Tíminn - 30.05.1961, Page 16

Tíminn - 30.05.1961, Page 16
höndum saman og Feist eina fullkomn- ustu bifreiðastöð landsins í Keflavík. Olíufélagið Skeljung ur og Olíuverzlun íslands hafa tekið Þriðjudaginn 30. maí 1961. Mf9. Wa8. Bifreiðastöð Keflavíkur í nýju fullkomnu húsnæði Hér sjást hin nýju húsakynni Bifreiðastöðvar Keflavíkur. Byggingin er stílhrein og svipmikil, gólfrými hagnýtt út í æsar. Skozku bændurnir SíðasMiðinn laugardag flutti Bifreiðastöð Keflavíkur alla starfsemi sína í ný og glæsi- leg húsakynni að Vatnsnes- vegi 16 í Keflavík. Blaðamönn um gafst kostur á að skoða hin nýju húsakynni stöðvar- innar og sannfærðust um, að hvergi á landinu muni betri aðstaða til bifreiðaþjónustu. Bygging sú, sem Bifreiðastöð Keflavíkur flutti í þann dag, er reist í sameiningu af Olíu- félaginu Skeljungi og Olíu- verzlun íslands. Þessi tvö olíufélög hafa á und- anförnum árum rekið benzín- og olíusölu í Keflavík hjá Bifreiða- stöð Keflavíkur í gamla húsnæð- inu að Hafnargötu 56. Fullkomnust aðstaða Á þeim stað var þó aðstaða mjög óhæg og erfitt urn vik að veita viðskiptavinum olíufólag- anna tveggja, þá þjónustu sem vert var og kom þar til þrengsli I á lóðinni og ónógur húsakostur. Ekki var unnt að veita mönnum þjónustu við smurningu bifreiða, bifreiðaþvott og annað þess hátt ar, sem nauðsynlegt er. Það var seint á árinu 1959, að samstarf tókst með olíuféiögun- um tveimur um að bæta úr ástand inu. Þess munu fá dæmi í víðri veröld, að þessir tveir keppinaut- ar hafi með sér samstarf með þeim hætti, sem raun er á orðin í Keflavík. Hér hefur þó mjög heppilega ráðizt, þar sem unnt reyndist með þessu móti að gera bifreiðastöðina betur úr garði en ella hefði verið mögulegt. Er það ekki ofsagt, að hér sé fullkomn- ari aðstaða til allrar bifreiðaþjón ustu en annars staðar á iandinu. Smurstöð á næsta ári Auk þess hefur Bifreiðastöð Keflavíkur þar fulikomna aðstöðu til að þjóna viðskiptavinum sín- um og vinnuskilyrði bílstjóra öll eins og bezt verður á kosið, hafa olíufélögin þar benzín- og olíu- sölu, ennfremur mjög fullkomna smurstöð, sem verður þó ekki tek in í notkun fyrr en á næsta ári. Þvottastæði eru þegar til reiðu. Fulltrúaráðsfundur Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík er boðað til fundar í Framsóknarhúsinu á morgun, mið- vikudaginn 31. maí, klukkan hálfníu. Til umræðu verða kjaramálin,’og verða Óðinn Rögn- valdsson prentari og Sveinn Gamalíelsson, formaður Framherja, frummælendur. Varamenn og hverfisstjórar eru beðnir að koma á fundinn. Nestispakkar og biðsalur Sötðvarbyggingin sjálf er líkleg til að vekja mikla athygli, en hún er afar látlaus og sviphrein bygg ing, einföld í sniðum og falleg. Hannes Kr. Davíðsson arkitekt hefur gert teikningu hússins. Það er allt á einni hæð, 294 fermetr. (Frambald á 13 síðu 1 Þingeyjarsýslu Akureyri 29. maí. — Hér nýrðra eru nú á ferð skozkir fjárbændur í hóp, og eru í fylgd með þeim blaðamenn og Ijósmyndari af sama þjóð- erni auk tveggja leiðsögu- manna frá Búnaðarfélagi ís- lands, þeim Halldóri Pálssyni og Ólafi E. Stefánssyni. Til Akureyrar komu þeir á sunnudagskvöldið og gistu hér í bænum í nótt. f morgun skoðuðu þeir hitt og þetta hér í bænum, en héldu síðan í langferðabíl aust ur í Þingeyjarsýslur og skyldu snæða hádegisverð á Húsavík. Hópurinn hugðist gista í Mývatns- sveit. Skozku bændurnir koma á allmörg býli í sýslunni í því skyni að kynna sér íslenzkan sauðfjár- búskap sem bezt. Hyggjast byggja fjárhús Skozku bændurnir eru áhuga- samir um að breyta búskaparhátt- um sínum og fylgja hámarksaf- urðakenningu Halldórs Pálssonar, að sögn, fóðra hverja skepnu til mestu hugsanlegra afurða. Bænd- ur í Skotlandi hafa engin hús fyr- ir sauðfé sitt, en nú hafa sumir í hópnum þegar ákveðið að hefja byggingu fjárhúsa með grindahólf- (Framhald á 15. siðu). Já — það er ekki neinn mis- lestur. Pilturinn er tveggja ára og vegur 102 pund. Hann á heima í Chicago og heitir Berry Potts. Þetta er lystargóður dreng ur, eins og vænta má, því aS á morgnana borðar' hann kúffullan disk af hafragraut, þrjú egg, fimm brauðsneiðar og vænan skammt af steiktu fleski. Þetta er þó minnsta máltíðin af þrem- ur, og oft þarf piltur að fá auka bita.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.