Tíminn - 30.05.1961, Side 12

Tíminn - 30.05.1961, Side 12
TIMIN N, þriðjudaginn 30. maí 1961, : liliiii |?:p!p; !f«a ■ M ('MÍi'Í.íií1 j ' HÍ.I ' 1 lir'iri-j ■■ ;i. - iljji . i . ;'i:nii:ri- KR sigratSi Akureyringa í fyrsta leik íslands- mótsins meS 6—3 í skemmtilegum leik. Það er ekki oft, sem við verðum vitni að níu mörkum í knattspyrnuleik hér, eins og varð í fyrsta leik íslandsmóts- ins milli KR og Akureyringa á sunnudaginn. Og þrátt fyrir þessi níu mörk finnst manni eftir á, að þetta hafi verið leik- ur hinna glötuðu marktæki- færa og mörkin í leiknum hefðu eins getað orðið tuttugu. Það vantaði því ekki spenn- andi augnablik og áhorfendur fengu nóg fyrir peninga sína, en það gefur einnig til kynna, að varnir liðanna hafi verið lé- legar, og það má með sanni segja, og einkum var létt að leika í gegn hjá Akureyrar- vörninni. Fimmtíu ár - ekkert gert Á sunnudaginn hófst fimm- tugasta íslandsmótið í knatt- spymu, svo hér var um mjög merk tímamót að ræða. Ég bjóst við mikilli viðhöfn, siuttri ræðu og að leikmenn lið'anna gengu fylktu liði iiin á völlinn. Það hefði verið létt, því leikmenn annarra liða, sem taka þátt í mótinu, voru á á- horfendapöllum, jafnt Akurnes ingar sem Valsmenn, Hafnfirð- ingar sem Framarar. En ekk- ert var gert og þetta fimmtíu ára afmæli gleymdist alveg. Hér var um það merkilegan at- burð að ræða, að Knattspymu sambandið hefði átt að minn- ast hans veglega, og gera eitt- hvað til hátíðabrigða fyrir á- horfendur, sem ár eftir ár flykkjast á knattspyrnuvellina. KR-ingar unnu öruggan sigur á Akui'eyringum í leiknum, 6—3 — og hefndu því fyrir tapleikinn í fyrrasumar á Laugai'dalsvellinum — en leikurinn vhr einn sá ein- 1 kennilegasti, sem hér hefur farið fram lengi. En skemmtilegur var |hann, því verður ekki neitað. Ó- jteljandi marktækifæri á báða bóga — þó mun fleiri féllu í hlut KR — gerðu það að verkum, að spenna var stöðug og jöfn allan leikinn. KR-liðið sýndi ipun heil- steyptaii leik og oft góðan sam- leik, en hjá Akureyrarliðinu var allt meira tilviljun háð. Leikmenn liðsins eru fljótir, og hafa sumir hverjir ágæta leikni, en liðið nýtir ekki völlinn. Næstum öll upphlaup ganga upp miðjuna, en kantarnir lítið sem ekkert notaðir og í þess- um leik var vörnin ótrúlega léleg. Það er efniviður í Akureyrarliðinu og það þarf áreiðanlega ekki að kvíða falli að þessu sinni, eins og vofði yfir liðinu í næstum allt fyrrasumar. Að vísu þarf að hefla aí mestu vankantana, og það hefst með góðri æfingu og keppnis- reynslu. | KR skorar strax Það var varla liðin nema rúm mínúta af leiknum, þegar KR skor- aði sitt fyrsta mark. KR náði strax 1 upphlaupi, Ellert Schram fékk knöttinn á miðjum vallarhelmingi Akureyringa, og sá Þórólf Beck óvaldaðan á vítateig. Hann sendi honum þegar knöttinn og Þórólf- ur lék nær og skoraði óverjandi fyrir Einar Helgason, markmann og fyrirliða Akureyrai'liðsins. KR fékk því byr undir báða vængi þegar í byrjun, og framan af var liðið í nær stöðugri sókn, þótt ekki skoraði liðið annað mark fyrr en eftir miðjan hálfleikinn. Einar Helgason, markvörður Akureyringa og fyrirliði, akti mikla athygli og bjargaði hvað eftir annað snilldar- lega. Hér sést hann góma knöttinn eftir spyrnu frá Gunnari Felixsyni, sem liggur á vellinum. Aðrir leikmenn á myndinni eru frá vinstri: Akureyringarnir Bjarni Bjarnason, Jón Stefánsson, Magnús Jónatansson og Haukur Jakobsson, Þá sést Gunnar Guðmannsson lengst til hægri. Ljósm.: Tíminn, G.E. KR-ingar fóru ijiú aftur að sækja. Á 20. mín. átti Þórólfur gott skot, sem Einar varði í horn, og úr hornspyrnunni spyrnti Gunnar Guðmannsson yfir. Gunn- ar var ekki sérlega virkur í Ieikn- (um, en það merkilega skeði, að Þegar um 15 mín. voru af leik 1 flestar hættulegustu sendingarnar skapaðist fyista hættan við mark komu frá honum, enda fékk hann KR. Skúli Ágústsson, hægri inn-1 nær að leika alveg laus, og Hauk- j herji Akureyrar — hinn kunnijur Jakobsson, sem lék bakvörð,' ar„ sem tókst að spyrna framhjá hirða liann kom Hreiðar Ársæls- á tveggja metra færi fyrir opnu son, bakvörður, aðvífandi, tók marki. Eftir markspyrnuna náðu knöttinn af Heimi og lagði hann KR-ingar strax knettinum. beint fyrir fætur Skúla Ágústs- Sveinn lék upp með hann, dró sonar, sem þakkaði óvenjulega gott miðvörð Akureyringa að sér og boð og sendi knöttinn í markið. sendi síðan til Þórólfs, sem átti skautamaður — fékk knöttinn inn- an vítateigs, en gott skot hans fór rétt framhjá. Aðeins síðar átti Skúli ágætt skot á markið, sem Heimir varði vel með því að slá knöttinn yfir markslána. Horn- spyrnan gaf engan árangur. kunni lítið í stöðunni og var oft-, ast sem fjórði framvörðurinn. Á 26. mín. komst Gunnar G. enn einu sinni inn fyrir Hauk og gaf knöttinn til Sveins Jónsson- greiðfæra leið að marki og skor- aði Þórólfur örugglega. Akureyringar skorá Þegar fimm mínútur voru eftir til hlésins tókst Akureyringum að skora sitt fyrsta mark eftir mikil mistök í KR-vörninni. Knötturinn var gefinn að KR-markinu, en þeg- ar Heimir, markvörður, ætlaði að Marksláin í nyrðra markinu stóð sig oft eins og bezti markvörður í leiknum, og nokkrum sinnum tók húr. ómakið af markvörðunum, eins og t.d. sést á þessari mynd. Þórólfur Beck hafðl leikið á Einar Heigason, markvörð Akureyringa, en tveir varnarleikmenn, Haukur Jakobsson og Jón Stef- ártsson, á miðri myndtnni, reyndu að verja markið. Það tókst. Spyrna Þórólfs lenti í Jóni og þaðan í markskma. Ljósmynd: Tím'mn, G.E. Það var eins og KR-vörnin færi úr sambandi um tíma eftir þetta mark, og með smáheppni hefði Akureyringum átt að tak- ast að jafna. Þeir sóttu ákaft, og minnstu munaði, þegar Hörð- ur Felixson ætlaði að spyrna frá, en Steingrímur Björnsson spyrnti á móti, og hrökk knötturinn í þverslá KR-marksins. En þetta stóð ekki lengi. Gunn- ar Guðmannsson fékk langa send- ingu, Iék upp og gaf fyrir til nafna síns Felixsonar, sem spyrnti þegar en rétt framhjá. Strax á 'eftir léku Þórólfur og Gunnar aft- ur upp vinstpa megin, og enn gaf Gunnar vel fyrir. Knötturinn hrökk af öðium bakverðinum til Gunn- ars Fel., sem skoraði þriðja mark KR með föstu skoti, sem lenti undir slá og í mark. Enn hélt KR- sóknin áfram, og Gunnar G. átti hörkuskot á markið, sem Einar varði vel. Ellert í dauðafæri Síðari hálfleikur var rétt hafinn, þegar KR náði sókn og Ellert fékk knöttinn alveg frír tvo metra frá marki. Áhorfendur biðu aðeins eftir því, að Ellert sendi knöttinn í markið, en eitthvað vafðist fyrir honum, og þá loks hann spyrnti, tókst Einari, markverði, að kom- ast í veg fyrir knöttinn og bjarga. Þarna fór bezta marktækifærið í leiknum illa. Einar, markvörður, ^varð aðeins síðar að taka á öllu sínu, þegar Gunnar Fel. átti gott skot| á markið, en Einar varði í

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.