Tíminn - 06.05.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.05.1961, Blaðsíða 9
TÍ MIN N langardaglnn 6. awtlWCL 9 *fc í sundinu þar sem Beringshaf og Norðuríshafið mætast, og Asía! og Ameríka rétta fram hendur tili kveðju, en ná þó ekki alveg sam- an, eru tvær litlar og merkilegar eyjar. Þetta eru Diomedes-eyjar, sæbarðar klettaeyjar, sem heita Stóra- og Litla-Diomede. Sundið milli þeirra er ekki nema ein míla á breidd, en samt skilur það að tvo heima. Litla-Dkxmede tilheyrir Alaska og þar með Ameríku, en Stóra-Diomede Síberíu og þar með j Sovétríkjunum og Asíu. En þetta litla sund skilur' meira en tvo heimshluta, það skilur dag og nótt, vikur og mánuði, ár og jafnvel aldir, því að um þetta litla sund liggur hinn alþjóðlegi dag- sldlabaugur. Þegar mánudagur er í Litlu-Dio- mede er þriðjudagur handan við sundið á Stóru-Diomede. Ef mað- ur stendur á Litlu-Diomede, getur maður horft inn í morgun- daginn, og meira að segja skroppið snögga ferð inn í morgundaginn á einum tíu míinátum, og sé maður á Stóru-Diomede er hægt að líta til baka í orðsins fyllstu merkingu, því að þegar beint er sjónum yfir til Litlu-Diomede, horfir maður inn í gærdaginn, og þangað er hægt að bregða sér. Og á gamlárs- dag á Litlu-Diomede er nýáisdagur á Sbóru-Diomede, og þegar öld er að kveðja á þeriri litlu, er komin ný öld á þeirri stóru. Eskimóamir, sem byggja báðar þessar eyjar, eru náskyldir og taka ekki dagamuninn alvarlega, þegar þeir heimsækja hvorir aðra á bát- um sínum á sumrin eða hlaupa yfir sundið á ís á vetuma. Þessar eyjar hafa verið löghelgaðar Eski- móum einum um langan aldur, en’ í síðari heimsstyrjöldinni var þessi einangrun rofin, og hermenn settu niður tól sín á eyjunum. Árið 1948 þegar stríðinu átti að vera lokið, lógðu Eskimóamir frá Litlu-Dio- mede af stað í heimsókn til vina sinna á Stóru-Diomede til þess að éndurnýja gömul kynni og færa samskiptin í gamalt og gott horf. En þá brá svo við, að rússneskir hermenn tóku þá fasta og settu í fangelsi, en nokkru síðar vom þeir þó leystir úr h'aldi aftur og leyft að fara heim til Litlu-Diomede. Nú eru herverðir beggja megin og þótt Eskimóunum á Litlu-Dio- mede sé leyfilegt að fara yfir, er hvorki Eskimóum né öðrum leyft að stíga á land á Stóru-Diomede. Sagnir ganga þó um það, að þegar ís er á sundinu á vetrum og Eski- móar að veiðum þar, hittist gaml- ir frændur og vinir úti á ísnum, eigi jafnvel leynifundi þar og fari Aðalheimkynni loðselsins eru Þar eru látur mikll. Pribilof-eyjar litlu sunnar í Berlngssundi. I i annað hvort gengið á ís yfir Ber- | ingssund, eða farið yfir það á skinnbátum, svipuðum umiak Eski móa, en þeir eru vel hæfir til lang ferða og burðamiklir — geta jafn- vel borið 60 manns. Umiak-bátarnir hafa lítið breytzt öldum saman, og þeir eru enn í notkun við Diomede-eyjar nákvæm lega eins í sniðum og fyrir þúsund árum. Sumir eru meira að segja farnir að'Setja utanborðshreyfil á skut umiaksins. Selspik er enn notað til ljósmet- is og eldunar á Litlu-Diomede, en nú er því brennt í málmpönnu í stað steinkolunnar, og nú er lín eða baðmull notað í kveik í stað mosans. Enn eru stór sædýr veidd af kappi á eyjunum, og skinn rost- unga og sela notuð til klæða, því að slíkir feldir eru betri til skjóls en föt hvítra manna, en innan und Horft inn í morgundaginn Árið 1943 ritaði frú Evelyn Stefánsson, kona Vilhjálms Stefánssonar, heimskautakönn- uðs, bók um Alaska og árið 1959 endurskoðaði hún útgáf- una oig breytti henni í sam- ræmi við hinar miklu framfar- ir, sem átt hafa sér stað í Alaska síðasta áratug. Bókin er skemmtilega rituð og ueitir mikla fræðslu um þetta merki lega landsvæði norðurlijarans með allar sínar auðlindir, gull og málma, lax og önnur veiði- dýr. Hér birtist svolítill kafli úr bókinni, þar sem sagt er frá eyjunum litlu í Beringssundi, sem alþjóðlegi dagskilabaugur inn liggur á milli, svo að aldrei er sami dagur á þeim báðum, þótt aðeins ein míla sé á milli þeirra. þannig á stórveldi. bak við hið rússneska Beringshaf og Beringssund eru kennd við Danann Vitus Bering, sean hóf hið langa og merkilega starf sitt á vegum rússneska flot- an 23ára gamall. Pétur mikli Rússa keisari gerði hann að fyrirliða leið angurs til þess að fá úr því skorið, hvort meginlönd Ameríku og Asíu væru samvaxin eða ekki. Árið 1725 hélt hann af stað og það varð upp- haf nokkura leiðangra, sem teljast em hin merkasta uppgötvun í sögu landkönnunar og vísinda. f leiðöngrum þessum voru hundr- uð manna og þeir stóðu í mörg ár. Hinn 16. ágúst 1728 — að tíma- tali Stóru-Diomede — kom Bering auga á þessar tvær eyjar í sund- inu og skírði þær eftir dýrlingi sínum. En dimm þoka var á, eins og títt er á þessum slóðum, og Ber- ing sá því ekki, hvað hann hafði í raun og veru uppgötvað — strönd Alaska, og hann sneri aftur. Þetta var illur grikkur örlaganna. Hefði verið sæmilega bjart á þessari þessari stund, hefði Bering snúið heim til Pétursborgar sem mikill sigurvegari. En í þess stað þótti fyrsti leiðangurinn aðeins hálfur sigur, og þrjú ár liðu enn, áður en meiri árangur næðist. . Ýmsir álíta, að í fyrndinni hafi landbrú verið á milli Alaska og Sí- beríu, og dýr gengið þar á milli Asíu og Ameríku. Diomede-eyjar eru þar í sundinu, sem bilið milli meginlandanna er skemmst — að- eins fimmtíu og sex mílur, — og þær hafa þá verið einskonar stöpl- ar þessarar brúar. Sumir halda meira að segja, að fyrir svo sem Evelyn Stefánsson, kona Vilhjálms Stefánsson- ar, segir frá eyjunum litlu í Beringssundi, þar sem alþjó'ðlegi dagskilabaugurinn liggur. 30—40 þúsund árum, þegar maður- inn kom fyrst á þessar slóðir, hafi hann getað gengið þarna milli álfa yfir Beringssund, en það er vafa- iaust hugarburður einn. Við vit- um, að fyrstu mennimir komu til Ameríku frá Asíu, og þeir hafa þá iaiarasiSiEassi I vor hafa menn veitt því athygli að barrtré f nokkrum görðum í Reykjavík, einkum í Vesturbænum, eru illa útlít- andi, barrið gulbrúnt að lit. Þessu veldur trjálús sem mun hafa borizt hingað fyrir átta árum, eftir því sem blaðinu hefur verið tjáð hjá Skógrækt arfélagi Reykjavíkur. Ekki er vitað hvernig lúsin barst hing- að en hún er þekkt um alla Evrópu. Á meginlandinu er viss bjöllutegund sem heldur lúsinni niðri og hefur verið rætt imi að bjallan yrði flutt hingað en án þess að samkomu lag ráðamanna næðist þar um. Lúsin var ekki uppgötvuð fyrr en á sl. ári en ummerki á trjám þykja benda til að hún hafi borizt hingað fyrir til- teknum árafjölda. Hún grein- ist ekki með berum augum en sést vel í stækkunargleri. Mest ber á henni seinni part sumars. Lúsin sýgur vökvann úr barr- nálunum svo þær gulna upp líkt og í þurrki. Litarbreyting- ir ganga menn gjarnan í línfötum og baðmullarbrókum, og inni í hús- um og á tyllidögum eru klæðis- föt af ýmsu tagi notúð. Engin tré vaxa á Diomede-eyj- um, og byggingarefni því af skorn- um skammti. Á Litlu-Diomede eru húsin í Ignaluk — eina þorpinu á einni — hlaðin og höggvin í bratta hlíð. Árið 1950 bjuggu 105 mann- eskjur í Ignaluk. Húsin eru hlaðin úr grjóti og þétt með leir. Reka- viður er einnig notaður í þök, en lítið er um hann, en á seinni árum er farið að flytja inn timbur.Rost- angshúðir eru notaðar á þök, en þó ber meira á bárujárni nú orðið. Mergð hvala, rostunga og sela er í sjónum við eyjarnar, og hef- ur sá fengur löngum fætt og klætt eyjaskeggja. Þar sjást einnig birn- ir og refir. Á seinni árum hafa verzlanir verið settar á fót, og fœst það niðursoðin mjólk, kaffi, te, syk ur og tóbak. Trjálús leikur barrtré hart llla farið í garði í Vesturbænum. ín að I Ignaluk þorpi á Litlu-Díome, þar sem 105 manns búa. Handan sundsins sést Stóra-Díomede. þriðjudagur, þótt enn sé mánudagur á Litlu-Díomede. Þar ÍL kominn:» kemur fram veturinn eftir lúsin hefur verið að verki en sést mest á vorin. Ekki er Jst að tré sem voru lúsug í fyrrasumar séu lúsug í vor, en þó er vissast að gæta vel að, því þessi óþrifnaður er lífsseigur og þolir allt að tíu stiga frost. Trén geta svo jafnað sig eftir þessa útreið, og engan veginn er lúsin neinn dauðadómur á tré ef ráð er í tíma tekið. Þau lyf, sem notuð eru gegn lúsinni, heita Metasystox og Lindanlyf. Paration er notað með vorinu. (Metasystox er á- hrifaríkast en eitraðra en svo að ráðlegt sé að nota það nema þar sem umgangur er enginn alllangan tíma eftir úðun). Bezt er að úð’a í tíu stiga hita g til að lyfin komi að fullum not- i um og úða síðan aftur með nokkrum fresti ef þurfa þykir. (Um trjálúsina og fleiri vá- gesti í skrúðgörðum og mat- jurtágörðum vísast nánar til þáttar Ingólfs Davíðss., Gróður og garðar, hér í blaðinu í gær. -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.