Tíminn - 13.05.1961, Blaðsíða 5
T í MIN N, langardagiun 13. maí 1961.
5
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Frarokvæmdastjóri: Tómas Axnason Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.i, Andrés
Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit-
stjómar: Tómas Karlsson Auglýsinga-
stjóri: Egili Bjamason. - Skrifstofur
í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305
Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími:
12323. — Prentsmiðjan Edda h.f.
Samvinnutryggingar
og árangur þeirra
í seinasta blaði var skýrt frá aðalfundi Samvinnu-
trygginga, sem var haldinn að Selfossi á þriðjudaginn
var. í frásögninni voru birtar nokkrar staðreyndir, sem
sýna vel hver hefur orðið árangurinn af þessari starf-
semi samvinnumanna.
Rekstur Samvinnutrygginga varð hagstæður á síðast
liðnu ári og má jöfnum höndum þakka það vaxandi áliti
og traustri stjórn fyrirtækisins. Þá mun gengisbreyt-
ingin hafa reynzt tryggingafélögunum heldur hagstæð.
Alls námu heildartekjur Samvinnutrygginga á síðast
liðnu ári 84,7 milljónum króna og höfðu aukizt um 21,3
milljónir frá fyrra ári, eða um 33,5%. Tjónin námu 59,8
milljónum króna, sem er 5,3 milljónum hærri upphæð
en árið 1959.
Gróðinn, sem varð af starfsemi Samvinnutrygginga,
rann hins vegar ekki 1 vasa neinna fárra manna, eins og
oft vill verða á þessum vettvangi. Verulegur hluti var end-
urgreiddur viðskiptamönnunum, en hitt fór til að styrkja
framtíðarrekstur fyrirtækisins, sem er raunverulega
sameign margra þúsunda manna í landinu, enda starf-
rækt með almannahag fyrir augum.
Alls samþykkti aðalfundurinn aS endurgreiða þeim,
sem tryggt höfðu hjá félaginu kr. 7.380.906—, sem
skiptist þannig á hinar ýmsu tryggingagreinar:
Brunatryggingar ............. kr. 2.192.173,00
Bifreiðatryggingar .......... — 1.671.251,00
Dráttarvélatryggingar ....... — 335.666,00
Skipatryggingar ............. — 1.324.724,00
Vörutryggingar .............. — 1.681.628,00
Ferða- og slysatryggingar ... — 78.468,00
Byggingatryggingar ... ...... — 96.996,00
Með þessari endurgreiðslu tekjuafgangs til hinna
tryggðu hafa Samvinnutryggingar endurgreitt sam-
tals til tryggingartakanna frá því byrjað var að úthluta
tekjuafgangi árið 1949, kr. 29.370.940,00.
Iðgjalda- og tjónasjóðir félagsins námu í árslok kr.
109,9 milljónum og höfðu aukizt um 24,8 milljónir á ár-
inu. Útlán félagsins námu í árslok 62,4 milljón króna.
Þær tölur, sem hér eru nefndar, tala glöggu máli um
árangurinn af starfi Samvinnutrygginga. Tryggingafé-
lagi sem er raunverulega sameign margra þúsunda lands-
manna, hefur ekki aðeins komið sér upp gildum sjóð-
um, er munu treysta starfsemi þess í framtíðinni og
gera því kleift að bjóða betri kjör en ella, heldur hefur
það á einu ári endurgreitt viðskiptamönnum sínum 7,4
millj. kr., og alls hefur það endurgreitt þeim 29,4 millj.
kr. seinustu 12 árin.
Ótalið er svo það, að Samvinnutryggingar hafa átt.
stóran þátt í því að bæta tryggingakjörin á þessum tíma.
Þetta ér glöggt dæmi þess, hvernig unnt er með sam-
vinnustarfinu að veita góða og batnandi þjónustu. og
leysa þannig ýms verkefni betur en verða myndi, ef
samkeppnin væri eingöngu milli einkafyrirtækja eða ef
beitt væri ríkiseinokun, sem lítt myndi taka tillit til
viðskiptamannanna, eins og reynsla er fyrir á þeim svið-
um, þar sem henni hefur verið beitt hér á landi.
/
/
)
)
)
<
/
)
)
)
)
$
\
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
j
/
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
/
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
---------------ERLENT YFIRLíT
Verkfallssigur danskra bænda
Þeir fengu uppbætur, sem nema 460—500 millj. danskra króna.
EINS og 'kunnugt er aí frétt-
um, hófu danskir bændur
verkfall síðastl. mánudag á
þann hátt, að þeir hættu að
senda afurðir til vinnslutöðv-
anna. Tilefnið var það, að rík-
isstjórnin hafði ekki viljað
fallast á kröfur, sem samtök
þeirra báru fram. Verkfallið
stóð í rúma tvo sólarhringa, en
þá hafði ríkisstjórnin fallizt á
kröfur bænda að langmestu
leyti. Danskir bændur unnu
þannig nær fullan sigur í
fyrsta allsherjarverkfallinu,
sem þeir gera, en þátttaka
þeiria í því mátti heita alger.
Kröfur bænda voru sprottn-
ar af því, að landbúnaðar-
verkamenn og verkamenn við
sláturhús og vinnslustöðvar
höfðu farið fram á talsverðar
kauphækkanir. Bændur töldu
þessar kr'öfur verkamanna ekki
ósanngjarnar, en töldu sig ekki
geta fallizt á þær, nema ríkis-
stjórnin bætti þeim það, ann-
aðhvort með uppbótum úr ríkis
sjóði eða hæfckun á verði inn-
anlands. Bændur töldu sig
þurfa fá hækkun, sem næmi
samtals 200 millj. kr. til þess
að mæta umræddum kaup-
hækkunum. Auk þess töldu
þeir sig hafa dregizt svo aftur
úr öðrum, að þeir þyrftu 350
millj. kr. bætur til að jafna
þann halla. Alls námu því kröf-
ur þeirra 550 miillj. kr.
Ríkiisstjórnin bauðst til að
veita þeim bætur, er næmu um
300 millj. kr., en að því vildu
bændur ekki ganga.
Vegna þess að bændur töldu
sig ekki fá viðunanleg svör frá
ríkisstjóminni, neituðu þeir að
fallast á kauphækkanir til
verkamanna á meðan. Verka-
menn við sláturhúsin hófu því
verkfall. Bændur töldu þá rétt,
að þeir létu einnig til skarar
skríða og ákváðu að gera alls-
herjarstöðvun til þess að knýja
stjórnina til þess að taka kröf-
ur þeirra til greina.
Ríkisstjórnin hafði hótað
því, að ræða ekki við bænd-
ur meðan á verkfallinu stæði,
en féll frá því, er til kom. Hún
hóf næstum strax samningavið-
ræður við fulltrúa bænda, og
Iauk þeim aðfaranótt miðviku-
dagsins á þann veg, að stjórnin
féllst á að veita bændum bæt-
ur, sem taldar eru nema 460—
500 millj. kr. Þær verða veittar
á eftirgreindan hátt:
RÍKISSTJÓRNIN veitir 210
millj. kr. úr ríkissjóði til sér-
stakra uppbóta tij bænda. Upp-
bæturnar verða veittar með
tvennum hætti eða í fyrsta
Iagi, sem ákveðinn styrkur til
hvers bús, og í öðru lagi sem
ákveðinn styrkur á hverja
mjólkandi kú. Styrkur til hvers
einstaks bús mun verða milli
800—900 kr., auk 80 kr. fyrir
hverja mjólkurkú.
Ríkissjóður ver um 75 millj.
kr. til styrktar ýmissa fram-
kvæmda og aðgerða í þágu út-
flutningsframleiðslu landbún-
aðarins.
Ríkissjóður ver 50 millj. kr.
til niðurgreiðslu á áburðar-
verði.
Ríkisstjórnin gerir ráðstaf-
anir til að lækka skatta á land-
búnaðinum um 40 miilj. kr.
Ríkisstjórnin tekur að sér að
sjá um og auka ýmis framlög
Karl Skytte landbúnaSarráðherra Dana.
til upplýsinga- og eftirlitsstarfa ‘
í þágu landbúnaðarins, einkum
hvað, snertir útflutningsfram-
leiðsluna. Ríkissjóður skal
verj^ a.m.ik. 17. millj. kr. í
þéssu- slcyni.
Þá skal ríkið veita landbún-
aðinum aukna aðstoð og fyrir-
greiðslu á ýmsum öðrum svið-
um.
Loks skal verðlag hækka inn
anlands á kjötvörum og land-
búnaðurinn fá a.m.k. 50 millj.
kr. á þann hátt.
Alls er gert ráð fyrir því í
samkomulaginu, að bæturnar
til landbúnaðarins nemi a.m.k.
460 millj. kr. samkv. útreikn-
ingum bændasamtakanna, en
425 millj. kr. samkv. útreikn-
ingum ríkisstjómarinnar. Mis-
munurinn liggur í því, að erfitt
er að áætla suma liðina fyrir-
fram. Sumir segja, að þessi
framlög geti náð 500 mill. kr.
Að sjálfsögðu er hér alls
staðar átt við danskar krónur,
en ein dönsk króna svarar til
5.50 ísl. kr.
MEÐ samkomulagi því, sem
hér hefur verið gert, hafa
dönsk stjórnvöld fallizt á það í
fyrsta sinn í stærri stíl, að
veita landbúnaðinum stór fram
lög úr ríkissjóði í stað þess að
hækka verðlag innanlands.
í þessum átökum var það
dönskum bændum mikill styrk-
ur, að landbúnaður þeirra
landa, sem þeir keppa aðallega
við, nýtur hvarvetna margvís-
Iegra opinberra uppbóta. Þetta
gildir t.d. bæði hollenzkan og
vestur-þýzkan landbúnað í rík-
um mæli. Þá gildir það ekki
sízt brezkan landbúnað.'Á fjár-
lagaárinu 1960—61 fær brezki
landbúnaðurinn um 270 millj.
sterlingspunda opinber fram-
lög með einum eða öðrum
hætti eða um 28600 millj. ís-
lenzkra króna. Þar sem þeir,
er vinna við brezkan landbún-
að, eru taldir um 600 þús.,
mun láta nærri að þessi fram-
lög nemi 45—50 þús. krónum
á hvern mann. f höfuðdráttum
skiptust þessi framlög í Bret-
landi þannig, að 106 millj.
sterlingspunda fóru í beina
framleiðslustyrki (40 millj. til
niðurgreiðslu á áburði, 30
millj. til nautgriparæktunarinn
ar sér'staklega og 35 millj. til
bygginga og ræktunarstyrkja).
Hinn hluti framlaganna fór að
mestu leyti í verðuppbætur,
þannig fengu enskir bændur
t.d. 40% hærra verð fyrir korn
vörur en markaðsverðið var.
Fyrir danska bændur hefur
að sjálfsögðu verið erfitt að
keppa á brezka markaðinum
undir þeim kringumstæðum,
að aðalkeppinautarnir nutu
stórfelldra uppbóta. Þess vegna
hafa dönsk stjórnarvöld nú
einnig orðið að fara inn á
þessa braut í stórauknum
mæli. Þó njóta danskir bændur
enn mun minni aðstoðar í þess-
um efnum en bændur í flestum
öðrum Vestur-Evrópulöndun-
um. Þó er aðstoð þess opin-
bera við landbúnaðinn í Vest-
ur-Evrópu yfirleitt mun minni
en í Bandaríkjunum.
Að sjálfsögðu er þessi að-
stoð við landbúnaðinn fyrst og
fremst veitt til að halda veið-
lagi landbúnaðarvaranna niðri
og tryggja næga framleiðslu
þeirra. Þær eru því raunveru-
lega ekki styrkur til bænda,
heldur eru beint og óbeint í
þágu allra þegna viðkomandi
þjóðar.
í Bandaríkjunum hafa verið
veittir styrkir til landbúnaðar-
ins í margs konar formi, m.a.
hefur ríkið keypt landbúnaðar-
vörur í stórum stíl til þess að
koma í veg fyrir verðfall á
þeim. Þá hefur bændum einnig
verið greitt fyrir að sá ekki í
vissan hluta akra sinna og láta
þá þannig hvíla sig um skeið.
Það er þannig mikill mis-
skilningur, sem oft heyrist hér
á landi. að íslenzkur landbún-
aður njóti meiri opinberrar að-
stoðar en þekkist annars dtað-
ar. Þ.Þ.
•VI-V WiXi-ViX>X» >
/
)
)
)
)
)
)
).
r
)
)
r
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
/
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
!
/
)
)
)
)
)
\
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
(