Tíminn - 27.05.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.05.1961, Blaðsíða 6
F 6 TÍMINN, laugardaginn 27. mal 1961. 70 ára: Sigríður Jónsdóttir fyrrverandi póst- og símamálastjóri . Frk. Sigríður Jónsdóttir fyrrv. póst- og símstöðvarstjóri er fædd að Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði 26. maí 1891. Foreldrar hennar Jón Bergsson óg Margrét Péturs dóttir, bjuggu þar þá stórbúi. Munu hafa verið þar í heimili milli 30 og 40 manns auk gesta og gangandi sem þeim stað hefur að jafnaði fylgt svo miðlínis sem hann liggur á Héraði. Sigríður ólst upp í hópi systkina, fóstur- systkina og annarra unglinga sem alltaf fylgdu stórheimilum í þá daga. I fjölskyldunni á Egilsstöðum voru þá tvær aldraðar konur, hin hógværa, ástúðlega Rósa Bergs- dóttir frá Vallanesi, systir hús- bóndans, og hin valinkunna sæmd- arkona, Ólöf Bjarnadóttir, ekkja Péturs Sveinssonar bónda í Vest- dal í Seyðisfirði, móðir húsfreyju. Þessar konur munu hafa átt mik inn og happadrjúgan þátt í upp- eldi barnanna þar sem húsmóðirin hafði svo annasömu og stóru heim- ili að stjórna og margvíslegar kröfur voru gjörðar til hinnar glæsilegu húsmóður. Jafnframt búskapnum var rekin verzlun á staðnum og húsbóndinn tók þátt í ýmsum opinberum málum sem Héraðinu horfðu til frama. Börnin voru snemma vanin á að taka þátt í hinum fjölbreyttu dag- legu störfum, bæði við búskapinn og verzlunina. Heimiliskennari var hafður á hverjum vetri til að ann- ast hina almennu uppfræðslu barn anna, en um skóla var þá lítið, urðu unglingar því að auka við þekkingu sjna með lestri góðra bóka og hefur mörgum reynzt sú sjálfsmenntun happadrjúgt vega- nesti í lífinu. Árið 1906 kom síminn í Egils- staði. Jón Bergsson gerðist þá póst- og símstjóri, Sigríður, sem þá var 15 ára, gekk þá föður sín- um alveg á hönd og tók að sér póst og síma með honum. Þessu starfi hefur hún gegnt samfellt síðan að undanteknum tveim vetr- um. 1910 dvaldi hún í Reykjavík við nám og 1912 í Kaupmannahöfn líka við nám. Jón Bergsson varð fyrir því ó- láni að tapa sjón á miðjum aldri en naut jafnframt þess láns að sjá börn sín taka við starfsgrein- unum hvert á sínu sviði. Föður sinn missti Sigríður 1924. Var henni þá veitt póst- og sím- BAZAR Bazar og kaffisölu heldur kvenfélagið Esja að Klé- bergi, Kjalarnesi 28. þ.m. Hefst kl. 2 e.h. Bazarnefndin ALLT A SAMA STAÐ I RAFKERFIÐ KVEIKJULOK PLATÍNUR HÁSPENNUKEFLI HAMRAR STEFNULJÓS AFTURLJÓS Laugavegi 118, sími 22240 Egiil Vilhláimsson h.f. Sendum gegn kröfu Aðalfundur Nemendasambands Samvinnuskólans verður haldinn á 3. Nemendamótinu í Bifröst, sunnudaginn 4. júní n. k. kl. 13,00. Venjuleg aðalfundarstörf. Ferð á mótið verður frá Sambandshúsinu kl. 13,30 á laugardag. Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst til Magneu Sigurðardóttur, Starfsmannahaldi SÍS. stjóraembættið á Egilsstöðum, hefur hún gegnt þessu starfi þar 1 til á síðast liðnu ári eða í 54 ár. 1 Mun það ærið langur embættis-; jstarfsaldur (minnist ég þó ekki að hafa séð þessa getið í sunnanblöð- j i um). Heima í Héraði var Sigríði hald-! i ið veglegt samsæti að starfslokum og kom það skýrt í Ijós að menn ;dáðu hana fyrir ábyrgðarmikið og ágætt starf, vel og alúðlega af hendi leyst í alla staði, reglusemi og prúðmennska í viðskiptum. Af öðrum opinberum störfum má nefna að Sigríður var gjald- keri Sambands austfirzkra kvenna um 20 ára skeið og í skólaráði Húsmæðraskólans á Hallormsstað frá árinu 1944 og fram á þennan , dag og má segja að þessum mál- um hafi hún sinnt með sömu alúð, áhuga og tryggð og öllu öðru sem hún hefur haft á hendi um dag- ana. Eftir lát föðurins hélt Sigríður heimili með móður sinni þar til! hún lézt 1944. Það kom í hlut Sig-, fíðar að annast föðursysturina, móðurina og ömmuna, sem allar | létust á þessum árum, má með; sanni segja að hún umvafði þær 1 með ástúð og hlýju til hinztu I stundar. ! Enn hefur Sigríður sitt' eigið ; heimili. Ef til vill dettur einhverj- um í hug að þar sé hljótt og ein- manalegt, þar sem hún hefur hvorki eignazt bónda né börn, en því fer fjarri, bræðrabörnin og bræðrabarnabörnin hafa alltaf flykkzt í kringum hana, elska hana og virða. „Sigga frænka“ eins og fþau kalla hana, vill vera þeim öll- um til hjálpar á hverju sem gengur. Heima hjá henni er aldrei neitt bannað, má vera að eftirlætið sé yfrið mikið. Tómstundastörf hefur Sigríður alltaf haft af ýmsu tagi, í æsku vann hún töluvert að fínni tó- vinnu. Hún klippir líka, það er að segja alla herra- og drengjakolla !í fjölskyldunni og marga fleiri og til dæmis um, hve fín hún er í þeirri iðn, vil ég aðeins geta þess, að það ber ekki svo sjaldan við, að höfðingjar úr öðrum sveitum | koma til að fá hana til að klippa ! sig og snyrta, þegar mikið á að I hófa. Sigríður hefur alltaf haft mesta yndi af hestum og átti jafnan gæð- inga, fór orð af þvi hve mikil reið- kona hún var og þótti sitja hesta i sem valkyrja. Var hún þá eigi eftir | bátur bræðra sinna, er á skeið- ; völl var komið. Mun henni vel falla að taka undir með skáldinu. ! „Veit ég yndi annað betra, eigi vera á landi frera en um haustkvöld hesti traustum hleypa vel um slétta mela.“ Eitt er það af störfum Sigríðar á Egilsstöðum, sem enn er ótalið og sem hún þó öðiu fremur mun unna, en það er skrúðgarðurinn. Fyrir suðvestan húsið. sem for- eldrar hennar byggðu skömmu eftir aldamót, voru gerð drög að trjágarði um 1910. Þennan garð hefur Sigríður ræktað og stækkað jöfnum höndum ár frá ári, gróður ' sett margs konar tré og fjölbreyti- ,legustu blóm, jurtir og runna Tómstundir hennar undanfarin ár 1 á vorin í gróandanum hafa gengið ! í það að prýða og hlúa að þessum ifagra reit. Það er þetta lífræna ! starf í tengslum við moldina sem aldrei deyr aðeins hvílist. Það er áreiðanlegt, að Sigríður telur það ekki „lítinn“ heldur „Dýrðlegan yndisarð að annast blómgaðan jurtagarð." Lifðu heil um langa framtíð. Sigríður Fanney Jónsdóttir Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Rauða Kross íslands verður hald- inn í Tjarnarkaffi, uppi, mánud. 29. maí kl. 5 síðd. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Tveir bræður 10 og 14 ára, annar alvanur, óska eftir að komast á gott sveitaheimili í sumar. Upp- lýsingar í síma 15561. BÍLASALINN við Vitatorg Bílarnir eru hjá okkur. Kaupin gerast hjá okkur. BÍLASALINN viS Vitatorg Sími 12 500 Dugleg telpa I2V2 árs óskar eftir að kom- 13 ára drengur ast á gott sveitaheimili til snúninga eða gæta barna. Helzt í nágrenni Reykja- víkur. Upplýsingar í síma 36308, óskar eftir að komast á gott sveitaheimili nú í sumar. Upplýsingar í síma 15112. Svo fljótt og auðvelt að þvo úr ."V, • ■V • "V ■ n auðungaruppboð annað og síðasta, á hluta í húseigninni nr. 18 við Eskihlíð, hér í bænum, eign dánarbús Sigurðar Jóns Ólafssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 1. júní 1961, kl. 3 síðdegis; Borgarfógetinn í Reykjavík. Magnús Magnússon, Álfhólum, sem sndsöist 18 þ. m„ verSur jarSsunginn þri'Sjudaginn 30. maí aS VoðmúlastöSum, kl. 2 síSdegis Vandamenn. . / \ /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.