Tíminn - 06.05.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.05.1961, Blaðsíða 14
T f M1<N N Iaugardagjnn 6., maíVlg61i 1 titrandi röddu. Þetta er frú Charles, er það' ekki? Það leið heil mínúta áður en hann svaraði, áður en ; hann gat trúað því voðalega ; sem hann sá. Það var enginn vafi á að þetta var gestgjafi ; þeirra, og það var heldur ekki ! vafi á að hún var dáin. Hann ; tók ósjálfrátt eftir því að ! hún var í svörtum silkikjól og með inniskó á fótum. — Jú, svaraði hann að lok um. — Jú, þetta er frú Char- les. — Hvernig .... hvernig gerð'ist þetta? Rödd Loru var hvell af skelfingu. Mark lyfti varfæmislega höfði hinnar látnu konu, svo sleppti hann henni. — Hún hlýtur að hafa dott ið og rekið höfuðið í stein- hellurnar, sagði hann og leit upp í gluggana fyrir ofan. Honum kom í hug að hún hefði íylgt dóttur sinni í dauð ann með því að fremja sjálfs morð á sama hátt og hún hafði gert. En, allir gluggar voru lok- aðir, hún hafði ekki kastað sér út um neinn þeirra. Það var meðan hann renndi aug- um yfir gluggana að hann kom auga á andlit í glugga á hæðinni fyrir ofan. Hann sá því aðeins bregða fyrir, svo hvarf það .... Hann sneri sér snarlega að Loru: — Það er einhver þarna uppi, sem horfir á okkur. Eg býst við að einhver annar hafi heyrt hrópin í þér. Þú verður að fará héðan strax ---- hvað sem fyrir kemur, má ekki blanda þér inn í þetta. Hann tók undir armlegg hennar og þau hlupu kring- um húsið og að heimreiðinni en þá heyrðu þau skyndilega fótatak á flötinni. Mark stanz aði og leit á Loru. Það var eins og honum yrði nú fyrst fullljóst að hún var þarna. — Hvernig komstu hingað? Ertu á bílnum? hvíslaði hann móðui. — Já, sagði hún. — Eg skildi hann eftir á veginum. —Parðu beint inn í bílinn og komdu þér brott héðan eins fljótt og þú getur. Eg fer aftur út á flötina og reyni að leið'a athyglina frá þér. En hún greip í hönd hans og hélt honum föstum. — Eg verð að tala við þig, Mark, ég verð .... ég bíð í bílnum. Hann hafði ekki tóm til að tala við hana, því að fótatak ið færðist nú stöðugt nær þeim stað þar sem frú Charl es lá. Hann fikraði sig með fram húsinu og honum fannst hjarta sitt hætta að slá þeg ar hann leit fyrir hornið og sá mann beygja sig niður að hinni látnu konu. Mark vírti hann fyrir sér meðan hann snerti varlega við hinni dauðu, lyfti höfð- inu og leit síðan snöggt upp, eins og honum dytti í hug sjálfsmorð. Tunglskinið féll á andlit mannsins og titrandi af undr un sá Mark að það var Hast- ings. En svo greip hugsunin hann — hugsunin sem hann hafð'i reynt að bægja frá sér meðan Lora var hjá hon- um: Frú Charles hafði ekki framið sjálfsmorð. Hún hafði verið' myrt. Þótt hún hefði fallið niður á steinhellurnar gat það ekki hafa veitt henni þann hrylli lega áverka sem á höfði henn ar var. Hún hafði undirritað sinn eigin dauðadóm nokkr- um klukkustundum áður þeg ar hún sagðist hafa verið úti í þakgarðinum nokkrum mín útum áður en Roy Favers- ham var myrtur? Um það bil tíu mínútum áður hafði hún sagt, en setjum svo að það hafi ekki einu sinni verið svo langur tími? Setjum svo að hún hafi verið sjónarvottur að því er Faversham var skot inn? Hann starði á manninn sem beygð'i sig yfir hana og hann var sannfærður um að þaraistóð morðinginn. Og hon um létti ósegjanlega. Hast- ings skyldi ekki sleppa frá ÞESSU morði. — Frú Charles .... FRÚ CHARLES! Orðin komu eins og hálf- kæfð stuna og gleðin hvarf úr huga Marks. Hann starði forviða á Hastings, þegar hann beygði sig enn yfir gömlu konuna og fór að nudda hendur henriar til að fá blóðið aftur á hreyfingu. Og þegar honum virtist loks verða ljóst, að allt líf var slokknað í þessari gömlu konu, heyrðist snökt, og hann reikaði eins og blindur mað- ur heim að húsinu. Tunglið skein beint framan í hann núna og Mark sá að augu hans voru tryllingsleg af sorg. ' Og Miark varð Ijóst að sek- ur maður myndi aldrei hafa komið svona fram, aðeins hinn saklausi getur það þeg- ar hann stendur frammi fyrir skyndilegum dauða. Hastings var greinilega jafn felmtr- aður og undrandi og hann sjálfur yfir því sem gerzt hafði. Mark minntist þess allt í einu að Lora beið enn í bílnum, og hann hljóp aftur fram fyrir húsið og út á veginn. — Það' var Hastings, sagði hann með öndina í hálsinum — og hann er farinn inn til að vekja hitt fólkið. Hann þagnaði skyndilega þegar bjallan hljómaði í kyrrðinni. — Hann vekur þau með bjöll- unni, sagði hann óttasleginn. — Þú verður að fara héðan eins og elding, Lora .... þú mátt engan tíma missa! — En ég VERÐ að fá að vita hvað hefur komið fyrir, hrópaði hún. — Það var þess vegna sem ég kom. Clive vildi ekki segja mér neitt I sím- anum .... hann sagði mér bara að þið' mynduð sennilega verða hér I nokkra daga .... Eg var svo einma^a og ör- væntingarfull .... ég hafði hugsað mér að koma hingað og fá að vita hvort þið hefð- uð komizt að einhverju .... og þegar ég kom upp á pall- inn datt ég um hana. En hvað varst þú að gera þar? greip hann fram í. — Eg ætlaði að kasta steini upp í gluggann þinn og reyna að vekja þig. Clive var búinn að segja mér að þú hefðir her bergið við hliðina á Molliar herbergi, og það var lika þar sem ég var alltaf. — Það er búið að kveikja Ijós alls stað'ar, sagði Mark stuttarlega. — Eftir örfáar sekúndur komast þau að því að þú hefur verið hér, nema því aðeins þú flýtir þér. í guðs bænum, Lora, flýttu þér héð- an. Eg skal hringja til þín strax á morgun. Hann sá að augu hennar stækkuðu af skelfingu þegar hún leit í áttina til hússins, svo setti hún bifreiðina í gang og Mark fannst að allt nágrennið hlyti að vakna við drunurnar. Hann beið þar til bifreiðin var kominu úr aug- sýn, þá læddist hann aftur heim að húsinu. Hann kom inn á flötina um leið og Clive og Hastings lyftu frú Charles upp og það var með herkjum að hann gat stillt sig um að skipa þeim að þeir mættu ekki hreyfa hana .. að þetta væri morð og að það mætti ekki hreyfa likið fyrr en lög- reglan kæmi. En hann þorði ekki að upplýsa að hann hefði vitað um þetta, og því fylgd- ist hann þögull á eftir þeim inn í setustofuna og beið þess að þau gerðu sér það sjálf Ijóst. Hin voru líka komin, öll klædd náttklæðum og slopp um nema Hastings. Það var Clive sem fyrstur áttaði sig. Þeir höfðu lagt frú Charles á legubekkinn og enginn sagði neitt þegar Clive lyfti varlega höfði hennar. Antonia greip andann á lofti, og Hastings tók fram vasaklút og breiddi yfir andlit hlnnar látnu. Sonja og Noll Chambers stóðu eins og steinrunnin og horfðu á. — Hún hlýtur að hafa dott ið og rekið höfuðið í, sagði Garyin hásri röddu. — HÚN VAR MYRT, sagði Clive þyrrkingslega. — Hún getur ekki hafa fengið þetta hroðalega sár af fallinu einu saman. Og hann leit ásakandi á Hastings. — Hún vissi of mikið, ekki satt? Þegar þér heyrðuð hana segja frá því að hún hefði verið í þakgarðinum rétt áður en Faveirsham var skotinn, þá urðuð þér að' sjá til þess að hún fengi ekki tækifæri til að segja frá fleiru. Mark bjóst við að Hastings myndi rjúka upp, en hann starði bara skilningssljór á Laugardagur 6. mai 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 Óskalög sjúMinga (Bryndis Sigurjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögki. 15.20 Skákþáttur (Baldur Möller). 16.00 Fréttir og tilkyimin'gar. Framh. laugardagslaganna. 16.30 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga. (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Kvöldtónleikar: \ a) „Svanurinin frá Tuonela" op. 22 nr. 3 eftir Sibelius (Sin- fóníuhljómsveitin í Prag leikur; dr. Václav Smetacek stjómar). b) Leonid Kogan leikur tvö fiðluverk: Fantasíu op. 131 eftir Scumann og „Malagu- ena“ eftir Sarasate. c) „Álfabrúður", ball'ettmúsík eftir Josef Bayer (Sinfóníu hljómsveit Vínarborgar leik ur; Paul Walter stjórnar). 20.45 Leikrit: „Aðan" eftir Hubert Henry Davies í þýðingu Bald- urs Pálmasonair. — Leikstjóri Indriði Waage. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskráriok. KATE WADE: LEYNDARDÓMUR 33 Italska hússins Nú fór Eiríkur til baka og út- ^kýrði gang málanna Althan lof- aði að hjálpa Bryan eins og hægt v-æri. Sjúklingurinn var fluttur í lítið herbergi og fékk góða hjúkr- un. — Þakka þér fyrir, Althan, sagði Eirfkur, þegar hann hafði skipt á sárum hans. — Gjöf skal svaraði sá gamli. — Við stöndum í skuld við þig, Eiríkur, Hann leit alvarlega á Eirík. — Herra, hvað nú, ef Ragnar gerir aðra árás? Það er ekki hægt að treysta honum, og hann hefur fleiri menn en þú. Allt í einu opnaði hrafninn munninn. — Menn min- ir berjast þér við hlið, herra, sagði hann. — Eg hefi einnig ástæðu til þess að vera þakklátur. Látum það vera minn þakklætisvott. Eiríkur lét ekki á sér sjá, hve órólegur hann var, en sagði við Bryan: — Þökk Oekill, við skulum vona, að það sé ekki nauðsynlegt. Hvildu þig nú, vinur, það er verst, að þú þarft að fara í ferðalag, þar sem þú ert veikur. Notaðu nú þennan stutta frest út í ystu æsar. Með þessum orðum yfirgaf Eirikur her bergið, og Pjakkur elti. Hann var ákafur í að leggja af stað þangað, sem prinsessan var fangi. — Herra hrópaði einn varðanna allt í einu. — Ogil og sjóræningjar.nir berj- ast!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.