Tíminn - 06.05.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.05.1961, Blaðsíða 12
12 TlMlNN langardagjnn 6, maf Mtt. ftvrAfÍvr ^ RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Sex af tólf tímavörðum með landsdómararéttindi Ragnar Vignir, yfirtímavörður á sundmóti KR, sem fram fór á miðvikudagskvöld, bað síðuna fyrir eftirfarandi atbugasemd vegna greinar, sem birtist hér í gær um tímatöku á sundmót- um. Þar var sagt, að þjálfarar þriggja sundfélaga í Reykjavík hefðu fengið betri tíma, en gefin var upp í sumum sundunum. Ragnar gat þess, að mjög vel hefði verið skipað í stöðum tímavarða á þessu móti og að minnsta kosti sex af 12 tímavörð- um mótsins hefðu landsdómararéttindi sem tímaverðir. Þrír menn tóku tíma á Guðmundi Gíslasyni í 50 m. skriðsundinu, og fékk enginn þeirra tímann 2G.1 eins og sagt var. Tímaverðir voru Garðar Sigurðsson, þjálfari í Hafnarfirði, og var með 26.3 sek. Ottó Tynes, fyrrum þjálfari KR, fékk sama tíma, en Einar Hjartarsson, Á, sem er landsdómari i sundi 26.4 sek. Garðar og Einar voru á tímavarðarpallinum, þegar rásmerkið var gefið, en á sundlaugarbarminum í lok sundsins. Þá gat Ragnar þess einnig, að klukkur þær, sem notaðar væru á sund- mótum, séu eign Sundráðs Reykjavíkur. Þær eru jafnan yfir- farnar minnst einu sinni á ári af úrsmið og stilltar. Fjörugt íþróttalíf á Akranesi síðastl. ár KR-ingar sóttu oft mjög, en Víkingar vörðust af kappl. Þórólfur Beck skallar hér knöttinn, en yfir markið. Til hægri eru Elletr Schram, KR, og Björn Kristjánsson, Víking. Ljósmyndir: Tíminn, GE. Stórtíðindi á knattspyrnusviðinu: 16. ársþing fþróttabandalags Akraness, var haldið dagana 29. marz og 5. apríl s.L í íþróttahúsinu á Akranesi. Formaður ÍA Guð- mundur Sveinbjörnsson setti þing ið og bauð fulltrúa og gest þings ins, Benedikt G. Waage, velkomna til þings. Formaður minntist Valtýs Benediktssonar vélstjóra, er lézt nýlega, en hann var einn af beztu starfskröftum íþrótta- hreyfingarinnar, af eldri kynslóð- inni. Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ sæmdi Guðmund Sveinbjörnsson þjónustumerki ÍSÍ í tilefni 50 ára afmælis Guðmundar í marz s.l. og þakkaði honum gott starf í þágu íþróttahreyfingarinnar. Á þinginu voru samþykktar margar tillögur og skal hér getið nokkurra: 16. ársþing IA samþykkir að íela væntanlegri stjórn IA að taka afstöðu um þátttöku banda- lagsins íslysatryggingarsjóði ÍSÍ. 16. ársþing IA beinir þeirri á- skorun til H.S.Í. að ágóði af ís- landsmótinu innanhúss, verði skipt milli þeirra félaga er þátt taka í mótum, á sama hátt og gert er í íslandsmóti I. og II. deild ar í knattspyrnu. 16. ársþing IA haldið 29. marz 1961, samþykkir að skora á Al- þingi að fella fram komið frum- varp um bruggun og sölu á sterk um bjór. Þingið telur, að ef nefnt frumvarp yrði samþykkt, myndi það auka drykkuskap stórelga. Einnig samþykkti þingið laga- breytingar, sem hafa þag í för með sér, að tekin er upp deildar- skifting og verða fjögur sirráð fjárráða, en það eru: Knattspyrnu ráð, Sundráð, Handknattleiksráð oi Frjálsíþróttaráð. Hér á eftir fer það helzta úr starfi IA á s.l. ári: KNATTSPYRNA IA tók þátt í landsmótum f jögurra flokka og sigruðu í tveim flokkum, II. flokki og I. deild og þar með sæmdartitilinn „Bezta knattspyrnufélag íslands 1960“. — Einnig lék meistarafl. IA gegn þýzka landsliðinu og Red Boys. LA sendi tvö lið í bikarkeppni KSÍ og voru þau bæði slegin út. Þá komu á vegum IA þrír enskir atvinnumenn og léku með félag-1 inu. Yngri flokkarnir fóru í marg ar keppnisferðir út um land og fengu alls staðar hinar beztu mót tökur. Á árinu unnu 8 drengir til bronzmerkja í knattþrautum KSÍ. Fjórir Akurnesingar léku með landsliðinu á s.l. ári og var einn I þeirra, Sveinn Teitsson jafnframt fyrirliði landsliðsins, en hann hef ur nú alls leikið 19 leiki með landsliðinu og Helgi Daníelsson hefur einnig leikið 19 leiki. Þjálf arar hinna ýmsu flokka voru á árnu, Ríkarður Jónsson og Guðjón Finnbogason með m.fl. og Georg Elíasson og Helgi Daníelsson með yngri flokkana. Alls léku flokk- ar LA í landsmótum 24 leiki, unnu 14, töpuðu 4 og gerðu 6 jafntefli, markatalan er 64 gegn 31. Aðrir leikir urðu 33, af þeim unnust 13, en 14 töpuðust og 6 jafntefli, markatalan 68 gegn 52. , HANDKNATTLEIKUR Handknattleikur á miklu og vax andi fylgi að fagna og er nú iðkað ur í öllum flokkum karla og kvenna, en sakir kostnaðar var ekki hægt að sækja landsmót nema fyrir m.fi. og varð lið IA nr. 2 í II. deild. IA efndi til hrað keppni á Akranesi með þátttöku m.fl. liða utan Reykjavíkur og þetta í annað sinn sem slíkt mót er haldið hér. FH vann keppnina og vann í annað sinn bikar gef- inn af Sturlaugi H. Böðvarssyni. Þjálfarar voru Jón Leósson og Kjartan Sigurðsson. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Eftir margra ára hlé skapaðist hér aðstaða til frjálsíþróttaiðkun ar og var ráðinn þjálfari, Guð- mundur Þórarinsson, sem vann frábært slarf við þjálfun frjálsra íþrótta. í byrjun maí var haldið námskeið og sóttu það 189 ung- lingar á aldrinum 7—16 ára, en alls voru haldin 19 mót á tíma- bilinu 30. maí til 18. sept. og sótt voru 3 mót annars staðar. Sex stúlkur sóttu íslandsmeistaramót- ið í Reykjavík með góðum ár- angri. Akranes var lang stiga- hæsti kaupstaðurinn í keppninni Reykjavíkurmeistarar KR ■J • rn jmmntcnlR• r \T A \ * /"k biou osigur iyrir Viking 1-0 . Þau stórtíðindf gerðust á Melavellinum í fyrrakvöld í þriðja leik Reykjavíkurmóts- in«, að Víkingur sigraði Reykjavíkurmeistara KR með 1—0 í hörkuspennandi leik, þar sem meginhluti áhorfenda fagnaði Víkingum sem hetj- um eftir leikinn, en dugnaður Víkinga og baráttuviiji var einkennandi fyrir allan leik- inn. Fyrr hefðu leikmenn dottið niður af þreytu en að gefa erftir. Eftir þeim frétt- um, sem farið hafa af æfing- um KR í vor var talið, að KR myndi sigroð með nokkrum markamun í leiknum, en hér sannaðist enn einu sinni, að allt getur skeð í knattspyrnu. Víkingur vann sinn stærsta sig- ur í knattspyrnu um árabil í leiknum með því að sigra KR 1—0. í liði Víkings eni margir bráðefnilegir leikmenn og virðast þeir vera í góðri æfingu, það er að segja, hafa gott úthald. Þeir eru harðir í horn að taka og berj ast til hins ýtrasta. Það kom ekki fyrir, að leikmenn Víkings stæðu og góndu út í loftið, eins og leik menn annarra félagav hafa gert í vor, nei, þeir voru allir með og börðust gégn ofureflinu og höfðu betur. Leikurinn var hraður og spenn á íþróttaviku F.R.Í. með 160 stig Seinnihluta ágústmánaðar gekkst FÍA fvrir dómaranámsjceiði undii stjórn Guðmundar Þórarinssonar og voru þátttakendur ellefu og j náðu allir prófi og hlutu „Héraðs I (Framhald á 15. síðu). andi, KR var I stöðugri sókn og mark Víkings alloft í hættu, en á 27. mínútu ná Vfkingar mjög góðu upphlaupi og fyrir herfi- leg mistök í vörn KR, tókst Jó- hanni Gunnlaugssyni, (en hann er bróðir þeirra kunnu knatt- spyrnumanna, Kristins og Högna) að skora þetta eina örlagaríka mark leiksins. KR-ingar voru allt af meira í sókn og í lokin voru um 20 leikmenn inni í vítateigi Víkings. Þó voru það Víkingar sem voru nær að skora annað mark, er Bergsteinn Pálsson fyrir opnu marki á hörkuskot í þverslá. Þegar dómarinn, Hannes Sigurðs- son, flautaði leikinn af skömmu síðar, fögnuðu áhorfendur ákaft þessum efnilegu leikmönnum Vík ings, og gamlir Víkingar, sem fyrir löngu eru búnir að sætta sig við ófarir félags síns á leik- velli, ljómuðu af ánægju. Dómarinn, Hannes Sigurðsson, dæmdi ágætlega. Ó.K. Þarna var hættulegt augnablik, en rnarkmanni Víkings tókst að slá knött- inn frá Ellerth Schram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.