Tíminn - 09.06.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.06.1961, Blaðsíða 12
12 TIMINN, föstudaginn 9. júní 1961. RITSTJORI HALLUR SIMONARSON Á sunnudaginn, 11. júní, eru liðin 50 ár frá því íþrótta- völlurinn á Melunum tók til starfa, og verður þessa afmæl- is minnzt á veglegan hátt á sunnudaginn. Á síðunni á morgun verður saga Melavall- arins rakin í stórum dráttum, en blaðamenn sátu í gær fund með vallarstjórn. Á sunnudaginn kl. 2 verður af- mælisins minnzt með knattspyrnu leik mílli úrvalsliðs Reykjavíkur gegn úrvalsliði annarra lands- hluta á Melavellinum og má búast við að það geti orðið skemmtileg ur leikur. í leikhléi verður frjáls- íþróttakeppni. Knattspyrnuráð Reykjavíkur valdi úrvalslið Reykjavíkur og er það þannig skipað: Björgvin Her mannsson, Val, Hreiðar Ársælsson, KR, Árni Njálsson, Val, Garðar Árr.ason, KR, Rúnar Guðmanns- son, Fram, Helgi Jónsson, KR, Guðmundur Óskarsson, Fram, Gnnnar Felixson, KR, Þórólfur Bock, KR, Ellert Schram, KR, og Gunnar Guðmannsson, KR, sem jafnframt er fyrirliði. Landsliðsnefnd Knattspyrnusam bands íslands valdi úrvalslið lands byggðarinnar, sem aðallega er skipað leikmönnum frá Akureyri og Akranesi. Það er þannig: Helgi Daníelsson, Akranesi, Jón Stefánsson, Akureyri, Helgi Hann esson Akranesi, Sveinn Teitsson, Akranesi, Kristinn Gunnlaugsson, Akranesi, Magnús Jónatansson, Ak ureyri, Steingrímur Björnsson, Ak ureyri, Skúli Ágústsson, Akureyri, Ingvar Elísson, Akranesi, Björn Helgason, ísafirði . og Þórður Jónsson, Akranesi. Varamenn liðanna eru þessir: Reykjavfk: Heimir Guðjónsson, KR, Þorsteinn Friðþjófsson, Val, Hörður Felixson, KR, Ragnar Jó- hannesson, Fram, Guðjón Jónsson, Fram og Björgvin Daníelsson, Val. Landið: Einar Helgason, Akur- eyri, Hörður Guðmundsson, Kefla vík, Einár Sigurðsson, Hafnarf., Högni Gunnlaugsson, Keflavík, Ásgeir Þorsteinsson, Hafnarfirði og Hólmbert Friðjónsson, Kefla- vík. Dómari verður hinn kunni al- þjóðadómari, Guðjón Einarsson, Víking, en línuverðir, Ingi Ey- vinds, Val og Þorlákur Þórðarson, Víking. Keppt í hlaupum í leikhléi verður eins og áður segir, keppt í frjálsíþróttum. Þrjár sveitir frá KR, ÍR og Ármanni keppa í 4x200 metra boðhlaupi, Svavar Markússon, Agnar Leví, Reynir Þorsteinsson og Kristleif- ur Guðbjörnsson, allir 1 KR, keppa í 800 metra hlaupi, og Friðr ik Friðriksson, ÍR, Valur Guð- mundsson, ÍR og Þorvarður Björns son, KR, í 800 m hlaupi drengja. Þessi hlaup ættu að geta orðið skemmtileg, og sjá um, að enginn „dauður" tími verði við hátíða- höldin. Á síðupni á morgun mun- um við svo rekja sögu Melavall- arins. Friðrik vann banda- ríska stðrmeistarann í sjöundu umferð á skák- mótinu í Moskvu tefldi Friðrik Ólafsson við bandaríska stór- meistarann Bisguier, og er það í fyrsta sinn, sem þeir mætast við skákborðið. Friðrik hafði svart og fór skákin í bið eftir 40 leiki, en þegar hún var tefld áfram vann Friðrik og var því einn efstur á mótinu eftir sjö umferðir, með fimm vinninga. f áttundu umferðinni, sem tefld var í fyrrakvöld, tefldi Friðrik við Vasjúkoff, Sovétríkjunum, og fór sú skák í bið eftir 40 leiki. í þeirri umferð vann Smyslov, Sovétríkjun- um, landa sinn Tulush, og Portisch, Ungverjalandi, vann Bukulin, Sovétríkjunum. Öðrum skákum lauk með jafntefli. Eftir þessar átta umferðir hefur Smyslov 5% vinning, en Friðrik 5 vinninga og biðskák. f 3. sæti er Aronin, Sovétr. með 5 vinn- inga, 4.—5. eru Bronstein, Sovétr. og Portisch með 4% vinning. Vasjúkoff hefur 4 vinninga og biðskák. Þar næst koma Pack- mann, Tékkóslóvakíu, Gufeld, Sov étr. og Bisguier með 4 vinninga hver. 10. er Rabar, Júgóslavíu með 3 vinninga, 11. Tolush með 2 vinninga og 12 Bakúlín með l’/z vinning. Friðrik teflir við Tolush í 9. umferð, Rabar í 10. umferð, en mætir Smyslov í þeirri 11. og síð- ustu og hefur þá svart. Þórólfur Beck skorar þriðja mark urvalsins íslenzkir knattspyrnuáhugamenn urSu vitni aS því í fyrsta skipti í fyrrakvöld, aö sjá erlent knattspyrnulið tapa meö miklum mun á Laugardalsvellinum. Og sannarlega kunnu hinir ágætu, skozku gestir að tapa eins og efri myndin sýnir. Leikmennirnir stilltu sér upp eftir leikinn og klöppuðu íslenzku leikmönnunum lof í lófa, þegar þeir héldu til búningsklefanna. Það sýnir sanna íþrótta- mennsku, og ekki er víst, að alllr hefðu getað leikið það eftir Skot- unum. Á neðri myndinni sést Þórólfur Beek skora þriðja mark ís- lenzka úrvalsliðsins í leiknum. Hann fékk knöttinn í erfiðri stöðu — eins og myndin sýnir vel — en tókst þó að spyrna knettinum í markhornið án þess að skozka markverðinum Brown tækist að verja, en litlu munaði. Wilson, bakvörður, stendur fyrir aftan markvörðinn, en Ingvar Elísson fylgist spenntur með Þórólfi, en hjá honum byrjaði upphlaupið, sem markið kom úr. (Ljósm.: G.E.). Gunnar Felixson, KR skoraði 3 mörk gegn Skolunum Iþrónavöllurinn á melunum fimmtíu ára Verftur minnzt á sunnudaginn meS knattspyrnu- keppni milli landsbyggSarinnar og Reykjavíkur, og frjálsíþróttakeppi í hléinu. Skotarnir kunnu að tapa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.