Tíminn - 27.05.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.05.1961, Blaðsíða 1
1M. ttl. — 46. árgangur. Örlög Eyskens bls. 5. Láugardagur 27. ma5 19€l.' Furðuleg „sjálf- stæðisstefna" Mbl. Sennilega hefur undirlægjuháttur við erlent auðvald ekki birzt grímulausari í íslenzku blaði en í Mbl. í gær. Bæði helzta forustugrein blaðsins og aðalleiðari þess, fjallar um það, að erlendir iðjuhöldar kunni að hafa áhuga fyrir því að reisa hér aluminium verksmiðju, en þeir hætti ef tíl vill við þessar ráðagerðir ef kaupið yrði hækkað. Kenning Mbl. er m. ö. o. sú, ,að við eigum að laða hingað er- lent auðvald með því að búa við lakari lífskjör en aðrar þjóðir. Að sjálfsögðu ber að athuga það með fullum skilningi, ef er- Icndir aðilar vilja festa hér fjármagn á þann hátt, að það sam- rýmist sjálfstæði og hagsmunum þjóðarinnar. Hitt má hins vegar ckki koma til mála, að slíkt byggist á því, að lífskjör séu hér lakari en í nágrannalöndum okkar. Kaupgjald er í dag stórum lægra á íslandi en í nágrannalönd- unum og myndi verða það, þótt veruleg kauphækkun yrði. Það þarf því ekki neitt að fæla erlent fjármagn héðan. En vissulega á þjóðin að vera reynslunni ríkari um hina raun- verulegu „sjálfstæðisstefnu" Sjálfstæðisflokksins eftir að aðal- málgagn hans liefur hvatt til, að íslenzkir launþegar væru látnir búa við sultarkjör í því skyní að hæna hingað erlent auðvald. Skozku bændurnir komnir til landsins Njálsgötuárásin: Árásarmaðurinn hlaut f jögurra ára fangelsi í gær var kveöinn upp í Sakadómi Reykjavíkur af Þórði Björnssyni dómur í máli, sem ákæruvaldið höfðaði gegn Eiríki Gíslasyni, bifreiðar- stjóra, Laugarnesvegi 100, hér í bæ, fyrir skírlífisbrot. Sakadómur taldi upplýst að að- faranótt sunnudagsins 9. október sL hafi sakbomingurinn ráðizt á konu, sem var á gangi á Njáls- götu. Greiddi hann konunni tví- vegis höfuðhögg, fleygði henni inn á húslóð og tók þar fyrir kverkar henni með þeim afleið- ingum, að hún missti meðvitund. Hann hafði ennfremur flett hana klæðum, þegar komið var að þeim. Ósannað þótti að sakborning- (Framhald á 2. síðu). Skozku bændurnir, sem nýkomnir eru í kynnisferð til landsins, lögSu í gær af stað í ferðalag um landiS I fylgd meS Halldóri Pálssyni deildarstjóra. Þeir lögSu leiS sína upp í BorgarfjörS, þar sem þeir ætla aS skoSa Hvanneyri og tllraunabúiS aS Hesti og fleiri býll. SiSan ætluSu þeir vestur á Snæfellsnes og norSur í land, allt austur í SuSur-Þingeyjarsýslu. Hér sjást nokkrir Skotanna vlS komuna trl landsins. Áburðarbirgðirnar þraut á þriðjudag 18700 lestir hafa veriÖ afgreiddar frá Gufunesi, en eigi aS síÖur hafa margir bændur orÖiÖ afskiptir Hætt er við því, að sumir bændur verði hart úti vegna yfirvofandi verkfalla^ þar eð sýnilegt er, að þeir munu ekki geta dregið að sér tilbúinn áburð á tún sín fyrir 29. maí. Áburðarbirgðir verksmiðjunn- ar í Gufunesi þraut síðast liðið þriðjudagskvöld, og dagsfram- leiðsla er ekki nema sjötíu lestir, þótt unnið sé með fyllstu afkösfum. Samt sem áður er búið að af- greiða frá verksmiðjunni viðlíka mikinn áburð og venja er um þetta leyti, og mun orsök áburð- arskortsins vera sú, að menn hafa eiunig tekið áburð til nota eftir fyrri slátt. Lfldegt er, að margir hafi tekið meira en þeir höfðu pantað, og veldur það ó- hjákvæmilega því, að aðrir, sem síðbúnari urðu, verða afskiptir. Pöntunum er hagað á þann hátt, að hreppabúnaðarfélögin safna þeim saman, en ekkert eft- irlit hefur verið með því, að menn taki aðeins það, er þeir hafa pantað. Alls var búið að panta tuttugii þúsund lestir, og nú er búið að afgreiða 18700 lestir. Venja er, að eftir 15. júní eru afgreiddar um þúsund lestir, og gefa því þess ar tölur til kynna, að bændur séu búnir að fá þann áburð, sem eðli legt er að þeir noti nú. Það er því verkfallsóttinn, sem bér hef- ur gert strik í reikninginn og valdið því, að sumir fá alls engan áburð í tæka tíð, ef til verkfalls kemur, en aðrir hafa dregið að sér birgðir, sem þeir nota ekki fyrr en síðar í sumar. Barn hrapar i hamri og deyr Verkfallsóttinn veldur því, aö allir, sem bil eiga, keppast vlð að safna benzínl, eftlr ! Menn streyma á benzínstöðvarnar með tunnur og brúsa, og hver sem fenglð getur geymlrlnn í bílnum tekur, hrósar happl. En i útvarpinu hljóma tilkynningar slökkviliðssi Sheimilt sé að geyma benzín á tunnum innan bæjar. (Ljósmynd: TÍMINN — GE). Stykkishólmi, 26 maí — Um níuleytið í gærkvöldi varð það slys hér, að barn á fjórða ári, Halldóra Andersen að nafni, hrapaði í svonefnd- ' ir er á. um Mylluhöfða, sem er hér við það, er það, að höfnina. Barnið hlauf alvarleg meiðsli á höfði og var þegar flutt á sjúkrahúsið hér og nokkru síðar með flugvél til Reykjavíkur. Barnið lézf síðan um klukkan þrjú í nótf. Foreldrar þess eru Lára Karen Pétursdóttir og Sven Andersen. K. B. G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.