Tíminn - 06.05.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.05.1961, Blaðsíða 2
T í MIN N laugardaginn 6. maí T9G1 KristnibotSar (Framhald af 1. síðu). ár hafa þau hjón dvalizt erlendis við nám, fyrst í biblíuskóla norska kristniboðssambandsins, og síðan við málanám í London. Kristniboðsvígsla á upp- stigningardag Ákveðið hefur verið, að kristni- boðavígsla þeirra hjóna fari fram á upstigningardag, og fer athöfn- in fram í Hallgrímskirkju. Áður hafa 10 íslendingar tekið kristni- boðavígslu, og eru þau hjón því hin 11. og 12. í röðinni. Hinn 7. júní leggur fjölskyldan síðan upp í ferðalagið, og er ráð- gert, að þau komi til Addis Abeba 14. júní. Flestir heiðingjar íbúarnir í Konsó eru flestir heiðnir í okkar skilningi. Töfra- mennimir eru þeirra prestar. Ótti og óvissa ríkir varðandi framhalds lífið, enda þótt landsmenn geri sér óljósar hugmyndir um það. Kristniboðsstöðin íslenzka i Konsó hefur nú verið rekin frá 1953. Þar voru Felix Ólafsson og kona hans, Kristín Guðlaugsdóttir, br'autryðjendur, en um rekstur og starfsemi stöðvarinnar sjá nú þau Benedikt Jasonarson og Margrét Hróbjartsdóttir. Þá er Ingunn Gísladóttir, hjúkrunarkona, sem starfað hefur í Konsó í fimm ár, í árs leyfi hér heima, en ráðgert er að hún fari aftur til Konsó næsta haúst. Færeysk hjúkrunar- kona, Elsa Jacobsen, er nú starf- andi í Konsó og standa vonir til, að hún verði þar áfram eftir að Ingun kemur aftur. .700 manna samkomur Á kristniboðsstöðinni í Konsó er rekinn skóli og sjúkraskýli. Inn- fæddir menn taka nú orðið þátt í skólastarfinu. Kennsla er í þremur bekkjum, og eru nemendur 60—70 talsins. Er kennslan að mestu fólg- in í lesfcri, skrift, reikningi og kristnum fræðum. Eins og nærri má geta, er ann- ríki mikið á kristniboðsstöðinni. Rúmlega 60 innfæddir hafa verið skírðir, 28 bíða nú eftir skírn, og á' samkomum hafa að öllu jöfnu verið um 700 samkomugestir í hvert sinn. Til sjúkraskýlisins koma árlega hátt á annað hundrað þúsund manns að leita sér lækn- inga, og fer þeim stöðugt fjölg- andi, sem þangað leita. f því sam- bandi má geta þess, að Jóhannes Ólafsson, læknir, sem fór til Etíó- píu, ásalmt fjölskyldu sinni, sl. sumar, mun starfa við norska kristniboðsstöð skammt frá Konsó, og er ætlunin að hann komi í sjúkravitjanir til Konsó, svo oft sem þörf krefur. 250 bókstafir í stafrófinu Ríkismál Etíópíu er amharíska. Ekki verður sagt, að auðvelt sé að nema það, enda hvorki meira né minna en um 250 bókstafir í staf- rófinu, og leturgeiðin ólík því, sem er á Vesturlöndum. Eigi að síður er það skylda, að prédikanir og skólastarf allt, fari fram á am- harísku, en kristniboðarnir verða fyrst í stað að mæla á ensku og notast við túlk. Undir venjulegum kringumstæðum sækja kristniboð- arnir málanámskeið í Addis Ab- eba, og vonást þau Gísli og Katrín til þess, að þau geti dvalizt í Addis Abeba í tvo til þrjá mánuði í því skyni. Tilhlökkun í viðtali í gær sagði Gísli, að þeim hjónum væri væntanleg dvöl og starf í Konsó mikið tilhlökk- unarefni. Reyndar hafði hugur Katrínar hneigzt að kristniboðs starfi, áður en leiðir þeirra Gísla lágu saman. Munu þau hjón bæði taka virkan þátt í starfinu í Konsó, og likt og aðrir kristniboðar, ann- Aðalfundur Kaupfélags Borg- firðinga í nýju verzlunarhúsnæði Aðalfundur Kaupfélags Borgfirðinga var haldinn í gær og í fyrradag í Borgar- nesi. Hagur vélagsins er mjög góour, en það seldi afurðir bænda fyi’ir 52,2 mjlljónir króna á liðnu ári. Lokið er byggingu á stóru og glæsiV legu verzlunarhúsi í Borgar- nesi. Á fundinum urðu mikl- ar umræður og gerðar ýmsar ályktanir. Aðalfundurinn hófst árdegis fimmtudaginn 4. maí í fundarsal í hinu nýja verzlunarhúsi félags- ins i Borgarnesi. Á fundinum voru mættir 61 fultrúi frá ölum deild- um félagsins og auk þeirí'a félags- stjórn, kaupfélagsstjóri og endur- skoðendur. Fundarstjóri var Sig- urður Snorrason á Gilsbakka. Formaður félagsins, Sverrir Gíslason í Hvammi, flutti fyrst skýrslu stjórnarinnar. Fagnaði hann því, að nú væri fyrst hald- inn aðalfundur kaupfélagsins íj eigin húsakynnum, og að nú væri j þeim áfanga náð, að fullbyggt væri stórt og glæsilegt verzlunarhús. Þá lagði kaupfélagsstjóri, Þórð- ur Pálmason, fram reikninga fyr- ir árið 1960 og flutti ýtarlega skýrslu um rekstur félagsins á ár- inu. Skýrfði hann frá því, að bygg ingarkostnaður nýja verzlunarhúss ins næmi 11 milljónum króna. Árið 1960 seldi Kaupfélag Borg firðinga vörur í sölubúðum og króna. Auk þess nam sala í kjöt- bú ð félagsins 3,3 miljónum, 1 brauðbúð 1,2 miljónum, í frysti- húsi 1,3 milljónum, á bifreiðastöð 4,3 milljónum. Félagið seldi á ár- inu afurðir bænda fyrir alls.52,2 milljónir króna. Lokaverð á mjólk til bænda á félagssvæðinu reynd- ist 3,97 krónur á lítra. Félagið greiddi í opinber gjöld um hálfa milljón króna og sjö milljónir í vinnulaun. Allmiklar umræður urðu á fund- inum um málefni félagsins og ým- is hagsmunamál héraðsbúa. Meðal annars kom fram nokkur átti við hina nýuppkomnu mæðiveiki í Uölum. Var rætt um, hvernig við skyldi brugðizt og samþykt álykt- un þar að lútandi. Skipun Rússa og Breta: Vopnahlésnefndin strax til Laos Vientíane, 5. maí (NTB). ■— Ríkisstjórnir Bretlands og Sovét- ríkjanna gáfu í dag út skipun þess efnis, að vopnahlésnefndin í Laosmálinu, sem nú dvelur í Nýju Delhí hverfi þegar í stað til Laos. Þá var og tilkynnt, að alþjóðleg ráðstefna um framtíð Laos muni koma saman í Genf n.k. föstudag. NoríSurlandafertJ (Framhald af 3. síðu). um ferðaskrifstofum, sem Sunna hefur samvinnu við. Heimförin er ekki bundin við neinn sérstakan dag, innan 30 daga tímabils frá brottfarardegi. Ferðakostnaður, miðað við tveggja vikna dvöl í Kaupmannahöfn, flugferðir, gist- ingu og uppihald er 10.400 krónur — en nokkru dýrara miðað við jafnlanga dvöl í Hamborg. Páll í Varmahlfö (Framli.ilfi ií! 16 síðui Varmahlíð. Það hefur lengi verið i mikið áhugamál sveitunga hér að i koma upp skóla hér, enda er að- j staða öll hin bezta. Eru uppi radd , ir um að reyna að koma upp fé lagsheimili, sem seinna mætt stækka og breyta í skóla. F.J ast öll venjuleg prestsverk, gift- ingar, skírnir og greftranir. Að lokum bað Gísli Arnkelsson fyrir þakklætiskveðjur til kristni- boðsvina um land allt, sem sýnt hefðu fórnarhug sinn í verki. Á sl. ári hefðu safnazt yfir 600 þús- und krónur, og hefði þetta fé gert það kleift, að halda heimastarf- inu og starfinu í Konsó gangandi. ! „Þó vil ég umfram allt þakka fyr- j irbænir," sagði Gísli, „því án fyrir- ,bæna hefði starfið aldrei borið þann árangur, sem raun ber vitni.“ TÍMINN vill að lokum óska fjöl- skyldunni góðrar ferðar og giftu- ríks starfs í Konsó. Tilkynning ríkisstjórna Bret- lands og Sovétríkjanna, var birt opinberlega í Nýju Delhi, síðdegis í dag. Eins og kunnugt er, er þessi vopnahlésnefnd skipuð fulltrúum þriggja landa. Enn fremur var tilkynnt, að tíu manna sáttanefndin, sem nú er í Nýju Delhí, muni koma saman í Luan Prabang innan skamms. Ráð- gert er, að þingið í Laos komi saman hinn 11. maí n.k. Stjórnin í Laos hefur sent frá sér yfirlýsingu, sem einkum er beint til vinstri manna í landinu, þar sem skorað er á fulltrúa að ræða um málefni Laos í fullri ein- lægni og með ábyrgðartilfinningu. Seint í gær var svo tilkynnt, að enn hefði ekki náðst til vinstri manna, vegna ágreinings um fund- arstað. Efdur í þvottahúsi Laust fyrir klukkan hálf- fimm í gær var slökkviliðið kvatt inn á Réttarholtsveg, en þar hafði komið upp eldur í þvottahúsi, sem er eign Ástu Guðjónsdóttur. Hús þetta er ein hæð og lágt ris. í norðurherbergi eru vélar þvottahússins, þar á meðal þurrk- ari. Hafði þurrkarinn sprungið, og varð herbergið þegar alelda. Komst eldurinn í tróð í risinu, og varð að rjúfa hluta þaksins til þess að komasfc fyrir hann. Slökkvi starfið tók nálega eina klukku- stund. Skemmdir urðu furðulitlar á þvottahúsinu. Samþykkt var að koma upp úti- búi í efri hluta Borgarness til hagræðis fyrir íbúana þar. Einnig var samþykkt að koma á fót ein- hverjum iðnrekstri í gömlu verzl- unarhúsunum, sem nú eru ónotuð. Samþykkt var áskorun á Skógrækt ríkisins að hætta ekki skógrækt- inni í Norðtunguskógi, sem ráð- gert er. Fundinum lauk um hálf- átta leytið í gærkveldi. Að kvöldi fyrra fundardags var fundarmönnum og gestum boðið til skemtunar. Guðmundur Jóns- son óperusöngvari söng og sýndar voru kvikmyndir eftir Oswald Knudsen. Guðmundur Sveinsson, skólastjóri á Bibröst, flutti ræðu. Félagar í Kaupfélagi Borgfirð- inga voru í árslok 1142, og má geta þess til gamans, að íbúar á félagssvæðinu eru alls 3116. í stjórn félagsins eru nú Sverrir Gíslason í Hvammi, sem er for- maður, Jóhann Guðjónsson á Leirulæk, Daníel Kristjánsson á Hreðavatni, Jón Guðmundsson á Hvítárbakka og Ingimundur Ás- geirsson á Hæli. Bandaríski geimfarinn (Framhald af 1. síðu). sínu, klæddur geimfarabúningn- um. Klukkan nákvæmlega 14,34 þaut svo eldflaugin lóðrétt upp í him- inhvolfið með 2500 km hraða á klukkustund og hvarf von bráðar sýnum. Síðan var ferðin aukin í 5280 km á klgt., áður en hámarks- hraða, 7200 km á klst., var náð. Öll vegalengdin, sem geimfarið fór, var 470 kílómetrar. Þegar eftir að eldflaugin var farin af stað, sendi Shepard boð gegnum talstöðina um, að allt væri í lagi og fyrstu orð hans úti í geimnum voru um það, hve útsýn væri fögur. Kennedy spenntur Kennedy, Bandaríkjaforseti, sem aflýst hafði öllum viðtölum þenn- an dag, fylgdist spenntur með und irbúningnum, geimskotinu, ferð- inni og lendingunni í sjónvarpi Hvíta hússins, og svo gerðu og milljónir manna um gervöll Bandaríkin. Lyndon Johnson, varaforseti, sat hjá forsetanum, og tvær síma- línur voru í beinu sambandi við Canaveralhöfða, svo að þeir gætu haft sem nákvæmastar fregnir af ferðalagi Shepards. Þegar geim- íkrðinnJ lauk, hringdi Kennedy persónulega til Shepards um borð í skipið og óskaði honum til ham- ingju, samtímis því, að hann gaf út opinbera tilkynningu um, að geimferðin hefði tekizt. Þá var það og tilkynnt, að von væri á Shepard til Washington á mánu- daginn, og mun hann þá hitta for- setann. Jafnskjótt og fréttin um geim- ferðina barst til Lundúna, sendi Harold Macmillan, forsætisráð- herra Bretlands, heillaóskaskeyti til Kennedys forseta og sagði, að hér hefði mikið vísindaafrek verið unnið. Mikið afrek Með þessari ferð er Alan Shep- ard, sjóliðsforingi, orðinn annar geimfari mannkynssögunnar, en eins og kunnugt er, sendu Rússar mannað geimfar kringum jörðu, þann 12. apríl s. 1., og geimfarinn Juri Gagarin er nú sovézk hetja. í orðsendin\i Kennedys forseta, í tilefni þessa afreks bandarískra vísindamanna, segir m.a., að þessi geimferð eigi að verða öllum þeim, sem við geimvisindi fást, hvatn- ing til nýrra og stærri átaka. Þetta væri aðeins spor í áttina til enn víðtækari rannsókna á dular- mögnum himingeimsins. RÚSSAR FÁLÁTIR Heillaóskaskeyti í tilefni geim- skots Bandaríkjamanna streymdu til Hvíta hússins í gær. Hins veg- ar vakti það nokkra furðu, að Moskvuútvarpið hafði enga frá- sögn um ferðalag Alans Shepards, en í hinum venjulega fréttatíma var lítillega minnst á geimskotið og nokkurra vísindalegra atriða getið, en um leið voru yfirburðir Rússa í geimvísindum vandlega undirstrikaðir. Fyrstu eiginlegu fréttirnar um viðbrögð manna í Rússlandi vegna þessa atburðar bárust, þegar tals maður sovézka sendiráðsins í Lund únum sagði í yfirlýsingu, að þessu stigi geimrannsókna hefðu Rúss- ar náð fyrir mörgum árum. Eg hef ekkert sérstakt að segja um þetta atvik, sagði talsmaðurinh. Edmond Marco, fréttamaður í Maskvu, sagði, að M&skyubúar tækju fréttinni með fálæti eða nokkurs konar samblandi af með- aumkvun og umburðarlyndi, eins og hann orðar það. f augum hins almenna sovézka borgara væri þetta geimskot Bandaríkjamanna aðeins ein sönnunin fyrir yfir- burðum Sovétríkjanna í geimvís- indum. Ljómi þessa atburðar félli alveg í skugga fyrsta geimskots Rússa. VÍSINDAMENN ÁNÆGÐIR Vísindamenn og tæknifræðingar í rannsóknarstöðinni á Canaveral höfða sögðu eftir ferðalag Shep- ards, að þetta væri hið fullkomn asta geimskot, sem þeir vissu um til þessa tíma. Shepard sjálfur hefði kunnað góð skil á hlutverki sínu og yfirstigið alla erfiðleika í sambandi við duttlunga þyngd- arlögmáls á meistaralegan hátt, og ekki hefði hin 66 feta langa eldflaug heldur brugðist, er á reyndi. Shepard hefði allan tímann haft fulla stjórn á eldflauginni og gef- ið rólegur og ákveðinn upplýs- ingar í gegnum talstöðina. Aðeins einu sinni mátti heyra raddbrigði í talstöðinni, en það var þegar hann hrópaði um fegurð útsýn- is og sagðist sjá alla austurströnd Bandaríkjanna greinilega. Nokkrum sekúndum síðar hélt hann áfram að senda vísindalegar upplýsingar, og þetta eina orð OK, hljómaði án afláts í talstöð- inni. Þegar þyngdarlögmálsins gætti ekki lengur, vissi hann upp á hár, hvernig hann átti að haga sér. Þegar geimfarið nálgaðist jörð- ina á nýjan leik, og þyngdarlög- málsins tók aftur að gæta, varð Shepard að þola þrýsting, sem var 11 sinnum meiri en þyngd hans sjálfs. Þegar geimfarið nálg aðist jörðina kom eftirfarandi sending frá Shepard: „Nú siglum við inn í gufuhvolfið“, og fáein- um sekúndum siðar tilkynnti hann, að geimfarið væri í 40 þús- feta hæð. UMSAGNIR SHEPARDS „Eg veit, að það er hægt að framkvæma þetta, og það er mik- ilvægt, að þetta geimskot heppn- ist. Eg vil vera fyrsti bandaríski geimfarinn,“ sagði Alan Shepard í viðtali við stórblaðið Life, eftir að hann hafði verið valinn til fyrstu geimferðar Bandaríkja- manna úr hópi sjö útvalinna. Og honum hefur nú orðið að ósk sinni. Þegar Shepard var spurður að því, hvernig honum hefði orðið við, þegar hann var valinn til fyrstu geimferðarinnar, sagði hann: „Eg var ekki í nein- um vandræðum með að taka á- kvörðun. Eg er fæddur í þennan heim til þess að gera skyldu mína, og þjóna þjóð minni og fóstur- jörð. Ef maður reynir ekki að miðla öðrum gf reynslu sinni, er lífið lítils virði, maður væri að svíkja sjálfan sig.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.