Tíminn - 29.03.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.03.1961, Blaðsíða 6
JSII NN, mlðvfkndaginn 29. mkra^flÉL MINNING: Karl Kristjánsson v ' / húsvörður Menntaskólans í Reykjavík Um 1920 er ég var barn að aldri norður I Húnavatnssýslu heyrði ég fyrst talað um Karl Kristjánsson, ungan námsmann við Lýðskólann á Hvammstanga. Hann skar sig nokk- uð úr hópnum, bæði flestum félög- unum dekkri á brún og brá, skarp- ur námsmaður og glæsimenni bæði í sjón og framgöngu allri. Nokkru síðar þá er Karl var orðinn bóndj á Urriðaá í Miðfirði, var ég þar tví- vegis um tíma og varð þar okkar fyrsta persónukynning. Þótt ég væri þar á öðru búi, vorum við oft í starfi saman og kom Karl mér þá einnig nokkuð sérstæður fyrir sjónjr. Þótt sá væri munur okkar, að ég mætti heita barn, en hann fulltíða maður, lét hann mig aldrei finna til þess. Fyrir þetta í fyrsta lagi fann ég fljótt með mér meiri hlýhug til Karls en margra ann- arra, enda varð ég ekki var kala til hans frá neinum mannj. Aldrei slitnaði kynning okkar til lengdar þó nokkuð væri langt milli dvalar- staða okkar á tíma, og síðar er við urðum sambýlismenn urðu kynni okkar miklu nánari og vinskapur jnnilegri. Karl var fæddur að Breiðabólstað á Fellsströnd 2. jan. 18§8, einn af tíu börnum þeirra hjóna: Sigur- bjargar Jónsdóttur og Kristjáns Þórðarsonar, bónda þar. Svo hefur mér verið sagt frá upp- vexti Karls i foreldrahúsum, að snemma hefði hann sýnt góða greind og námfýsi og dugnað að hverju sem hann gekk, en verið nokkuð gjarnt til aö láta stjórn- ast af örleika skapsins ef svo bar undjr, en slíkt þekktum við ekki er þekktum hann á fullorðinsárum. Eg vissi aldrei til að hann missti af algjörðu herravaldi yfir skapi sinu. Þessi mikla sjálfstamning mun oft hafa komið honum vel, bæðj í atvinnu- og einkalífi sínu. Það mun ekki sízt hafa valdið því, að hann •valdist til þess vandastarfs, að vera eftirjitsmaður Vörubílastöðvarinnar Þróttar, sem mér skilst að hafi verið mest í því fólgjð að finna meðal- veginn milli andstæðra hagsmuna- sjónarmiða og halda báðum aðilj- um sáttum. Til slíks þurfti sterkan persónuleika og festu. Það lukk- aðist þó svo vel, að frá báðum hlið- um eignaðist hann góða kunningja sem kunnu vel að meta starfs- dyggðina þrátt fyrjr það þó til all- mikilja átaka hlyti oft að koma. Slíkum manni var líka vel trúandi til svo bindandi ábyrgðarstarfs, sem húsvarðarstaða Menntaskólans er, enda gegndi hann því af mikilli trú- mennsku tU síðustu stundar. Eg hef heyrt að móðjr hans hafi haft afburða fagra söngrödd og mikið verið sungið á heimilinu og Karl því frá fyrstu bernsku drukkið í sig ást á þeirri fögru íþrótt, enda einhver sá mesti söngunnandi sem ég hef þekkt og söng líka jafnan í kórum eftjr að ég þekkti til bæði norður í Miðfirði og hér i Reykja- vík, en lengst í kirkjukór Laugar- nesskirkju og var á leið þangað til messusöngs er það kall kom, sem við verðum öll að hlýða. Dóttur hans, Huldu, er mikill missir að svo ástrikum föður og okkur öllum samferðafélögum hans að góðum vini og félaga. Af mínum kynnum ætla ég að hver ejnasti maður sem Karli kynnt ist, hafi borið til hans hlýtt hugar- þel og taki þvi undir alúðar samúð til allra syrgjenda við hans ó- væntu burtköllun þann 23. marz. Góði vinur. Sá guð sem þú hefur svo oft af innilegrj hjartahlýju sungið lof og dýrð, leiði þína söngva sál á landi Ijóss og friðar til himn- eskra hljóma við eUífan kærleik. < Ingþór Sigurbjs. j Þegar svo óvænt kallið kemur krjúpum við hljóð á bænarstund. ; Lífsstraumur aldrei staðar nemur j stefnt var þér því á Guðs þíns fund. Með bænasöng í hug og hjarta hleypt var þér inn á landið bjarta. I Vjð blessum mæta minning þína, mér allt frá bernsku varstu kær. Svo hlýjar minnis myndir skina minn og þinn oft var sami bær. Svo tengdi æskan okkar böndin, öllu þvi stjórnar Föðurhöndin. Vor Faðir okkar býr það bezta, bezt okkar þekkir vandamál. Á Hans stjóm traustið allt má festa í hans vald fela líf og sál. Þvi rór þú varst er réðist stundin róleg og mjld sem fyrr var lundin. Söngvinur hver með sorg þig kveður söngurinn var þitt hjartans mál. Andann hann laugar, alla gleður, opnar hið góða í hverri sál. Eitt er hans máUð allra landa opnandi dyr til beggja handa. Þú Drottni hefur dýrð oft sungið dagur á meðan entist þér, þvi aftur mun þér unaðsþrungið englanna Drottjns syngja her. Orðstir þinn lifir og þinn hróður orðstirinn bezti: drengur-góður. Ingþór Sigurbjs. SumarHði Sveinsnon fastelgnasali, lézt að heimill sínu í Long Beach, Californíu, mánud. 27. þ.m. Systkini hins látna. Útför mannsins míns Þórðar Þorsteinssonar, Reykjum, Skeiðum, fer fram laugardaginn 1. apríl og hefst með húskveðju að heimili hins látna kl. 1 e.h. Jarðsett verður að Ólafsvöllum. Bilferð verður frá Bifreiðastöð íslands kl. 9 f.h. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Guðrún Jónsdóttlr. ■ V Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu víð fráfall og jarðarför elginkonu, móður, tengdamóður og ömmu okkar, Arnfríðar Einarsdóttur Long Sjötugur í dag: Jón Ólafsson á Gemlufalli Kveðja HafnarfirCi, 28. marz 1961. Valdlmar Long, Elnar Long — Ásgeir Long, Guðbjörg Gunnarsdóttir og barnabörn. frá Huldu dóttur hans. Harmur nú hjarta mitt særir hugur minn grætur. Lít ég að æskunnar leiðum þar ljúft er að dreyma. Barst þú mig bam þér á armi og brosjn mín glæddir. Pabbi, nú grátandi geng ég frá gröfinni þinni. Margt er að muna og þakka mér varstu góður, bentir á björtustu ljósin, Minningageislarnjr glaðir hið bezta mér veittir. glitskreyta tárin. Fel ég þig alkærleiks örmum Guðs eilífa sonar. G. G. frá Melgerðl Við hugsum okkur að við séum að taka Í höndina á þér, þegar þú ert að flytja burt, og mfnnumst þá góðs nágranna — um langa tið, — nágranna sem alltaf var gott að koma tU, — sem alltaf sýndi bróð- urhug í orði og verki. Það var ejnnig gott að koma til þín I Reykja vík. — Gott að koma til þin sjúk- lingur, þar sem öll fjölskyldan bar mann á höndum sér. Það er ógleym- anlegt. Og nú kemur í hugann ljóðlinan: .Fögnum sól og sumri með söng.’ Einskis er hægt að óska þér betra en söngs. Þú varst söngsins barn. Þú varst góður drengur. — Hafðu þökk fyrir allt. Farðu vel — frændi og vinur. Soffía og Gunnlaugur Málflutningsskrifstofa Málflutningsstörf innheimta. fasteignasala skipasala Jón Skaptason hrl Jón Grétar Sigurðsson löar t Laugavdíi 105 (2 hæð) Sími 11380 Jón Ólafsson á Gemlufalli er sjö- tugur í dag. Hann er fæddur og uppalinn í Hólum í Þingeyrarhreppi, en þar bjuggu foreldrar hans, Krjst- ín Jónsdóttir yfirsetukona og maður hennar, Ólafur Guðmundsson bóndi. Voru þau hjón komin af traustum og kunnum ættstofnum I Dýra- og Önundarfirði. Kristín var mikil gáfukona og skáldmælt vel, og gaf hún út ljóða- bók á efri árum sínum. Ólafur var prúðmenni hið mesta, vandaðúr og vænn maður. Þau önduðust bæði á Gemlufallj hjá syni sínum og tengda dóttur. Jón ólst upp við algenga vinnu bæði tU sjós og lands og var há- seti á þilskipum fram á búskaparár sín. Auk venjulegs barnaskólanáms, stundaði hann nám í ungmenna- skóla sr Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi og notfærði sér námsdvölina þar vel, enda voru námsgáfumar miklar, skjlningurinn í bezta lagi og íhygUn meðfædd. Sérstaklega mun hin ágæta stærðfræðikennsla sr. Sigtryggs hafa fallið þar í frjó- an jarðveg, þvi Jón er góður og gjörhugull stærðfræðingur. Jón Ólafsson lærði slátrarastörf og kjötverkun hjá Sláturfélagi Suð- urlands á árunum 1914 og 15. Kom það sér vel síðar, þegar Kaupfélag Dýrfirðinga var stofnað og hóf sauð fjárslátrun. Kenndi Jón þar rétt vinnubrögð og var lengj síðan kjöt- og ullarmatsmaður. Árið 1916 kvæntist Jón Ágústu Guðmundsdóttur frá Brekku í Þing- eyrarhreppi, keyptu þau, og hófu sama ár búskap á jörðinni Minna- Garði I Mýrahreppi og fylgdu for- eldrar Jóns þeim þangað og dvööldu hjá þeim upp frá þvL Dótturdóttir þejrra Ólafs og Kristínar: Ragn- heiður St. Jónsdóttir, fylgdi afa og: ömmu, og ólst hún upp á heimili | Jóns og Ágústu til fuUorðinsára. Vorið 1920 flytja þau búferlum j að Gemlufalli í sömu sveit og hafa búið þar síðan, þar tU fyrjr tveim ‘ árum, er fóstursonur þeirra: Skúli! Sigurðsson tók við búi, enda heilsa Jóns þá þrotin. Jörð sína, Minna-Garð, leigði Jón, en tók hana síðan tjl eigin afnota, er hún féU úr ábúð. Þar eru rækt- unarmöguleikar miklu meiri en á GemlufalU og gott vegasamband grir not jarðarinnar auðvelda þaðan. Gemlufall er landlítil jörð en nota sæl, og hafði verið lengi í eigu ætt- menna Ágústu konu Jóns. Þar var tvíbýlj, og tók Jón við þrem fjórðu hlutum jarðarinnar. Sú kvöð fylgdi Gemlufalli,\ að þar var ferjuskylda vestur yfir Dýra- fjörð. Ferjugjaldið mun þá hafa verið kr. 1,25 fyrir manninn. Fyrst var flutt á árabát, en fljótlega fékk Jón sér lítinn trUlubát tU flutning- anna, enda lagðjst flutningaskylda Þingeyrarbóndans, sem var kaup- maður, niður, og var þá oftast sím- að yfir fjörðinn eftir ferju, en sím- stöð kom að Gemlufalli 1925 og litlu síðar bréfhirðing og sinnti Jón báð- um þeim stöörfum, sem voru anna- söm og jlla launuð, lengi vel. Póst- (Framhald á 13. síötj. > 70 ára: Frú Þuríður Magnúsdóttir, frá Hofakri í Hvammssveit 24. febrúar síðastliðinn átti frú Þuríður Magnúsdóttir frá Hofakri Hvammssveit, Dala- sýslu, 70 ára afmæli. Frú Þuríður er dóttir hins þjóð- kunna manns, Magnúsar Friðrikssonar frá Staðarfelli og konu hans Soffíu Gests- dóttur. Um leið og ég óska henni til hamingju á þessum tímamótum, langar mig að minnast örfáum orðum á okk ar fyrstu kynni og samstarfs ár. Við frú Þuríður urðum á- samt fleiri konum til að stofna kvenfélagið „Guðrúpu Ósvífursdóttir" og gafst mér þá tækifæri að hafa af henni mjög náin kynni. Frú Guð- ríður var mjög áhugasöm og fórnfús I starfi, tillögugóð og næm að finna hvar helzt var þörf hjálpar. Stefnuskrá fé- lagsins var aðallega líknar- störf og það að hlynna að kirkjunum. Við höfðum lítið úr að spila peningalega og þröngsýni þeirra sem hjá sátu í ríkum mæli og þannig vill það oft verða þar sem (Framhald á 13. síöu.;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.