Tíminn - 27.05.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.05.1961, Blaðsíða 5
I / TÍHIWW, laugardagíiui 27. maí 1961. Útgefandt: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramJívæmdastjóri: Tómas Arnason Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jód Helgason Fulltrúi rit- stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjój-i: Egili Bjarnason — Skrifstofur í Edduhúsinu — Simar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f. Vaxtahækkunin í Danmörku Stjórnarblöðin, Morgunblaðið og Alþýðublaðið, telja það góðan hvalreka, að danski Þjóðbankinn ákvað fyrir nokkrum dögum að hækka forvextina úr 5¥2% í 6x/2%, en það mun þýða, að útlánsvextir í Danmörku verða frá 7—8V2%. Reiknað er með að til jafnaðar verði útláns- vextirnir um 8%. Hér eru nú vextir á framlengingarvíxlum 9x/2% og á hlaupareikningslánum 10%. Mestúr hluti af útlánum bankanna hér verður þannig með IV2—2% hærri vöxt- um en í Danmörku. Um vaxtahækkunina í Danmörku er það jafnframt að segja, að hún er harðlega gagnrýnd, jafnt af stjórn- arsinnum og stjórnarahdstæðingum. Dönsku blöðin benda t. d. á þá staðreynd, að Dan-1 mörk hafi nú mun hærri vexti en nokkurt land, sem Danir telji sér hliðstætt efnahagslega. 'Aðeins tvö Evr- ópulönd hafi hærri vexti, eða ísland og Grikkland. Helzta blað stjórnarandstöðunnar, Berlingske Tidende, segir, að það sé hæpið, að hægt sé að hafa vextina svona háa, ef það eigi ekki að valda atvinnulífinu tjóni og draga óeðlilega úr framkvæmdum. Aðalmálgagn danskra jafnaðarmanna og jafnframt aðalmálgagn stjórnarinnar, Aktuelt, segir, að vaxtahækk- unin sé ótímabær ákvörðun (forhastet beslutning), jafn- framt því, sem blaðið áréttar þá skoðun sína, að það sé hvorki raunhæft né æskilegt að ætla að beita vaxta- pólitík til að stjórna efnahagslífinu (Vi har ved tidligere lejligheder givet udtryk for, at diskontopolitik hverken er særlig hensigtmæssig eller önskelig som regulator af det ökonomiske liv). Aktuelt bætir því við, að vaxtapólitík þjóðbankans sé leifar frá liðnum tíma, þegar jafnvægi var látið skapast af sjálfu sér (Diskontopolitik er et levn fra en liberalist- isk fortid, hvor de selvvirkende kræfter skabte balance mellem udbud og efterspörgsel). Slíka fjármálapólitík telur bíaðið orðið úrelta. Vaxtahækkunin í Danmörku er þannig gerð af Þjóð- bankanum í andstöðu við stjórnmálaflokkana. Meðal danskra stjórnmálamanna ríkir bersýnilega mikill uggur um það, að þe'ssi ákvörðun bankamannanna verði at- vinnuvegum og efnahagslífi Danmerkur til tjóns. Hérlendis virðast forkólfar stjórnarflokkanna hins vegar líta á þetta sem hina einu réttu fyrirmynd. Þeir þurfa að læra betur. Emil Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason þurfa hér vissulega að læra af Kampmann og blaði hans. Hve miklu nemur vaxtaokrið? Útlánsvextir eru nú yfirleitt 2% hærri en þeir voru í tíð vinstri stjórnarinnar. í fyrra voru þeir 4% hærri, en voru svo lækkaðir aftur um seinustu áramót. Um seinustu áramót námu útlán viðskiptabanka og sparisjóða 4600 millj. kr. Auk þess voru svo lán opin- berra fjárfestingarstofnana ca. 2500 millj. kr. Ótalin eru svo lán tryggingafélaga og hliðstæðra stofnana. Á þessu má vel ráða, hve miklu það mvnd’ ^>-ia fyrir atvinnuvegina, ef vextirnir væru lækkaðir um þau 2%, sem þeir eru nú hærri en 1958. ERLENT YFIRLlT Eyskens var þokað til hliðar Nýja stjórnin í Belgíu vinnur nú ati nýrri efnahagslöggjöf HLJOTT er nú orðið aftur í Belgíu, eftir hin miklu stjórn málaátök, er urðu þar á síðast- liðnum vetri. Hin nýja sam- steypustjórn, sem kom þar til valda í síðastl. mánuði, vinnur nú að því að semja nýja lög- gjöf um efnahagsmálin og mun hun verða verulega frábrugðin þeirri, sem stjórn Eyskens knúði fram síðastl. vetur, en treysti sér hins vegar ekki til að framkvæma, nema að litlu leyti. Eins og mörgum mun minnis stætt, hófust átökin í Belgíu vegna þess, að rikisstjórn Eyskens lagði fyrir þingið efna hagslöggjöf, þar sem gert var rág fyrir að velta fyrst og fremst yfir á láglaunafólk og millistéttir þeim byrðum, er hlytust af missi Kongó og kostnaði við afskipti Belgíu- manna af málum þar. Verká- lýðssamtökin brugðust. strax hart við og boðuðu mótmæla- verkföll. Eyskens þvingaði þó löggjöfina fram á þinginu, en verkalýðshreyfingin lét samt ekki undan síga. Niðurstaðan varð að lokum sú, að verkalýðs félögin hættu verkföllum, en stjórain lofaði að efna til nýrra þingkosninga og leggja málið þannig í hendur þjóða^ innar. Jafnframt frestaði stjórnin á meðan að fram- kvæma efnahagslöggjöf sína, nema að litlu leyti. STJÓRN Eyskens var sam- steypustjó.rn tveg? ja flokka, kaþólsfea flokksins, sem er stærsti flokkur landsins, og frjálslynda flokksins. sem er hægri sinnaður smáflokkur. í andstöðu voru jafnaðarmenn, sem eru annar aðalflokkur landsins, og kommúnistar, sem hafa lítið fyl.gi í Belgíu. Það voru jafr,''*',”menn, sem höfðu forustu verkföllin og knúðu þ>.-'-.03r.ingarnar fram. Það eru ekki nema 43 ár síðan að almennur kosninga- réttur var innleiddur í Belgiu og síðan hafa alltaf verið þar samsteypustjórnir, nema á ár- unum 1950—1'54. Fyrstu árin eftir siðari heimsstyrjöldina fóru kaþólskir og jafnaðar- menn saman með völd, en sam starf þeirra rofnaði vegna deil unnar um Leopold konung. Árið 1950 fengu kaþólskir hreinan þingmeirihluta og fóru einir með völd næstu fjögur árin. Þeir misstu i svo meiri- hlutann í kosningunum 1954 og fóru jafnaðarmenn oe frjálslyndir með völd næsta kjörtímabil. í kosningunum 1958 biðu -jafnaðarmenn ósig- ur ,og kaþóiskir mynduðu fyrst flokksstjórn eftir þær, en hún sat fáa mánuði og var þá mynduð samstjórn 'þeirra og SPAAK frjálslyndra, undir forsæti Eyskens. Það var sú stjórn sem beitti sér fyrir hinni umdeildu efnahagslöggjöf á síðastliðnum vetri. ÚRSLIT þingkosninganna, sem fram fóru 26. marz síðastl. höfðu ekki neinar stórfelldár breytingar í för með sér. Kaþólskir töpuðu nokkru og jafnaðarmenn unnu heldur á. Frjálsiyndir héldu sínu. Komm únistar og smáflokkar uku fylgi sitt talsvert. Það setti talsverðan svip á kosningabaráttuna, að Henri Spaak, sem hafði um hríð verið framkvæmdastjóri Nato, hafði hætt því starfi og tekið við forustu jafnaðarmanna að nýju. Hann lét kveða mikið að sér í kosningabaráttunni og höfðu andstæðingar hans það meðal annars fyrir vígorð, að Belgía yrði gerð að Spaakistan. ef jafnaðarmenn sigruðu. EYSKENS LEFEVRE Eftir kosningarnar þótti hyggilegast, að mynduð yrði samsteypustjórn tveggja aðal- flokkanna, þar sem vandamál Belgíu væru svo stór og marg þætt, að þau yrðu ekki leyst nema aðalflokkarnir tækju höndum saman. Vonlaust þótti, að hægt yrði að mynda slíka stjórn undir forustu Eyskens. Flokkur hans ákvað því að víkja honum til hliðar, en tefldi í þess stað 'fram Thep Lefevre, sem hefur verið foxi maður kaþólska flokksins um nokkurt árabil og jafnframt sá leiðtogi flokksins, sem hefur verið talin standa lengst til vinstri. Hann gat sér góðan orðstýr í andspyrnuhreyfing- unni á stríðsárunum, en hefur síðan látið verkalýðsmál mjög til sín taka. f Belgíu eru tvö verkalýðssamtök og er hið stærra undir stjórn jafnaðar- manna, en hið minna undir stjórn kaþólskra. Lefevre er sá foringi kaþólskra, er unnið hef ur sér mest trayit innan ka- þólska verkalýðssambandsins. Það mun hafa verið í sam- ráði við báða aðalflokkanna, að konungur fól Lefevre stjórn armyndun. Hún reyndist hon- urn all erfið, en tókst þó eftir þrjár vikur. Stjórn hans er samstjórn kaþólskra og jafnað armanna, en frjálslyndir eru utan hennar. Spaak er varafor sætisráðherra og utanríkisráð- herra. Eitt fyrsta verk stjórnarinn- ar var að náða þá opinbera starfsmenn, er stjórn Eyskens hafði látið ákæra fyrir þátt- töku í verkföllunum. Hin nýja ríkisstjórn vinnur nú að nýjum efnahagsráðstöf- unum, en það mun reynast vandasamt, því að mjög hafði stefnt í öfugt horf á mörgum sviðum á stjórnarárum Eyskens. Þ.Þ. • - X. .X* í Tímanum 20. þ.m. er viðtal við Guðmund Angantýsson (Lása) | matsvein, í tilefni af sextugsaf- mæli hans. , í viðtalinu er það haft eftir Guðmundi ,að þegar faðir hans drukknaði hafi átt að taka móður hans, Guðbjörgu og börnin öll til sveitar. Þetta er alveg rangt. Guðbjörg leitaði aldrei sveitar- styrks. og því síður að prestur- (nn og hreppstjórinn hafi ætlað að hafa forgöngu um það, enda var það ekki siður valdsmanna á þeim tíma að bjóða slikt að fyrra bragði. G ’eint er frá bví í bessui Ranghermi leiðrétt sambandi, að 'móðir Guðmundar hafi hótað að fara út á brimbrjót og drekkja sér og börnunum. Hér er um hreinustu fjarstæðu að ræða, sem mér þ.vkir mjög miður að sett sé fram í blaðaviðtali. — Þegar þessir atburiðr gerðust bjó ég á heimili Guðbjargar heitinn ar, og get ég fullyrt að slíkar hugsanir eða gerðir voru Guð- björgu mjög fjarri skapi. í viðtalinu er það enn fremurl haft eftir Guðmundi að bátur sá, sem faðir hans fórst á, hafi heitið Guðmundur Jakobsson og bátur sá, sem fórst í sama skipti hafi heitið Jón Jakobsson. Þetta er mis minni. Bátarnir hétu Aldan og María, en formennirnir á bátun- um hétu Jón Tómasson og Guð- mundur Jakobsson . Ýmislegt fleira er missagt í framangreindu viðtali þó ég hirði (Framhald á 15. síðu). 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.