Tíminn - 20.04.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.04.1961, Blaðsíða 16
☆ Hér- á síðunni er dálítil mynda- saga af kríu í. verkstæði strætis- • vagnarena. Hér til hliðar sést hún að imorgunverði. Síðan ber Jóhann SJ-lelgason hana á spjaldl í baðið. Hun gefur góðar gætur að öllu — og síðan dembir hún sér í vatnið og> buslar ákaft, rétt eins og krakki. AS lokmi baðinu stígur hún aftur á spjaldið, og þá er hún borin i sólbað áíhlera úti undir vegg. ☆ Um miðjan septembermán- uð í fyrra húkti ung krfa í flæðarmálinu á Kirkjusandi, ósköp báglega á sig komin. Hún var varia fleyg, og í fiðr- i8 hafði hún fengið einhvern skollann, sem olli því, aS hún varð gegndrepa, ef hún kom í vatn eða sjó, svo notalegt sem það var nú fyrir fugl, sem veiðir síli með því að stinga sér eftir þeim. Og þá kemur auðvitað ekki á óvart, að þetta var vannærður fugl og fótaveikur — þjáðist líklega af beinkröm. Nú voru allar heilbrigðar kríur flognar úr landi — lagðar af stað í ferð- ina miklu til nýrra sumarlanda langt suður í heimi. Sjúka krían á Kirkjusandi kúrði ein í flæðarmálinu og gegnblotn- aði í hverri skúr. Framundan var haust og vetur og dauði. Svo vildi þannig til, að unglings piltur var þama á gangi og sá kríuna sjúku. Honum rann til rifja eymd hennar, tók hana upp og skoðaði hana. í Reykjavík er engin sjúkrastofa né hressingar- hæli fyrir fugla, og pilturínn vissi ekki vel, hvað hann átti til bragðs að taka. Hann svipaðist um, og rak augun í viðgerðaverkstæði strætisvagnanna, sem var þarna rétt fyrir ofan„ Hann bar grind- horaðan fuglinn þangað og sagði við menn, sem hann hitti þar: „Hvað á ég að gera við þetta?“ Hjartahlýir verkstæðismenn Mennirnir í viðgerðarverkstæð- inu höfðu ekki nein ráð tiltæk, nema sfna eigin hjartahlýju. Og hún nægði til þess, að þeir tóku fuglinn að sér. Einn þeirra, Pétur Jónsson, fór með hann heim til sín fyrst í stað, en þar eð hann gat ekki haft hann þar til lengdar, varð að ráði að búa honum vist í einhverju skoti í skemmum strætis vagnanna. Þar hefur þessi fugl verið í allan vetur. Leitazt hefur verið við að hlynna sem bezt að honum, enda hefur hjúkrunin tek izt svo vel, að hann er nú að verða býsna hress og bragðlegur. Austurlenzkur hefðarbragur Krían lærði fljótt borðsiðina í viðgerðaverkstæðinu. Það kom í Ijós, að henni gazt afbragðsvel að síld og nýjum fiski. Einkum þóttu henni góð þunnildi, enda er það i dómur margra sælkera, að þau | séu bezti hluti fisksins. Lifur hef- : ur hún aftur á móti ekki kært sig I um nema í mesta hófi. Fljótlega gerðist hún mjög spök ! og mannelsk. Hún virtist fegin I komu verkstæðismannanna á ! morgnana og tók að garga og ! skrækja, þegar hún varð þeirra | vör. Aftur á móti er henni mein- lega við, að á henni sé tekið. Ef til vill þykir henni það óþægilegt, og ef til vill stafar þetta líka af því, að verkstæðismennirnir eru oftast með olíubrák og smumings klístur á höndum, en það er hinn versti óþverri í fiður fugla. Þess vegna var það ráð tekið, að láta hana ganga á spjald og bera hana á því, þegar hún var færg eitthvað til. Þessu hefur strætisvagnakrían kunnað ágæt- lega. Hún veit hvað til stendur, þegar komið er með spjaldið, og stígur óðar á það. Þetta minnir á austurlenzka stórhöfðingja, sem ekki fóru neitt nema í burðarstól. Kría í baði Fyrst eftir að krían kom í verk- stæðið, flögraði hún nokkuð um, en smám saman hætti hún því. Það var eins og fiðrið visnaði, og hún hætti að hirða um að beita vængjunum. f vatn gat hún ekki farið, því að þá gegnblotnaði hún. En með vaxandi birtu og ná- lægð vorsins . hefur hún gerzt bragðlegri en áður. Henni er fyrir nokkru farig að vaxa nýtt fiður, (Framhald é 2. síðu. > tslenzk listakona sýnir 1 París Fyrir svo sem liálfu öðru ári fór skrifstofustúlka úr Reykja- vík, Eyborg Jónsdóttir, til Parísar og hóf þar málaranám. Því mun hún að vísu áður hafa sinnt um alllangt skcið í tómstund- um sínum hér heima. Nú á útmánuðunum tók Eyborg þátt í samsýningu nokkurra málara í París, og hér birtum við mynd af því málverki hennar, sem varð fyrir valinu í sýningarskrána. Ljósmyndari Tímans, Guðjón Einarsson, tók þessar myndir í vérk- stæði strætisvagnanna í Laugarneshverfi. Við þóttumst ekki geta fengið betri myndir til þess að prýða með 16. síðuna á sumardaginn fyrsta. GLEÐILEGT SUMAR — mönnum og fuglum og öllu, sem lífsanda dregur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.