Tíminn - 06.05.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.05.1961, Blaðsíða 6
6 fÍMINW langardagton 6. mai Ígtti Úr tveim áttram hafa mér boriztl sendingar síðustu daga. Aðra þeirra flutti Tíminn 26. apríl, und-, ir nafninu Hinn „heiti þeyr“, og var hún komin norðan úr fæðing-1 arhéraði mínu, Þingeyjarsýslu,1 írá Baldri Baldurssyni, frænda mín um á Ófeigsstöðum. Sending Bald- urs var svar við vélrituðu bréfi, er ég reit Þingeyingum s. 1. vetur í tilefni af undirskriftum, er þá voru að hefjast á vegum Samtaka her- námsandstæðinga undir kröfu um brottför hersins, uppsögn hervarn- arsamnings íslands við U. S. A. og að hlutleysi íslands skyldi lýst yf- ir á ný. Hin sendingin í minn garð er úr herbúðum Morgunblaðsins | 28. apríl, og er tilefnið grein mín í Tímanum 25. sama mánaðar: „Þjóð, sem veit sitt hlutverk“. Frá Baldri eða öðrum Þingey- ingum hafði ég ekki vænzt opin- berrar ádrepu í víðlesnu blaði, þar sem bréf mitt var ekki prentað og aðeins til sýslunga minna stílað, þó að eflaust hafi það borizt fleir- um í hendur en þeim. Enn síður hafði mig dreymt um þá viðurkenn ingu, sem grein hans óneitanlega ber með sér. Hann telur mig segja rnörg spakleg orð, kallar mig for- ingja og spámann og líkir mér við kirkjulegan preláta. En sé preláta- samlíkingin réttmæt um mig, þá er Baldur sannkallaður páfi í með- vitund Morgunblaðsritstjórans, því að grein hans er lítið annað en til- vitnanir í grein Baldur Baldvins- sonar, sem væri hann óskeikull, heilagur faðir í fagnaðarboðskap blaðsins um blessun herverndar- urnar. Þegar þessum tilvitnunum sleppir, er Morgunblaðsgreinin lit- ið annað en órökstuddar aðdróttan- ir í minn garð, þar sem ég er nefnd ur „leppur" Rússa og öðrum illum nöfnum og grein mín talin „end- urtekning á heimskulegustu firr- um kommúnista". Get ég því verið fáorður við Morgunblaðsmanninn, en læt lesendur um að dæma grein mína. Aðeins vil ég minna ritstjóra Morgunblaðsins á það, að árið 1956 fdr hans ágæta blað miklum viður- kenningarorðum um r'æðu, sem ég flutti þá í Gamla bíó varðandi frelsishreyfinguna í Ungverjalandi, og birti það kafla úr henni, feit- letraðan. En frelsisást mín og vilji til að halda fram sannfæringu minni vona ég, að sé enn söm og jöfn og þau voru 1956, hvort sem í hlut á austræn eða vestræn yfir- drottnun. Sný ég mér þá að Baldri, frænda rnínum, sem er vel skiptandi orð- um við, því að hann reynir að færa rök fyrir máli sínu, þó að honum bregðist þar meir bogalistin en vænta hefði mátt um svo greindan mann. Baldur gerir mikið úr því, að Rússar hafi undirokað aðrar og smærri þjóðir. Skal því ekki neit- að. En eru þeir einir stórvelda um siíkt? „Frelsisverðirnir verstrænu“ cru því miður ekki alsaklausir heldur. Hvað segir t. d. Baldur um íramferði Bandaríkjamanna í Mið- Ameríku, Frakka í Alsír, Hollend- inga í Indónesíu, Belga í Kongó? Og ekki er ég í vafa um, að banda- rískt auðvald á drjúgan þátt í því ástandi, sem ríkt hefur á Kúbu. Næst vil ég leiðrétta nokkurn misskilning, sem gætir hjá Baldri í minn garð og þeirra samtaka, er hlut eiga að máli og hann virðist hafa megna andúð á. Það er mikill misskilningur, sem Baldur Baldvinsson gefur í skyn, að undixritaður eða Samtök her- námsandstæðinga í heild séu óvin- ir Vesturveldanna. Hitt er allt ann að mál, að mér og fleirum urðu það sár vonbrigði, að setulíðið skyldi ekki verða á brott héðan í stríðslok, eins og lofað hafði ver- ið. Og vissulega er mér á engan hátt geðfelldari rússnesk herseta en bandarísk, og mundi hiklaust vinna gegn henni, ef til kæmi, af engu minn djörfung. En hvaðan hafa fylgjendur hersetunnar þá speki, að Rússar hljóti að hernema ísland, ef Bandaríkjamenn fara héðan? Auðvitað getur enginn á- byrgzt, að slíkt sé útilokað. Skygg- Þóroddur Guðmundsson frá Sandi: Orðið er frjálst: I Preláti* skrifar páfa ;r Skuld fyrir sjón. En ólíklegt er það, önnur eins ögrun og slík til- tekja væri við Bandaríkin. Og hvar er nú mannslund íslendinga kom- ín, ef þeir þora ekki að taka neinni óhættu? Hefðu þeir verið svo hug- lausir frá upphafi vega, gat t. d. aldrei verið um neitt landnám hér að ræða, né heldur stofnun lýðveldisins forna eða tilveru þjóð arinnar yfirleitt. Lífsstríð hennar er samfelld röð áhættusamra fyrir tækja: barátta við drepsóttir, eld, og ís, kúgun og harðstjóm. Allt þetta hefur hún staðizt. En annað getur hún ekki staðizt: helsprengj- una, því að hún mundi tortíma c.llri þjóðinni, sem er beinlínis gerð að skotmarki með því að hafa hér herstöðvar. En hún þolir ekki lieldur langvarandi hersetu, þó að friður sé. Við það lamast sjálfs- bjargarviðleytni hennar og traust á sjálfri sér, eins og glöggt kemur í Ijós, þegar hún er að verða nokk- nrs konar ómagi á bandaríska hreppnum. Og hvernig geta þeir, sem sjálfir hafa lagt árar í bát, orðið öðrum stærri aðilum að var- anlegu liði? Sannleikurinn er sá, að ég er nákvæmlega jafn mikiU vinur Rússa og Vesturveldanna. Og svo sýnist mér, að allir íslendingar ættu að vera. Ekki hafa Rússar reynzt oss verr en vestrænar þjóð- ir, t. d. í viðskiptum, síður en svo. Rangt er það hjá Baldri, að ég þéri sýslunga mína. En ég ávarpa þá í fleirtölu, eins og vera ber, þar sem talað er til margra. Auk þess finnst mér fleirtölumynd 2. per- sónufornafnsins fegurri en tvítal- an, einkum í ritmáli. Síðast, en ekki sízt, ræður virðing sú, se-rn ég ber fyrir viðtakendum bréfs míns, og aðdáun mín á þeim, miklu um nthátt minn, er Baldur nefnir „Kansellístíl". En þar sem hann tal rr um, að tilvitnun mín í ljóð Guð- finnu frá Hömrum komi ekki mál- inu við, þá er það einn mesti mis- skilningur í grein hans. „Hið gullna augnablik", sem ég vék að, á við hvert gott tækifæri. Þegar allir andstæðingar hersetu á ís- Jandi, hvar í flokki, sem þeir stóðu (og utan flokka), báru loks gæfu til að taka höndum saman, varð það mér og fjölmörgum öðrum sannarlega „gullið augnablik". Eft ir því hafði ég verið að bíða í 20 ár og greip það fagnandi, er það loksins gafst. Mín þátttaka í sam- tökunum er því miður minni en ég vildi og vert væri. En hún er af heilum huga gerð og hvorki af ó- vild til neins erlends ríkis né ís- ler.zks stjórnmálaflokks. í hrein- skilni sagt, þá hefur þessi tveggja áratuga herseta hvílt svo þungt á sál minni og samvizku, að ég hef ckki getað hugsað til að hverfa svo af vettvangi þessa fagra lands, og þrátt fyrir allt, undursamlega lífs, án þess að leggja mitt litla lóð á þá vogarskál, sem ef til vill getur ráðið úrslitum um gæfu hvors iveggja eða ófarnað. Undir lok sinnar athyglisverðu greinar segir Baldur: „Þingeying- ar hafa, að þessu, getað valið sér verkefni án ábendingar fjarlægra áróðursmanna". Það er satt, að ég er brottfluttur Þingeyingur. En á- sfæður eru til alls. Baldur Bald- vinsson tók við föðurleifð sinni og liefur að vísu setið hana með sæmd. Eg var einn af 9 bræðrum, sem allir hefðu gjarnan viljað setj- ast að á ættaróðalinu, ef kostur hefði verið á, ekki síður ég og þeir bræður mínir, sem brott viku, en hinir. Þeir og ég fóru af frjálsum vilja, en eigi án alLs trega, þó að bröttför sem mín sé stundum (ranglega) nefnd „flótti úr sveit- inni“. En ég segi það satt, að þegar framtíð mín var að ráðast, virtist mér og mínum likum algerlega of- aukið á æskustöðvunum; átti ég því ekki annars úrkosta en reyna að brjóta mér braut á öðrum vett- vangi, og hef síðan ekki átt aftur- kvæmt til langframa í það hérað, sem ég ann mest á þessari jörð. En „fjarlægur" Þingeyjarsýslu þykist ég ekki vera, eins og bezt sést á því, að varla hefur svo nokkurt sumar liðið í þrjá áratugi, að ekki hafi ég komið heim til skemmri eða lengri dvalar, jafnvel stundum að ósk sýslunga og frænda okkar Baldurs til eins eða annars full- tingis, sem er þó víðs fjarri mér að ofmetnast af. Öll slík tækifæri hafa verið gripin fegins hendi. Og ég held, að sýslungum mínum hafi cldrei fundizt ég á neinn hátt vera orðinn „fjarlægur" þeim eða sýsl- unni. — En viðvíkjandi áróðrin- | um, finnst mér athugandi fyrir J Baldur Baldvinsson, hvort hann sjálfur geti verið í hættu af öðr- um áróðir og ekki síður varasöm- : um en þeim, sem hann sakar mig ; um. Allra síð,ast í grein sinni víkur Baldur Baldvinsson að „rússneskri stjörnu" og hásæti „undir mildum tónum hins austræna bumbuslátt- ! er“, er Þingeyingum og öðium landsmönnum gefist kostur á að leiða mig í. Auðvitað er þetta gam : an, því að Baldur er skemmtinn ! í bezta lagi. En öllu gamni fylgir | nokkur alvara. Og í alvöru talað, I nygg ég, að Baldur og fleiri góð- ir menn séu óþarflega hræddir við hættuna að austan, m. a. fyrir að- gerðir hernámsandstæðinga, sem allmjög er nú reynt að bendla við kommúnista í ræðu og riti. Eg hef kynnzt einstaklingum úr öllum flokkum. Mér virðast sósíalistar ekkert lakari menn í viðkynningu né verri íslendingar en annarra flokka fólk. Og hvað stefnunni við- víkur, þá er sósíalistaflokkurinn sízt róttækari nú en Alþýðuflokk- urinn var, þegar Framsókn hafði sem nánast samstarf við hann. Á sínum tíma var líka Sjálfstæðis- flokurinn í stjórnarsamvinnu við þessa „óvini hinna vestrænu frels- isvarna“. Hvers vegna eru þeir orðnir svona hættulegir nú? „Þeir eru landráðamenn", er venjulega svarað, og punktum. Mála sannast hygg ég þó hitt, að mestu landráðin séu fólgin i því að fljóta sofandi að feigðarósi tóm lætis, vana og sinnuleysis. Gegn þeim landráðum vilja her- námsandstæðingar vinna og hafa þegar gert með því stórgagn. Heiðarlegar umræður eins og Baldur Baldvinssonar gera það einnig. Þess vegna þakka ég hon- um grein hans. Öllum íslendingum, og sýslung- um okkar Baldurs sérstaklega, óska ég alls góðs á komandi sumri. Megi sá „heiti þeyr“ blása um land og lund, þeim öllum til yndis og blessunar. 30. apríl 1961. Þóroddur Guðmundsson. H a n d r i t i n Það er eins og þjóðinni hafi bor- ið nokkuð til happs og gleði. Blöð- iin nota stórt letur í fyrirsögnum, , og sópað er saman myndum !þekktra manna til að segja álit 'sitt. Það er svokallað handiitamál, sem nú kvað vera í þann veginn að verða að dýrmætum sigri ís- lendinga. Þetta mál í þessu sigur- stríði reistu íslendingar við Dani fyrir allmörgum árum, um handrit- in að fornbókmenntum íslendinga, sem bjargað hafði verið úr eyði- leggingarklóm íslendinga sjálfi'a, mest á 17. öld. Danir tóku að sér þetta mál, sem fólst í hinum gömlu bókum íslendinga, og gjörðu úr því norræn fræði, sem höfðu inni að halda norræna sögu og menn- ingaranda, sem hafði risið undra hátt í þjóðlífi íslendinga og var allt í senn, sjálfstæður, heilbrigður og umfram allt, sannur. Það voru spámenn þess anda, sem ritað höfðu bækurnar, og nutu listræns innsæis í manngerðir og viðburði, fyrst og fremst af þeirri menntun, sem þeir hlutu af þessum anda, þar sem hann birtist í lifandi þjóð- lífi fslendinga, og með því tak- marki, að öllu bæri saman við sannleikann. Án þess sannleika hefðu norræn fræði ekki orðið , annað en minningargrein um þessa irithöfunda því það er sannleikur- | inn í verkum þeirra, sem orðið hef- ur grundvöllur hins norræna anda og síðan að vísindagrein um þjóðlíf og ritmennsku Íslendinga og bætti því svo við hróður sinn, að vera lífs trú og haldreipi íslendinga á löng- um þjóðarmorðsöldum, þar til við hófum lifandi starf, í frábærra for- ingja höndum, að endurreisn nor- ræns þjóðlífs á íslandi. Danir urðu fyrir tímans rás og herradóm á ís- landi móðurþjóð hins norræna anda. FVá því snemma á 17. öld hefur starf þeirra verið þrotlaust að því að skilja hann og skýra. Kaupmannahafnarháskóli hefur verið vagga norrænna fræða. Og þótt við íslendingar ættum að taka við þessu hlutverki með stofnun háskóla á íslandi, þá hefur það far- ið á aðra lund. Þeir íslendingar, sem starfað hafa að norrænum fræðum hafa lært í Danmörku. Þar hefur þeim af Dönum jjerið búin góð skilycði til starfa, og Danir hafa neytt þess, að íslend- ingar hlutu, samkvæmt eðli máls, t. d. tungunnar, að vera betri starfsmenn að öðru jöfnu í þessum fræðum, en þeir sjálfir. Allan framgang þessa máls, t. d. í útgáf- um, eigum við íslendingar Dönum jað þakka, því hvorki réðu íslend- ingar við þetta mál né höfðu full- ! an skilning á því, og voru t. d. ís- ! lendingasögur, sem prentaðar vora í Hrappsey, litlu eftir 1700, úthróp- aðar og níddar af íslendingum. Enn í dag eru Danir forustu- menn þessa máls og sinna því, lík- lega 10—15 sinnum meira en ís- lendingar sjálfir. Krafa íslendinga á handritunum var því dálítið skringileg og þó rétt, vegna þess, að nú var svo komið málum að handritanna þurfti ekki við í út- gáfum. Nú var hægt að ljósmynda þau öll á hvítan pappír, án þess að hinn minnsti stafkrókur breytt- ist, og þess gátu íslendingar neytt, ef þeir hefðu viljað herða á útgáf- um og rannsóknum. Handritin urðu með þessu þjóðminjar, sem hvergi áttu heima nema á fslandi. í þeim anda eru þau nú afhent ís- lendingum, og í þeíhi anda ber ís- lendingum að taka á móti þeim og varðveita. í myndunum, sem minnzt var á, jles maður þó ýmislegt skemmti- ; legt og það lítur helzt út fyrir, að Iþað ætli að fara fyrir þjóðinni, I eins og bóndanum, sem keypti j gæðinginn og vildi láta fara vel um ihann og taldi því bezt að setja . hann í lambakrubbuna. Lokaorð jvirðist það vera, að fleygja hand- ritunum inn í safnahúsið við Hverfisgötu. Úr þessu húsi var allt þjóðskjalasafnið flutt austur fyrir fjall á stríðsárunum, undan árásar- hættu, sem þó viitist hverfandi lítil. Nú þykja hin dýrmætu hand- rit vel komin í þessu húsi, og virð- ist þó árásarhætta yfirvofandi hvern dag. Sama máli gildir um alla Reykjavík, sem er búin flug- velli, sem á augabragði kallar árás yfir borgina ef stríðsspilakongun- um dettur í hug að slá út tromp- unum. Það virðist fráleitt að geyma þjóðminjar í Reykjavík, slíkar sem handritin eru. Þá er svo að skilja að nú komi tími og tækifæri til útgáfu og rannsókna á þessum handritum, og látið í það skína, að þau verði höfð í allra höndum, sem þóknast að líta í þau, þótt ólæsir séu á hand- rit, sem flestir fslendingar eru. Gildir um þetta sem áður var sagt, að Ijósprentanir duga í þessu efni. Handritin eru gömul og tímans tönn vinnur á öllum hlutum, og það er skylda að verja handritin svo sem auðið er fyrir öllu hnjaski, og geyma þau undir gleri, en láta ekki hvern sem er handfjatla þau til engra nota. Þetta verður ekki gert nema með strangri vörzlu í þar til gerðu húsnæði, og það er engum til hags að þetta húsnæði sé í þeirri áfallahættu sem mest er, en það er í Reykjavík. Þjóðin ■ hefur sýnt skilning á þessu máli með svonefndri hand- ritin heim fjársöfnun, sem haldið var úti um skeið. Nú kemur það ijiál óumflýjanlega til kasta þjóðar- innar með augljóstri þörf á fram- kvæmdum. Fyrir nokkrum árum hef ég bent á það í grein, að handritahúsið ætti að standa í Odda eða Haukadal, en að því, sem fremst er vitað, hófst ritöld fslendinga á þessum stöðum, jkannske samtímis, en Haukadalur i hefur það fram yfir Odda, að þar j ólst Aii fróði upp. Þvetta verður að ivera mikil bygging. Thorvaldsens jmuspum í Kaupmannahöfn er 40 j herbergi fyrir utan stóra sali og anddyri. Minna hús kemur ekki til greina. Og það er ekkert sérmál Islendinga að byggja yfir grund- völl hins norræna anda, sem einn er samnorrænt mál. Þetta eiga Norðurlönd öll að gera. Og það er eingöngu fyrir málsmeðferð íslend- inga í þessari handritaheimt, að málið er deilumál á Norðurlönd- um, og óheilt útlitið, óráðin gæf- an um það, hversu fer með eitt mesta mál í heimi, þar sem eru frumheimildir norrænnar menn- ingar. Benedikt Gíslason. frá Hofteigi. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð v!3 andlát og jarSarför systur okkar, Sigríðar Greipsdóttur frá Haukadal, Biskupstungum. Katrín Greipsdóttlr GuSbjörg Greipsdóttir SigurSur Greipsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.