Tíminn - 04.03.1961, Blaðsíða 3
Mótmæli gegn upp-
gjafarsammngnum
Suðurnes
A5 gefnu tilefni viljum vlS, matsveinar á Suðurnesjum, iýsa því yfir,
a8 tilkynning sú, sem formaSur og hlutl af stjórn Matsveinafélags S.S.Í.
létu birta í Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu hinn 2. marz, er eingöngu
undan rifjum félagsstjórnarinnar runnln og hefur ekki verlð borin undir
félagsmenn.
Ennfremur vlljum við lýsa yfir viðbjóði okkar og hryllingi yfir hinum
sviksamlegu aðförum ríkisstjórnarinnar í landhelgismálinu og skorum á
önnur félagssamtök að gera slikt hið sama.
Vlrðingarfyllst.
Matsveinar á Suðurnesjum innan félags S.S.Í.
Húsavík
Húsavfk, 2. marz. — Fundur í stjórn og trúnaðarmannaráði verkamanna-
félags Húsavíkur, haldinn i dag, samþykkti svohljóðandi tiliögu:
„Fundur I stjórn og trúnaðarmannaráði verkamannafélags Húsavíkur
mótmælir harðlega framkomlnnl þingsálytkunartillögu um samninga við
Breta um íslenzka fiskveiðilögsögu. Fundurinn skorar á Alþingi að fella
tlllöguna".
Stöðvarfjörður
Á Stöðvarfirði hefur farið fram undirskriftasöfnun meðal kjósenda þar
til þess að mótmæla svikum í landhelgismálinu. 92 kjósendur skrifuðu
undlr efttrfarandi orðsendingu, sem send verður ríkisstjórninni, ásamt
nöfnunum:
„Við undirritaðir alþingiskjósendur mótmælum harðlega tiliögu þeirri,
sem riklsstjórn íslands hefur borið fram á Alþingi um samninga við ríkls-
stjórn Bretlands um fiskveiðliandhelgi (slands, og skorum á þlngmenn
Austurlandskjördæmis að grelða atkvæði gegn henni".
Undir þetta rlta svo niutiu og tveir kjósendur nöfn sín. Vantar þá að-
elns ðrfáa kjósendur í hreppnum þeirra, sem heima eru staddlr, þvi að
á kjörskrá eru 110—120 manns.
Langanesströnd
TÍMANUM barst t gær svofellt skeyti:
„Svo felld ályktun var gerð á almennum kjósendafundi í Skeggjastaða-
hreppi I N-Múl. 1. marz:
Mótmælum framkominni tillögu á Alþingl um að semja um fiskveiði-
landhelgina vlð Breta og skorum á þlngmenn kjördæmlsins að greiða
atkvæði gegn henni. — Oddur Bjarnason, fundarstjóri".
Átök milli S.Þ.
og Móbútóherm.
Leopoldville 3.3. (NTB)
í dag skiptust súdanskir
hermenn í liSi SÞ í Kongó á
skotum við Móbútúhermenn
i hinni mikilvægu hafnar-
borg Bananao, sem er u.þ.b.
480 km. vestur af Leopold-
ville. í Leopoldville lokuðu SÞ
öllum skrifstofum sinum og
allt starfslið samtakanna
fékk ströng fyrirmæli um, að
halda sig innanhúss, þar til í
fyrramálið vegna mikillar
ólgu, sem nú er í borginni.
Átökin í Bananao urðu með
þeim hætti, að kongóskir her
menn reyndu að taka einn
starfsmann SÞ höndum. SÞ-
hermenirnir frá Súdan tóku
þá tvo Móbútúhiermenn til
fanga og er þeim var sleppt
aftur, hófu Móbútúhermenn
skotárás. Súdan-hermennirn
ir svöruðu í sömu mynt og
féll einn Móbútúmanna.
Seint í dag tilkynnti her-
srtjórn SÞ í Bananao að hún
rejm'ii að koma á friði og
spekt í borginni og yfirstjórn
SÞ í Leopoldville hefur rætt
þennan atburð við Kimbe, of
ursta I Kongóher. Hundruð
hermanna frá Súdan eru nú
í herbækistöð Kitóna skammt
frá Bananao og gæta þar her
gagna og vista.
Eiga Bretar
Selvogs-x
banka?
Á fundinum á Selfossl um
landhelglsmáliS hélt Ingólfur
Jónsson landbúnaðarráðherra
ræðu og lofaði mjög göfug-
mennsku og gæzku Breta fyrir
að afhenda okkur til eignar og
umráða stóra sneið af Selvogs-
banka, utan við 12 mílurnar.
Húsfreyjan á Gneistastöðum
bað Ingólf leyfis um að mega
spyrja hann einnar spurningar
og heimilaði ráðherrann það.
Húsfreyjan spurði, hvort Bretar
ættu Selvogsbankann. Nei, ekki
er svo, svanaði Ingólfur heldur
vandræðalega. — Hvers vegna
þurfti þá að kaupa hann svona
dýru verðl af þelm? spurði hús
freyjan. Ráðherrann setti hljóð
an.
Eskimóadrengur, mynd tekin af Óla Páli Kristjánssyni.
Ljósmyndasýmng
listamannaskála
i
í dag kíukkan fjögur hefst í
Lisfamannaskálanum Ijós-
myndasýning á vegum Ljós-
myndarafélags íslands. Um
150 myndir. teknar af fimmtán
atvinnul jósmyndurum hér í
bæ, verða á sýningunni.
Hér er um að ræða afmælissýn-
ingu, sem haldin er í tilefni af
35 ára afmæli félagsins, en það
var stofnað 29. janúar 1926.
Stofnendur félagsins voru tutt-
ugu, en fyrsti formaður þess var
Magnús Ólafsson, faðir 'Ólafs Magn-
ússonar hirðljósmyndara, sem er
latinn fyrir nokkrum áram. Er
þetta fyrsta sjálfstæða sýning fé-
logsins, en áður hefur það tekið
þátt í tveimur samsýningum á
Norðurlöndum. Meðlimir félagsins
eru nú 35, allt starfandi Ijósmynd-
•arar, hér í bæ og úti á landi.
Á sýning'unni kennir margra
giasa, en mest er þar af andlits-
rr.yndum. Flestar myndanna eru
svart-hvítar, en nokkrar landslags-
myndir í litum, bæði teknar á lit-
filmu og handmálaðar með olíu-
litum.
Sýningin mun standa í hálfan
mánuð, og munu eflaust margir
Reykvíkingar leggja leið sína í
Listamannaskálann og skoða þessa
skemmtilegu sýningu.
Foimaður Ljósmyndarafélags fs-
lands er nú Sigurður Guðmunds-
scn.
Með orSsendingu
í vasanum
Thompson, ambassador
Bandarlkjanna í Moskva,
skýrði frá því í dag, að hann
væri með í vasanum mjög á-
ríðandi persónulega orðsend
ingu frá Kennedy forseta til
Nikita Krútsjoff, forsætisráð- '
herra Sovétríkjanna. Sagði
ambassadorinn, að hann væri
reiðubúinn að fljúga hvert
sem væri til að ná tali af
Krútsjoff, en hann er nú á
ferðalagi um Síberíu.
Thompson átti viðræður
við Krútsjoff skömmu eftir
valdatöku Kennedys í Banda
ríkjunum 20. janúar sl. Hann
var síðan kallaður vestur um
haf til þess að gefa Kennedy
skýrslu um þær viðræður.
Skotar mótmæla
hraustlega
Glasgow 3.3. (NTB) — Sex
ungir Skotar, sem dregnir
voru gegnvotir upp úr Holy
Lock-firði í Skotlandi í dag
eftir að hafa reynt að hindra
að bandarískir kjarnorkukaf
bátar fengju lægi þar, voru
í dag formlega ákærðir fyrir
tilræði við friðinn. Á sama
tíma sátu bandarískir flota-
foringjar að hanastéls-
drykkju í bænum Dunoon á-
samt fulltrúum úr sérstakri
hátíðanefnd í tilefni komu
birgðaskipsins bandaríska,
Proteus, er kom til Holy Lock
í morgun. Eftir að hinir ungu
menn höfðu verið kærðir, var
þeim sleppt. Þeir eru allir um
tvítugt.
Er Proteus kom til Holy
Lock í morgun, fóru nokkrir
unglingar á smábátum i veg
íyrir skipið og hugðust varna
því að sigla inn á fjörðinn.
Lögreglan sendi þessum mönn
um aðvörun en þeir fóru
hvergi. Lögreglan fór þá á
bátum sínum og hvolfdi flest
um smákænunum og tók á-
hafnimar í sinar hendur.
Andstæðingar kjamorku-
vopna í Skotlandi hafa lýst
þvi yfir, að mótmælum af
þeirra hálfu sé ekki lokið.
(Framhald á 2. slCu.)
II rarast 1 namu-
slysi í Indíana
Terre Haute 3.3. (NTB) ! unarmenn komu í námuopið
Hroðaleg sprenging var'ð | gaus á móti þeim eitrað loft.
í gærkvöldi í námu einni i j Hreinu lofti var dælt inn í
Indíanafylki í Bandaríkjun- námuna og björgunarmenn
um með þeim afleiðingum, að réðust til niðurgöngu með gas
tuttugu og tveir menn hafa grímur. Náðu þeir brátt til
látið lífið. Námunni hefur j hinna 22ja námumanna, sem
verið lokað, þvi óttast er, aðjallir voru látnir og líkin svo
fleiri sprengingar "kunni að| brennd, að meniniir urðu að-
verða þar, því mikið' gas er
í námunni.
í gærkvöldi var enn ekki
vitað um orsök sprengingar-
innar. Eigendur námunnar
eru þó þeirrar skoðunar, að
námuverkamenn hafi farið
inn í gömul námugöng, sem
voru full af gasi. Snrengingin
varð svo djúpt í lörðu niðri
að enginn varð var við hana.
Það var ekki. fvrr en ef tir að
námúménn höfðu ekki svar-
að drpahrinvinfru að farið
var að hnga að h-’im og kom
M í ljós hvers kvns var.
Björgunarstarfið var hafið
þegar'i gærkvöldi og er björg
eins þekktir eftir verknúmer
um sínum.
VantraustiS til
^mræSu 13. marz
Tillaga stjórnarandstöðunnar um
vantraust á rikisstjórnina vegna
uppgjafarsamningsins við Breta
kemur ekki til umræðu í næstu
viku. Umræðan fer ekki fram fyrr
en á mánudags- og þriðjudagskvöld
í þar næstu viku, 13. og 14. marz.
Verður umræðunni útvarpað bæði
kvöldin.