Tíminn - 04.03.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.03.1961, Blaðsíða 9
Stór krani, sem kem ur að betra gagn en dýpkunarskip Fyrsta skóflusfungan var tekin fyri;- rúmum mánuði vestur á Súgandafirði og það er ekkert líklegra en eftir fylgi byiting í hafnarfram- kvæmdum um allt ísland. Þar var tekinn í notkun uppmokst- urskrani til þess að gera báta- höfn á sfaðnum og reyndin hefur orðið sú að verkið verð- ur helmingi ódýrara en það hefði kostað með dýpkunar- skipinu Gretti. Tíminn hefur snúið sér til Guðmundar Gunnarssonar verkfræðings hjá Vitamála- Rætt við Guðmund Gunnarsson, verkfræðing hjá vitamálaskrifstofunni um nýtt og stórvirkt tæki til hafnargerðar Manitowoc-gerð, bandarísk- ur, knúinn 135 hestafla vél sem gengur fyrir díseloliu. Flugvallarmenn voru orðnir úrkula vonar um að takast mætti að selja hann, þess vegna var hægt að fá hann svo ódýrt. Malarleirur og stórgrýti Hann var fluttur vestur á Súgandafjörð og hefur nú unnið að því að gera báta- höfn þar undanfarinn mánuð Sér yfir vænfanlega bátahöfn á Suðureyri — kraninn að verki. stjóm og epurðist fyrir uml þetta nýja stórvirka tæki. j Lyftir 65 tonnum — Þetta er stærsti krani á íslandi, segir Guðmundur, — hann getur lyft 65 tonn- um í einu, sjálfur vegur hann 100 tonn. Hann er fenginn á Keflavíkurflugvelli og kost-; aði 1,3 millj. Þar hafði hann etaðið ónotaður I 6—7 ár og hafði ekki veriö notaður til annars en lyfta byggingar- hlutum, þegar stærsta flug- skýlið á Vellinum var reist. Nýr mundi slíkur krani kosta 6—8 milljónir. Hann er af en áætlað er að verkinu verði lokið innan þriggja mánaða. Verketjóri er Jónas Márusson. Það eru afar erfið skilyrði til hafnargerðar á Súgandafirði, þar var engin bátahöfn fyrir. Þar er grafið ofan í harðar malarleirur sem rétt koma upp úr á fjöru. Bátakvíin verður 110 metrar á hvem veg og áætlað að grafa þurfi upp 50 þús. teningsmetra af jarðvegi, sem mestan part er gróf möl og stórgrýti. 240 rúmm. á klst. Samt sem áður er þegar vit að að verkið verður helm- Hermann Guðmundsson, oddviti á Suðureyri og Jónas Márusson, verkstjóri. ingi ódýrara en áður hefur verið hægt að vinna með dýpk unarffkipinu Gretti, sagði Guðmundur Gunnarsson, áð- ur urðum við að flytja allan jarðveginn út á sjó & nægi- legt dýpi. Kraninn sviptir hon um hins vegar á land og hleð ur úr grjótinu vamargarða umhverfis höfnina jafnóðum. Bóman á krananum er 30 metra löng og skóflan rúmar \ 4 teningemetra. Meðal afköst kranans á Súgandafirði hafa verið 60—70 rúmm. á klukku' stund, hefur komizt upp í 100 rúmm. í góðum jarðvegi geta afköstin orðið 240 rúmm. á klukkutima. — Til marks um það, hversu stórvirkt og vold ugt tæki hér er um að ræða, má geta þess að farið var með ýtu yfir þetta svæði í upp- hafi og reyndi að ryðja upp jarðveginum. Ýtan fór fjór- um sinnum yfir hluta af svæð inu en afköstin voru ekki meiri en svo að rétt markaði.i fyrir. Helmingi ódýrari Eins og áður segir verður ! að flytja allan jarðveg burt frá dýpkunarskipinu, og eru til þess notaðir stórir og þung ir prammar. Stóri kraninn skellir greftrinum sjálfur á land og getur auk þess hlaðið undir sig braut og þannig komist lengra út. Þrátt fyrir þann tvimokstur er uppmokst urinn helmingi ódýrari en áður þekktist hér. Það þarf ekki nema einn mann til að stjóma krananum, en á Gretti er hins vegar 11 manna láhöfn og er það ekki lítill munur. Kranastjómin er þó það erfið, að tveir menn vinna til skiptis á tækinu tvo tima í eenn. Kraninn er hins vegar nokkuð erfiður i flutn ingi, hann þarf að taka i sund ur að verulegu leyti. Við höf um flutt hann í Akranesferj unni I stórum vögnum. Það kostar um 2—300 þúsund kr. að flytja hann, og þótt það sé nokkuð dýrt startgjald, er það fljótt að jafna sig þegar kraninn hefur byrjað á verk inu. Með krananum fylgja grjótflutningsvagnar til þess; að flytja frá honum er henta þykir. Mikill áhugi — auknir möguleikar — Er þá lokið hlutverki Grettis? — Nei, Grettir verður not aður áfram þar sem aðstæð ur eru svo erfiðar, að £kki er hægt að koma kranarium að, svarar Guðmundur, en með tilkomu kranans hafa opnast nýir möguleikar til hafnarframkvæmda. Hann hefur reynst betur en við þorðum að láta okkur dreyma um og fullvíst að hann get- ur komið að meira gagni en mörg dýpkunarskip. Enda hefur vaknað mikill áhugi manna víðs vegar um land að fá þennan krana. Engin á- kvörðun hefur verið tekin um það hvar næst verði borið nið ur, enda háir fjárskortur mjög öllum hafnarfram- kvæmdum. Til þessa hefur tiltölulega litlum fjárupp- hæðum verið skipt á marga staöi svo minna hefur orðið úr. Miklu réttara væri að veita ríflegu fjármagni á færri staði þannig að þessi dýru og stórvirku atvinnu- tæki gætu afkastað meiru og lokið framkvæmdum. Enda álít ég að augu ráðamanna séu að opnast fyrir því að það sé rétta stefnan. Með til- komu þessa nýja krana verð ur hægara um vik að auka og flýta hafnarframkvæmd- um, auk þess sem það verður helmingi ódýrara en ella- Árangurinn sem þrgar er kominn í Ijós er miklu meiri en við höfðum þorað að vona. Kraninn hefur reynst ákjós- anlegur og fyrir 'hreppsfélag ið í Súgandafirði er þetta mikill fjárhagslegur ávinn- ingur, sagði Guðmundur Gunnarsson verkfræðingur að lokum. Dragtkóflan kemur úr djúpinu fuil af möl. Guðmundur Ólafsson, krana- maSur, stendur við hliðina á dragskóflunni. Stúdentar mótmæla Fundur haldinn í Félagi ís- lenzkra stúdenta í Stokkhólmi, 23 febrúar 1961, bendir á eftirfar- ar.di: ViS gengirbreytinguna s.l. vetur hækkaði verð á gjaldeyri til náms- manna am 79%. Námskostnaður í Svíþjóð hækkaði af þessum or- sökum um ca 23.500 kr. á ári. í frumvarpi til laga um lána- sjóð íslenzkra námsmanna, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi á 8x. löggjafarþingi, er gert ráð fyrir að xagðir verði niður allir styrkir aðrir en 5 ára s-tyrkir en námslán að upphæð 25.000 kr. komi í staðinn Samkvæmt þessu frumvarpi, ef að lögum .vrði, má áætla, að skuldir í námsmanns í lok 5 ára náms hækki úr kr. 85.000 í kr. 239.0001 nxiðað við gildandi ákvæði 1959 eða um 180%. Skuld í lok 4 ára nams mund; hækka úr 62.400 í 187.000 eða um 200%. Gefist náms nxanni kostur á bankaláni til 10 ára fyrir þeirri upphæð, sem náms kostnaður nemur umfram lán og nettótekjur, mundi við fimm ára nám til þessa svara kr. 28.650 árs- greiðsla af skuldum á þriðja til tíunda ári eítir námslok, en við 4 ára nám kr. 22.300. Við 5 ára bankalán yrðu samsvarandj upp- hæðir á þriðja til fimmta ári 40.200 kr. við 5 ára nám, en kr. 31.100 við 4 ára nám /sjá hjálagð- an útreikning/. Af þessu sést gerla, hve óþyrmi- lega gengisbreytingin bitnar á r.ámsmönnum og hve haldlítil úr- (Framhald á 10. síðuj. \ I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.