Tíminn - 06.05.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.05.1961, Blaðsíða 11
VEGUR ER YEIR Bandarískur verkfræíingur lýsir þjóívegum framtí'ðarmnar sem knýja farartækin áfram Vegamálastjórar hafa smám saman verið að skipta um skoðun á hugtakinu veg- ur. Það er ekki lengur ein- ungis braut sem ætluð er undir hjól sem snúast. Framsýnir verkfræðingar á bílamarkaðnum í Detroit hafa gert uppdrætti að þjóð- vegum sem stjórna farar- tækjunum, stýra þeim og hemla með rafeindaheila sem komið er fyrir undir götunni. Það er annað vandamál í sam- bandi við samgöngumál okkar. Sumir sérfræðingar þykjast hafa komizt að raun um að áður en langt um líði verði mannkyn- ið búið að þurrausa jörðina að kolum, olíu og jarðgasi. Jafnvel bjartsýnustu vísindamenn hallast að því að eldsneytisbirgðir okkar verði til þurrðar gengnar áður en mannsaldur er liðinn. Það er engin ástæða til að óttast, því nú er fundin ný lausn á vandanum. Ódýrara Með einni kjarnorkustöð get- um við séð heilli borg fyrir þeirri orku sem þarf til að knýja öll farartæki hennar, bæði sem era í almenningseign og ein- staklingseigu. Innan áratugs eða hálfs annars áratugs getum við hagnýtt okkur kjarnorku fyrir svipað verð eða minna en núver- andi orkulindir kosta. Safna rafmagni Þessi kjarnorkuþjóðvegur sem birt er mynd af hér í dag, er teiknaður af bandarískum verk- fræðingi, Arthur Carrara, sem gerir ráð fyrir 8 volta rafmagns- hleðslu í yfirborði vegarins og orkugjafinn er kjarnorkustöð. Farartækin fá orku sína frá veginum sjálfnm, hlaða henni á rafgeyma sem knýja rafmagns- mótora. Á þann hátt er hægt að knýja farartækin áfram á venju- legum vegum, þegar þau beygja út af kjarnorkubrautinni. Þá nota þau rafmagnið sem safnazt hefur á rafgeymana. Rafmagnsbílar koma aftur Fyrir allmörgum árum voru rafmagnsbílar mikið í tízku og urðu mönnum til mikillar ánægju þar sem þeir mnnu hljóðlaust og reyklaust um vegina. Hins vegar reyndist ekki unnt að finna leið til að hlaða þá nógu miklu rafmagni svo hægt væri að fara á miklum hraða langar vega- lengdir. Bílarnir hurfu á ný. En nú er fundin ný lausn á vandan- um, Bílarnir fá orku sína frá þjóðveginum sjálfum og sú orka er framleidd með kjarnorkustöð. Enn einu sinni verður unnt að framleiða þessa litlu, léttu bíla til stórkostlegs sparnaðar fyrir iðnaðinn og neytendurna. Stórt skref Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu á þessu stigi málsins að gera slíkan veg. Það er hægt að reisa kjarnorkustöð sem getur séð fyrir nægilegri orku. Undir- lag vegarins verður gert úr venjulegu sementi en þykkt og sterkt lag af gúmmíi ofan á og í það ofið þráðum sem ýmist hafa neikvæða eða jákvæða hleðslu. Það sem merkilegast er, er það að orkugjafinn flyzt úr hverju einstöku farartæki og er staðsett- ur í veginum sjálfum. Það er stórt skref í framtíðarátt. Síðar meir verður hægt að stýra farar- tækjunum með rafeindum um leið og þau fá orku sína. Bílarnir fara eftir atóm-brautinni á svip- aðan hátt og símskeyti fer eftir símalínu og fólk getur „valið“ sér áfangastað svipað og síma- númer er valið. Vegur er yfir ... Það er engin-hætta á öðru en þessi rafmagnsþjóðvegur verði hreinn af sóti og reyk og að auki hljóðlaus. Því er hægt að stað- setja hann ofar húsaþökum. Hægt er að leggja bílum einni hæð neðan við veginn sjálfan en eins og sjá má af myndinni er vegurinn á mörgum „hæðum“. Þess vegna verður hægt að nota allt jarðsvæðið til annarra hluta, reisa leikvelli, ’ tjarnir; göngu- brautir o. þ. h. Gangandi fólk og bílar þurfa ekki að elda grátt silfur lengur. Vegurinn er ein- faldlega færður upp í loftið og þannig vinnst mikið landrými. Neðanjarðarbrautir Þegar farartæki á kjarnorku- þjóðvegi nálgast borgir eða bæi, er engin hætta á að þau verði að fara gegnum miðbæinn og verzl- unarhverfin. Þau fara annað hvort kringum borgina eða yfir hana. En þeir sem eiga erindi í bæinn. leggja bílnum í aðalbíla- stæði borgarinnar sem er geysi- stór hringur umhverfis hana eins og sést á myndinni. Þaðan fer fólkið með hraðskreiðum neðan- jarðarlestum sem einnig ganga fyrir rafmagni sem framleitt er úr kjamorku. Eyðir snjó og ísingu Annar kostur við kjarnorku- þjóðveginn er sá að hann flytur ekki aðeins fólk og farartæki, heldur vatn lika og annað vökva- kennt og að auki allt rafmagn sem nota þarf í borginni. Leiðsl- unum verður fyrirkomið undir yfirborðinu svo engin hætta er á að þráðadrasl spilli útsýninu. Þessir vegir eru líka miklu ör- uggari en þeir vegir sem við bú- um við nú. Á yfirborðinu verður komið fyirr rafmagnsútbúnaði sem eyðir snjó, ísingu og regni. Ef á þarf að halda geta farþegar yfirgefið farartæki sín á veginum og gengið óhultir á brautinni án þess að eiga á hættu raflost vegna þess hvað spennan er lág. LjósaútbúnaSur Þá er fyrirhuguð samfelld ljósaröð eftir endilöngum vegin- um svo ökuljós bifreiða sem oft hafa blindað þá sem koma á móti, eru með öllu úr sögunni. Arthur Carrara trúir statt og stöðugt á kjarnorkuþjóðveginn og telur að hann eigi framtíðina fyrir sér. Séð er fyrir öllum þörfum okkar á ódýrari og hag- kvæmari hátt en nú tíðkast og aukið rými verður undir skóla, skemmtigarða og leikvelli. Og með -þessu móti verður kjarn- orkunni varið til friðsamlegri nota en nú eru fyrirhuguð, og við getum sparað olíu og benzín og haft til vara ef til þyrfti að gripa. Styrktarfélag vangefinna hefur leikskólastarfsemi fyrir vangefin börn í húsa kynnum sínum að Safamýri 5, hinn 1. júní n.k. Fyrst um sinn verður leikskólinn starfræktur frá kl. 1—6 alla virka daga, nema laugardaga, þá starfar skólinn frá kl. 9—12. í skólann verða tekin börn frá 3 ára aldri. Um- sóknir um skólavist skal senda til skrifstofu Styrkt arfélags vangefinna, Skólavörðustíg 18. Forstöðukona skólans verður til viðtals í skrif- stofunni kl. 1—3 daglega, hinn 8.—12. þ. m. Leikskólanefndin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.