Tíminn - 04.03.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.03.1961, Blaðsíða 8
r8 TÍMINN, Iaogardagmn 4. nwn 1961. 1 Hann er étfft'elnn áfIfihum fastréSnu leikurum þjóðleik- hússins. Hann er ekki einu sinni á lausasamningi þótt hann hafi stundum staðið á f jölunum í gamla daga norður í Núpasveit og Sléttu. En margs þarf búið meS og þó aS þjóSleikhús verSi ekki rekið án leikara þá er hætt við aS starfsemi þess gengi eitthvað öndvert ef ekki störfuðu þar fleiri innan veggja. Og einn af þeim, sem þar hefur verið að verki undanfarin 11 ár er Stefán Tómasson. í dag á Stefán 70 ár að baki. Og þó að ekki sé senni- legt að hanta eigi eftir að lifa önnur 70 ár þá hefur hann allt útlit fyrir að geta orðið æva gamall — og er enda manna líklegastur til þess. Það gerir hið bragandi létt- lyndi hans og lífstrú. Páklæddur í f járhúsgarða í tilefni af afmælinu arkaði blaðamaður frá Tlmanum á fund Stefáns og innti hann frétta af llfshlaupi hans. — Blessaður láttu ekki svona, sagði Stefán, þú held- ur þó ekki að ég hafi frá ein- hverju að segja, sem setjandi er á biað? — Við sjáum nú til, sagði blaðamaður, a.m.k. sakar ekki að þreyfa fyrir sér um það. Eða hvar ertu fæddur? — Ætlarðu að vera svona andskoti nákvæmur? Jæja, þú um það. Eg leit fyrtt ljós heimsins í Sveinungsvlk í Þistilfirði, 4 marz 1891. Þar voru foreldrar mínir í hús- mennsku. Komungur fluttist ég með þeim að Harðbak á Sléttu. Og kornungur fór ég líka frá þeim eða 4 ára að Valþjófsstöðum í Núpasveit til frændfólks mlns, Halldórs Sig urðssonar og Guðrúnar Jóns- dóttur. Þegar ég var þ*nnig búinn að dvelja 4 ár í þessum heimi hafði ég átt heima í þremur sveitum. Kallarðu það ekki vel að verið? — Nú, þarna var ég svo til 12 ára aldurs. Seinna dvaldi ég i eitt ár hjá foreldrum mín um, sem þá bjuggu að Amórs stöðum í Núpasveit. Frá þeim lá svo leið mín að Efri-Hól- um í Núpasveit til þeirra heið urshjóna Friðriks Sæmunds sonar og Guðrúnar Halldórs dóttur. Þau eru beztu hú®- bændur, sem ég hefi átt i sveit, að öllum öðrum ólöst- uðum. Þarna gekk ég að öll- um venjulegum sveitastörf- um, heyskap að sumrinu, sendiferðum og fjárgeymslu á vetrum. Friðrik hafði margt fé, yfir 300 á fóðrum. Og þá var siður aö halda því fast að beit og staðið yfir því misk unnarlaust frá morgni til kvölds næstum hvemig sem viðraði. Friðrik var manna fyndnastur og skemmtilegast ur. Og stundum kom ýmis- legt skemmtilegt fyrir. Eitt 6inn gerðist það, daginn fyrir Þorláksdag, að karl nokkurn, Lárus að nafni, bar að garði á Efri-Hólum. Hann var í ein hverjum sértrúarflokki, sem ég man ekki lenguir hvað nefndist. Nema karl messaði yfir okkur um kvöldið. Svo rauk hann af stað fyrir allar aldir á Þorláksmessumorgun til þess að messa meira. Við Friðrik fórum í fjárhúsin og ætluðum að hára fénu áður en við létum það út. En er við komum í húsin þá er meist1 ari Lárus þar uppi í garða] hálfber, að biðjæt fyrir. Mik ill var undrunarsvipurinn á rollunum. — Hver andskot- inn, sagði Friðrik, það er ó- mögulegt að gefa fyrir karl- inum, við verðum bara að láta féð út. En það varð afleiðinga ríkt. Um daginn gekk í hörku stórhríð. Eg reyndi að koma fénu heim en ekkert gekk þótt í því væri ágætur for- ustusauður. Það klesstisrt svp fyrir augun á því að það sá ekki neitt. Eg mátti láta það eiga sig. Á aðfangadag varj veður tekið að ganga niður ið glatt á hjallá á Sauðanesi á þessum árum? — Já, það er óhætt um það. Flest var þetta ungt fólk. Iðu lega var dansað á laugardags kvöldum að vetrinum. Eg srpil aöi á einfalda harmoniku og það þótti mikið hljóðfæri og gott. Þá var dansað fram und ir morgun. Það voru almenni leg böll. Það er munur en nú. Nú er þessu slitið rétt þegar menn eru búnir að hita sig upp. Svo var mikið spilað á spil. Aðallega lomber og land- er. Sr. Jón var sólgiim í að spila. — Mikið félagslíf í srveit- inni? — Já, töluvert. Þar var starfandi ungmennafélag. Og við lékum nokkra vetur. Lík ' að skárra hægt að gera. Botn ía gamla ekilaði okkur í á- fanga, og sr. Þórður gat mess að eins og til stóð. Frá Reyð i arfirði fórum við Fagradals braut að Egilsstöðum. Vorum víst eina 12 tíma á leiðinni. Þetta var í skammdeginu, rétt fyrir jól og við á útigengnum hestum. Þegar til Vopnafjarð ar kom þá var þar ball hjá „fyrirfólkinu“. Ingólfur lækn ir Gislason stóð fyrir því. Við sr. Þórður vorum drifnir á ballið og þar dansaði ég til ; kl. 8 að morgni. Við Vorum samferða Eðvaldi pósti nokk um hluta leiðarinnar. Hann var kátur og dugnað hans og öryggi I ferðalögum þurfti ekki að tvíla. Hann var alltaf með brennivín á hálfflöskum. Get vel hugsað mér að halda áfram að lifa um sinn ; Rætt viS Stefán Tómasson, sem er sjötugur í dag og þá náði ég fénu í hús og gaf því töðu til hátíðabrigðis. Eftir að ég fór frá Efri-Hól um var ég eitt ár vinnumað ur á Syðri-Brekkum á Langa nesi hjá Kristjáni Halldórs- syni, bróður Guðrúnar í Efri- Hólum. Yfir 30 menns í heimili — Og byrjaðir svo búskap upp úr þessu? — Nei, biddu fyrir þér, hvemig dettur þér í hug að ég hafi farið að álpast út í búskap, kvenmannslaus mað urinn? Nei, nú fór ég til prests ins á Sauðanesi, sr. Jóns Hall dórs«onar. Hann var sonur sr. Halldórs Jónssonar, prests og alþingimanns á Hofi í Vopnafirði. Á Sauðanei var ég 6vo næstu árin og hirti fé, sem fyrr. Gekk nú á beit arhús. Nei, það var ekki langt, klukkustundar gangur ef eitt hvað var haldið áfram. Ann ars meira. Hirti á fjórða hundrað. Hafði önnur hús niður við sjóinn. En þangað var stutt að fara. Töluvert margt var um manninn á Sauðanesi eða svo j mundi að m.k. þykja nú. 30— : 40 manns í heimili að vetr- ium, þegar flest var. Þetta I var svoddan feikna vinna við dúninn. 350 pund af æðardún. Það er ú ekkert smáræði, skal ég segja þér. Hefur þú hreins að æðardún? — Nei, blaðamaðurinn hafði aldrei komizt í nánari kynni við æðarfugl en það, að snæða einhvern tíma eitt eða tvö æðarfuglsegg. — Það er versta verk, skal ég segja þér. Eg meina ekki að eta eggin, heldur að hreinsa dúininn. Þiið er víst orðið ! þægilegra núna. Sumar stúlk umar voru hreinustu ham- hleypur við að tína æðardún. Sú magnaðasta tíndi 3 pund yfir daginn. Hún heitir Odd- ný Árnadóttir og er búsett í Þórshöfn. Já, Sauðanes er mikil hlunnindajörð. Silung- ur var þar mikill. Við fengum stundum 100 í drætti. Spilað og leikið — Það hefur líklega oft ver lega eina sex. Eg hafði mjög gaman af að leika. Sennilega hefði ég bara getað orðið frægur leikari. Söffler var Jón Ámason læknir á Kópa- skeri, bróðir Þuru í Garði. Hann var skáldmæltur. Þeg- ar hann setti samkomur þá gerði hann það gjarnan I ljóð um. Eg þekkti Jón vel. Hafði gaman af honum og þótti vænt um hanh. Kom oft til hans. Þá hallaði hann sér aft ur á bak í stól, hafði fæturna uppi á borði og sagði brand- ara. Eg átti erindi í Sauðanes, kunningi. Þar kynntist ég fyrri ko^u minni, Oktavíu Stefaníu Ólafsdóttur. Sú f jórða dugði — Léku stórhríðarnar þig aldrei grátt á þessum árum? — A-nri, ég lenti að víeu oft í hörku veðrum. Þetta er bara hitabeltsveðrátta hér nú hjá þv< sem áður var. En ég varð aldrei fyrir verulegum hrakningum. Átti þó oft leið yfir heiðarnar. Ferðir minar yfir Axarfjarðarheiði voru orðnar eitthvað yfir 30. í þeim ferðum var ég vanur að gista í Garði í Þistilfiröi hjá Jóni hreppstjóra og skáldi Guðmundssyni og Kristrúnu, konu hans. Jón var skemmtilegur maður. Þar | var ég eins og heima hjá mér. i Einu sinni þegar ég var áj Sauðanesi fór ég suður á j Reyðarfjörð með sr. Þórðij Oddgeirssyni, 6em þá var að; sækja um Reyðarfjörð. Fjör-j ugur túr. Hafði aldrej farið svo langt að heiman. Lentum í stórhríð í Vopnafirði. Tókum Botníu þar. Til að byrja með var ég svo sjóveikur að ég hélt ég myndi drepast. Þeir heltu ofan'í mig þremur flösk um af einhverju djöfuls víni. Eg held að það hafi verið ó- merkileg vin enda seldi ég því tafarlaust upp. Þá drifu þeir i mig fjórðu flöskuna, það hreyf. Eg fann ekki til sjóveiki eftir það. Komum við á Seyðisfirði. Vöktum þar heila nótt hjá vínsala og drukkum. Þar var ekkert ann Stefán Tómasson — Þú minntist á það áðan að þú hefðir kynnzt konu- efninu á Sauðanesi. Hvenær byrjuðuð þið svo sjálfstæðan búskap? — Seinustu árin, sem ég var a Sauöanesi bjó ég þar á sjötta parti af jörðinni utan hvað ég hafði ekkert af æð- arvarpinu. Síðar bjó ég á Am arstöðum í Núpasveit ásamt bróður mínum. Arnarstaðir eru góð jörð en nokkuð erfið. Langsótt á engjar. Ókum heyinu heim að vetrinum. Sóttum hrís til eldiviðar 6uð ur í Axarfjörð- En heiðaland ið er mikið og gott. Eg var alltaf smábóndi. Svalt þó ekki. Komst rétt af. Nágrann amir voru indælisfólk. Hætti búskap 1934. Þá missti ég fyrri konuna. Við eignuðumst 11 börn og þau eru öll á lífi. Sum þeirra voru komung er móðir þeirra dó. Það yngsta á 1. ári. Það var tekiö í fóstur af Þorbjörgu Jóhannsdóttur og Ingimundi syni hennar á Brekku í Núpa sveit og þau ólu það upp. Tvö voru tekin í fóstur af frænd fólki mínu á Grjótnesi á Sléttu þeim Birni Guðmunds syni og Aðalbjörgu konu hans og eitt tóku mínir gömlu hús bændur á Efri-Hólum. Þetta voru dálítið erfiðir tímar. En allir Núpsveitungar reyndust1 okkur framúrskarandi vel.! Eg fæ aldrei þakkað þeim i sem skyldi. — Og svo yfirgaístu sveit ina? — Já, í raun og veTU var ekkert annað fjnir mig að gera. Og fór þó ekki með glöðu geði. Við vorum ein 5 eða 6 saman á leið suður, þar á meðal Snorri Sigfússon. Tókum einkabíl á Akureyri. Komum suður á kosningadag inn 1934. Þetta var að því leyti sérkennilegt ferðalag, að við kusrum i bílnum á leið inni. Gerðum það þegar við vorum komin inn í kjördæmi Ólafs Thors. — Fékkstu fljótlega at- vinnu á hinum nýju slóðum? — Já, strax. Bróðir minn var hér fyrir. Hann stundaði gluggaþvott og hreingeming ar. Hann innbyrti mig í stétt- ina. Þetta var misja/fnlfsga borgað. Þegar bezt lét greiddu verzlanir 20 kr. fyrir að pússa gluggana 4 sinnum í mánuði. Mánaðarkaupið nam naum- lega 3 hundruð krónum. Það þótti nú raunar ekki svo slæmt þá en maður vann bara alveg eins og púlshestur. Byrjaði oftast kl. 5 á morgn ana ef sæmilegt var veður. Á stríðsárunum hafði ég á minni könnu að þvo gluggana á Stúdentagarðinum og fleiri byggingum, sem Bretar not- uðu. Þá hafði ég stráka í vinnu á mínum vegum. Þeir sögðust ekki halda þrótti ef þeir ynnu bara hjá Bretan- um. Um þetta leyti var Ámi Benediktsson forstjóri í Kron, einn af þremur. Við Ámi þekktumst m.a. úr göngum norðan af Langanesi. Hann sagðist ekki vilja sjá mig við þennan fjanda og bauð mér starf í Kron. Þar var ég lag- ermaður og húsvörður í hálft þriðja ár og líkaði vel. — Því hættirðu þar? — Það kom nú ekki til af góðu. Eg varð fyrir slysl. Fékk aðsvif. Datt. Fékk sár á haus inn. Það blæddi út. Og það bjargaði mér, sagði læknir- inn, annars hefði blætt inn og þá væri ég dauður. Á því sérðu að það er ekki sama hvert blóð ið rennur. Eg var frá vinnu í þrjá mánuði. Og á meðan komst annar á básinn minn í Kron. — Hvað tók þá við? — Þá fór ég í Búnaðarbank ann til Hilmars. Var þar í tvö og hálft ár. Þar vann ég allt mögulegt nema hvað ég var aldrei bankastjóri. Hilmar vildi ekki sleppa starfinu við mig. Þjóðleikhússþáttur —Og hefurðu svo verið í Þjóðleikhúsinu síðan þú fórst úr bankanum? — Ojá, á 11 ára afmæli þar i vor. Það er afbragðsfólk í Þjóðleikhúsinu. — Hefurðu aldrei leikið neitt í Þjóðleikhúsinu? — Nei, vinur sæll. Ja, raun ar lék ég eitt.hvað að nafni til í Tehúsi ágústmánans. Statisti hef ég stundum verið. — Og hvaða leikara vild- irðu nú helzt leika á móti? — Það er erfitt að segja, líklega Lárusi. Það er ekki Lárus, sem var að etríplast i fjárhúsinu á Efri-Hólum, heldur Lárus Pálsson. — En hvaða leikkonu? — Þetta er nú samvizku- spurning. Jæja þá, Herdísi og Kristbjörgu. Annars eru þær (Framhald á 15. síðui.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.