Tíminn - 16.05.1961, Síða 3

Tíminn - 16.05.1961, Síða 3
TÍMINN, þriðjudagimn 16. maí 1961, 3 Hafrannsóknaskipið Johan Hjort. (Ljósm.: TÍMINN, G.E.) Norskt hafrannsókna- skip í Reykjavík Síðdegis í gær kom norska hafrannsóknaskipið Johan Hjort inn í Reykjavíkurhöfn. Blaðið hafði tal af Drattberg leiðangursstjóra og aðstoðar- manni hans. Kváðu þeir skipið vera að koma úr Grænlands- leiðangri og vera á heimleið. Þeir hafa um nokkurra vikna skeið stundað þar hafrann- sóknir, mælt hita og seltu sjávar, og einnig veitt á línu til þess að hyggja að fiski- magni. Johan Hjort verður í Reykja- víkurhöín næstu viku, en leið- angursmenn ætla á meðan að hafa samráð við fiskifræðinga hér. Síð an munu þeir leita síldar fyrir vestan fsland í nokkra daga, áður en þeir halda heim á leið. Leið- angur skipsins til Vestur-Græn- lands var liður í alþjóðlegum haf rannsóknum á Norður-Atlantshafi, John Hjort er eitt af tveimur systurskipum, sem Norðmenn eiga til hafrannsókna. Það er þriggja ára gamalt og mjög lag- legt skip eins og sjá mé á mynd inni. Guðbjartur Olafsson látinn Guðbjartur Ólafsson, forseti Slysavarnafélagsins, andaðist í fyrrinótt, 72 ára að aldri. Hann var ættaður úr Barðastrandar- sýslu, lagði ungur stund á sjó- mennsku og lauk stýrimannaprófi 1911. Varð hann fljótt skipstjóri á fiskiskipum, og þjargaði hann á skipstjórnarárum sínum fjórum skipshöfnum, 38 mönnum, úr sjávarháska á einum og sama degi. 1929 gerðist hann hafnsögumað ur í Reykjavík, og tók upp frá því mikinn þátt í samtökum sjó- manna, og formaður Slysavarna- félagsins var hann allar götur síðan 1940. Hittast Kennedy og Krústjoff? NTB—Washington, 15. maí. Síðustu dagana hefur verið þrálátur orðrómur uppi um það, að haldinn verði innan tíðar fundur leiðtoga Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna til þess að hindra það, að Genfar | anna og Bandaríkjanna sé undir ' viðbrögðum sovézka nefndar- mannsins á Genfarráðstefnunni, I Tsarapkin, kominn, en hann hef- ur hótað því að yfirgefa ráðstefn una, ef Frakkar hætti ekki þegar í stað tilraunum sínum með kjarn orkuvopn. ráðstefnan um bann við til- raunum með kjarnorkuvopn fari út um þúfur. Eftir pólitískum aðilum í Was hington er það haft, að frásagn- irnar um það, að Kennedy og Krustjoff muni hittast, væntan- lega í byrjun júní, séu eitthvað orðum auknar. Hins vegar er það undirstrikað rækilega, að slíkur fundur æðstu manna Sovétríkj- Richard Nixon, fyrrv. varafor- seti Bandaríkjanna og keppinaut- ur Kennedys forseta í síðustu for setakosningum, hefur eindregið hvatt forsetann til þess að koma á slikum fundi með Krustjoff, og tveir öldungadeildarþingmenn demokrata, Mike Mansfield og' Hubert Humphrey, hafa sömuleið is lagt að forsetanum að fara inn an tíðar til fundar við Krustjoff í Evrópu. 19 ára pilt- ur öruknar Féll í sjóinn af trillubát undan Kjalarnes töngum á laugardag Alþýðusamband Norðurlands hyggst knýja fram kjarahót Um helgina var háð á Akur- eyri 7. þing Alþýðusambands Norðurlands, og sóttu þingið 34 fulltrúar frá 15 samhands- félögum ásamt forseta Alþýðu Efnt til mannsafnaðar Ósamkomulag í miðnefnd Samtaka hernáms andstæíiinga Tímanum barst í gær fréttatil- kynning frá Samtökum hemáms- andstæðinga, þar sem m.a. var skýrt frá því, að þau myndu efna til mannsafnaðar við stjórnarráðs húsið síðdegis í dag, þegar Robert L. Dennison aðmíráll, yfir foringi Atlantshafsbandalagsins á Norður-Atlantshafssvæðinu, ræðir við ríkisstjórnina. í tilefni af þessu átti Tíminn viðtal í gærkveldi við Sigurvin Einarsson, alþingismann, sem á sæti í miðnefnd Samtaka hernáms andstæðinga. Hann kvað ágreining hafa verið um þetta í miðnefnd- inni og hefði hann lýst sig ein- dregið andvígan því, að efnt yrði til mannsafnaðar í sambandi við komu þessa manns, þar sem hann teldi slík vinnubrögð óheppileg. sambands íslands, Hannibal Valdimarssyni. Mikilsverðustu umræðurnar á þinginu voru, sem vænta mátti, um kjara- og atvinnumál. Voru samþykktar ýtarlegar ályktanir um bæði þessi mál. Það kom glöggt fram á þing- inu, að fulltrúarnir töldu óhjá- kvæmilegt, að knúnar yrðu fram kjarabætur á þessu vori, og var lögð áherzla á, að félögin hefðu sem nánast samstarf með sér um allar aðgerðir í þessum efniun, m.a. ef grípa yrði til verkfaUs- aðgerða. Það kom fram, að tvö félög á sambandssvæðinu hafa þegar boðað verkfall, og að fleiri | myndu gera það á næstunni, ef samningar takast ekki án þess. Á þinginu voru einnig gerðarj ályktanir um landhelgismál og her | stöðvamálið og samþykktar ýmsar| tillögur um smærri mál. Þinginuj lauk á sunnudagskvöldið. Tekin voru í sambandið þrjú verka- kvennafélög, sem sótt höfðu um upptöku á árinu. Voru það Orka á Raufarhöfn, Aldan á Sauðárkróki og Báran á Hofsósi. Þingforsetar voru Gunnar Jóhannsson frá Siglu firði og Þorgerður Þórðardóttir frá Húsavík. Forseti sambandsins er Tryggvi Helgason á Akureyri, en með honum í miðstjórn eru: Björn Jónsson varaforseti, Freyja Eiríksdóttir ritari og Jón Ingimars son og Stefán Snæbjörnsson, með- stjórnendur. Um sexleytiS síðdegis á laug ardaginn varð það slys undan Kjalarnestöngum, að 19 ára gamall piltur, Valmundur Sverrisson, Norðurgötu 51 á Akureyri, drukknaði af trillu- bátnum Örnólfi. 1 um, og leitaði því aðstoðar báta, sem nærstaddir voru. Leituðu bát j arnir Valmundar lengi, en án ár- ; angurs. , Lúðvík hélt þá í höfn við svo j búið og tilkynnti lögreglunni slys ið um níuleytið. Með Valmundi var á _bátnum Farnír að veiða annar maður, Lúðvík Árnason, Karfavogi 39 »ér í bæ. Hvarf útbyrðis. Báturinn var sem fyrr segir staddur út af Kjalarnestöngum, og var Lúðvík að reyna að koma vélinni í gang er slysið bar að höndum. Þegar hann leit upp frá vélinni, var Valmund hvergi að sjá í bátnum og vissi Lúðvík ekki, með hvaða hætti hann hafði horf- ið. Sá hann hvergi til hans í sjón Drengur fyrir bíl Drukkinn ökumaður á f erð í Keflavík Ók á tvo bíla og ljósastaur og sofnatSi síðan undir stýri Um hálfeittleytið aðfaranótt sunnudagsins var Keflavíkur- lögreglunni sagt frá ölvuðum bílstjóra, sem valdið hafði talsverðum usla með akstri smum. Skömmu fyrir kluikkan sex í gærdag varð það slys á mótum Suðurlandsbrautar og Grensás- vegar, að sjö ára gajnall drengur', Þórhallur Kárason, Álfheimum 40, varð fyrir bíl. Sjúkrabíll fluttij Ökumaður þessi var að koma Þórhall á slysavarðstofuna. Kvart-j af dansleik, sem haldinn var í aði hann um eymsli í fæti, en ekki' samkomuhúsi Njarðvíkur. Ók er blaðinu nánar kunnugt um1 hann fyrst utan í tvo bíla, sem meiðsli. i stóðu hjá samkomuhúsinu, og skemmdi þá nokkuð. Síðan hélt hann áfram för sinni niður í bæ- inn, og á leiðinni ók hann utan í ljósastaur. Skemmdist bíllinn mikið, bæði bretti og hurðir öðru megin. Staurinn gekk nokkuð til, og ljósastæðið datt í götuna og brotnaði. Hélt maðurinn enn á- fram ferðinni, en nam staðar inn an skamms. Lögreglaumenn komu á vettvang nálega tveimur mínút um eftir að ökuþórinn nam stað- ar, og var hann þá þegar sofnað- ur, enda öfurölvi. humar Hornafirði 15. maí. — Allir bátarnir hérna eru nú hættir vetíðarróðrum, en þess í stað eru nú hafnar humarveiðar. Báturinn Sævaldur, sem var vélarlaus í lamasessi í vetur, er búinn að fara fyrsta humra róðurinn, og féklc 70 körfur á hálfum öðrum degi. Þykir það dágott. Það cru mörg handtökin við verkun humarsins, en það er mik- ill kostur, að hægt er að setja hann inn á frysti og taka hann þaðan eftir hendinni til þess að jafna vinnuna. Talsvert magn af humar barst hér á land í fyrra, en þá var þetta ný útvegsgrein hér. Þá lögðu bátar af Austfjörð um hér upp humarafla, og má búast við hinu sama einnig í ár, því að miðin eru hér vestur und an. Líklegt er, að fleiri heima- bátar sigli einnig í kjölfar Sæ- valds á humarmiðin. Þessi nýja ativinnugrein virðist ætla að reynast vel. A.A. í gær var það slys á Faxabraut í Keflavík, að tæplega þriggja ára gömul telpa, Brla Þorbjörnsdóttir, varð fyrir bíl. Telpan meiddist ekki að ráði, en hlaut skrámu á enni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.