Tíminn - 09.06.1961, Blaðsíða 5
TÍMINN, föstudaginn 9. júní 1961.
5
Útgefandi: PRAMSOKNARFLOKKURINN.
FramRvæmdast.ióri; Tómas Axnason Rit-
stjórar Þórarmn Þórarmsson (ábAndrés
Kristaansson, Jón Helgason Fulltnii rit
stjómar Tómas Karlsson Auglýsmga
stjóri: Egili Bjarnason - Skriístofur
i Eddubúsmu — Slmar; 183U0—18305
Auglýsmgasimi; 19523 Afgreiðsluslmi
12323 — Prentsmiðjan Edda h.f
Hið eina, sem ekki
má hækka
Síðan núv. ríkisstjórn kom til valda, hafa orðið meiri
hækkanir á flestum sviðum en áður eru dæmi um á jafn
stuttum tíma.
Allt verðlag í landinu hefur verið hækkað, sumt stór-
kostlega.
Margs konar skattar hafa verið stórhækkaðir og nýj-
um bætt við, m. a. stórfelldum söluskö’ttum.
Útlánsvextir banka og sparisjóða hafa verið stór-
hækkaðir.
Veltuútsvör, sem eru ranglátasti skatturinn, sem lagð-
ur er á atvinnuvegi,na, hafa verið lögfest í fyrsta sinn
og stórhækkuð.
Þannig mætti halda áfram að telja þetta.
Allt þetta hefur mátt hækka að dómi ríkisstjórnar-
innar. Samkvæmt útreikningum sérfræðinga hennar, eru
atvinnuvegirnir nógu öflugir til að rísa undir öllum þess-
um hækkunum.
Yfirleitt virðast þessir útreikningar sýna, að allar
byrðar, sem eru lagðar á atvinnuvegina, megi aukast,
nema kaupgjald hinna láglaunuðustu. Kaup þeirra má
ekki hækka. Þá er voðinn vís. Þá hrynur allt. Þá verður
að lækka gengið.
Það er m. ö. o. í bezta lagi, að hafa vexti og skatta,
sem leggjast á atvinnuvegina, stórum hærri hér en ann-
ars staðar. Það geta þeir borið. En sé kaup verkamanna
hækkað úr 4000 kr. í 4400 kr. á mánuði, þá er verið að
sliga atvinnuvegina og eyðileggja ef'nahagskerfið.
Þessi þjóðarvoði eykst svo enn meira við það, að
bændur fá lögum samkv. hliðstæðar hækkanir og verka-
menn.
Þannig er stjórnarstefnan á íslandi í dag. Þetta er
hagspekin, sem stjórnað er eftir. Verðlag má stórhækka.
Skattar mega stórhækka. Vextir mega stórhækka. Allt
má hækka, nema kaup láglaunafólks og baenda.
Til þess að viðhalda þessari stefnu, er þrjóskazt við
að leysa verkföll, er þúsundir manna taka þátt í.
Vaxtaokrinu skai viðhaldið. Veltuútsvörunum skal
viðhaldið. Lánsfjárhöftunum, sem mjög þjá atvinnuveg-
ina, skal viðhaldið. Heldur en að slaka til á þessum
ranglátu og heimskulegu ráðstöfunum, skal haldið uppi
langvinnum verkföllum eða gengið lækkað, ef semja þarf
um einhverja kauphækkun.
Og þetta gerir ríkisstjórn, sem hefur knúið launþeg-
ana inn á kauphækkunarbrautina með því að neita um
hvers konar kjarabætur í öðru formi.
Hvað finnst þjóðinni um slíka stjórnarstefnu, slíkt
stjórnarfar? Finnst henni ekki að tími sé að verða til
kominn að málin séu lögð undir úrskurð hennar í nýj-
um kosningum?
Öfugmæli Mbl.
Stjórnarblöðin keppa nú í öfugmælum, því að ekki
hafa þau rökin til að verja með afstöðu ríkisstjórnar-
innar í kjaradeilunni.
Mbl. tókst í fyrsta sinn um langt skeið að fara fram
úr Alþýðublaðinu í gær. Það komst sem sagt að þeirri
niðurstöðu, að ríkisstjórnin væri búin að loka verðbólg-
una inni.
Hvað skyldi almenningi finnast, sem verður nú að
kaupa flestar vörur 50—100% dýran en þær voru áður
en „viðreisnin“ kom til sögu? Verður komizt lengra í
öfugmælum en kalla slíkt „innilokun á verðbólgunni“?
Fólk, sem talað er um
EINS OG skýrt hefur verið
frá í útvarpsfréttum, bjó Kenn-
edy forseti hjá svila sínum,
Radziwill prins, meðan hann
dvaldi í London, og var skírn-
arvottur, þegar níu mánaða
gömul dóttir hans var skírð í
kaþólsku kirkjunni í London
við hátíðlegt tækifæri.
Prinsessa Radziwill er systir
fr'ú Kennedy og nokkru yngri
en hún eða 28 ára gömul. Hún
kom til London fyrir fimm ár-
um síðan sem kona bandarísks
sendiráðsmanns, ásamt ungum
syni þeirra. Þar kynntist hún
Radziwill prins, tvíkvæntum
prins af pólskum konungaætt-
um, er hafði grætt á fasteigna-
sölu í London. Þau felldu hugi
saman og skildi hún því við
hinn bandaríska mann sinn og
giftist síðan Radziwill.
Þau Radziwillhjónin tóku
bæði verulegan þátt í kosninga
baráttunni vestra, einkum með-
al fól'ks af pólskum ættum.
Radziwill prinsessa varð þó að
hætta þessum afskiptum, er
hún ól dóttur sína fyrir tímann
og var henni um skeið ekki
hugað líf, en hún var ekki
nema 5 merkur, er hún fædd-
ist.
Þær systur, frú Kennedy og
Radziwill prinsessa, eru sagðar
líkar í útliti og smekk. Báðar
eru þær listrænar og fremur
hlédrægar að upplagi.
í SAljlBANDI við fráfall ein-
ræðisherrans í Dominikanska
lýðveldinu, hefur komið fram á
sjónarsviðið • að nýju maður,
sem hefur oft verið í fréttum,
er tengdar hafa verið fögrum
og ríkum konum. Það er
kvennagullið Rubirosa. Hann
hefur nefnilega dvalizt undan-
farið í Washington sem sérleg-
ur fulltrúi þeirra manna, er nú
fara með völd í Dominikanska
lýðveldinu. Það hefur jafnvel
komið til orða, að hann yrði
einn aðalmaður hinnar nýju
stjórnar.
Rubirosa er nú 52 ára gam-
all. Frami hans hófst með því,
að hann kvæntist eldri dóttur
Trujillos einræðisherra, fyrir
24 árum síðan. Hann fékk þá
strax stöðu í utanríkisþjónust-
unni. Þau skildu eftir fimm ár'a
sambúð, en Trujillo lét Rubi-
rosa þó ekki gjalda þess, held-
ur lét hann gegna sendiherra-
stöðum víða erlendis. Hann
kom sem slíkur til Parisar
1939 og kvæntist nokkru síðar
fegurstu leikkonu Frakka, Dani
elle Darrieux. Þau skildu 1947.
Næsta kona Rubirosa var Doiis
Duke Cromwell, sem þá var tal-
in ríkasta stúlka heimsins, en
faðir hennar var þá helzti tó-
bakskóngur Bandaríkjanna'
Hjónaband þeirra stóð stutt.
Fjórða kona Rubirosa var Barb
ara Hutton, eigandi Woolworth-
hringsins. Þau skildu fljótlega.
Loks kvæntist Rubii'osa í
fimmta sinn, 19 ára gamalli
franskri leikkonu, Odile Rodin.
Það hjónaband varir enn.
Rubirosa er að sjálfsögðu
fríðleiksmaður og kemur vel
fyrir. Hann er orðlagður hesta-
maður. Hann er talinn fremur
reglusamur af miklum sam-
kvæmismanni að vera.
NÝLEGA er lokið sögulegri
borgarstjórakosningu í Los
Angeles. Frambjóðandi repu-
blikana, Poulson borgarstjóri,
féll, en hann vakti á sér heims-
athygli 1959, er hann móðgaði
Krustjoff svo við komu hans til
Los Angelos, að Krustjoff
hafði í hótunum um að halda
heimleiðis. Ósigur Poulsons var
ekki að öllu leyti gleðiblandinn
fyrir demokrata, því að fram-
bjóðandi þeirra, sem hreppti
sigurinn, hafði unnið fyrir
Nixon í í; '-fofsétakosningunum,
og höfðu margir leiðtogar
demokrata í Los Angelos reynt
að koma íVveg fyrir framboð
hans.
Hinn nýi borgarstjóri heit-
ir Yorty og hefur setið tvö
kjörtímabil í fulltrúadeild
Bandaríkjanna. Hann var fram-
bjóðandi demokrata í öldunga-
deildarkosningunum í Kali-
forníu 1952 og 1956. Síðar lenti
hann í andstöðu við flokks-
stjórn demokrata. Sigur hans
þykir spá slæmu um samheldni
demokrata í Kaliforníu.
Þeir sátu samtímis í full-
ti'úadeildinni Yorty og Poulson
og kom þá vel saman. Paulson
Radziwill prinsessa
og dóttir hennar.
Mynd þessi var tekin af þeim de Gaulie og Kennedy á Parísarfundi
þeirra i síðastl. viku.
/
'/
'/
/
f
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
')
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
/
'/
'/
‘/
J
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
‘/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
•■V-'V 'VX"X>'V*'V*Vi'VfVjViV»V%'V.iV -
Rubirosa
Yorty
kallaði Yorty þá son sinn og
hinn endurgalt það með því, að
kalla Poulson afa. Þetta breytt-
ist hins vegar í kosningabarátt-
unni, því að þá báru þeir
verstu sakir hvor á annan.
Yorty hefur fengið það orð á
sig að vera mikill tækifæris-
sinni og hefur því stundum
verið líkt við Nixon. Hann er
óefað mjög slyngur áróðurs-
maður.