi fara í herinn „af samvizkuástæðum". Qg það var sannarlega samvizka mín sem réði þyí! Eg sagði ekki orð. lÍTVARPID Laugardagur 4. marz: 8.30 Fréttir. 14.30 Laugardagslögin. 15.20 Skákþáttur (Guðmundur Arn- laugsson). 16,05 Bridgeþáttur (Stefán Guðjohn sen). 16.30 Danskennsla (Heiðar Ash'aids- son danskennari). 17.00 Lög unga fólksins (Guðrún Svafarsdóttir). 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Skemmtilegur dagur“ eftir Evi Bögenæs; I. ((Sigurður Gunnareson kennari þýðir og les). / 18.25 Veðunfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur bama og unglinga (Jón Pálsson). 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 „Töfraboginn": Michael Rabin fiðluleikari og Hollywood Bowl hljómsveitin l'eika þekkt lög. 20.20 Leikrit: .Jtoustmynd" eftir N. C. Hunter, í þýðlngu Jóns Ein ars Jakobssonar. — Leikstjóri: Helgi Skúlason). 22.00 Fréttir og veðurfregnb:. 22.10 Passíusálmar (30). 22.20 Danslög, þ.á.m. lelkur hljóm- sveit Svavars Gests úrslitalög nýju dansanna i siðustu dans lagaekppni SKT. Söngvarar: Elly Vilhjálma og Ragnar Bjamason. 2400 Dagskrárlok, RANGSNÚIÐ HÚS EIRÍKUR VÍÐFÖRLl Hviti hrafninn 34 En það var ekkert skrímsli. Það var bara Pjaggur litli, sem kom. „Nei, eruð þið þarna? Og þér herra?,“ spurði hann, þegar hann sá Eirík og menn hans. „Hvað hef- ur komið fyrir þig, Pjakkur?“ spurði Eiríkur vingjarnlega. „Skyldi Eiríkur þig eftir?“ „Nei, hann sendi mig hingað-... sagð- is't hafa fengið nóg af mér .... en ég er svo fegirih að vera kominn til ykkar aftur,“ sagði hann og varp öndinni léttilega. „Pjakkur, veizt þú, hver það var, sem gaf Ragnari skipun um að hafa hendur- í hári hvítax hrafnsins?" spurði Ei- rikur. Pjakkur hristi höfuðið. „Hann vildi ekki segja mér það,“ svaraði hann hryggur. „Segðu mér, Pjakkur, hvað gerðist með prins- essuna, allt, sem þú hefur séð eða heyrt.“ „Ja .... það er dálítið erf- itt að segja það ... en ég veit, að vondir menn hafa litið eftir henni og fylgzt með öllu, sem hún 'hefur tekið sér fyrir hendur.“ Og svo sagði Pjakkur þeiin allt, sem hann vissi um hræringar óvinarins. Að frásögn hans lokinni kinkaði Eirík- ur kolli og sagði mönnum að leggja sig og hvílast yfir nóttina. Leitin átti að hefjast í dögun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.