Tíminn - 16.05.1961, Page 12

Tíminn - 16.05.1961, Page 12
12 TÍMINN, þriSjudaginn 16. maí 1961 RITSTJORI HALLUR SIMONARSON Fyrsta írjálsíþróttámót sumarsins: Kúluvarp Guðmundar var Ijósi punkturinn Fyrsta mark KR í leiknum við Þrótt. — Þórolfur spyrnti á markið af löngu færl, og markmaður Þróttar missti knöttinn yfir sig í markið. Ljósmynd: Tíminn, GE. Loks fór KR - vélin í gang KR sigraði Þrótt með 8—0 í Reykjavíkurmótinu Gunnar Felixson skoraSi fimm af mörkunum Þá Ioksins komst KR-vélin í gang og þótt mótstaða Þrótt ar i Iciknum f Reykjavíkur- mótinu á sunnudaginn hafi ekki verið mikil er þetta þó fyrsti leikurinn I vor, sem eitthvað minnir á fyrri getu liðsins. Mörkin urðu átta, sem KR skoraði, en sum voru afar ódýr, og það var ekki fyrr en KR var marki yfir, að vel losnaði um leik liðs- ins. Þetta er sama einkennið og áður. KR-liðið nær ekki góðum leik fyrr en það hef- ur skorað eitt til tvö mörk. I I Fyrsti hálftíxni leiksins var þófkenndur. KR-ingar voru yfir leitt alltaf í sókn, en leikur liðs- ins alltof þröngur, framverðirnir sóttu og langt fram, sem gerði það að verkum, að meginhluti leikmanna var staðsettur við víta teig Þróttar og því lítið hægt að skaþa eyður og koma vörn Þrótt- ar úr jafnvægi. Það eyðilagði tals vert leikinn, að talsvert rok af suðri var meðan hann fór fram, og var því oft erfitt að hemja knöttinn. ! með föstu skoti, sem markmaður TVO KLAUFAMORK Þróttar varði aðeins til að missa Þegar tæpur hálftími var af knöttinn undir sig í markið. leik skoraði Þórólfur Beck fyrsta mark KR með góðu skoti frá víta FJÖGUR MÖRK GUNNARS teig, sem þó hefði átt að vera létt Og síðan tók Gunnar Felixson að verja. Þórður Ásgeirsson lék. við að skora og á tæpum 25, ekki í marki Þróttar, en varamað ur hans stóð ekki í hlutverki sínu. KR-ingar skoruðu annað mark fyrir hlé, einnig eftir mistök cnarkvarðar Þróttar. Hættulaus knöttur að því er virðist kom að marki Þróttar, en markmaðurinn hikaði, sem var til þess, að Ell- ert Schram náði knettinum og lagði hann fyrir fætur Gunnars Felixsonar, sem skoraði auðveld- lega. ' MUN BETRI LEIKUR Leikur KR í síðari hálfleik var mun betri og oft ágætur, þegar líða tók á hálfleikinn. Sigurinn var öruggur og aðeins spurning hve mörkin yrðu mörg. Og markatalan jókst fljótt. Eft- ir sex mín. voru mörkin orðin fjögur. Þriðja markið í leiknum skoraði Ellert Schram eftir að Þórólfur hafði leikið á vörnina og sent til Ellerts, sem aðeins þurfti að spyrna knettinum í autt markið, en markmaður Þróttar var á flani úti í vítateignum. — Fjórða markið skoraði Þórólfur mín. skoraði hann fjögur mörk og uriiu mörk hans í leiknum því fimm, en hann skoraði eitt ■mark í fyrri hálfleik. Þetta voru beztu mörk leiksins. Fyrsta mark sitt skoraði Gunnar eftir mjög góða samvinnu við Svein Jónsson, en þeir léku saman gegnum vörn Þróttar — og Sveinn átti einnig mikinn þátt í tveimur öðrum mörkum Gunn ars. Gunnar Felixson, sem er yngstur Felixbræðranna, en Hörður og Bjarni leika einnig í KR-liðinu, sýndi á þessu tíma bili glæsilegan leik. Hann er mjög fljótur og hljóp því vörn Þróttar létt af sér ,og skot hans voru föst og hnitmi'ðuð. Og þess má geta, að Gunnar skoraði eitt ágætt mark til við- bótar í leiknum, en vegna kunn- áttuleysis línuvarðar var það dæmt af og forsendan rangstaða. Þeir gleyma því oft línuverðirnir, að leikmaðurinn verður að vera (Framhald á 15 síðu). Fyrsta frjálsfþróttamót sumarsins var háð á Mela- vellinum á sunnudaginn og var kalt í veðri og hvasst og var því árangur á mótinu heldur lélegur, og margir lögðu ekki í að keppa við þær aðstæður. Bezti árangurinn var kúlu- varp Guðmundar Hermanns- sonar, en hann varpaði 15,71 metra. Nokkrar greinar voru felldar niður vegna óhagstæðs veðurs og aðrar voru ekki svipur hjá sjóri t.d. stangarstökkið og spretthlaup in, en mikill mótvindur var í þeim. Helztu úrslit urðu þessi: Kúluvarp, aukakeppni: 1. Guðm. Hermannsson KR 15,71 2. Gunnar Huseby, KR 14,39 3. Friðrik Guðmundsson KR 13,85 4. Brynjar Jensson HSH^ 13,25 5. Vilhjálmur Einarsson ÍR 12,85 Ekki virðist Gunnar Huseby beint hafa verið ánægður með árangur sinn, því hann sást við æfingar á KR-svæðinu nokkru eftir mótið. 100 m Jhlaup: 1. Valbjörn Þorláksson, ÍR 11,5 2. Guðm. Hallgrímsson, ÍBK 11,8 3. Vilhjálmur Einarsson, ÍR 11,9 4. Konráð Ólafsson, KR 12,3 100 m. hlaup kvenna: 1. Rannveig Laxdal, ÍR 14,2 2. Guðlaug Steingr.d., USAH 14,9 3. Ásta Karlsdóttir, ÍR 15,1 4. Edida Ólafsdóttir, ÍR 15,4 200 m. grindahlaup: 1. Sigurður Björnsson, KR 27,2 2. Guðm. Hallgrímsson, ÍBK 28,0 3. Sigurður Lárusson, Á 28,2 Fram sigraði í gærkvöldi léku Fram og Valur í Reykjavíkurmótinu. Leikar fóru þannig, aS Fram sigraSi meS S mörk um gegn 1. Nánar á morgun í biaS-, inu. 800 m. lilaup unglinga: 1. Friðrik Friðriksson, ÍR 2:13,4 2. Valur Guðmundsson ÍR 2:15,0 3. Þorgeir Guðmundss. KR 2:16,6 4. Daði Jónsson, Breiðb. 2:17,3 Árangur drengjanna, einkum Friðriks, er athyglisverður miðað við veður. 3000 m. hlaup: 1. Kristleifur Guðbj.s. KR 9:11,2 2. Agnar Leví, KR 9:34,0 3. Már Hallgrímsson ÍBK 9:50,8 Hástökk: 1. Jón Þ. Ólafsson, ÍR 1,90 2. Sig. Lárusson, Á 1,75 Stangarstökk: 1. Valbjöm Þorláksson, ÍR 3,80 2. Brynjar Jensson, HSH 3,70 3. Valgarður Sigurðsson, ÍR 3,70 Kringlukast: 1. Hallgrímur Jónsson Á 47,25 2. Þorsteinn Löve, ÍR 46,00 3. Friðrik Guðmundss. KR 45,90 4. Guðjón Guðmundsson KR 42,41 4x100 m. boShlaup: 1. ÍR 46,1 2. KR 46,3 3. Ármann 47,0 GUÐMUNDUR HERMANNSSON — bezti árangurinn Akureyri sigraði Norðurlandamethafi í skriðsundi keppir í Sundhöllinni í kvöld Á laugardag var Gísli Halldórs son, formaður ÍBR staddur á Akureyri og við þa'ð tækifæri af- henti hann Sundráðl Akureyrar skjöld, sem Vélasalan h.f., Reykja vík, gaf til keppni milli Akur- eyrar, Hafnarfjarðar og Reykjavík ur innan ramma Norrænu sund- keppninnar s.l. sumar. Er þetta í þriðja sinn, sem slík keppni milíi þessara þriggja bæjarfélaga fer fram, en fyrstu keppnina vann Hafnarfjörður og hlaut til eignar bikar, sem Véla- salan gaf einnig, en 1957 sigraði Akureyri og hlaut til eignar bik ar, gefinn af íþróttabandalagi Hafnarfjarðar. S.l. sumar syntu 24,9% af Akur eyringum í Norrænu sundkeppn- inni, í Hafnarfirði nam þátttakan 21,9% og í Reykjavík 18,4%. — Vann Akureyri skjöld Vélasölunn ar til eignar. Formaður sundráðs Akureyrar, Hermann Stefánsson, veitti skild- inum viðtöku' Viðstaddir afhend- ingu voru Magnús Guðjónsson, bæjarstjóri Akureyrar og Her- mann Sigtryggsson, varaformaður ÍBA. i Á sundmeistaramóti Reykja víkur, sem hefst í kvöld kl. 8.30 í Sundhöllinni, keppa meðal annars tveir sænskir gestir við bezta sundfólk okk ar að undanskilinni Hrafn- hildi Guðmundsdóttur, sem slasaðist fyrir nokkrum dög- um, eins og skýrt hefur ver ið frá hér á síðunni. Bezta skriðsundkona Svía á styttri vegalengdum, Karin Grubb, se:n er Norðurlandamet- hafi í 100 m. skriðsundi á 1:04,1 mín. keppir á þeirri vegalengd við Ágústu Þorsteinsdóttur, sem er íslenzkur methafi og er met — Tveir sænskir sundmenn keppa á Sund- meistaramóti Reykjavíkur, sem hefst í kvöld hennar mjög gott eða 1:05,6 mín. Ágústa hefur æft vel að undan- förnu og gæti ef til vill gefið þeirri sænsku keppni, og fáir eru meiri keppnismenn en Ágústa. Hinn sænski glesturinn er bringusurjdsmaðurinn Roland Sjö bergs, sem hefur náð bezt í 200 m. bringusundi 2:41,0 mín. — eða aðeins betra en Sigurður Sigurðsson frá Akranesi. Auk Sigurðar keppa aðrir beztu bringusundsmenn okkar við Sví- ann eins og Guðmundur Samúels son, Akranesi, Einar Kristinsson, Á, og Hörður Finnsson, ÍR. — íslenzku keppendurnir eru svo jafnir, að ómögulegt er að spá um hver þeirra verður fremstur, og ættu þeir að geta gefið Svíanum harða keppni. Slæmt að ekki eru nema fjórar brautir í Sundhöll- inni. Á mótinu verður keppt í 12 greinum, og munu þær vek.ia mesta athygli, sem að framan eru nefndar, en keppni í öðrum greinum ætti einig að geta orðið skemmtileg og má búast við góðri kvöldstund í Sundhöllinni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.