Tíminn - 29.03.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.03.1961, Blaðsíða 14
TIMIN N, miðvikudaginn 29. marz 1961. ,H6n starði út í garðinn á beð með rhododenrunnum, sem stóð í fullum blóma. — Mig hefur alltaf langað svo mikið til að biðja þig að fjarlægja þessa rhododen- runna þarna, sagði hún eins og hún hefði ekki heyrt spurningu hans. — Þeir minna mig á Roy. Hann var svo hreykinn af rhododen- runnunum, som hann hafðij I slnum garði . . . hann hafði eintóma rhododenrunna á stóru svæði . . . . í ýmsum lit- um, Ijósrauðum, dökkrauð- um, hvítum og fjólubláum . .. hann kallaði það „skógar- göngin" . . . hann var myrt- ur fyrir framan beð með ljós rauðum rhododenrunnum, nákvæmlega eins litir og þess ir þarna. Eg hef hatað ljós- rauða rhododenrunna síðan. — Eg skal fjarlægja þá, lofaði hann. — En hvað átt- irðu við . . . . með því að segja að einhver annar hafi myrt hann? Hún titraði og leit rann- sakandi á hann. — Hittir þú Roy aldrei? spurði hún. Hann hristi höfuðið. — Eg hafði heyrt mikið um hann talað og ég sá hann oft leika. Hann var stórkostlegur leik- ari. — Stórkostlegur, sam- sinnti hún hljómlaust. — Hvað hafðir þú heyrt um hann? Hann óttaðist að særal hana og hikaði: — Tja . . . ekkert sérstakt| .... bara þessar venjulegu j sögur, sem alltaf ganga um fræga leikara. Hún herpti saman varirn- ar. — Þú átt við að þú hafir heyrt um hans óteljandi ást arævintýri, sagði hún biturri röddu. — Eg býst við að allir í London hafi vitað um þau .... það var bara ég, sem ekkert vissi. Eg bjó í Vale Cronwall. Það er smá þorp í grennd við Falmouth ..... faðir minn var prestur þar. Mig hafði alltaf langað til að verða leikkona, hélt hún ró- lega áfram. — Þegar ég var átján ára fékk ég hlutverk í leikriti sem áhugaleikarar færðu upp. Roy dvaldist þá í Vale, bjó hjá nokkrum vin um okkar. Eg borðaði þar einu sinni og var kynnt fyrir honum. Svo kom hann á leik sýninguna okkar nokkrum dögum seinna. Hún þagði um stund og horfði dapurlegu augnaráði fram fyrir síg áður en hún tók aftur til máls: — Eg elskaði að leika. Eg1 býst við að ég hafi leikið sæmilega . . . . en hann taldi mér trú um að ég væri Sarah Bernhardt endurborin. aHnnj hrósaði mér heil ósköp og taldi pabba á að leyfa mér að fara á leiklistarskólann í j London. Eg var þar í eitt ár og þegar pabbi dó, hafði ég ekki efni á að halda áfram. Roy útvegaði mér 'fyrst smá hlutverk í leikhúsi á West- Mollie væru bara góðir vin- ir . . . . nú orðið. Þau ættu ekkert sameiginlegt lengur og færu sinar eigin leiðir . . . og þau hefðu orðið sammála um að skifja í fullri vináttu, ef annað hvort langaði að giftast aftur. Við vorum leyni lega trúlofuð . . . . ef það hring, sem ég bar aðeins þeg er á annað borð hægt að vera „trúlofuð" kvæntum manni .... Hann gaf mér hring, se még bar aðeins þeg ar við vorum tvö -ein. Við ætluðum að gifta okkur þeg ar ég yrði myndug .... hann asta hús, sem ég hef augum litið. Það var ítali, sem hafði byggt það og þar voru marm aratröppur, mósaíkgólf og fjölmargar höggmyndir, bæði í garðinum og inni í stofun- um. Það fór hrollur um Mark. — Ekki beint hlýlegt. — Nei, það var ekki hlý- legt, en mér fannst það dýrð legt. Garðurinn var líka merkilegur. Húsið hét upp- haflega „Villa San Antonio“ en allir kölluðu það „ítalska húsið“. Eg var þar oft. Við vorum vön að aka þangað í 0 KATE WADE: LEYNDARDÓMUR 6 Italska hússms . mér ekki. Hann hélt að at- jriðið hefði farið fram, og að ; Roy hafði verið skotinn af slys'.ii eða klaufaskap .... J Hann var alveg sannfærður um það. Hann hélt að ég segði ósatt, eða að ég væri vitskert .... eða mér hefði orðið svo mikið um þetta að ég vissi ekki hvað hefði gerzt . . . . og raunar get ég ekki áfellzt hann . . . . því að það er til mynd sem sýnir að at- riðið var sett á svið, en það er ekki ég sem er á mynd- inni .... Mark hristi enn höfuðið. — Eg botna hvorki upp né niður í neinu, tautaði hann. — Og ég botna ekkert í því, hvernig ég gat verið svo vitlaus að fara að ráðum Lampson, hélt hún áfram. — Hann hélt ég segði ósatt’ af því ég óttaðist afleiðingar þess er ég hafði gert, þegar ég þverneitaði að hafa snert byssuna . . . . það bjargaði End. Mér fannst það dásam- legt. Seinna fékk ég nokkur stærri hlutverk. Hún þagnaði aftur og í þetta sinn var þögnin svo löng að Mark ætlaði að leggja orð í belg, en þá hélt hún áfram lágri röddu: — Þegar ég kom til Lond on heyrði ég vitaskuld alls konar sögur um Roy og ástar ævintýri hans . . . en ég trúði þeim ekki. Eg var óskaplega ástfangin af honum. Eg hafði verið með honum að stað- aldri nokkurn tíma . . . og hann var . . . stórkostlegur i . . . . skemmtilegur, fyndinn, j hleypidómalaus .... Mark hrukkaði ennið. — En vissirðu ekki að hann var kvæntur? Hún andvarpaði. — Jú, ég vissi að hann var kvæntur, að vísu ekki fyrst .... ekki fyrr en við vorum búin að vera saman nokkrar vikúr. Enginn sagði mér það. Eg geri ráð fyrir að fólk hafi búizt við að mér væri kunn ugt um það. Og þegar ég frétti það, varð ég ákaflega óhamingjusöm. En Roy gat útskýrt allt. Hún hló kuldahlátri. — Roy var svo snjall að út skýra allt milli himins og jarðar. Hann sagði að þau sagði það yrði tekið illa upp ef hann kvæntist stúlku sem ekki væri oriðn tuttugu og eins árs .... hann var sjálf- ur nokkuð g fimmtugsaldri. Mark ræskti sig. — En þú varst meira en tuttugu og eins árs .... þeg- ar það gerðist. Hún kinkaði kolli. — Ó, já, ég var tuttugu og þriggja. Þegar ég varð mynd ug var hann ekki lengi að finna aðra leið . . . . og mér fannst hann svo göfugur . . . Hann sagði að ég skyldi leika í nokkur ár áður en ég tæki ákvörðun um að bindast mið aldra manni .... hann sagð- ist alltaf myndi óttast að ég sæi eftir öllu saman, ef ég fengi ekki tækifæri til að leika áður en í hjónaband kæmi . . . . Ó, hann þóttist vera svo yndislegur . . . . og ég kyngdi öllu .... hann var nú einu sinni mesti og fræg- asti leikarinn okkar um þetta leyti .... — Og hann virðist þá ekki síður hafa kunnað að leika utan veggja leikhúsanna, sagði Mark þurrlega. — Það er satt, sagði hún. — Jæja, svona hélt það sem sagt áfram, þangað til þessa hræðilegu helgi. Hann átti hús í Kent . . . furðuleg- bifreið Roys eftir laugarlags sýningu og vera þar til síðla mánudags. Yfirleitt voru tveir, þrír aðrir leikarar með . ... og þessa helgi átti að setja á svið auglýsinga- brellu til að vekja athygli á mér. Hún stundi þungan. — Já ,ég fékk ósk mína upp- fyllta, ég vakti athygli — þótt sú athygli væri annars eðlis en ég hafði sótzt eftir! — Auglýsingabrella . . . . ? sagði Mark spyrjandi. — Já, ég man eftir einhverju svo- j leiðis. — Þú ættir að muna eftir því, sagði hún háðslega. — Vörn mín var algerlega byggð j á þessari auglýsingabrellu !. . . . og það var raunar j merkilegt, þar sem það varð I aldrei neitt af þessu auglýs- atriði .... Mark deplaði augunum og j horfði skilningsvana á Loru. — Hvað áttu við . . . varð ; ekkert af því? Ætlarðu að jsegja mér að Guy Lampson hafi byggt vörn þína á því sem ekki gerðist. Því trúi ég aldrei! — Þú verður að trúa því sem ég ætla að segja þér, Mark, sagði hún alvarlega. — Eg sver við allt sem heilagt er — að hvert orð er sann- leikur . . . . En Lampson trúði MiSvikudagur 29. marz: 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. 9.10 Vcðuríregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp, 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Petra litla“ eftir Gunvor Fossum; III. (Sigurður Gunnarsson kennari). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. .19.30 Fréttir og skíðarabb. 20.00 Framhaldsleikrit: „Úr sögu Forsyiteættarinnar" eftir John Galsworthy og Muriel Levy; sjöundi kafll þriðju bókar: „Til leigu". Þýðandi: Andrés Björnsson. — Leikstjóri: Indr- iði Waage. 20.30 Einsöngur Jón Sigurbjörnsson syngur; Fritz Weisshappel við píanóið. 20.50 Vettvangur raunvísindanna: Örnólfur Thoiriacius fil'. kand. kynnir enn starfsemi fiski- deildar Atvinnudeildar Há- skólans. 21.10 Frá Sibeliusarvikunni í Hel- sinki 1960: Strengjakvartett í G-dúr nr. 4 eftir Erik Tulind- berg (Helsinki-kartettinn leik- ur). 21.30 „Saga mín", æviminningar Paderewskys; VHI. (Ámi Gunnarsson fil. kand.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (46). 22.20 Spjall um veðrið og fleira Páll Bergþórsson veðurfræð- ingutr). 22.35 Harmonikuþáttur (Högni Jóns son og Henry J. Eyland). 23.10 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFÖRLl Hviti hrafninn 55 Þegar Eiríkur fór fyrir mönnum sínum yfir litlu brúna, sem lá heim að óðalssetri Lochans, hugs- aði hann enn á ný um það, hvaða örlög biðu þeirra. Hin litlu, strá- þöktu hús voru kuldaleg að sjá og óvingjarnleg. „Við höfum ekki rúm fyrir ókunnuga hér,“ sagði einhver allt í einu og Eiríkur sá gamlan mann með staf, sem kom haítrandi á móti þeim. „Sendi- boði Lochlans sagði mér, að það ætti að taka á móti ykkur sem gestum. Hann hefur tekið þessa ákvörðunl án þess að spyrja hina eldri ráða. Þegar hann kemur aft- ur, skulum við sjá, hvort þið fáið að halda áfram .... sem gestir. Reiknið ekki með góðvilja hinna eldri, þú konungur úr norðri, því ég, Althan af Glendannon, er þeirra æðstur og elztur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.