Tíminn - 27.05.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.05.1961, Blaðsíða 2
„Samstarf óger legt með ölíu“ — Vegna skapofsa Bethke, segir þjótSleikhúss- stjóri — vandrætSi meS ballettskólann og æf- ingar á Sígaunabaróninum Þar sem ballettmeistarinn Veit Bethke hefur fundið hjá sér hvöt til þess að tilkynna dagblöðum bæjarins um við- skipti sín við þjóðleikhúsið, sem í rauninni er málefni, sem aðeins varðar hann sjálfan og Þjóðleikhúsið, kemst ég ekki hjá því að gera nokkra grein fyrir brottvikningu ballett- meistarans. f haust, um miðjan nóvember, tjáði Erik Bidsted mér, að sökum veikinda gæti hann ekki kennt við listdansskólann í vetur. Bengt Háger, forstöðumaður danssafns óperunnar í Stokkhólmi, útvegaði mér þá Veit Bethke, og samdi ég við hann br'éflega um kaup, kjör, vinnutíma og verkefni og var hann ráðinn frá 15. janúar til 1. júlí 1961. Bethke kom svo hingað um miðjan janúar og hóf kennslu í listdansskóla þjóðleikhússins. Nokkru eftir að hann hóf kennsl- una kom hann til mín og sagðist vilja fara, iþað væri ómögulegt fyr ir sig að vera að fást við að kenna þessum viðvaningum hér. Ég benti honum á, að hann væri ráðinn til ( 1. júlí. Það taldi hann þá ekki, að skipti máli, en féllst þá loks á að vera til 1. marz. Um þetta leyti hringdi einn daginn móðii' eins drengsins, sem var í ballett- skólanum og sagði, að hann þyrði ekki að fara í skólann aftur, því Bethke hefði barið sig og fleiri ÁrásarmatSurinn (Framhald af 1. síðu). urinn hefði nauðgað konunni, og var hann því sýknaður af slíkri ákæru, en hins vegar var hann fundinn sekur um nauðgunartil- raun. 4 ára fangelsi Við ákvörðun refsingar hans var l^ii tekið tillit til hinnar hættulegu líkamsárásar og fyrri hegningarlagabrota hans. Hann var dæmdur í fangelsi í 4 ár, en gæzluvarðhaldsvist hans frá 9. október til 5. nóvember kemur til frádráttar refsingunni. Ennfremur var honum gert að greiða konunni, sem hann réðst á, samtals 63.259 krónur í bætur, svo og að greiða allan kostnað sakarinnar, þar á meðal málflutn ingslaun skipaðs sækjanda og verjanda í málinu. drengi, sem hann rak úr tíma. Ég kallaði ballettmeistarann fyrir mig og spurði hann um þetta. Hann viðurkenndi þá við mig, að hann hefði tekið í lurginn á strákunum og rekið þá. Ég tjáði honum, að hér' væri elcki leyfilegt að berja börn í skólum og lofaði hann mér, að það skyldi hann ekki gera oft- ar, enda hafa engar kvartanir kom ið síðan frá foreldrum. Rétt fyrir páska sagðist Bethke þurfa að fara til Svíþjóðar í páska leyfinu, hvað ég samþykkti og gaf honum þriggja daga leyfi frá kennslu. Átti Bethke að hefja kennslu aftur 5. apríl. Það gerði hann ekki, kom fyrst þann 10. apríl, bað ekki um framlengt leyfi, og baðst heldur ekki afsök- unar. Þegar hann hafði fengið leyfi til fararinnar krafðist hann þess, að leikhúsið borgaði fyrir sig flugfarið fram og aftur. Ég neitaði því, þar sem hér var ein- göngu um ferð í einkaerindum að ræða. Hann hélt því þá fram, að hann þyrfti að fara til Svíþjóðar til þess að tala við ballettmeistara Kruuse, sem átti að setja Sígauna baróninn upp. Ég sagði honum, að það gæti ekki verið svo þýðing armikið samtal, að borgandi væri fyrir það nálægt 9 þúsund kr., þ. e. a. s. flugfarið fram og aftur til Stokkhólms, en Kruuse er í Málm- ey. Þá hótaði hann að fara og koma ekki aftur ef ég greiddi þetta ekki. Ég féllst þá á að greiða fargjaldið J bili, en það gengi síð- ar upp í væntanlega greiðslu til hans fyrir samningu á dönsum í óperettuna Sígaunabaróninn. Þegar svo var hafizt handa um uppsetningu Sígaunabarónsins kom Bethke enn að máli við mig varðandi greiðslu fyrir að annast kennslu á leikhreyfingum söngv- aranna og kórsins. Við sömdum þá um það. En þá hafði hann með greiðslu flugfarsins fengið 800 krónum meira heldur en hann átti samkvæmt samningi okkar að fá, og þá hótar hann enn að ef hann fengi þessar 800 krónur ekki líka, þá hætti hann strax að vinna.' Hinn 17. maí, þegar allar æfingart standa hæst, kemur hann enn og hótar því, að ef hann fái ekki yfir- færslu fyrir 2500 sænskum krón- um af kaupi sínu, muni hann hætta við að æfa ballettinn. Ég tjáði honum að ég réði ekki gjald- eyrisyfirfærslum, enda var samið um kaupgreiðslu til hans í íslenzk- um krónum en ekki sænskum. Landsbankinn bjargaði brott- hlaupi hans með því að veita leyfi' fyrir þessari yfirfærslu. Brottreksturinn Þjóðleikhusstjóri og ballettmeistar- inn gera grein fyrir málavöxtum Frá barnaskolum Kópavogs Börn fædd 1954 komi til innritunar í skólana þriðjudaginn 30. maí n. k. kl. 2—4. Skólastjórar Dragf Samkvæmt dagbók umsjónar- manns á leiksviðinu átti Bethke að kenna söngvurum leikhreyf- ingar þann 17. maí kl. 10—13. Þegar æfingin var rétt byrjuð voru leiksfjóri og ballettmeistari ekki sammála um einhver smá- atriði, fór þá Bethke af æfing- unni, kom inn á skrifstofu og til- kynnti þar að hann myndi ekki koma nálægt æfingum á óperett- unni meir, hann væri búinn að sviðsetja ballettinn og búinn með sitt hlutverk við sýninguna. Þegar mér var tjáð þetta, hringdi ég til hans og skipaði honum að koma strax til viðtals, hvað hann gerði, og fékk ég hann þá til þess að halda áfram eftir viðtal við hann einan fyrst og síðan með leik- stjóra. Þannig hélt þetta áfram, stöð- ugt strfð. Á æfingunni að kvöldi 22. maí fór hann enn burt i upp- hafi æfingar af því að einn söngvarinn, sem hann vildi flytja til í stöðu á sviðinu sagði að leik stjórinn hefði sagt sér að standa þarna í þessu söngatriði. Kom þó aftur eftir nokkra stund, sinnað- ist enn á ný síðar á æfingunni og fór þá alveg. Um kvöldið boðaði Bethke þallettstúlkurnar á æf- ingu daginn eftir kl. 12, og átti að vera allt að tveggja tíma æf- ing til þess að lagfæra það sem áfátt var í ballettinum. Nokkrum mínútum eftir að sú æfing hófst, átti hann einhver orðaskipti um dansatriði við sólódansmeyjuna, reiddist, hætti við æfingar og fór, og ballettinn fékk aldrei þær leið réttingar, sem hann átti að fá fyrir sýninguna. Á aðalæfingu mætti Bethke ekki til æfingarinn ar en sat einhvers staðar í áhorf endasvæði hússins, fékkst ekki til þess að koma á sviðið til viðtals þótt tvívegis væri kallað á hann, eða til þess að sitja við hlið mína og leikstjóranj sem honum bar að gera samkvæmt regliim leik- hússins. Þarna brást ballettinn enn, talSi ég þá mælinn fullan og sagði honum upp störfum dag inn eftir. Gerði það samkvæmt 28. gr. reglugerðar þjóðleikhúss- ins. Það er ekki nóg að maðurinn sé góður listamaður. Bethke hef- ur sýnt jieð dönsunum sem hann hefur samið og æft í „Sígauna- baróninn“ að hann er listamaður. Dansarnir sýna listræna sköpun- argetu hans. Ballettmeistari sem Bethke hefur áður unnið hjá, varaði mig við honum, en of seint. Ekki vegna kunnáttuleysis, neldur vegna skapgalla hans. Skapgallar Bethke eru svo miklir að ógerlegt er að hafa samstarf við hann, enda hleypur hann hér' frá verki sínu ófullgerðu út af i skoðanamun á smávægilegum atr ] íðum. Slíkan starfsmann getur þjói~~*',; húsið ekki haft í sinni þjónuslu, enda þarf það þess ekki. Guðlaugur Rósenkranz. Til sölu er vönduð svört dragt á hagkvæmu verði. Meðal stærð. Upplýsingar í síma 35618. Blfreiðasala Biörgú'.fs Sigurðssonar — Han.n ælur bíiana Símar 18085 - 19615 — heldur þvert á móti geríi meira en hann sagíi til um, segir Veit Bethke, ballettmeistari — „Eg höfða mál, ef þjóftleikhússtjóri sér ekki aí sér“ Svo sem Tíminn skýrði frá í gær, veik þjóðleikhússtjóri ballettmeistaranum Veit Bethke frá störfum á fimmtu- daginn, og er nú’ risin hin hat- rammasta deila vegna þessa atburðar. Veit Bethke kvaddi fréttamenn blaða og útvarps á sinn fund í gær, og skýrði mál- ið frá sínum bæjardyrum séð. Bethke sagði, að þjóðleikhús- stjóri hefði kvatt sig á fund sinn skömmu fyrir hádegi á fimmtudag, en þá um kvöldið átti frumsýning á Sígaunabaróninum að fara fram, og hefur Bethke unnið að undir- búningi hennar. Rak erindi hússins Bethke sagði, að þjóðleikhús- stjóri hefði sagt sér upp starfanum á tveimur forsendum, í fyrsta lagi að hann hefði dvalið viku of lengi í páskaleyfi í Svíþjóð, og í öðru lagi að ballettmeistarinn hefði ekki talað við sig eftir tvær síðustu æf- ingarnar. Varðandi fyrra atriðið sagði Bethke, að hann hefði dvalizt þrjá daga umfram leyfið í Svíþjóð, og hefði það verið vegna erindis, sem hann rak fyrir Þjóðleikhúsið. Upphaflega hefði sænskur leik- stjóri, Kruuse að nafni, verið beð- inn að setja Sígaunabaróninn á svið, og ræddi Bethke við hann. Segist hann síðan hafa beðið í þrjá daga í Stokkhólmi eftir því að Kruuse tæki endanlega ákvörðun í þessu máli. Þegar Kruuse hefði hætt við að koma hingað upp, en hins vegar benti á að Wallenius, sá sem setti upp óperettuna hér, væri e. t. v. fáanlegur til starfans,, segist Bethke þegar hafa haldið til | íslands og tilkynnt þessi tíðindi. Þjóðleikhússtjóri hafi þá verið á ferðalagi um England og Dan- mörku. Bethke segir að þessa þrjá daga hafi aðstoðarkennari sinn, Katrin Guðjónsdóttir, kennt í ball- ettskóla Þjóðleikhússins, og hafi skólinn engin vandræði haft vegna þessarar fjarveru hans. „ErfiSustu skilyrSi" Bethke kvað það vera fjarstæðu að hann hefði brotið samninginn við Þjóðleikhúsið. Hann hefði hins vegar gert margt fleira, en samn- ingurinn tilgreindi, og við hin erf- iðustu skilyrði. Hefði hann þannig t. d. þurft að hafa stjórn á sviðs- lýsingu, en það væri verk leik- stjórans, en ekki ballettmeistarans. Á laugardagskvöldið var, segir, Bethke að hann hafi verið boðinn heim til þjóðleikhússtjóra. Ræddi' hann þá m. a. við aðalsöngkonuna í óperettunni, von Widman, og var rætt um að Bethke tæki að sér stjórn óperettunnar. Bethke segir að þjóðleikhússtjóri hafi ákveðið að svo skyldi verða, en þó yrði Wallenius að heita leikstjóri í orði. Bethke segir, að það hafi ver- ið sjálfsagt, og honum raunar ekki annt um að grípa fram fyrir hend- urnar á Walleniusi á neinn hátt. Sambúðin við hann hefði verið erfið, og þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir til þess að bæta hana, hafi hann litlu getað þar um þokað. Er Bethke ræddi við þjóðleik- hússtjóra umrætt laugardagskvöld, segir hann að þá hafi ekki enn ver- ið byrjað að sviðsetja þriðja þátt óperettunnar og lokaatriðið, enda hafi frumsýningunni verði frestað um einn dag. NeituSu að dansa Bethke segir, að þegar komið hafi upp ágreiningsatriði varðandi laun ballettflokksins, sem dansar í óperettunni, hafi hann jafnað þann ágreining. Eins, þegar ballettmeyj- arnar hótuðu að dansa ekki á frum- sýningunni í fyrrakvöld, hafi það verið hann, sem gekk á milli og fékk dansmeyjarnar til þess að dansa. Þá sagði Bethke, að þjóðleikhús- stjóri hafi allajafna verið neikvæð- ur gagnvart sér. Hann hafi t. d. stungið upp á því tvívegis, að farið yrði á fund menntamálaráðherra, og reynt að fá styrk til handa tveimur danskennurum ballettskól- ans, Bryndísi Schram og Katrínu Guðjónsdóttur, þannig að þær gætu farið til ballettkennaranáms erlendis, en greinilegt væri að þessi 300 nemenda skóli þarfnaðist fleirl en eins últlærðs kennara. Þjóðleikhússtjóri hefði aldrei gert neitt í þessu máli, né heldur, þegar Bethke stakk upp á því, að setja á svið nemendasýningu í júnímánuði, til þess að gefa foreldrum kost á að sjá hversu börnunum hefði orð- ið ágengt. Loks sagði Bethke, að ef þjóð- leikhússtjóri borgaði sér ekki laun sín til 1. júlí, eins og samningurinn gerir ráð fyrir, og taki það, sem hann hefur sagt um þetta mál opin- berlega aftur, þá muni hann höfða j mál gegn honum varðandi greiðsl- urnar, svo og fyrir atvinnuróg. Hef- ur Bethke þegar ráðfært sig við Sigurð Baldursson, hæstaréttarlög- mann varðandi málið. Póstur flutt- ur sjóleiðis Svalbarðseyri, 23. maí. Það gerðist í vikunni 6. til 13. maí, sem ekki hefur gerzt um árabil, að póstur var flutt- ur sjóleiðina frá Akureyri yfir í Fnjóskadal. Á þessum tíma var kolófærð í öllum Eyjafirði og alveg sam- göngulaust landleiðina út á Sval- barðsströnd. Tóku menn þá það til ráðs, að flytja póstinn á báti til Grenivíkur og koma honum svo þaðan í Fnjóskadal. S.J. Margrét á von á sér London, 25. 5. (NTB). Tilkynnt hefur verið opinberlega í Lundún- um, að Margrét prinsessa eigi von á sér. Prinsessan er nú þrítug að aldri og hefur verið gift í eitt ár, en í fyrra gekk hún í það heilaga með Ijósmyndara einum, Anthony Armstrong-Jones. Sagt er, að prinsessan sé mjög hamingjusöm yfir því að eignast afkomanda. Hún mun ekki koma fram opinberlega fyrr en hún er orðin léttari. Barn hennar kemur til með að erfa krúnuna á eftir þremur börnum Elísabetar drottn ingar og Margréti sjálfri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.