Tíminn - 06.05.1961, Blaðsíða 5
TlHINW langardaginn 6. maí 1961.
5
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Rit
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés
Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit-
stjómar: Tómas Karlsson Auglýsinga-
stjóri: Egill Bjaraason. — Skrifstofur
í Edduhúsinu — Simar: 18300—18305
Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími:
12323. — Prentsmiðjan Edda h.f.
Kommúnismmn er
ekki lausnin
Af hálfu.kommúnista og fylgifiska þeirra hefur mjög
verið reynt að nota hnattflug Gagaríns sem sönnun um
yfirburði hins kommúnistiska skipulags. Slíkt er þó vitan-
lega f jarri öllu lagi, því að einstök vísindaleg eða verkleg
afrek eru ekki nein sönnun um ágæti viðkomandi þjóð-
féíags. Eða á að telja píramídana sönnun þess, að þræla-
hald Faraóanna hafi verið hin mesta fyrirmynd, eða telja
það merki um yfirburði nazismans, að Hitler tókst um
skeið að láta Þjóðverja framleiða fullkomnustu vopnin.
Píramídar Faraóanna, eldflaugar Hitlers eða geimför
Rússa segja vissulega ekkert um ágæti viðkomandi þjóð-
félagshátta.
Meðal þeirra blaða, sem hafa notað geimflug Gagaríns
sem sönnun um yfirburði kommúnismans, er Vestfirð-
ingur, blað Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum. I forustu-
grein þess 14. f. m. er reynt að nota geimför Gagaríns
sem sönnun um yfirburði kommúnismans, sem hafi haf-
izt til valda í Sovétríkjunum fyrir 43 árum, og „allan
þann tíma síðan hafi þetta skipulag sýnt mannkyninu
kosti sína, veitt þeim, sem við það vinna, möguleika til
að vinna hvert afrekið öðru meira, tryggt þeim betra líf
og bjartari framtíð."
Hér er lofið um kommúnismann ekki skorið við nögl.
í sambandi við skrif sem þessi, er vissulega ekki úr
vegi að minna á það, að um líkt leyti og byltingin varð
1 Sovétríkjunum, endurheimtu íslendingar sjálfstæði sitt.
Kjör íslenzkrar alþýðu munu þá hafa verið litlu eða engu
betri en almennings í Sovétríkjunum. Síðan hafa báðar
þessar þjóðir, Rússar og íslendingar, sótt fram. önnur
undirimerkjum kommúnismans, hin undir merki frjálsra
stjórnarhátta. Hvernig er svo samanburðurinn á kjörum
þeirra í dag? Það er áreiðanlega enginn sleggjudómur, að
þrátt fyrir ,„viðreisnina“, sem var illu heilli framkvæmd
hér í fyrravetur, eru lífskjörin miklu betri á íslandi og
frjálsræði manna allt annað og miklu meira en í Sovét-
ríkjunum. Þótt margt fari enn aflaga í íslenzku þjóðfélagi,
er það vissulega langtum betra og réttlátara en það skipu-
lag, sem Sovétþjóðirnar búa við.
Þótt miklar framfarir hafi orðið í Sovétríkjunum á
árunum 1917—60, hafa hlutfallslega orðið miklu meiri
alhliða framfarir á íslandi á þessu tímabili, sem af Sjálf-
stæðismönnum hefur verið nefnt tímabil Framsóknar-
flokksins, því að hann hafði á þessu tímabili meiri áhrif
á stjórnarstefnuna en nokkur flokkur annar. Þessi stað-
reynd birtist gleggst í því, að hér eru lífskjörin nú tví-
mælalaust miklu betri en þar, þótt þau hafi sennilega
verið mjög svipuð í báðum löndunum fyrir 45 árum síðan.
Vissulega bregður samdráttarstefna núv. ríkisstjórnar
dökkum skugga yfir framfarasókn íslendinga, en ef
íslendingar nota rétt lýðræðisleg réttindi sín, geta þeir
bundið endi á hana og hafið framfarasókn á nýjan leik.
Reynslan sýnir því sannarlega, að íslendingar munu
ekki bæta lífskjörin með því að taka upp kommúnistiska
stjórnarhætti, heldur þvert á móti hið gagnstæða, jafn-
framt því, sem þeir myndu glata frelsinu. Kommúnism-
inn er því vissulega ekki rétta svarið við þeirri sam-
dráttar- og íhaldsstefnu.sem nú er verið að reyna að fram-
kvæma hér á landi. Rétta svarið er að hefja að nýju merki
framkvæmde- og framfarastefnunnar, sem hefur ger-
breytt lífskjörum íslenzku þjóðarinnar til bóta seinustu
áratugina.
ERLENT YFIRLíT ~
Stjórnmálin í Vestur-Þýzkalandi
Flokksþingin í sííastlitJinn vikutalin upphaf kosningabaráttunnar
í SEPTEMBER næstkomandi
munu fara fram þingkosningar
í Vestur-Þýzkalandi. Kosninga-
baráttan mun verða löng og
ströng, en yfirleitt virðist vera
litið svo á, að kosningabarátt-
an hafi hafizt í vikunni, sem
leið. Þá hélt stjóniarflokkurinn,
Kristilegir demokratar, flokks-
þing sitt, og strax á eftir héldu
Jafnaðarmenn aukaflokksþing,
sem var eins konar svar við
flokksþingi kristilegra demo-
krata.
Flokkaskiptingin í Vestur-
Þýzkalandi hefur frá upphafi
verið sú, að kristilegir demo-
kr'atar og Jafnaðarmenn hafa
verið langstærstir og hafa all-
ir smáflokkar þokast smá sam-
an af sviðinu, nema frjálslyndi
flokkurinn. Éaráttan hefur því
orðið meira og meira einvígi
milli kristilegra demokrata, er
‘hafa farið með stjórn, og Jafn-
aðarmanna. Fram að þessu hef-
ur kristilegum demokrötum allt
af veitt betur.
FORINGJAR Jafnaðarmanna
töldu sig hafa komizt að raun
um það fyrir nokkru síðan, að
þeim yrði ekki sigurs auðið í
næstu kosningum, nema þeir
breyttu verulega um stefnu,
bæði í innanlandsmálum, þar
sem þeir hafa haldið fram víð-
tækum ríkisafskiptum og ríkis-
rekstri, og í utanríkismálum,
þar sem þeir hafa verið tregir
í stuðningi við Nato og nálgast
1 'f* lájlfgerða hlutleysisstefnu.
pH?nig töldu þeir, að OUenhau-
er; foringi flokksins, hefði ekki
nægilegt persónulegt aðdráttar-
afl til jafns við Adenauer, sem
frá upphafi hefur verið leiðtogi
kristilegra demokrata. Niður-
staðan af þessu, varð því sú,
að Jafnaðarmenn ákváðu á
flokksþingi sínu, fyrir nokkrum
mánuðum, að taka upp alveg
nýja stefnu, bæði í innanríkis-
málum og utanríkismálum, sem
í öllum aðalatriðum gerir bilið
milli þeirra og kristilegra demo
BRANDT
krata sáralítið, a. m. k. í orði
kveðnu. Jafnframt ákváðu þeir,
að tefla Willy Brandt, borgar-
stjóra Vestur-Berlínar, fram
sem forsætisr'áðherraefni sínu.
Brandt er enn ungur maður og
hefur unnið sér gott orð sem
borgarstjóri, en það kann að
spilla nokkuð fyrir honum, að
h^nn gerðist norskur ríkisborg-
ari á striðsárunum og starfaði
fyrst eftir stríðið sem norskur
embættismaður í Þýzkalandi.
Sennilega verður honum ekki
gefið að sök, að hann gerðist
flóttamaður vegna andspymu
ADENAUER
við Hitler, heldur hitt, að hann
skyldi halda áfram að starfa
sem norskur þegn og embættis-
maður fyrst eftir stríðið og
ekki hVerfa aftur í þýzka þjón-
ustu fyrr en honum bauðst á-
litlegt starf á því sviði.
Jafnhliða því, sem Jafnaðar-
menn breyttu þannig um stefnu
og foringja, lýstu þeir því sem
skoðun sinni, að heppilegt væri
að efna til þjóðstjórnar eftir
kosningarnar, því að hún myndi
bezt geta komið á sameiningu
Þýzkalands.
MJÖG er um það deilt, hvort
hin nýja afstaða Jafnaðar1-
manna muni reynast þeim sig-
urvænleg. Fyrstu fylkiskosning
arnar, sem fóru fram eftir
þing Jafnaðarcanna benda ekki
til þess.' í þeim kosningum unnu
kristilegir demokratar mikið á
meðan Jafnaðarmenn stóðu í
stað. Að vísu snerust þær ekki
beint um landsmál, en þau dróg
ust þó verulega inn í þær.
Þeir baráttuhættir, sem þýzk
ir Jafnaðarmenn hafa valið sér,
eru í algerri andstöðu við bar-
áttuaðferðir þær, sem Kenne-
dy beitti í Bandaríkjunum á s.L
hausti. Viðleitni hans ÖII beind-
ist að því, að telja bilið sem
mest, er væri milli hans og Nix-
ons. Það væri því ekki aðeins
milli manna, heldur málefna að
velja. Nixon gerði hinsvegar
hið gagnstæða. Hann reyndi
lengi vel að gera sem minnst
úr málefnaágreiningi þeirra
Kennedys, en breytti þessu þó
nokkuð allra seinustu vikurnar,
er hann sá að halla tók undan
fæti.
EINS og það má segja um
Brandt, að hann fari öfugt að
við Kennedy, þá verður það
líka ekki síður sagt um Aden-
auer, að hann fer öfugt að við
Nixon. Hann flutti langa ræðu
á flokksþingi kristilegra demo-
krata og virtist ekki siður í ess-
inu sínu en þegar honum hef-
ur tekizt bezt áður, þrátt fyrir
hinn háa aldur. Hann fór hin-
um háðulegustu orðum um
steínubreytingu Jafnaðarmanna
og hafnaði þjóðstjórnartilboði
þeirra með fyrirlitningu, því að
þeim væri ekki að treysta og
stefnubreyting þeirra aðeins
yfirskyn. Kjarninn í
ræðu hans og annarra
ræðumanna á flokksþinginu var
jTirleitt sá, að 12 ára reynsla
sýndi bezt, hvernig kristilegir
demokratar stjórnuðu landinu
og hvers mætti vænta af þeim.
Lofað var margvíslegum félags-
legum umbótum á þeim grund-
velli, sem hefði verið lagður.
Það setti sérstakan svip á
þingið, að nú var ekki flaggað
nafni Adenauers einu, heldur
jafnan nöfnum þeirra beggja,
Adenauers og Erhards efnahags
málaráðherra. Þetta var gert til
að staðfesta það, að Erhard
væri forsætisráðherraefni
flokksins, ef Adenauer félli
frá eða drægi sig í hlé. Erhard
er nú tvímælalaust vinsælasti
maður flokksins, næst á eftir
Adenauer. Það eykur mjög vin-
sældir Erhards, að margir auð-
menn Þýzkalands hafa heldur
horn í síðu hans, því að hann
hefur verið harður í því að
halda verðlagi í skefjum og
hindra ýmis óeðlileg samtök
stóru iðjuhöldanna.
Þriðji maðurinn, er mjög var
áberandi á flokksþingi kristi-
legra demokrata var Strauss,
landvarnarráðherra, sem nú er
rætt um sem líklegasta eftir-
mann Erhards, þegar þar að
kemur.
STRAX að loknu flokksþingi
kristilega demokrata, héldu
ERHARD
Jafnaðarmenn aukaflokksþing
sitt, þar sem Willy Brandt svar
aði Adenauer og lagði fram
kosningastefnuskrá Jafnaðar-
manna. Brandt lagði helsta á-
herzlu á, að núverandi valdhaf-
ar landsins væru orðnir þreytt-
ir og nýir menn þyrftu að koma
til. Synjun Adenauer’s á þjóð-
stjórnartilboðinu svaraði hann
þannig, að menn, sem ekki einu
sinni vildu sameina Vestur-Þjóð
verja, væru ekki líklegir til að
sameina allt Þýzkaland.
Aðalmunurinn á stefnuskrám
flokkana virðist sá, að Jafnaðar
menn lofa öllu meiri trygging-
um, m. a. ókeypis læknisskoðun
allra einu sinni á ári, og lög-
boðið skuli fjögurra vikna orlof
allra fyrir árslok 1965.
Yfirleitt virðist nú litið svo
á, að kristilegir demokratar séu
all sigurvissir, nema eitthvað
sérstakt komi fyrir, sem breyti
aðstöðunni, t. d. ef Berlínardeil-
an blossaði upp. Af flestum er
þó talið, að Krustjoff muni ekki
hreyfa Berlínarmálinu að ráði
fyrr en eftir kosningar í Vestur
Þýzkalandi. Þ.Þ.
t
'/
'/
>
'/
'/
'/
'/
'/
/
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
/
/
'/
'/
‘/
'/
'/
'/
'/
'/
‘/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
't
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
/
i
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
't
j