Tíminn - 20.04.1961, Side 12

Tíminn - 20.04.1961, Side 12
TÍMINN, fimmtudaginn 20. aprfl 1961. Víðavangshlaup ÍR í dag Fertugasta og sjötta VíSavangs- hlaup íþróttafélags Reykjavíkur fer fram að venju í dag, Sumar- daginn fyrsta. Þátttaka í hlaupinu er lítil að þessu sinni, aðeins 8 skráðir frá tveimur félögum, KR og Skarpliéðni. Sigurvegarinn frá í fyrra, Krist- leifur Guðbjrönsson, KR, er meðal keppenda nú, og sigrar sennilega léttilega. Tveir aðrir keppendur eru frá KR, Agnar Levi og Reynir Þorsteinsson, og er líklegt að þessi sveit sigri í þriggja manna sveita- keppninni. Fimm keppendur eru frá Ung- mennasambandinu Skarphéðinn og eru þar fremstir í flokki Haf- steinn Sveinsson og Jón Guðlaugs- son. Samvinnuskólinn ætlaði að senda fimm keppendur í hlaupið — eins og í fyrra — en þeir fengu ekki fararleyfi vegna prófa í skól- anum. Hlaupið heígt kl. tvö og verður lagt af stað í Hljómskálagarðinum, og einnig verður hlaupinu lokið þar. Vegalengdin er um þrír og hálfur kílómeter og verður hlaup- in svipuð leið og áður. islandsmótið í körfuknattleik í fyrrakvöld fóru fram að Há-1 logalandi tveir leikir í íslands-! meistramótinu í körfuknattleik, sem nú stendur yfir. Fyrri leik- urinn var milli 2. fl. liða I.R. og Ármanns B, og sigruðu ÍR- ingar með 56 stigum gegn 17. Seinni leikur kvöldsins var milli Ármanns og Í.K.F. í mfl., og lauk honurn með sigri Ármenn- inga, 49 st. gegn Sl. Fyrri leikur kvöldsins gefur ekki til- efni til umræðu og var hann daufur, en þó fyrri hálfleikur' mun ver leikinn. ÍR-ingar voru öruggir með sigur en það kom þó á óvart hversu Armenningar stóðu í þeim, og þó léku með ÍR-ing- um tveir landsli,ðsmenn, þeir Þorsteinn Hallgrímsson og Guðmundur Þorsteins- son, báðir traustir leikmenn. Leikur- inn var : heild frekar lélegur en þó var síðari hálfleikur mun betri. I hálfleik var staðan 27 st. gegn 9, og svipað hefur verið skorað af körf- um í báðum hálfleikum. en leikur endaði sem fyrr segir með 56 stigum gegn 17 ÍR í vil. I liði Ármanns bar mest á Jóni Ilannessyni, en IR-liðið var aftur á móti nokkuð jafnara. SEINNl LEIKVRINN Nokkuð fiim á fyrstu mínútum var að sjá á báðum liðum í þessum leik, en ekki Iíður á löngu þar til Armenn j ingar ná að skora, komast upp í 3—0. en þá fara Keflvíkngar að svara, en Ármenningar láta sér ekki segjast og smáauka forskotð út allan hálfleknn og í hálfleik er staðan 22 stig gegnl2. fyrir Ármann. I þessum hálfleik álti Davíð Jónsson nokkuð góðan leik. en skaul of mikið, og var nokkuð einkenn- andi fyrir leikinn hvað leikmenn virtust óöruggir að hitta í körfuna. Seinni hálfleikur hófst með svipuð- um hætti nema hvað ÍKF-liðið lék nú mann á móti manni staðinn fyrir svæð isvörn og virtist það lítið hafa að segja gegn Ármenningum. sem hafa á að skipa mjög góðum einstaklngum, og ekkert dró úr sókn þeirra allt það sem eftir var leiksins, sem endaði með sigri Ármanns, 49 stigum gegn 31 I liði Ármanns var beztur Landsliðs- maðurinn Birgir Orn Birgis, skoraði 18 stig og Hörður með 10 stig ennig átti góðan leik Davíð Jónsson með 8 stig og hinir leikmenn liðsins svipaðr að stgatölu. Annars er bezti kostur liðsins hversu jafngóðir leikmenn eru, en bet- ur hefðu körfuskotin mátt takast. IKF-liðið virtist í lítilli æfingu en mest bar á nýliðunum, nokkuð efnlegum og þó sérstaklega Bjarna Jónssyni, sem skoraði 16 stig. Annars var liðið mjög dauft og skemmtilegt spil sást aldrei. Leikkvöld þelta fór ágætlega fram, en áhorfendur hefðu mátt vera fleiri. Dómarar í seinni leiknum voru þeir Hólmsteinn Sigurðsson og Einar Olafs- son, báðir úr IR, og hefði mátt vera betur dæmt en raun varð á. S.á. Qiekteqt óumar: Þökkum viðskiptin Víðavangshlaup í Haf narfirði Víðavangshlaup HafnarfjarSar LúSrasveit Hafnarfjarðar leikur fer fram i dag og hefst kl. 4 síðd. við barnaskólann frá kl. 3,30 við barnaskólann. Keppt verður í þangað til hlaupið hefst. Keppend þremur flokkum og er þátttaka ur og starfsmenn eru beðnir að góð, einkum í yngsta flokknum. mæta kl. 3,30. Sendum öllum félagsmönnum og ö3rum viðskiptavinum beztu óskir um gleðilegt sumar Kaupfélag Hafnarfjarðar Atvinna Oss vantar nú þegar eða 1. maí: Bílstjóra 2 duglegar afgreðslustúlkur í matvörubúðir. Upplýsingar á skrifstofunni, á morgun Id. 10—12 og 4—6. Kaupfélag Reykjavikur og nágrennis Norðurleið h.f.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.