Tíminn - 29.03.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.03.1961, Blaðsíða 11
marz 196L H Ég var nýlagstur út af eftir matinn og búinn að taka mér bók í hönd, þegar ég heyrði stúlkurnar koma inn í eídhúsið og viðhafa ó- fagurt orðbragð um einhvern mann. — Hvað hef ég nú gert, hugsaði ég skelfdur og leit fram. Þar stóðu þær báð- ar og burrkuðu af sér slett- ur með tiltækum þurrkum. — Hvaö kom fyrir? spurði ég — Haun sletti á okkur, bölv aður! — Hvsr??? Önnur nefndi númer á Reykja- víkurbíl. — Hvar — Hér úti á götunm. Hann gaf í poJ.'ana, þegar hann sá okkur. — Ætliði ekki að láta hann borga hreinsun á fötunum? — Jú, og hárþvott og lagningu, svaraði hm og strauk framan úr sér. Slettur uppá andlit Það var bót í máli, að ekki var mjög óhreint í pollunum, þegar þetta varð, svo ekki sá stórlega i fötum þeirra, en þær voru slett ár alla leið upp í andlit. Og þar sem það er ekkert einsdæmi að fólk fái á sig alls konar slettur frá bílum, ákvað ég að hringja ! Ólaf Kristjánsson, yfirmann bifreiðadeildar Samvinnutrygg inga, og fá upplýsingar um, hver bætti tjón sem af svona slett- um hlytist, og að hverju marki það væri bætt Hver er bótaskyldur? í fyrst.u tvö skiptin, sem év reyndi að hringja var Sam bandið á tali. Loks var þó svar að, en pá var Ólafur á tali. Það stóð þó ekki langa stund, og bráð lega svaraíti hann. — Nú þarf ég að fá hjá þér nokkrar upplýsingar — Já. — Þegar svona slabb er á göt- unum og þær heldur sóðalegar. og einhver ekur óvægilega ofan í poll og atar með því út vegfar endur, er þá hann sjálfur bóta- skyldur eða tryggingarnar? — Ja — það er nú það sanna í því, að þetta hefur lengi verið Ljósmyndarinn brá sér út á götu hér rétt hjá ritstjórnarskrlfstofunum, til þess aö taka mynd af bíi skvetta úr polli. Þá brá svo við, að þegar bílstjórarnir sáu manninn í skvettingafæri, ýmist reyndu þeir að sneiða hjá stærstu pollunum eða fara lúshægt. Loks kom e/nn, sem ekki gætti að fínum frakka Ijósmyndarans og árangurinn — Ijósmynd G.E. Skvetti a þær aur og eyðilagði lagninguna Það er ekkert gaman að eiga leið um svona götu fótgangandi, svo maður nú ekki tali um, ef bílar eiga leið fram hjá. umtalað hjá tryggingafélögun- um. Þau hafa ekki viljað fara inn á það að borga bætur fyrir svona iagaö, heldur vísa fólkinu a bílstjórann. Við höfum sem sé ekki viljað koma bílstjórunum upp á það, að borga fyrir þá, því r.ð við óttumst að með því verði þeir kannske ennþá kærulausari. Því að vitaskuld eru þeir mest megnis og næstum eingöngu fyrir kæruleysi og trassaskap að sletta for og vatni á fólk, sem þeir keyra fram hjá. Og við, sem sé, höfum verið hræddir um það ef við færum að borga þetta, — — ja, það náttúrlega má segja, að þessar lögboðnu ábyrgðar- tryggingar séu fyrst og fremst til þess að bæta tjón, sem þriðji maður vrrður fyrfr, af völdum bifreiðar, og getur ekki fengið bætt, t.d. með það fyrir augum, að bíleigandi geti ekki staðið straum af slíku. En við teljum að þarna ~é aldrei um það miklar upphæðir að ræða, að bílstjór- arnir geti ekki borgað það, og þess vegna höfum við vísað á bílstjóraan, og bent fólkinu ræki lega á, að sleppa honum ekki við að borga þetta. En við teljum að það sé alveg hægt að komast hjá þessu. Það er kannske rétt einstaka tilfelli, ef það er hola eða eitthvað, sem maðurinn sér ekki fyrr en það seint, en það er ákaflega sjaldgæft. Það er jú ekkert annað að gera en keyra bara nógu hægt og gætilega fram hjá fólkinu. Það verður maður að sætta sig við, þegar vegurinn er þannig heldur en að ausa for yfir fólk og hálfeyði- ieggja föt þess. — En eru þeir skilyrðislaust bótaskyldi’-? — Já, það eiu þeir vafalaust Nema því aðeins, að þeir geti sannað, að þeir hafi ekki á nokk urn hátt tretað komið í veg fyrir það, en ég efast þó stórlega um það sam:, því þá yrðu þeir taldir bótaskyldir samt, sem eigendur og ábyrgðarmenn bifreiðarinnar, býst ég v;ð En við höfum sem sagt ekki viljað fara inn á að borga svoi.a iagað, ekki þá iyrr en fullreyrit væri, að fólk gæti ekki fengið það borgað öðruvísi og þá með endurkröfu á bílstiór- ann, sem kemur alveg í sama stað niður fyrir hann. Annar áhekingúr — Þið eruð þá þarna annar á- bekingur, eða svo. — Já, það má segja já. Ef til þess kæmi, að þeir yrðu sjálfir að borga svona lagað, myndi það fljótt spyrjast út meðal öku- manna, Og það ætti nú kannske að geta haft áhrif á þá i þá átt að fara gætilegar. Næst lá fyrir að hringja í öku- manninn, sem sletti á stúlkurn- ar, þó okki væri nema til þess að vita, .'ívemig ökumaður tekur því, þegar hann er krafinn bóta fyrir slettingar. Ekki til greina — Getur það ekki staðizt, að þér hafið ekið eftir (ákveðinni — Á litlum, grænbláum eða grábláum bfl. — Það getur ekki passað þvi ég mætti engum stúlkum þar 4 þeirri leið. — Ekki það nei. — Alls EKKI, sko, — Engum stúlkum? — Það kemur alls ekki til greina, sko. — Ég .í nú erfitt með að trúa því, að þær fari að ljúga því upp á bíl, sem þær þekkja ekki neitt. — Þetta er nú tilfellið samt. — Og hvaða númer gáfu þær upp á honum? — (Númerið nefnt aftur.) — Og hvoru megin voru þær við mig? — Þær voru austanvert á göt- unni. Ekki teki’ð eftir Jiví — Ja, það getur vel verið, að í spegli Tímans í dag er rætt um aur á götum bæjarins, bíla, sem sletta honum, fólk, sem verður fyrir honum, og hver eigi að bera skaðann. götu) rétt fyrir kl. 1 í dag? — Rétt fyrir kl. 1 í dag. Allt- svo um eitt alveg. — Já. •— Jú. — Já. Og ekið þar ofan í poll og skvatt yfir tvær stúlkur. — NEl! ÞAÐ KEMUR EKKI IIL GREINA! — Og hvar átti það að vera á .. götunni? — Milli 12 og 14. — Nei, það kemur ekki til greina, því þar voru akkúrat cngir á íerðinni! Og ég var með stúlku með mér í bílnum, og hún getur borið vitni um það. Ég fór mjög hægt .. Hver er vitnisbær? — En stúlkurnar tvær, ætli þær séu ekki vitnisbærar? — (Þögn) Ja — hvernig bíll var það, sem ég átti að vera á? þetta hafi verið án þess að ég tæki eftir bara. Og að ég hafi farið svo hratt? — Það veit ég nú ekki. Það þarf sva sem ekki að fara mikið hratt til bess að skvetta á þess- ari götu. — Hann getur náttúrlega hafa dottið ofan I einhverja holu svona um leið. En sögðuð þér ekki áðan, að ég hefði farið svo hratt? — Nei, ég veit ekkert um það. Ég veit það bara, að þær voru slettar alveg upp á andlit. Sta'ðitS bsk vií bíl — Erða virkilegt! Ég skal segja ykkur það. Ja — þetta hef- ur þá svona gersamlega farið fram hjá mér. Ég man ekki eftir að hafa séð þær bara. Hafa þær (Framhald á 15. síðu). \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.