Tíminn - 27.05.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.05.1961, Blaðsíða 16
Þetta var ein myndanna á teiknisýningu barna og unglinga í skólunum í Kópavogi um hvítasunnuna. Hún er af því, er Krústjoff kvaddi Gagarín. (Ljósmynd: TÍMINN — GE). m-M Itangardagnm 27. maí 1961. Uppeldismálaþing í byrjun Uppeldismálaþing Sambands ís- lenzkra bamakennara og Lands- sambands framhaldsskólakennara verður haldið í Melaskólanum í Reykjavík dagana 3.—5. júní. Þingið verður sett laugardaginn 3. júní, og verða aðaimál þess: 1. Launamál kennara. 2. Kennsla og skólavist tor- næmra barna og unglinga. Við þingsetningu flytur Jónas B. Jónsson fræðslustjóri erindi um aðajmál þingsins. jiiní Framsögu í launamálum hafa | formenn sambandanna, og Jónas, Pálsson sálfræðingur flytur fram- söguerindi um kennslu og skólavist tornæmra barna og unglinga. í sambandi við þingið verður haldin sýning á kennslutækjum frá Þýzkalandi. Einnig verður sýn- ing á kennslutækjum frá fræðslu- myndasafni ríkisins, og mun Gest- ur Þorgrímsson veita tilsögn í meðferð þeirra. Sýningar þessar eru haldnar í samráði við fræðslumálastjóra. Tékknesk myndlist á Freyjugötu 41 i — í tilefni af komu hins nýja tékkneska sendiherra 1 til íslands, dr. M. Kadlec í dag kl. 4 verSur opnuðj sýning á tékkóslóvakískum j listaverkum í viðurvist hins nýja sendiherra Tékkóslóvak- íu, dr. M. Kadlec. Sendiherr-j ann nýi er staddur hér ,á landi j í því skyni að afhenda forseta fslands embættisskilríki sín,: og er þetta í fyrsta sinn sem' sendiherrann sækir ísland heim. _ Á Freyjugötu 41, í sýningarsal Ásmundar Sveinssonar hinum forna, hefur verið komið fyrir allmörguin eftirprentunum af mál verkum tékkneskra litamanna í seinni tið. Ekki raunsönn mynd Sendiherra Tékkóslóvakíu með aðsetri í Osló, dr. Kadlec, mæltij nokkur orð til blaðamanna og' sagði, að hann væri hér í sinni fyrstu heimsókn til Íílands ,eni vonandi ekki hinni síðustu. Um sýninguna sagð'i sendiherrann, að hún gæfi ekki raunsanna mynd af þróun tékkneskrar myndlistar á þessari öld, en veitti hins veg- ar nokkra hugmynd um helztu hræripgar í tékkneskri myndlist allt frá miðri- síðustu öld. íslenzk myndlist í Tékkó? Dr. Kadlec sagði ennfremur, að höfuðtilgangur þessarar sýningar væri ekki sá að gefa ísíenzkum listvinum tæmandi hugmynd um j málaralist Tékka, heldur væri hér! um að ræða átak í þá átt að efla gagnkvæman skilning þjóðanna og treysta hin menningarlegu tengsl, sem hefði verið stofnað til þegar á síðustu öld. Kvaðst hann vonast til, að íslendingar fengju nokkra hugmynd um, hvað væri að gerast í listalífi Tékkó- slóvakíu, og einnig lét hann í ljós ósk um að sýnd yrði íslenzk myndlist i Tékkóslóvakíu áður eq langt um liði. i Norðraenn planía nytja- skógi á Islandi í júní Sextíu íslenzkir skógræktarmenn á förum til Noregs Von er á 60 norskum skóg- ræktarmönnum til landsins hinn 31. þessa mánaðar. Þeir koma hingað á vegum Skóg- ræktar ríkisins og munu dvelj- ast hér í tvær vikur og stunda skógrækt sunnan lands og norðan. Flugvélin sem þeir koma með, mun svo snúa við til Noregs með 60 íslenzka skógræktarmenn, sem ætla að dveljast í Noregi jafn lengi. Þessi skógræktarmanna- skipti eru fastur liður í starfsemi Skógræktar ríkisins, og er þetta í fimmta sinn, sem þau fara fram. Þessir ferðalangar eru áhuga- menn, og greiða þeir sjálfir hluta ferðakostnaðarins. Norðmennirn- ir, sem hingað koma, eru flestir frá Vestur-Noregi, og þangað fara íslendingarnir, sem til Nor- egs fara. Norðmennirnir munu skoða þjóð minjasafnið sama daginn og þeir koma og daginn eftir munu þeir hitta Ólaf Noregskonung. Þann dag verður og farið með þá til Þingvalla og þeim sýndur staður- inn. Á Þingvöllum skilja leiðir. 30 þeirra fara austur í Haukadal og 15 í Þjórsárdal, og mun þeir vinna þar að gróðursetningu í 10 daga. 15 þeirra fara norður til Akureyrar og gróðursetja þeij þar, svo og á Húsavík og í Foss- selsskógi í Suður-Þingeyjarsýslu. ★ Hinn 6. júní verður í Haukadal afhjúpað minnismerki um hinn látna sendiherra Noregs á ís- landi, Thorgeir Andersen-Rysst. Skógræktarfélögin standa ag gerð minnismerkisins, en í Haukadal er sérstakur skógarreitur, helgað- ur Andersen-Rysst, en hann hafði eins og kunnugt er mjög mikinn áhuga á skógrækt. Verða hinir norsku skógræktarmenn viðstadd- ir þá athöfn. Norsku skógræktarmennirnir munu svo koma saman í Reykja- vík hinn 11. júní, og hafa þeir þá tvo daga til eigin umráða í Reykjavík. egs fara, munu fljúga til Vigra flugvallar við Álasund. Þar verð- ur þeim skipt í fjóra staði. Einn hópurinn fer til Örsta í Volda, annar til Skojde Hagebrogsskole, sá þriðji til Geirmundsnes í Roms- dal og hinn síðasti til Stordal- Liabygda. Þegar þeir hafa dval- izt í hálfa aðra viku á þessum stöðum við skógrækt, munu allir fjórir hóparnir koma saman og ferðast eitthvað síðustu fjóra dag Lítil planta - stórt tré Ævi barrviðanna er löng, og þess vegna er vaxtarskeiö þeirra líka langt. Þú gróðursetur litla plöntu, og vöxtur hennar verður hægur næstu árin. En þegar rótarkerfi hennar hefur þrosk- ait, verður vöxturinn örari, og brátt verður hún að stóru tré, sem gildnar og hækkar ár frá ári. Hér að ofan sjáum við furu- plöntu á æskuskeiði, en á neðri myndinni er sundursagaður stofn ierkitrés úr Hallormsstaðaskógi. Þetta er ævintýrið, sem gerist á nokkrum áratugum í hinum nýju :ogum íslands. Þær verða -smáar, barrviðar plönturnar, sem Norðmennlrnir, gestir okkar, munu gróðursetja núna eftir mánaðarmótin. En í þeim býr kyngikraftur lifsorku og vaxtarmegns. Sú tíð kemur, að þær verða að stórum trjám, mlklu s'tærri en lerkitrénu f Hail- ormsstaðarskógi, er fellt var, áð- ur en það hafði náð hálfum þroska. __ J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.