Tíminn - 29.03.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.03.1961, Blaðsíða 3
 mrmrmr Þessi mynd var tekin á VífilsstcSum, og sýnir m. a. dráttarvélina 15 ára gömíu. Talið ?rá vinstri: Harris E. Swanöerg, Hjalti Pálsson, Björn Konráðsson, bústjóri á VífiisstöSum, og Hermnn S. Kohtala. Árangurslaus leit að Auði djúpúðgu í gær var gerS yfirgripsmikil leit að vb. Auði djúpúðgu, en hún bar engan árangur. Er nú engin von til þess. lengur að mennirnir tveir, sem á bátnum voru, hafi komizt af. Tvær flugvélar tóku þátt í leit- inni í gær, flugvél SVFÍ og Björns Pálssonar og landhelgis'flugvélin Rán. Flogið var með ströndum, en hvergi sást tangur né tetur af hin- um týnda oát. Til frekara örýggis var einnig flogið nórður um allan Húnaflóa, en ekki var talið líklegt að brak úr bátnum hefði rekið á haf út, því að vindur var norðlæg- ur, er báturinn hefur farizt. Einnig var gengið á fjörur, en sú leit bar ekki árangur. Matthías Sveins- son sigraði í 15 km. göngu Úrslit í 15 km. göngu í Skíða- móti íslands á ísafirði í gær urðu þessi: 1. Matthías Sveinsson, fsa- firði, 72.47 mín, 2. Jón Karl Sig- urðsson, fsafirði, 75 mín. 3. Sveinn Sveinsson, Siglufirði, 76.52, og 4. Sigurður Jónsson, ísafirði á 78.43 mín. f aldursflokki 17—19 ára í 15 km. göngu urðu þessi úrslit: 1. Frímann Ásmundsson, Fljótum, 78,31. 2. Gtinnar Guðmundsson, Siglufirði, 80,33 og 3. Hjálmar Jóelsson, 80.40. f 10 km. göngu (aldursflokkur 15—16 ára) urðu þessi úrslit: 1. Kristján Rafn Guðmundsson, ísa- firði, 51.55. 2. Stefán Steingríms- son, Fljótum, 54.06 og 3. Sigur- björn Þorleifsson, ísafirði 55.22. Veður var gott, norðaustan gola og skóf í slóðiua, en annars var færi ágætt. Fulltrúar frá IH staddir hér Fyrirtækií hefur flutt nálega 1600 dráttarvélar hinga'ð til lands frá 1929 Hérleno'is eru nú staddir íveir menn frá fyrirtækirlu InternaMonal Harvester, en svo sem kunnugt er. hafa ís lendingar lengi átt viðskipti við það félag og keypt þaðan dráttarvéfar og ýmsar land- búnaðarvétar. Menn þessir eru Harris E. Swanoerg, vara- forseti féiagsins, frá Chicago, og Herman Sylvester Kohtaia frá Finnlandi Erindi þeirra Swanbergs og Kohtala er að kynna sér, hvaða vélar henta íslenzkum landbúnaði bezt og athuga um bætta varahluta þjónustu, en fram skal tekið að hún hefur jafnan verið hin bezta af hálfu félagsins. Á gömlum merg International Harvester á sér langa sögu. Upphaflega var hér um tvö félög að ræða, McCormick og Derrick, en þessi félög mynduðu með sér samsteypu 1904 og nefnd- ist hún International Harvester. International Harvester skiptir við þvorki meira né minna en 142 lönd víðs vegar um heiminn. Rek- ur félagið nú níu verksmiðjur í Evrópu, auk hinna bandarísku. Fé- lagið á sínar eigin námur, stál- smiðjur og flest það, sem til þarf vélaframleiðslu. Velta félagsins s. 1. ár var hvorki meira né minna en 1 milljarður og 300 milljónir dollara, og má af þessu ráða stærð fyrirtækisins. Yfir eitt hundrað þúsund manns vinna hjá félaginu. Fyrsta sláftuvélin Fyrsta vélin, sem íslendingar keyptu af International Harvester, var fyrsta sláttuvélin, sem hingað fluttist 1905. Árið 1929 voru flutt- ar hingað sjö dráttarvélar, og eru nú í landinu nálega 1600 dráttar- vélar og 198 jarðýtur frá félaginu. Þá hafa einnig flutzt hingað bílar og húvélar ýmsar. Búvélaumboðið hér hefur Samband íslenzkra sam- vinnufélaga, en bílaumboðið hefur Öxull h.f. í vikunni fóru þeir Swanher’g og Kahtala, ásamt forráðamönnum SÍS upp að Vífilsstöðum og skoð- uðu þar m. a. 15 ára gamla Farm- all dráttarvél. Hafði vélin staðið ónotuð síðan í septembermánuði s. 1. og var til þess tekið, að hún hrökk í gang á öðrum snúningi. Tvímenningarnir munu halda heimleiðis innan skamms. Stjórnarflokkarnir vilja leggja niður út- varpsumræður Eldhúsdagsumræðum frá alþingi var útvarpað f gærkveldi og fyrrakvöld. Fyrra kvöldlS töluðu af hálfu Framsóknarflokksins Ingvar Gfslason, Halldór Sigurðsson, Jón Skaftason og Vilhjálmur Hjálmarsson, en f gærkveldl Helgi Bergs, Sigurvln Einarsson og Ólafur Jóhannesson. Það var áberandi í þessum umræðum, að ræðumenn stjórnar- fiokkanna voru á stöðugu undanhaldi og eyddu verulegum tíma tll þess að túlka þá skoðun sína, að eiginlega ættl að leggja nlður þessar útvarpsumræður. Kommúnistaleið- togar settir af Lugu til um afkomu landbúnaíarins Moskva 28.3. (NTB). Moskvu- blaðið Pravda, málgagn kommún- istaflokks Ráðbt j órnarríkj anna, skýrði frá því í dag, að tveimur háttsettum flokksmönnum hefði verið vikið úr flokktium eftir að upp hefði komizt um alvarlegt hneyksli í sambandi við þróun landbúnaðarmála í Sovétríkjun- um. Segir blaðið, að í ljós hafi komið, að menn þessir hafi falsað tölur um framleiðslu landbúnað- arvara allt frá árinu 1958. Hinir brottreknu eru S.D. Flaguin og K.V.N. Nerceew. Þriðji maðurinn, Lenti í spilinu Hornafirði 27. marz. í gæimorg- un vildi það slys til, á Horna- fjarðarbátnum Sigurfara, þegar skipverjar ætluðu að fara að draga saman netin, að einn skip- verja Lenti í spilinu og vafðist eða snerist upp á það og slasaðist að vonum lla. Hann handleggsbrotn- aði, og á ýmsan annan hátt varð hann illa úti. Skipverji þessi heit ir Unnar Jónsson. Björn Pálsson sjúkraflugmaður, fór austur til Hornafjarðar þegar um ellefu leytið í gærmorgun og sótti manninn. Liggur hann nú í Landsspítalanum í Reykjavik. AA. Stefnubreyting hjá nægrisinnum i Laos SagtJir fúsir til stjórnarmyudunar meí vinstri mö'nnum. — Ágreiningur á SEATO-fundi Bangkok 28/3 (NTB). Þessa dagana stendur yfii í Bang- kok, hófuðborg Thailands. ráðherrafundur Suðaustur- Asíu-bandalagsins (SEATO) og er rætt um ástandið í Laos. Fréttir frá Bangkok herma, að nokkur ágreming- ur sé kominn upp á ráðstefn- unni um það atriði hversu sterkt ■’kuli orða samkomu- lagið um baráttu gegn áhrif- um kommúnista ? Laos. Aukafundur var haldinn i dag til hess að ná samkorau- lagi um þetta atríði en gert er ráð ívrir að ráðstefnunni ljúki’á morgun. Það var franska sendinefndin á ráðstefnunni, sem var mótfallin því, að bandalagsríkin lýstu því yf ir, að þau myndu grípa til beinna hernaðaraðgerða í Laos, ef með þyrfti til þess að stöðva sókn vinstri manna. Haft er eftir frönsk um heimildum, að það sé einkum utanríkisráðherr'a Bandaríkjanna, Dean Rusk, sem hafi viljað setja þetta ákvæði í samkomulagið. Frakkar segjast hins vegar vera minnugir styrjaldarinnar í Indó- Kína og vilji ekki binda SEATO (Framhald á 2. síðu.) Ramazanow, hefur verið lækkaður í tign innan kommúnistaflokks- ins. Pravda segir, að á árinu 1958 hafi menn þessir gefið upp hveiti framleiðsluna 500 þúsund lestir umfram það, sem rétt var. Einnig var logið til um ullar- og mjólkur- framleiðslu, og húsdýrastofn sagð ur mun meiri en rétt er. Eins og kunnugt er af fyrri fréttum hafa landbúnaðarmál ver ið mjög til umræðu á fundum æðsta ráðs Sovétríkjanna að und- anförnu, og Krútsjoff, forsætis- ráðherra hefur að undanförnu ver ið á ferðalagi um landbúnaðar- héruðin og kynnt sér ástandið. Kónginumí Jemen sýnt hanatilræði Aden 28.3. (NTB). I dag var E1 Islam, konungi í Jemen, sýnt banatilræði, er hann ásamt fríðu föruneyti heimsótti sjúkrahús í bænum Hodeida við Rauðahaf. Maður nokkur að nafni Alalafi réðst að fylgdarliði konungs og skaut allmörgum skotum. Konung ur særðist Lítils háttar og er líð- an hans sögð góð. Hins vegar biðu tveir úr fylgdarliði konungs bana og tilræðismaður notaði síð asta skotið sjálfum sér til aldurs- tila. Ekki vita menn, hverjir standa að baki þessu tilræði, en land- stjórinn í Hodeida hefur fullviss- að konung um, að þetta hafi að- eins verið uppátæki tilræðismanns ins eins. Annar maður hefur þó verið handtekinn og frekari rann sókn sett í gang. Drengur fótbrotnar Um há!f tvöleytið í gær varð það slys á Reykjanes- braut, gegnt Shell, að sex ára gamall drengur Karl Guð- mundur Friðriksson, Máva- hlíð 39, varð fyrir bíl og brotnuðu báðar pípur vinstri fótar við slysið. Karl var beg- ar fluttur á slysavarðstofuna, þar sem oert var að sárum hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.