Tíminn - 09.06.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.06.1961, Blaðsíða 11
•M I N N, föstudaginn 9. júni iíttfl. M Málið er komið fyrir réttinn Breving fær HfstíSarfangelsi, ef glæpirnir sannastá hann PASSID YKKUR A SÚLINNI! Eins og lesendur þessarar síðu rekur ef til vill minni til, röktum við ekki alls fyrir löngu atvik í máli því, sem rekið er af hálfu danska ríkisins gegn hinum 35 ára gamla skipasmið Erik Brev- ing. Hann var leiddur í rétt- arsalinn á mánudaginn var, og nú fer að líða að því, að dómur falli í máli hans, — líkast til dómur upp á lífs- tíðarfangelsi. ☆ Hann er kærður fyrir fer- falt morð, íkveikju, trygginga- svik og þjófnað. Málið er síðan í ágústmánuði s. 1., en þá var einn þjálfaðasti rannsóknarlög- reglumaður Dana, G. Mártens- son, í heimsókn á geðveikra- hæli fyrir þá, sem komizt höfðu í kast við lögregluna, og átti tal við annan' fanga þar. Þá sagði fanginn allt í einu: — Það eru ekki allir eins séðir og Breving, að geta drepið fjórar manneskjur án þess að vekja nokkurn grun. Það vita margir hérna í þessu húsi, að hann skipulagði þetta allt, þegar hann var hérna síðast. Þá sagði Breving, að hann ætlaði að drífa í því að gifta sig, þótt svo að sú eina sem vildi hann væri krypplingur eða geðsjúklingur. Svo ætlaði hann að líftryggja hana fyrir háa upphæð, og síðan að búa til slys. Eg er sjálfur leik inn sundmaður. sagði hann. Skrifaði sjálfur bréfið Þótt sá, sem þetta sagði, væri mjög hugmyndaríkur geðsjúkling ur, varð hann samt orsök til þess. að málið var tekið upp og komst á rekspöl. Síðan hefur rannsóknarlögreglan danska rað- aiS knhhunum saman og safnað þannig glóðum elds að höfði Brevings. Sjálfur hefur hann ekk ert meðgengið annað en að hann hafi sjálfur skrifað. bréfið, sem eftir slysið á Litlabelti, þegar kona hans, sonur hennar og tveir aðrir biðu bana, en hann sjálf- ur bjargaði sér á sundi, fannst í skáp konunnar og með hennar undirskrift, en samkvæmt þessu bréfi bar honum að fá eftir hana tryggingabætur, sem námu 30 þús. krónum dönskum. Fjögur atriði Þessi fjögur, sem hann er kærður fyrir að hafa myrt, eru kona hans, frú Inger Toft Brev- ing, 26 ára, þriggja ára sonur hennar, Johnny, Torben Bebe. skipasmiður frá Óðinsvéum, 23 ára, og Svend Bang Hansen, ' skipasmíðastöðvareigandi, Midd elfart, 39 ára. Og hér á eftir er greint trá fjórum helztu atrið- um málsins, sem kviðdómurinn á að glöggva sig á og taka af- stöðu til: 1. Hvernig stóð á, að tveir jafn sjóvanir menn og Torben Bebe og Svend Bang Hansen skyldu drakkna? Þeir voru báðir afburða góðir supdmenn og það er ólíklegt, að þeir gengju af göflunum, þótt eldur kæmi upp í bátnum. 2. Hvers vegna var björgunar- belti frú Inger Toft Breving bundið á hana með rembihnút á bakinu, og hvers vegna var hún í skónum, þar sem rann- sóknir hafa leitt í ljós, að drukkn andi manneskjur missa alltaf skófatnaðinn? 3. Hvers vegna lézt Johnny litli, úr þvi að stjúpfaðir hans stökk með hann í fanginu fyrir borð og sleppti honum ekki fyrr en um borð í tollbátnum, sem bjargaði þeim? 4. Hvers vegna bað Erik Brev- ing kunningja sinn um að vera viðstaddan þegar hann opnaði skápinn, þar sem bréf konu hans fannst, úr því að hann hefði ekki hugmynd um, að hún hefði skilið neitt skriflegt eftir sig? Rannsóknarlögreglan hefur fyrir löngu myndað sér skoðanir um það. hvernig svara skuli þessum spurningum, og hvað sé rétt og satt í málinu. Og á kom- andi dögum mun það koma í Ijós, ef Breving fæst til þess að segja eitthvað, þegar hann heyrir hvað fyrir liggur af sönnunargögnum. Eitur í líkunum Einnig er þess beðið með miklum spenningi, hvað efna- greining á líkúm fjórmenning- anna hefur leitt í ljós. Meðal þeirra 60 vitna, sem eiga að koma fyrir réttinn, er prófessor í efnafræði að nafni Knud O Möller. Það er vitað, að i lík- um frú Breving og Svend Bang Hansen fannst eitur af svonefnd um bladan-flokki. Það verður fróðlegt að fylgj ast með. hvernig þetta fer. Það er algengt, úr því komið er fram á sumar, að sjá fólk á götunum, sem manni virðist að hafi orðið fyrir slæmri árás blessaðrar sólarinnar, og altíða að heyra fólk kvarta undan því, hvað það sé meinlega sól- brunnið. Því var það, að þeg- ar við rákumst á grein í dönsku blaði um það, hvern- ig hægt væri að komast hjá sólbruna eða hvað væri hægt að gera við honum, væri hann kominn, tókum við feg- ins hendi við henni og ætl- um okkur nú að mennta ís- lenzka lesendur með þess- um fróðleik. Og það er danskur húðsjúkdómafræð- ingur, dr. med. P. H. Nex- mand, sem hefur orðið: Hydrocortison smyrsl geta hjálpað til að draga úr sólbruna. Sá sem notar þannig smyrsl, losn ar venjulega við óþægindin á skömmum tíma. En þessi smyrsl fást aðeins eftir lyfseðli. Hvort þau séu dýr? Nei, ekki í saman- burði við fegurðarlyfin með fínu nöfnunum. B-vítamín lítið að segja Að mínu viti er það ímyndun, að B-vítamín geri nokkurt gagn við sólbruna. B-vítamín hefur því aðeins áhrif, að sá sem þeirra neytir, fái ekki nægilega fjöl- breytta fæðu. En það er ekki sá hópur marina, sem í mestu óhófi nýtur sólarinnar, þar sem B-víta- mínskort er oftast að finna hjá fólki, sem komið er á ellilaun og krónískum alkóhólistum, sem ekki fá nóga næringu vegna alkó- hólnautnar sinnar. Til að fyrirbyggja sólbruna Til þess að fyrirbyggjá sól- bruna er bezt að nota Lucosil smyrsl, sem vernda gegn ljós- geislunum, en það er eins með þessi smyrsl og Hydrocortison, að þau fást ekki nema út á lyf- seðla. En nú spyrjið þið ef til vill: — En það hlýtur að vera hægt að fá einhver góð meðul, sem ekki þarf lyfseðla fyrir? Og því get ég aðeins svarað þannig, að á hverju ári fá húðsjúkdóma- lækmarniir mikinn fjölda sjúk- linga, sem hafa fengið ofnæmi fyrir hinum ýmsu sólbrunasmyrsl um, sem þeir hafa smurt á sig yfir sumartímann. Exem og húðormar Húðin verður rauð og fær smáblöðrur með vessa í og það stafar af því, að líkaminn hefur smám saman myndað sér mót- eitur gegn þessum efnum, svo að notkun þeirra myndar exem. Sum-smyrslanna eða olíutegund- anna framkalla þar að auki húð- orma, en engin þessara meðala draga nægilega úr áhrifum sól- argeislanna. Olívu- eða jarðhnetuolía Það, sem bezt væri fyrir al- menning að nota,. er ólívuolía eða jarðhnetuolía. Þessar olíur vernda húðina ekki gegn geisl- um sólar, en hafa m.a. þann kost, að þær gera húðina fallega og mjúka, og innihalda ekki efni, sem geta framleitt exem, ems og raunin er um alls konar feg- urðarlyf og olíur. Hrukkur og blárauðar kinnar Að öðru leyti ættu sóldýrkend ur að hafa það hugfast, að sólin gerir fleira en að mynda brúnan húðlit. T.d. gerir hún hornlag húðarinnar þykkara, og ef kon- urnar gerðu sér ljóst, hvað það hefur að segja með. tilliti til hrukkumyndunar, þegar fram (Framhald á 15. síðu). 11. síðan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.