Tíminn - 09.06.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.06.1961, Blaðsíða 1
4 Áburði hellt úr pokunum i flugvélina uppi i Sandskeiði, áður en hún hefur sig til flugs og sáldr- ar yfir landið næringarefnum, sem fjaliaiurtirnar hafa ekki hingað til fengið i svo ríkulegum og auð- nýttum skömmtum. (Ljósm.: TÍMINN — G.E.). ABURDAR- DREIFING — hin fyrsta úr flugvél á úthaga hér vestan HellisheitJar í gær var glaðasólskin í Reykjavík, en hellirigning á HellisheiSi. ÞaS kom sér þó miSur, því aS talsvert var um aS vera uppi á SandskeiSi. ÞaS var sem sé veriS aS dreifa tilbúnum áburSi úr flugvél á úthaga, og er þaS í fyrsta skipti sem þaS er gert hér vestan heiSar, ef undan er skiliS, aS fræi og tilbúnum áburSi var dreift á SandskeiSiS eitt áriS. Marklaus- ir útreikn- ingar Ef mönnum væri hlátur í huga um þessar mundir, mundu menn brosa að ríkisstjórninni og öllum vitlausu útreikningun- um hennar. Hún kvaðst fyrst hafa reikn- að „viðreisnar“dæmið og allt átti að vera slétt og fellt fyrir atvinnuvegina. Fijótt kom í ljós að okurvext- irnir höfðu verið ákveðnir eftir að dæmið var sett upp fyrir at- vinnuvegina og þegar spurt var hvernig slíkt fengi staðizt voru svörin þau: það yrðu atvinnu- vegirnir að taka á sig. i Þá kom í Ijós, að 8% sölu- skattur á innfluttar vörur (180 milljónir) hafði gleymst úr dæminu og þá var enn sagt: Það yrðu menn að taka á sig. Ekki er að kynja þótt útkom- an verði skrítin, enda hefur ekkert staðizt. Nú er ríkisstjórnin búin að „reikna“, að „efnahagskerfið“ þoli 6% kauphækkun og þá jafnframt að 10% kauphækkun valdi dunandi verðbólgu og grafi undan þjóðskipulaginu. Menn kíma bara að þessum fullyrðingum og minnast fyrri útreikninga. Menn vita að ríkis- stjórninni er í lófa lagið að breyta stefnu sinni þannig með vaxtnlækkun og öðrum hlið- stæðum ráðstöfunum, að at- vinnureksturinn geti staðið undir hinu nýja kaupgjaldi. Allt tal um óhjákvæmilega gengislækkun í því sambandi er ósvífin og ástæðulaus hótun Bg ekkert annað. ' Mikil fiskigengd á óvenjulegum tíma Mjög mikil fiskigengd virð- ist nú vera við Suðurland og Austurland. Fyrir sömmu var skýrt frá því, að þorsktorfur væðu á Reyðarfirði, og sums staðar á Austfjörðum hefur verið mokafli á köflum í vor. Togbátar frá Vestmannaeyjum koma að landi með hlaðafla, líkt og þegar vel fiskast á ver- tíð. Atvinna er nú svo mikil í Vest- mannaeyjum um þessar mundir, að unnið er í öllum fiskvinnslu- Unnií) frá morgni til miSnættis í öllum fisk- vinnsIustö'Övum í Eyjum stöðvum frá klukkan rúm-lega sjö á morgnana til miðnættjs. ísvar- inn fiskur er fluttur jafnóðum til erlendra hafna, og eru sjö eða átta bátar í slíkum siglingum. Mokafli í Eyjum Afli togbátanna í Eyjum er oft tuttugu og þrjátíu lestir í róðri, og Gullborgin, sem Benóný Friðr iksson er skipstjóri á, hefur feng ið áttatíu lestir í þremur róðrum. Handhafar gullrúbln- anna ófundnir — — en lögreglan komin á sporiÖ og veit um pilt, er bau<$ fé<$ til kaups Fólkið, sem hafði til sölu rússnesku gullrúblurnar frá aldamótum, og sagt var frá í Tímanum í fyrradag, er enn ófundið. Rannsóknarlögreglan hefur nú komizt á snoðir um, hvaða piltur það er, sem eink- um hafði þennan fjársjóð undir höndum, en hefur ekki enn náð tangarhaldi á honum. Eins og menn rekur minni til, hafði piltur þessi boðið til sölu í gullsmíðastofum bæjaiins tugþús- unda virði af gullrúblum frá 1903 og 1904, og þótti tilkoma þessarar gullrúblnamergðar ákaflega undar- leg. Piltsins er stöðugt leitað, og standa vonir til, að hann finnist í dag. Eru sífellt fleiri og fleiri bátar að fara á togveiðar. Humarbátar í Eyjum hafa einnig aflað sæmi- lega. Dragnótaveiðar byrja nú um miðjan mánuð1, og verður aflinn fluttur út ísvarinn og aðallega til Danmerkur. Búizt er við að færri bátar en venjulega fari á síldveið ar frá Eyjum. Tregt hjá Hornfirðingum Þrátt fyrir þessa fiskigengd fyr ir sunnan land og austan, hafa bátar frá Hornafirði fengið treg an afla. Þetta eru aðallega færa- bátar, en þó er einn bátur á tog- veiðum, en afli hjá honum hefur einnig verið tregur. Dálítið hefur veiðzt af humar, en fer nú minnk andi. Það voru alls um sex smálestir sem dreift var í gær á tvö svæði. Annað svæðið var svonefndur Breiðdalur, sem er suðvestur af Helgafelli, 'norþan við Lönguhlíð- ar, skammt frá Krýsmvíkurvegiij.- um. Hitt svæðið er við Lyklafell, aðallega norðan þess og austan, en einnig'nokkuð sunnan við fell- ið. Blasir það svæði við af vegin- um austur yfir Hellisheiði, og munu vegfarendur því geta séð í sumar, hvaða áhrif áburðardreif- ingin hefur þarna. Þetta verk er unnið af Búnaðar- sambandi Kjalarnesþings. Var samþykkt á síðasta aðalfundi þess að gera slíka tilraun, svo að menn ættu þess kost að sjá, hvemig þetta tekst og dæmt um, hvort vert sé að leggja fram meira fé til áburðardreifingar á landsvæði þau, sem sauðfé úr byggðarlögum hér vestan Hellisheiðar gengur á á sumrin. Er líklegt, að öll sveit- arfélögin á þessu svæði taki hönd um saman um stórfelldari áburð- ardreifingu, ef þessi tilraun þykir heppnast vel. Það munu vera um tíu þúsund krónur, sem búnaðarsambandið leggur fram til þessarar áburðar- dreifingar, gegn framlagi frá sandgræðslu ríkisins. Vestmannaeyjaleiöin Sú stefna, scm tckin var við lausn kaupgjaldsmálanna á Norð- urlandi, var hin sama og mótuð var af atvinnurekendum í Vest- mannaeyjum í vetur. Þar stóðu mest að Sjálfstæðismenn. Það liefur ekki sézt ennþá neitt um það í Mbl., að þeir hafi unnið með því pólitískt skemmdarverk eða gert þetta „til þess að Framsóknarmenn kæmust í stjórn“, eins og svo gáfulega var ályktað, þegar norðlenzkir samvinnumenn fóru eins að, til þess að firra samtök sín og byggðarlög stórtjóni og koma sanngjarn- lega til móts við Iægst launaða fólkið í landinu. Það er ekki hægt að flokka æsingaskrif stjórnarblaðanna uni þessi efni undir annað en hrein skrípalæti. .V*X*V*V*V‘V»X*V»V*>.»X.‘V‘X*V»V»‘V*N,*X*‘V‘V*V‘V*V'V'V'V'V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.