Tíminn - 27.05.1961, Blaðsíða 9
TXMIff N, langardaginn 27. mai 1961.
91
Á sahii og sýningu
Sýning Eggerts
Guðmundssonar
Eggert Guðmundsson hefur
þessa dagana sýningu á málverk-
um sínum í ISnskólahúsinu á Skóla
vörðuhæð. Er þar um gagnmerka
sýningu að ræða. Hér er á ferð-
inni fágúð og þroskuð list, ósnort-
in með öllu af afkáraskap og öfg-
um „abstrakt“-málaranna. Hinn
hugfrjói gáfumaður, Jónas frá
Hriflu, talaði einu sinni um mynd-
listarmenn og myndgerðarmenn.
Vildi hann ekki sæma suma „ab-
strakt“-málarana myndlistarnafn-
inu, og lái ég honum það ekki.
Eggert verðskuldar vissulega að
nefnast myndlistarmaður, og er
hann raunar meðal hinna snjöll-
ustu, er það heiti bera með sóma.
Teikningar sýnir hann margar á
sýningu þessari, sumar úr þjóð-
sögum vorum, og eru þær eftir-
tektarverðar og minnisstæðar. Yfir
leitt lætur honum vel að seiða
fram á léreftið það, sem ég nefni
stundum sálúð (stemningu) hluta
og fyrirbæra, en jafnframt hefur
hann mikið vald á formi og litum.
Eg er ekki lærður „listfræðingur"
á þessu sviði, en eitt er það, sem
í mínum augum sker úr um það,
hvort málverk sé „list“ eða ekki.
Þegar mér finnst, að málverk hafi
eins og dottið niður á pappírinn
fullgert, þá tel ég, að um list sé
að ræða. — Mundi þetta ekki vera
eitthvað svipað og segja mætti um
innblásin ljóð, þau ljóð, sem
stundum er sagt um, að séu
„fundin“? En hvað sem þessu
líður, vil ég hvetja sem flesta til
að sækja þessa sýningu Eggerts
Guðmundssonar og fá sér fegurð-
arbað, ef svo mætti segja, nú í
gróandanum.
Um einstakar myndir á sýningu
hans skal hér ekki dæmt, enda
• erfitt að gera upp á milli þeirra.
'„Einn á ferð“ er dýrðleg mynd,
| sömuleiðis , ,Jónsmessunótt“,
j „Páskamorgunn" og „Vorþeyr",
og margar aðrar myridir eru snjall
ar náttúrulýsingar, og allar bera
' myndir Eggerts vitni mikilli tækni
:og því, sem kalla mætti form-
! gleði.
Af þj óðsagnamyndum eru marg-
'ar æði „expressivar”, en einna
J mest gaman hafði ég af „Þvotta-
: konum“ og af „Þjóðsögum“, en
: þar er amma gamla áreiðanlega að
jsegja einhverja „krassandi" þjóð-
sögu.
Hafi svo Eggert þökk fyrir sýn-
inguna, vonandi endist honum ald-
ur til þess að halda lengi áfram
á sömu braut.
Gretar Fells
Flugfélag Islands hefur fyrir
nokkru gefið út fjóra bæklinga
til landkynningar. Bæklingarnir
eru gefnir út á fjórum tungumál-
um: dönsku, þýzku, ensku og
frönsku.
Fengnir hafa verið til hinir fær-
ustu menn að rita bæklingana,
sem einnig eru prýddir myndum
og teikningum.
Dr. Sigurður Þórarinsson jarð-
fræðingur^ ritar bæklinginn um
jarðfræði íslands.. í upphafi rits-
ins segir höfundur frá því, að
jarðfræðingar frá hinum ýmsu
löndum heims, heimsæki ísland,
því hér sé landið sífellt að skap-
ast og hér megi rekja þróunar-
sögu þess. „ísland er ungt land“,
segir dr. Sigurður: „Elztu fjöllin
eru vart yfir 60 milljón ára
gömul..“
Höfundur rekur síðan í stórum
dráttum jarðlög og myndanir og
eru myndir og teikningar til skýr-
ingar. í síðari kafla bæklingsins,
tekur dr. Sigurður Þórar'insson
fyrir umhverfi: Mývatns, Þing-
velli, Búðir og Stapa á Snæfells-
nesi, og það sem fyrir augu ber
á flugferð frá Reykjavík til Hafn-
ar í Hornafirði.
\ I
Fuglalíf á íslandi
Dr. Finnur Guðmundsson ritar
bækling um fuglalíf á íslandi.
„Fyrir þá, sem gaman hafa af að
skoða fuglalíf er ísland hrein
Paradís”, segir dr. Finnur „— ann
að sem einnig setur markverðan
svip á fuglalíf landsins, er) að hér
eru vesctlægustu verustaðir fugla-
tegundanna í gamla heiminum og
austlægusíu dvalarstaðir fulgateg-
undanna í þeim nýja —“. Þá ræð-
ir dr. Finnur nokkuð hinar ýmsu
fuglategundir, svo og dvalarstaði
þeirra hér á landi. Bæklingurinn
um fuglalíf á fslandi er skreyttur
myndum af íslenzkum fuglateg-
undum, sumum sjaldgæfum. Aft-
ast í ritinu er fuglaskrá yfir 76
tegundir, sem hér dveljast að
sumrinu til eða allt árið og enn-
fremur yfir sjö tegundir, sem hér
koma öðru hvoru eða eiga vetur-
setu. Fuglaskráinar eru á latínu,
máli því, sem bæklingurinn er á,
og íslenzku.
Flóra íslands
Bækling um jurtir á íslandi rit-
ar mgg. Eyþór Einarsson. Höfund-
ur rekur skyldleika flóru íslands
og nágrannalandanna skýrir vaxt-
arskilyrði hinna ýmsu tegunda og
ræðir' um jurtir, sem eru einkenn-
andi fyrir flóru landsins.
Þá ræðir mag. Eyþór Einarsson
um trjágróður á íslandi, allt frá
landnáms-tíð. Tegundanöfn eru á
viðkomandi málum og latínu.
Myndir af blómum og jurtum
prýða ritið.
íslenzki hesturinn
Bæklinginn um íslenzka hestinn
rita þeir Gunnar Bjarnason skóla
stjóri og Mr. Cedric Burton.
Gunnar segir frá flutningi hests
ins til íslands á landnámstíð og „í
áttahundruð ár voru hross ekki
flutt til landsins, svo að hestarnir
okkar nú, eru sömu tegundar og
Njáls á Bergþórshvoli eða Giss-
urar hvíta.“
Þá ræðir Gunnar dugnað ís-
lenzka hestsins, geðprýði hans og
nægjusemi og síðast en ekki sízt:
hinn margvíslega gang; tölt, skeið,
brokk o.s.frv.
Mr. Burton ritar um hesta-
ferðir á íslandi, útbúnað sem til
þarf og fleira í því sambandi.
Myndir eru í ritinu.
Sem fyrr segir, er hver bækl-
ingur um sig prentaður á fjórum
tungumálum og hefur verið vand-
að til frágangs í hvívetna.
Attllla Yasasever frá Tyrklandi.
Alex Konrad frá Danmörku.
Costas Zlrinis frá Grikklandi.
Sem æska einnar þjdðar
Ungur piltur Kristján P.
Kristjánsson, Hlíðarveg 3 á
ísafirði, fæddur 26. júlí 1943,
nú nemandi í 5. bekk stærð-
fræðideildar Menntaskólans á
Akureyri, hlaut í fyrra verð-
laun í ritgerðasamkeppni á
vegum Atlantsliafsbandalags-
ins, og segir hann hér frá dvöl
í sumarbúðum í Danmörku
með ungu fólki frá ýmsum
líindmn
Kristján Kristjánsson
Dagarnir 13.—27. ágúst s.l.
sumar gleymast seint þeim,
sem þá dvöldust í sumarbúð-
um dönsku NATO-samtakanna
við Nyköbing á Norður-Sjá-
landi.
Þannig var mál með vexti, að
á 10 ára afmæli NATO í fyrra
voru að frumkvæði Dana seld
merki í þeim tilgangi að bjóða
til Danmerkur börnum og ungl-
ingum frá aðildarríkjum sam-
takanna. Þau voru síðan valin
að mestu leyti með tilliti til
ritgerðasamkeppni í hverju
landi um sig, 1—3 frá hverju
utan Danmerkur, en þaðan
voru 18 fastir þátttakendur.
Héðan fóru utan þ. 12. águst
undirritaður, sem er frá ísa-
firði og Ingibjörg Norberg frá
Reykjavík. Við flugum út með
Flugfélagi íslands, og var þetta
allt með miklum ævintýrabrag
fyrir okkur, þar sem hvorugt
hafði komið til útlanda áður.
ekki einu smni Vestmannaeyja
í Kastrup tóku á móti okkur
Markussen, ritari Atlantsamm-
enslutningen, og kona hans.
Við ókum svo til heimilis hr
Aa.ge Rytters, forstjóra Tu-
borgölgerðarinnar og fyrrver-
andi verzlunarmálaráðherra
Dana. Þar dvöldumst við með-
an við vorum í Kaupmanna-
höfn og hefðum við vart getað
fundið gestrisnara fólk en
hann og fjölskyldu hans.
Næsta morgun mættust allir
þátttakendurnir við Calrsberg-
ölgerðina og var hún skoðuð.
Eftir hádegisverð þar héldum
við til sumarbúðanna, sem eru
í eigu Carlsberg en voru boðn-
ar til afnota fyrir okkur. Eftir
aldri og kyni var nú öllum
hópnum skipt í fernt, en ald-
ursmunur var nokkur, frá 12
—17 ára. Ég var í hópnum
„senior boys“ ásamt 4 Dönum,
Skota, Þjóðverja, 2 ítölum,
Grikkja og Tyrkja, og vorum
við allir 16—17 ára. Þó við
kæmum þannig sinn úr hverri
áttinni, .gat samkomulagið
varla verið betra.
Þarná vorum við svo í tæpar
tvær vikur og var allt gert til
að við mættum skemmta okk-
ur sem bezt. Dagurinn hófst
kl. 8 er við vorum vakin og
og borðaður morgunverður. Kl.
9.15 voru fánar NATO-ríkjanna
dregnir að hún, hver á eftir
öðrum. Að gefnu merki byrj-
uðu Hans og Monica frá Þýzka-
landi að draga upp fána lands
síns, og þegar hann blakti frá
húni, tóku David ogTTanice frá
Canada að draga sinn upp o.s.
frv. Þessi stutta stund var
jafnan mjög hátíðleg. Fram að
hádegi var farið í ýmsa leiki,
og eins frá 4—6. Eftir hádegis-
verð gat hver gert sem hann
vildi, sum skrifuðu bréf og
önnur töluðu saman um heima
og geima. Aðalmálið var enska
og kunna hana flestir, en
danska var auðvitað líka töluð.
Einum klukkutíma var eytt nið
ur á baðströnd skammt fr'á.
Kaffi var kl.3V2 og kvöldmatur
6%. Síðan vuro fánarnir dregn-
ir niður allir í senn. Á kvöldin
voru oft kvikmyndasýningar,
en einnig dans, umræður, horft
á sjónvarp og þar fram eftir
götunum. Eitt kvöldið sáum
við sjálf um s'kemmtiatriði og
var ýmislegt fram borið sem
vænta mátti. Inn í þetta flétt-
uðust svo ferðir um Sjáland;
skoðaður var t.d. danskur
bóndabær, kirkjan í Höjby,
víkingavirkið Trelleborg og
herragarðurinn Andieberg.
Eitt sinn var efnt til íþrótta-
keppni, nokkurs konar Ólym-
píuleikja og bar Grikkinn
Carlos þar af, enda ekki við
öðru að búast af Grikkja. Allan
tímann voru þarna hópur kvik-
myndatökufólks og blaðamenn
og ljósmyndarar voru tíðir
gestir.
Föstudaginn 26. ágúst voru
sumarbúðirnar kvaddar og
haldið til Friðriksborgarkast-
ala og síðan Krónborgar, og
komið til Kaupmannahafnar
sama dag. Fyrrihluta laugar-
dagsins fórum við í búðir og
svo var otokur ekið til helztu
merkisstaða í borginni. Eftir
að hafa borðað á Wiwex fórum
við í Tivoli og þar kvöddumst
við seint um kvöldið. Ég hélt
heim þrem dögum seinna með
margar ógleymanlegar minn-
ingar um þessa ferð og þá ósk
að mega sjá aftur eitthvað af
þeim góðu vinum, sem ég eign-
aðist þarna af ýmsum þjóðern-
um.
Um allan undirbúning og
framkvæmd er það að segja, að
það var Dönurn til mikils sóma
og hugmyndin er sannarlega
eftirbreytni verð. Gildi per-
sónulegra kynna fyrir sambúð
þjóða er afar mikið, ekki sízt
að æska þeirra tengist í leik
og starfi. Vonandi er, að á
næstu árum fari aðrar þjóðir
að dæmi Dana og árangurinn
mun verða mikill og góður.
Kristján Kristjánsson.
Fánar vi3 sumarbúSir NATO (Carlsbergsgaarden)
I