Tíminn - 04.03.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.03.1961, Blaðsíða 5
TÍMINN, laugardaginn 4. mart 1361. #""" 1 *1 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.i, Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit- stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: EgiU Bjarnason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Simar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Nú er sorfið svo að almenningi að ekki verður lengur við unað Fjötur á framtíð Stjórnarblöðin reyna að gylla nppgjafarsamninginn við Breta í augum þjóðarinnar með þvi, að brezkir togara- menn séu óánægðir með hann. Vafalanst er það rétt, enda mundu þeir vart verða ánægðir með nokkuð annað en gömlu þrjár mílurnar. Hins vegar kemur þáð berlega í ljós hjá þeim, sem hlutlausast líta á málið í Bretlandi, t d. fyrirlesarar brezka útvarpsins, að brezk stjórnarvöld eru allt annað en óánægð. T. d. hefur það komið fram, að tals- menn brezku stjórnarinnar telja það „mjög mikilsvert fyrir Breta“ að íslendingar heiti að tilkynna nýja útfærslu í framtíðinni með missiris fyrirvara og leggja það í sjáifs- vald Breta að skjóta ágreiningi til alþjóðadómsins. Með því segjast þeir búast við að „sköpuð sé örugg regla“ er leiði til þess, að 12 mílna mörkin og núverandi grunnlínur „haldist óbreyttar um aratugi“. Þetta varpar skýru ljósi yfir eðii uppgjafarsamnings- ins. Brezka stjórnin vissi, að 12 mílna reglan hafði sigrað. Henni var mest í mun að binda hendur íslendinga í fram- t'ðinni. Það hefur henni tekizt, verði orðsendingin sam- þykkt á Alþingi. Vilji íslendingar hreyfa sig, er Bretum líka í lófa lagið að þæfa málið fyrir alþjóðadómnum í 3—5 ár og tefja útfærsluna. Að sjálfsögðu munu aðrar þjóðir krefjast sama réttar og aðildar að samkomulaginu við Breta, og fá það vafa- laust, enda væri annað óeðlilegt, og verða íslendingar þá að senda æði margar tilkynningar og eiga yfir höfði sér málsskot til alþjóðadóms úr öllum áttum. Orðsending ríkisstjórnarinnar, ef samþykkt verður, mun öðlast gildi milliríkjasamnings. í henm eru engin uppsagnarákvæði eða tímatakmörk. svo að hún verður í fullu gildi um ófyrirsjáanlega framf'ð. Framsóknarmenn bentu á-það í útvarpsumræðunum, að þessi smánarsamn- ingur væri að þessu leyti verri en samningur Dana við Breta um landhelgi íslands um siðustu aldamót, hann hafði uppsagnarákvæði . Við því fengust engin svör hjá ráðherrunum, hvaða ráð þeir ætluðu að hafa til þess að tryggja uppsagnarrétt íslands á þessu ákvæði. Það er viðtekin hefð að í milliríkjasamningum séú annað hvort uppsagnarákvæði eða tímatakmörk eða hvort tveggja, enda samrýmist annað á engan hátt anda stjórn- arskrár fullvalda ríkis. Engin kynslóð hefur rétt til þess að svipta óbornar kynslóðir slíkum sjálfsákvörðunarrétti. íslenzka þjóðin hlýtur því að spyrja ríkisstjórnina og þing- menn hennar: Ætla þeir að skella slíkum órjúfanlegum íjötri á þjóðina vísvitanch og binda hendur hennar með þessum hætti um ókomna tíð? Ætla þeir að láta hana búa við óuppsegjanlegan milliríkjasamning, eða hvernig ætla þeir að tryggja uppsagnarrétt án ákvæða í orðsend- ingunni sjálfri? Við þessari spurmngu verður að fást ský- laust svar. Þjóðaratkvæði Framsóknarflokkurinn hefur krafizt þess, að þjóðar- atkvæði fari fram um þetta mál. Lim það fórust Hermanni Jónassyni svo orð í útvarpsræðu sinm: „Til þess að gefa slíkt réttindaafsaJ hefur enginn þmg- maður umboð, því allir ílokkar jg allir þingmenn sóru þann eið fyrir síðustú kosningar að hvika hvergi í land- helgismálinu. Þess vegna er skylt að hafa þjóðaratkvæði um þetta mál. Kjósendur einir hafa rétt til að samþykKja samninginn eða hafna honum. An ssmþykkis kjósenda verður hann því markleysa ein.“ Undir þessa kröfu mun þjóðin taka. Orðsendingin er skýlaus brigð á samþykkt Alþingis fra 1959, og þess vegna er þjóðaratkvæði nú lýðræðisskylda. I fyrrakvöld var haldinn fjöl- mennur fundur í Iðju, félagi verksmiðjufólks, og kom þar fram hörð gagnrýni á núverandi stjóm félagsins og kjaraskerðingu ríkis- stjómarinnar. Af hálfu A-Ustans, lista vinstri manna í félaginu, töl- uðu þessir: Halldóra Danivalsdótt- ir .Heiður Helgadóttir, Einar Ey steinsson, Bjöm Bjarnason, Sig- fús Brynjólfsson og Grétar Odds- son. Af hálfu stjóraarinnar töluðu Guðjón Sigurðsson, Reinhard Reinhardsson og Þorvaldur Áki Eiríksson. Var greinilegt, hve stjómarliðið var á miklu undan haldi á fundinum og mun vinstrr. fólkið sækja kosninguna fast. Hún hefst I dag. Ræða Heiðar Helgadóttur var hin snjallasta og vakti mikla at- hygli. Þykir Tímanum ástæða til að birta þessa ræðu og hvetja iðnverkafólk til að gefa henni gaum. Góðir áheyrendur. Aðalmál þessarar kosningabar- áttu er nú tem endranær kjara- málin og þö frekar nú en nokkru sinni áður. Kaupmáttur launanna hefur minnkað svo gífurlega síð- an samdráttarstefna núverandi rík isstjórnar ki-m til framkvæmda, að við svo nú'ð má ekki lengur standa. Eyrjað var með því að lækka launin beint, allverulega, síðan var kaupgjaldsvísitalan fest og hefur kaupið þannig haldizt ó- treytt að krónutölu síðan 1. marz 1959. En aftur á mótj hefur verð- lag á öllum nauðsynjavörmu á- samt almennri þjónustu hækkað gíturlega síðan og er enn að ;hækka. Viðurkennt er samkvæmt j hagfræðilegum útreikningum að kaupmáttur launa hefur minnkað jaí minnsta kosti um 14%. Hins vegar er það reynsla alls almenn- ings að hækkanir á flestum nauð- ! synjavörum eru miklu meiri og væri 25—30% kjararýrnun nær sanni. Ekki er bægt að segja nákvæm- lega til um. hvað meðalfjölskylda þarf háar tekjur til að lifa af mannsæmindi lífi. Þó ætti að láta r.ærri að gjöld vísitöluheimilisins sem framfærsluvísitalan byggist á fari nærri sanni og eru þó flestir hðir mjög vægt reiknaðir og of lagt miðað við það sem við vitum að algengt er hér í Reykjavík í dag. Til dæmis er húsnæðiskostn- aður áætlaður 10.300,00 kr og hiti og rafmagn um 4.500,00 kr. á ári. Með öðrum orðum, íbúð með Ijósi og hita 1.235,00 kr. á mánuði. En erfi'tt myndi reynast fyrir 4 manna fjölskyldu að fá sæmiiega íbúð rceð þeim kjörum. Fleiri liði má taka, til dremis er fatnaður og vefnaðarvara áætlað um 12.000,00 kr. og samsvarar það um 2.850,00 kr. á hvern fjölskyldumeðlim yfir árið. Varla er það heldur ofreikn- aZ miðað við núgildandi verðlag. Þrátt fyrir þetta er vísitölufjöl- skyldan sem er hjón með 2,2 börn talin þurfa 08 598,00 kr. til að lifa af miðað við verðlag um síðustu áramót. Nú aftur á móti er hæsta Karl- n.annskaup samkvæmt Iðjutaxta eftir 4 ára vinnu 4.341,00 kr á nián. eða un 52.000,00 kr á ári og vantar uvi rúmar 16.000,00 kr þott hann m:ssi aldrei úr vinnu- tíag, til a"ó lauriin hrökkvi fýrir nauðsynlego.m útgjöldum miðaðj við vísitölufjölskylduna. Hvar áj hann að fá þennan mismun’ íj hverju á hann að spara? Getur rokkur af okkar háu herrum bent honum á ‘níí? Ef svo er væri það areiðanlega /íða vel þegnar upp- lysingar. '\u eins og kjaramáiun- tm er nú náttað geiur verkamað-! Ræí>a varaformannseíiiis A-listans, Hei<$ar Helga- dóttur, á fundi í ItSju —• félagi verksmitSjufóIks ur með meðalfjölskyldu alls ekki lifað mannsæmandi lífi af launum sínum. Nú kanr, einhver að spyrja hvernig hefur almenningur farið að því að halda lífi hingað til? Því er þá til að svara að undan- farin ár heíur yfirleitt verið það mikil vinna, að flestir hafa haft meiri og minni yfirvinnu og séð þanng sæmilega fyrir sér og sín- um með pvi að vinna mikið meira en venjulegan vinnutíma. En nú er yfirvinna óðum að hverfa og n:á telja gott nú orðið ef fólk get- ur haldið sínum átta stunda vinnu degi. Samdráttarstefna ríkisstjóm- arinnar er þegar farin að segja tl! sín með minnkandi atvinnu og jufnvel atvinnuleysi. Hafa nokkur íðnfyrirtæid þegar sagt upp fleira eða færra starfsliði og sum jafn- vel öllu og haldi þannig áfram verður orðið tilfinnanlegt atvinnu leysi áður en langt um líður Aðalástæðan fyrir minnkandi framleiðslu er minnkandi kaup- máttur aimennings. Það kemur af siálfu sér, að þegar fólk hættir að geta keypi hinar ýmsu framleiðslu vörur, dregur iðnrekandinn saman framleiðslu sina og um leið minnk- ar atvinnan Aukist hins vegar kaupgetan vex framleiðslan og þá jafnframt i fvinnan um leið. í upp- kafi hinnar svonefndu viðreisnar fóru stjórnarherrarnir um hana mörgum rögram orðum, ekki vant- aði það. Þá 'ofuðu þeir meðal ann- ars stöðuga kaupgjaldi og stöðugu \erðlagi, jafr.framt því sem iðn- aður og acvinnuvegir átíu að auk- ast og eflast á þessum blómatím- u.m. Ekki ná heldur gleyma sjálfs át'ægjunni og grobbinu yfir að hafa nú íoksins tekizt að stöðva hið sívaxand’ dýrtíðarflóð. Hverj- ar hafa svj eindirnar orðið á þess- um fögru ioforðum? Atvinnuveg- ivnir dragast saman. atvinna minnkar svo til vandræða horfir raeð sama áframhaldi, dýrtíðin hefur aldrei aukizt eins gífuriega A stuttum tíma jafnframt því sem krupmáttur launanna minnkar hröðum skretum. Almenningur tók þessum i'áðstöfunum rólega í fvrstu, ærlaði að sjá hverjar af- le’ðingarnir yrðu áður en gripið yvði til cóttækra aðgerða. Nú er það komið ' ■ jós og búið að sverfa svo að ölium almenningi að við s\o búið cua ekki lengur standa. Verkafólk verður að standa þétt s.'man og slaka hvergi á kröfum um bætt 'ífskjör sem það á heimt- irgu á. Kröfur þessar hafa ekki bvggzt á ohcfi eða íburði á nein- um sviðum, heldur einungis á þeirri lágmarkskröfu að geta lif- aO mannsæmandi lífi af launum s'num. Getui svo nokkur haldið bví frám að það sé ósanngjarnt. hvernig á líka almenningur að tiúa því ið þjóðin og atvinnuveg- irnir rísi ekki undir hærra kaup- gjaldi meðan efnamennirnir og þar með flestir atvinnurekendur virðast enn auka efni sín, Þeir búa enn í sínum milljónavillum, loika sér í 2—300.000,00 kr lúxus- bíium og finnst álíka sjálfsagt að skreppa í skemmtiferð til útlanda öðru hverju og mörgu láglauna- fóiki þykir að far'a í bíó. Hver get- ur svo trúað að byrðunum sé jafnt og réttlátlega skipt, eins og d.lórnarliðið hamast við.í vandræð um sínum að brýna fyrir fólki. Nei, nú /erður allur verkalýður aC vera aamhentur, samhentari en nokkra smni fyrr og berjast af alefli móti þessari öfugþróun og óréttlætj og jafnframt beita sér fyrir bættum lífskjörum sjálfum sér til hauda. Bezt væri að sjálf- sögðu ef pað tækist án verkfalla og vinnustöðvana, því almenning- ur vill ekki og fer ekki í verk- föll nema nauðsyn krefji. En ná- ht ekki kjarabætur án vinnustöðv ana verður að beita verkfallsrétt- inum meðan enn er ekki búið að taka hann af fólki eins og nú- \erandi ríkisstjórn hefur sýnt sig í að hafa 'ullan hug á. Jafnframt því sem verkamenn 1 eiga heimúngu á bættum kjörum, þrrf einnig að leiðrétta það ójafn- rétti sem rjkt hefur undanfarið milli kvenna' og karla. Konur mega ekki una því lengur að hafa ekki nema um 70% af launum karla f eirra störf eru hvorki óæðri né óþarfari og síður en svo ver af hendi leyst. Hefur það líka sýnt sig á undanförnum árum að þær j eru alltaf ?ð bæta við sig fleiri starfsgreinum sem ekki hefðu þótt koma til greina fyrir konur áður fyrr. Eg er lika sannfærð um, að 1 eftir nokkur ár verða það ekki margar starfsgreinar sem konur e;ga ekkí fulltrúa í og því skyldu þær þá ekki einnig fá sama kaup. Þegar launajafnrétti er náð geta 1 atvinnurekendur valið hvort beir viiji heldur ráða karla en konur til hinna ýmsu starfa. Ég hef enga trú á að hið sterkara kyn leggi ■ undir sig mar'gar af þeim starfs- greinum sem kvenfólk hefur nú. Með þessu er ég ekki að óvirða eða gera lítið úr karlmönnunum, síður eti svo, bví við konur erum víst aliar sammála um, að án þeirra viljum við alls ekki vera. Hvað launajafnréhinu viðkemur er eng- inn vafi á aðþað kostar harða bar- áttu að uá því. Þess meiri nauðsyn er því fyrir konur að standa tast saman og sýna samtakamátt sinn. í Iðju er yfirgnæfandi meirihluti krósenda konur og geta þær því ; með samtökum ráðið stjórninni og : stutt þá sem þær telja líklegasta ti. að sinna þessum kröfum og fvlgja þeim fram til sigurs. Iðjufélagar, nú hafið þið tæki- færi til að sýna í verki hug ykkar '’.i þeirra, ~em staðið hafa fyrir þessu gífurlega dýrtíðarflóðj og kjararýrnun. Getið þið treyst f.eiri Ioforðum þeirra um bætt kjör og blogvað atvinnulíf? Ég held varla. Bezta svarið er að kjósa vmstriflokkana, flokka verkalýðs og launþaga. Minnist þess með því aö fylkja ykkur um A-listann í Iðjukosningimum um helgina. A- listinn mun berjast fyrir bættum lífskjöram ykkur til handa. Kjós- um því A-listann. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.