Tíminn - 18.05.1961, Side 1

Tíminn - 18.05.1961, Side 1
111. tW. — 45. árgangur. —■■»mW«HHIMIWiyiiH»lW— —HH!—■III—— FlúSir og Grafar-" hverfi, bls. 9. Gamlr bærinn í Stóradal, sem brann í gær. .... - i i 11 .——.1» i Eyjabátar fara með jólamat til Svía Vestmannaeyjum, 17. maí. — Héðan eru nú þrír bátar á J siglingu með fisk á erlendan markað. Tveir þeirra, Marz og Stígandi, eru á leið til Svíþjóðar, líklega Gautaborgar, og hafa mestmegnis ísaða löngu í lestinni, og munu Svíar snæða hana sem lútfisk á jólunum. Annar báturinn er með 50 en hinn 30 lestir, og er mcst j þeirra eigin afli á línu í vor, en nokkuð hefur útgerðin keypt tíl viðbótar af öðrum bátum. Þeir gera ráð fyrir að fá rúma sænska krónu fyrir kflóið úti, og borgar þetta sig þá vel. tílr heima fæst ekki nema eitthvað á þriðju krónu. Athyglisverð nýjung Þessi lönguveiði er nýjung í íslenzkum sjávarútvegi, sem ástæða virðist til að gefa gaum að. íslenzkir fiskibátar hafa oftast varla sinnt öðru en netaveiði á meðan danskir, sænskir og norskir fisMbátar hafa verið á lönguveiðum með línu í nánd við Vestmannaeyjar á vorin og hafa talið sig hafa gott af. — Marz mun rétt kominn að því að selja, en Stígandi Or á siglingu. S.K, Gamli bærinn í Stóradal brann Blönduósi 17. maí. Snemma í morgun brann hinn mikli og virðulegi gamli bær að Stóra- dal í Húnavatnssýslu til kaldra kola. í bænum áttu heimili sín tvær fjölskyldur, samtals tólf manns, og komust allir undan, en ekki mátti þó miklu tæpar standa. Öll hús bæjar- ins brunnu, og því nær ekk- ert bjargaðist innan stokks. Fátt bjargaðist Eldsins varð vart á sjötta tím- anum í morgun, og vaknaði fólk- ið við læti og gelt huudanna, sem ekki komust út úr bænum, og fór raunar svo, að tveimur hundanna varð ekki bjargað ,og brunnu þeir inni. Engin slys urðu á mönnum, en bærinn brann gervallur, og ekk- ert bjargaðist af innanstokksmun um. Af klæðnaði fólks bjargað- ist það eitt, sem það' gat hrifsað með sér í flýti, er það flýði úrj bænum. Bærinn í Stóradal var i gamall, reisulegur torfbær með | burstum og timburstafni, einn | fegursti af sínu tagi, sem enn var i búið í norðanlands. Hann brann j til ösku á nálega klukkustund. Veður var milt, vestanátt en fremur lyngnt, Um eldsupptökin er ekkert vitað með vissu, en j gizkað er á, að þau hafi orðið i' eldhúsi. Margt í heimili Tveir bræður eru í Stóradal, og bjuggu báðar fjölskyldurnar í gamla bænum. Þeir eru Jón Jóns son, ásamt Guðfinnu Einarsdótt-, ur, konu sinni, fjórum börnuu og i aldraðri móður, og á hinu heimil Drengsins, sem átti að hafa hjól- að í sjóinn, er leitað sem ákafast, og hugur allra við Reykjavíkur- höfn snýst um þennan ímyndaða dreng. Kafari er að koma upp eftir árangurlausa leit. (Ljós- mynd: Sveinn Þormóðsson). verður í Hvalfirði — sagði Robert Dennison, flotaforingi inu Sigurgeir Hannesson ásamt Hönnu Jónsdóttur, konu sinni, og þremur bömum. Eru þetta sam- tals 12 manns. Allt heimilisfólk mun hafa verið heima ,er eldur- inn kom upp, enma Jón Jónsson, er var við Reykjaskóla í Hrúta- firði við kennslustarf. Jón Jónsson bóndi og Hanna Jónsdóttir húsfreyja eru börn Jóns heitins Jónssonar alþingis- manns ,er bjó í Stóradal. Þótt mik ill skaði sé um gamla bæinn og eignir fólksins, er þar bjó, en enn ótalið það tjón, sem varð á bókum. í Stóradal var mikið safn gamalla bóka og sumra verð- mætra og dýrmætra, úr eigu Jóns alþingismanns og fleiri, og týnd- ist það alLt í eldinum. S.A. í gærmorgun boðuðu Sam- tök um vestræna samvinnu til blaðamannaviðtals við Robert Lee Dennison, yfirforingja At- lantshafsflota Bandaríkjanna, en hann kom sem kunnugt er hingað til lands í fyrradag. Skýrði hann svo frá, aðspurð- ur af blaðamönnum, að sá orð- rómur, sem uppi væri, að At- lantshafsbandalagið hyggðist koma upp kafbátastöð í Hval- firði, ætti ekki við rök að styðjast. Pétur Benediktsson, formaður Samtaka um vestræna samvinnu, bauð blaðamenn velkomna til fundarins, en síðan ávarpaði flotaforinginn þá. Hahn lagði á- herzlu á, að Atlantshafsbandalag ið væri til hagsbóta fyrir allar þjóðir, sem í því væru, og hvert land væri hlekkur í því. Þegar flotaforinginn hafi lokið stuttu ávarpi, spurðu blaðamenn hann ýmissa spuminga. Meðal annars var hann spurður, hvort hæfa væri í því, að Atlantshafs- bandalagið ætlaði að koma upp kafbátastöð í Hvalfirði. Flotaforinginn kvað það úr (Framhald á 2. síðu). Skröksaga veldur uppnámi Verkfall á annan tíma viíJ höfn- ina, vegna sögu um dreng, er átti að hafa hjóIaÖ í Reykjavíkurhöfn Nær tveggja stunda verkfall varð við Reykjavíkurhöfn í gær, er lögregla og frosk maður leituðu árangurslaust að dreng, sem 10 ára drengur hafði tilkynnt, að hjólað hefði í höfnina. Leitin bar ekki árangur, enda viðurkenndi að lokum drenghnokk- inn, sem frá þessu sagði, að hann hefði skrökvað þessu. Nánari atvik voru þau, að um hálftíuleytið í gærmorgun sagði maður nokkur lögreglunni, að tíu ára gamall drengur hefði tjáð sér, að hann hefði séð dreng hjóla í höfnina í krikanum við austurbakkann, beint fram af pósthúsinu. Lögreglan brá við og hélt á staðinn. Engir aðrir sjónarvottar höfðu verið að „slysinu“, enda hafnarverkamenn í kaffihléi á þessum tíma. Dreng LFramhald á 2. síðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.