Tíminn - 14.05.1961, Side 7

Tíminn - 14.05.1961, Side 7
TÍMINN, huimudagiim 14. maí 1061. 7 — SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ Grjótkast og rúðubrot Heimdellinga síðastliðið sunnudagskvöld. - Hatursáróður komm- únista gegn Bandaríkjunum. - Ólík viðbrögð lýðræðissinna og einræðissinnaðra aftur- haldsmanna. - Hatursáróður stjórnarblaðanna til þess að draga athygli frá „viðreisninm‘. - Unglingar gerðir að nazhyrningum. - Benedikt, Eyjólfur og Magnús. - Hin rétta leið. Þau tíðindi, sem geröust hér í bænum á sunnudags- kvöldið var, hljóta að verða lengi minnisstæð. All stór hópur hálfvaxinna unglinga undir stjórn nokkurra forustu manna í Heimdalli, æskulýðs- félagi Sjálfstæðismanna, reyndi í fyrstu að hleypa upp útifundi, sem samtök her- námsandstæöinga héldu, en þegar það mistókst, var farið að flokksh'1®1 Sósíalistaflokks ins og það grýtc,, þegar lög reglan hindraði þar frekari aðgerðir, var haldið að bústað rússneska sendiráðsins og byrjað að brjóta þar rúður er lögreglan kom á vettvang. Nokkrir forsprakkanna voru handteknir af lögreglunni en aðrir sluppu. Það skal endurtekið, sem áður hefur verið sagt hér í blaðinu, að telja verður ótrú- legt, að forkólfar Sjálfstæðis- flokksins eða hinir hyggnari ráðamenn Heimdallar, hafi staðið eitthvað á bak við þessar aðgerðir. Til þess eru þær of heimskulegar aö hægt sé að ætla slíkt. Hinu verður hins vegar ekki neitað, að leiðtogar Sjálfstæðisfolkksins eiga mikinn óbeinan þátt i þessum atburði. Unglingarn- ir sem upphlaupið gerðu, eru hinir nytsömu sakleysingjar, sem hafa blindast svo mjög af áróðri forsprakkanna. að þeir hafa gengið feti lengra en ætlazt hefur verið til, a. m.k. að sinni. Ef forsprakkarn ir halda sömu áróðursaðferð- um áfram, geta þeir átt eftir að vakna við þaö einn morg uninn, að þeir séu búnir að missa tök á hjörðinni. Árang- i'rinn af iðju þeirra sé m.ö.o. orginp sá, að hér sé kominn +U sögunnar hópur ofstækis- manna, sem stofnar sinn eig- in flokk eða hefur náð fullu tangarhaldi á Sjálfstæðis- flokknum sjálfum. Áróður komm- únista Hér er vissulega á ferðum miklu meira alvörumál en j menn gera sér yfirleitt næga grein fyrir. Blindur haturs- áróður ber því miður oft skjót i an og blómlegan ávöxt. Þetta j reyndist Hitler á sínum tíma. j Þetta hefur líka víða gagnað. kommúnistum vel. Af hálfu j kommúnista hefur nú um. nokkurra ára skeið verið hald ið uppi skipulögðum haturs- áróðri gegn vestrænum þjóð- um bó einkum Bandaríkjun- um Ekki aðeins þeir, sem ha*n fylgt vesturveldunum að máhun gagnrýnt^laust og mp't öllum mistökum þeirra bót, heldur engu síður hinir, sem hafa sagt kost og löst Stöðvar fyrirhyggjuleysi ríkisstjórnarinnar síldveiðarnar og karfaveiðarn- ar að mestu? Sjá forustugrein blaðsins á 5. síðu. á málunum, hafa hlotið þann stimpil kommúnista að vera j Ameríkudindlar og auðvalds- j þjónar, ef þeir hafa ekki viljað ' dansa með í hatursáróörinum gegn vesturveldunum. Óþarft er að nefna dæmi um þetta, því að þau hafa menn fyrir augunum bæði innan lands og utan. r Aróður andkomm- únista Af hálfu andstæðinga kommúnista hefur verið brugðist mjög misjafnlega við þessum áróðri. Frjálslynd ir menn og réttsýnir, hafa ekki látið þennan áróður rugla sig neitt, heldur haldið áfram vöku sinni, og má nefna sem dæmi um þetta marga helztu stjórnmálaleið toga vestrænna þjóða og ým- is merkustu blöð þeirra þjóða. Þessir aðilar hafa lagt áherzlu á að svara ekki hatursáróðri kommúnista í sömu mynt, þvi að ekkert væri líklegra til að kollvarpa' frelsinu og kveikja nýtt heimsstyrjaldarbál eins og fordæmi Hitlers hefði lfka bezt sýnt. Rök og skynsemi ætti að einkenna málflutning vestræns lýðræðis en ekki æsingar og hatur. Því miður hafa þó ýmsir hægri sinnaðir öfgamenn vestan tjalds fallið fyrir þeirri freistingu. Mc Carthy er eitt gleggsta dæm- ið. Hann svaraði kommúnist- um með sama hatursáróðr- inum og þeir beittu og setti kommúnistastimpil á alla, sem ekki vildu taka undir með honum. Nú er Robert Welch, leiðtogi hins illræmda John Birch-félagsskapar, höfuð talsmaður þessarar stefnu vestan tjalds, ásamt einræðisherrum eins og Franco á Spáni og Salasar í Portúgal. Æsingar og haturs- hugur einkennir alla starf- semi þessara manna og þar sem þeir komast til valda, beita þeir sama ófrelsinu og ofríkinu og kommúnistar. — Þeir lýðræðissinnar, sem ekki vilja una þessum vinnubrögð- um, eru hiklaust stimnlaðir kommúnistar, leiguþý komm- unista, Rússadindlar og öðr- um slíkum nöfnum. Áróður íslenzku stjórnarblaðanna j Hið sorglega hefur gerzt hér já landi, að ráðamenn stjórn I arflokkanna hafa í vaxandi mæli gripið til áróðursaöferða þeirra McCarthys og Welch, Salasars og Francos, síðan tók að halla uridan fæti hjá j „viðreisninni". Þeir hafa reynt j að draga athyglina frá sam- drættinum og kjaraskerðing- unni meö því aö hefja haturs I áróó\ir gegn andstæðingun- um, líkt og þeir McCarthy og Welch, og veifað kommúnista stimplinum í tíma og ótíma. Mikill áróður hefur verið .haf : inn gegn Rússum og komm- únistum og málflutningur um | þá fyrrnefndu verið í. svipuð- j um æsinga- og haturstón og j áróður kommúnista varðandi Bandaríkiamenn f fram- haldi af því hefur kommún- j istastimpillinn verið settur á j alla og allt, sem ekki hefur verið ríkisstjórninni að skapi. Þegar bændur og launþegari vilja ekki una búsifjum „við j reisnarinnar" er það kallaður j kommúnismi. Þegar íslenzkir j menn vilj a ekki afsala rétti j til útfærslu á fiskveiðiland- j helginni, er það kallað þjón- usta við hinn albióðlega kommúnisma! Ein uppáhalds 1 iðja stjórnarblaðanna er aö stimpla Framsóknarmenn kommúnista eða þjóna þeirra. Þótt blöð Sjálfstæðisflokks ins kappkosti þennan áróður, er það ótvírætt, að þau hafa til þessa oröið undir í sam- keppninni við Alþýðublaðiö. Einkum gengur Alþýðublaðið feti framar í því að koma kommúnistastimpli á allar launakröfur. Það er líka enn hatramara gegn Rússum en Mbl. Spaugilegt dæmi um þessa samkeppni Alþýðublaðs ins við Mbl. er það, er Mbl. sagði frá því, að skortur væri á eggjum, því að þau væru keypt af varnarliðinu á Kefla víkurflugvelli. Alþýðublaðið svaraði þessu rétt á eftir með því að telja eggjaskortinn stafa af annarri ástæöu eða þeirri, að hænunum væri gefið rússneskt fóður! Unglingar verða að nazhyrningum Það er þessi hatursáróður stjórnarblaðanna og sífellda kommúnistabrígsl, sem er rót þess leiðinlega atburðar, að vel stálpaðir unglingar grýttu hús og brutu rúður á sunnu- daginri var. Þegar fólk, sem lítið athugar málin, er búið að sjá fyrir augunum dag eftir dag hinar stóru yfirskriftir stjórnarblaðanna um komm- únista og fylgifiska þeirra og allar vammir, sem þeim eru j færðar að sök, þá blindast j þetta fólk smátt og smátt af i þessum áróðri. Fyrr en það sjálft veit af, er það orðið aðj nashyrningum, líkt og í leik- ritinu, og er farið að láta alls konar villidýralátum. . Þetta fyrirbrigði, sem gerð- ist hér á sunnudagskvöldið, er því miður farið að verða býsna títt víða um heim. Það er orðiö næsta títt að lýður, sem hefur verið æstur þannig upp, hafi safnast að sendiráöum Bandaríkjanna í kommúnistalöndum eða að honum hafi verið stefnt að sendiráðúm Sovétríkjanna í löndum vestan tjalds. Venju- legast hefur það þó verið í sambandi við einhvern meiri háttar atburð í alþjóöamál- um, en ekki komið eins og upp úr þurru, líkt og gerðist hér á sunnudagskvöldið. Það sýnir. að hér virðist þetta komið á enn lægra og háska legra stig. Benedikt, Eyjólfur oí? Magnús íslendingar verða að átta sig vel á þessu máli áður en 1 það er orðið um seinan. Ellal getur brátt verið komið svo, að þjóðin verði orðin að tveim ur öskrandi fylkingum, þar sem önnur hrópar: Ameriku dindlar og auðvaldsþrælar, en hin: Rússadindlar og kommúnistaþrælar, og vinnu brögðin í íslenzkum stjórnmál um verði eftir því. Sannar- lega er mikil hætta á því, þeg- ar svo er komiö, að þá gleym ist það fljótt, hver er hinn íslenzki málstaöur og það verði erlend sjónarmið og einræðishyggja, annaðhvort í anda Hitlers eða Stalins, sem komi til með að ráða hér ríkjum. í umræöum um alþjóðamál in eigum við vissulega að taka okkur til fyrirmyndar þá leiðtoga vestrænna ríkja, sem ræða málin með mestri hófsemi, en þó festu, en ekki öskurapa McCarthy-isma eða kommúnismans. í skrifum sín um um varnarmálin ættu t.d. Benedikt Gröndal og Eyjólfur Konráð ekki að stimpla alla þá, sem eru andvígir hersetu á friðartímum, kommúnista, heldur miklu fremur minnast ummæla Dulles, sem skildi vel að það stafaði ekki af neinum kommúnisma, þótt íslending- ar teldu hersetu erfiða. því aö þröngt myndi Bandaríkja- mönnum þykja fyrir dyrum, ef þar dveldi 5—6 milljón manna erlendur her. Jafn þýðingarlaust er það líka fyrir Magnús Kjartansson að ætla að kalla Bandaríkja- dindla og auðvaldsleppa alla þá íslendinga, ,sem vilja að hætti Norðmanna og Dana vera í Atlantshafsbandalag- inu og hafna með bví hlut- leysi, sem reyndist bæði okk ur og þeim haldlaust í sein- ustu styrjöld. Meðalvegurinn Hinir öskrandi Heimdelling ar, sem grýttu hús og brutu glugga á sunnudagskvöldið var| eru vissulega alvarlegt tímanna tákn. Það má vera okkur alvarleg umhugsun um að gerast ekki slíkir leiksopp ar kalda stríðsins, við glötum með öllu því, sem íslenzkt er. Meirihluti þjóðarinnar hefur eindregið valið sér stöðu með vestrænum lýðræðisbióðum, en þaö þýðir hins vegar ekki það, að við eigum að afsala alveg sjálfsákvörðunarrétti okkar i hepdur hinna vest- rænu stórvelda, eins og helzt má orðið skilja á skrifum stjórnarblaðanna.' Við eigum að vera í þessum samtökum til að halda á rétti okkar. en ekki til þess að farga honúm, í þeim efnum er gott að hafa hliðsjón af frændum okkar, Dönum og Norðmönnum, sem ekki láta bjóða sér annað en (Framhaid á 10 síðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.