Tíminn - 30.05.1961, Side 7

Tíminn - 30.05.1961, Side 7
TÍMINN, þrigjndaginn 30. maí 1961. 7 Fimmtugur: Stefán Árnason garðyrkjubóndi, Syðri-Reykjum Það varð á skömmum tíma landsfleyg frétt, þótt þá væri ekkert útvarp, þegar Erlendur bóndi á Sturlureykjum og synir hans, „handsömuðu“ gufuna frá hvernum, fyrir neðan túnið, og fluttu hana heim í bæinn, þar sem hún vermdi hýbýli fólksins, sem sjálfsagt höfðu oft verið köld, eins og þá gerðist almennt á sveitabæjum. Fram að þeim tíma hafði öl:l sú orka, sem streymdi upp frá hverum viðs vegar um landið, 1 farið út í veður og vind. Sjálft heita vatnið hafði frá upphafi íslandsbyggðar runnig ónotað til sjávar. Alls staðar munu þó hver irnir hafa verið notaðir til þvotta og þægilegt var og eldiviðarsparn aður, sem kom sér vel, að geta látið sjóðandi vatn í pottinn, þeg ar matseldun hófst. Og enn má nefna eitt, sem furðulítill gaum- ur hefur verið gefinn, að tann- læknar munu hafa litla atvinnu hjá fólki, sem alizt hefur upp og búið við neyziu hveravatns, bæði í mat og drykk alla tíð. Þegar Bjami Ásgeirsson og fleiri fóru að byggja gróðurhús og rækta suðræn aldin, þótti það að vonum mikið ævintýri. Síðan hafa miklir hlutir gerzt í jarð- hitamálum. Höfuðborgin er hit- uð upp með heitu vatni, sem tekið er upp úr holtum og hæðum, þar sem enginn hafði áður yl úr jörðu fundið, og sama er að segja um ýmsa minni bæi og þorp. Og nú eru sennilega allir sveitabæir, sem jarðhita eiga í nánd, hitaðir með honum. Þetta jarðhitaævintýri heillaði ag vonum ýmsa unga menn. En eitt var nauðsynlegt, ef nýta átti þessi jarðgæði — og svo er enn — til þess þurfti fjármagn, sem ekki var auðfengið í lok kreppu- áranna. j Það hafa horfið 26 ár í tímans haf, síðan ungur Reykvíkingur dró sig út úr öllu 1. maí bram- boltinu og lagði leið sína þarín dag austur yfir Fjall. Áður en hann lagði af stað, tnerkti hann á Iandabréfið alla heita staði aust, an Ölfusár og Hvítár. Þessir stað ir S'kyldu skoðaðir og athugaðir möguleikar á að fá dálítinn leka af öllu þessu ónotaða heita vatni og landspildum, sem bæjarmapn inum sýndist vera nóg af. Ferðin gekk eftir áætlun og endaði á Syðri-Reykjum í Biskupstungum.' Þegar þangað kom, gaf Grímur Ögmundsson, bóndi þar, unga manninum kost á sjóðandi vatni í 3ja þml. pípu, gufu í aðra pípu 2ja þml. og 10 ha af blautri mýri fyrir austan túnið, allt fyrir 2000 krónur. Broslega lág upphæð gæti ég trúað að ungum mönnum fyndist það nú. En það jafn- gilti þá um 150 dilksverðum eða 50—60 þúsund krónum nú. — Svona hafa tímarnir breytzt. — Ungi maðurinn, sem gerði þessi kaup, er hinn velþekkti athafna- og umsvifamaður Stefán Árna- son og á nú fimmtugafmæli í dag. Foreldrar hans eru mörgum að góðu kunn, þau Árni Bjarnason, er lengi var umsjónarmaður í Al- þingishúsinu og kona hans Björg Stefánsdóttir. Það ætla ég, að sumir vinir Stefáns hafi örvænt, fyrir hans hönd, yfir þessu ráðslagi hans Hann var um þessar mundir að Ijúka húsgagnasmíði og mun ýms- um hafa þótt lítið ráð, að hverfa frá góðri atvinnu, að þessari ó- vissu. En Stefán vissi hvað hann vildi. Moldin og hitinn heillaði hann, og hann byggði upp gróður- húsastöð sína af miklum dugnaði I og stórhug og hefur enn langa stund rekið stærstu gróðurhúsa- stöð í einstaklingseigu hér á landi. Til þess, að það gæti orðið varð hann að imargfalda landareign sína og hita og býr nú við nóg land og gnægtir of heitu vatni. Á seinni hluta 4. tugar þessar- ar aldar fór að koma verulegur skriður á gróðurhúsaræktun. Hver stöðin eftir aðra þaut upp. Fram- leiðslan jókst og sölutregða og verðlækkun varg vegna sam- keppni og undirboðs á markaðin- ur verður til hagsbóta. Stefán stendur í röðum slíkra manna með sóma. Eg vildi, að af því, sem að framan er sagt, mættu.menn sja, að þar sem Stefán fer, er mikill málafylgjumaður á ferð. Þegar honum þykir miki'ls við þurfa, fylgir hann orði ritningarinnar, að knýja á, þangað til upplokið verður. Frá hinu verður þá líka að segja, að Stefán kann manna bezt að leggja áhyggjur og annir til hliðar, þegar það á við. f góðra vina hópi er hann allra manna glaðastur og áhyggjulausastur og hvílist þá í gleði sinni og vin- semd. Ferðin austur 1. cnaí og sú, sem var farin rúmu ári seinna, er Stef án, ásamt konu og dóttur, fluttu búferlum að Syðri-Reykjum, urðu happasælar, þó að sú seinni tæki 12 tíma þessa 100 km. leið, um miðjan júní. Á kreppuárunum og lengur, veittu sumir bflstjórar sér ekki þann munað að eiga vara- dekk, en bættu á vegum úti, þeg ar með þurfti og sóttist þó ferð- in stundum í seinna lagi. Og ekkl var brautin heim að Syðri-Reykj um betri en það, að ungu hjónin urðu að ganga frá bílnum síðustu 2—3 km. með eins árs gamla dótt ur á handleggnum. Við slíkar sam göngur máttu Syðri-Reykjabænd- ur búa í mörg ár og verður sú erf iðleikasaga ekki skráð hér. En gott er að líta til baka yfir farna leið, þegar allt hefur gengið til góðs, götuna fram eftir veg“. Stefán Árnason er kvæntur! Áslaugu Ólafsdóttur frá Fossá, hinni ágætustu konu. Eiga þau fjögur efnileg börn, son og þrjár dætur, og fallegt heimili, þar sem gott er að vera. Svo óska ég Stefáni til ham- ingju með fimmtugafmælið og allt, sem hann hefur komið í verk. En ég óska honum líka til hamingju| með að vera þó ekki eldri en þetta, og eiga vonandi langa fram tíð fyrir sér og mikið starf fram- undan. Persónulega þykir mér það helzt að í samb. við þetta afmæli vin- ar míns, að geta ekki tekið bein an þátt í afmælisfagnaðinum. Viði það verður þó að sitja, og því sendi ég hinni hamingjusömu fjöl skyldu á Syðri-Reykjum, beztu ósk ir mínar og kveðjur. Þorsteinn Sigurðsson, Helgu Weisshappel um. Framsýnir félagshyggjumenn sáu, að við svo búið mátti ekki standa og stofnuðu Sölufélag garð yrkjumanna 1940. Stefán Árna- son var í þessum hópi. Honum var svo bráðlega falin forsjá félags- ins, og hefur verið formaður þess í 10 ár, og unnið því ósleitilega. | Fyrir forgöngu hans, fékk félagið lóð á mjög hentugum og glæsi-l legum stað, og í trássi við ótal hömlur ríkisvaldsins á þeim árum 1 kom hann, með góðu samstarfi við meðstjórnarmenn og framkv.-\j stjóra, upp stóru húsi fyrir starf-' semina, af litlum efnum, ætla ég að óhætt sé að segja. Það er ekki heiglum hent að koma slíku verki seim þessu í framkvæmd, útvega lánsfé, ábyrgj ast skilvísa greiðslu af því og standa við það, láta allt bera sig og skila framleiðendum háu verði fyrir afurðimar. Það er margur vandi'nn, sem þarf að leysa. Margt sem kallar að. Hvað á að gera við það, sem ekki selst á stundinni? Stefán vill koma upp grænmetis- niðursuðuverksmiðju eða geymslu á annan hátt. En það vantar fjár magn. Hann vill líka reyna út- flutning á vissri gróðurhúsafram- leiðslu, hefur kynnt sér það, og telur þar nokkra von, ef tillit komi frá hinu opinbera valdi. Það er ókomið enn. Fiskur hefur verið fluttur út með flugvélum og keyptir ávextir fyrir. Öllu má fórna fyrir þorsk og ýsu, kola og karfa. Ekki skal gert lítið úr því. Stefán Árnason er vel sjáandi á allar nýjungar og vill kanna nýj- ar leiðir og segja skilið við gamla götutroðninga, þegar hann kemur auga á aðra og betri yegi. Og þegar hann sér eitthvað, sem honum þykir mikils um vert, og líklegt að til nokkurra bóta sé verður hann altekinn af áhuga að reyna og prófa alla hluti og halda því, sem gott er, og koma því í framkvæmd. Til þess sparar hann hvorki fyrirhöfn né fé — jafnvel úr eigin vasa, ef með þarf Það hefur löngum orðið hlut ur þeirra manna, sem' að félags- málum vinna þ.á.m. í sveitunum, að fórna bæði tíma og kröftum fyrir félagsmálin. án endurgjalds, airnars en þess, að einhver árang Frú Helga Weisshappel heldur um þessar mundir sína fyrstu mál verkasýningu í Mokkakaffi á Skólavörðustíg. Þetta er sérkennileg sýning sem gefur góð fyrirheit um listakoip una. Frúin nefnir þessar myndir, sem eru 26 talsins skrautmyndir. Með því á hún við, að þessar mynd ir gegni því hlutverki einu að vera híbýlaprýði, en þeim sé hvorki ætlað að ráða lífsgátuna eða sýna veröldina og mannlífið í nýju ljósi. Samt er þetta sérkennileg og falleg sýning. Margar myndanna minni á persónulegan skáldskap. Lyrisk lítil ljóð ofin úr blómum. Listakonan fer sínar eigin leið ir og líkist ekki neinum öðrum málara, jafnvel lögun myndanna er brot á öllum venjum. Þær eru yfirleitt langar og mjóar ræmur, víðsfjarri því sem málarar kalla „hið konunglega snið“. En ein- mitt þessi lögun myndanna gerir þær sérkennilegar og hæfari til að ná tilgangi sínum. Það andar frá þessum myndum fegurð og þokka og manni líður vel í návist þeirra. Gestir í Mokkakaffi hafa tekið þessari sýningu óvenjulega vel, því að um helmingur myndanna hefur þegar selzt. Listakonan hef ur ótvíræða listræna hæfileika og meg aukinn tækrii má /last við góðum hlutum frá hennar hendi. Gunnar Dal. Helga og 3 af málverkum hennai UTBOÐ Tilboð óskast um smíði á sex eldtraustum renni hurðum. Útbeðsgögn má fá í skrifstofu vorri, Tjarnargöti 12, III. hæð, gegn 200 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurbæjar. Á víðavangi Hringavitleysan í vaxtamálunum Tæpast er hægt að hugsa sér fáránlegri fjarstæðu en röksemd ir höfundar Reykjavíkurbréfa Mbl. fyrir nauðsyn okurvaxt- anna. Bankarnir verði að græða hundruð milljóna til a@ auka út- lánafé sitt. Sparifég sé of lítið. Þessi gróði gengi svo til að auka útlánin. Þetta segir jMbl. þrátt fyrir þá staðreynd, að ríkisstjórn in hefur fryst í Seðlabankanum hluta af sparifé þjóðarinnar til þess að koma í veg fyrir að það notist til útlána. Gangurinn er þá þessi: Halda uppi okurvöxtum, sem verka eins og skattar á atvinnulífið og laga framleiðslu og framtak, og þykjast vera að þessu til að auka útlánaféð. Draga svo um leið inn og frysta sparifé lands- manna til þess að minnka út- lánin og knýja þannig fram samdráttinn. Þannig verður ljóst, að okurvextirnir eru ekki innheimtir til þess a@ auka út- lánaféð í landinu og örva fram- leiðsluna og framtakið — heldur til þess að draga úr framkvæmd um og hjálpa til að koma á þeim samdrætti, sem þeir kreppu- menn trúa á, sem hina einu lausn íslenzkra efnahagsmála. Fátt sýnir betur en þessi rök semdafærsla höfundar Reykja- víkurbréfa Mbl. hvílík hringavit leysa „viðreisnin“ er. Buddan, Vísir og 4% Vísir heldur enn áfram að telja landsfolki trú um að fram færslukostnaður hafi aðeins hækkað um 4%. Vísir hefur oft gert siig hlægilegan áður, en nú fer að keyra um þverbak. Það gerir kannski ekki svo mikið til, því að menn hafa aldrei tekið mark á skrifum Vísis, og menn þurfa ekki að lesa Vísi til að komast að raun um hve dýrtíð in hefur vaxið mikið. Menn þurfa raunar ekki að lesa sér eitt eða annað til um það. Það er pyngjan sem talar í þessu máli, og hún er ólygin dómari er sérhver neyðist til að hlýða. Menn líta ekki í Vísi — menn líta í budduna sína. Viðhald bæjarins og konungskomur Gárungar fleygja því nú sín á milli að eina aðhaldið sem bæjarstjórnaríhaldið virðist hafa varðandi hreinsun og viðhald gatna í bænum séu opinberar heimsóknir erlendra þjóðhöfð- ingja. Það er gott að það verð- ur eitthvað til að vekja þá af Þvrnirósarsyéfninum. 4ukin framlei'SsIa, fram- ^eitSni, rannsóknir og ’ísindi Til þess að takast megi að tvöfalda á einum áratug heildar framleiðslu þjóðarinnar, verður bæði að hagnýta betur þau at- vinnutæki, sem þegar eru til í landinu ,og bæta við nýjum. Vafalaust er, að stórbæta má hagnýtingu framleiðslutækja í landinu. Hafa þarf að markmiði árlega bætta framleiðni með vísindalegum rannsóknum oig framleiðniathugunum. Aauka al- memia verklega framleiðslustarf semi og verkmenningu. Koma i veg fyrr að tæknimenntaðir íslendingar kjósi heldar að s-l*i'ía erlcndie

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.