Tíminn - 09.06.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.06.1961, Blaðsíða 16
Föstudaginn 9. júní 1961. 128. blatf. -!- Tónskáld í upp- streymi yfir Sandskeiðinu Frá því um miðjan maí hafa staðið yfir á Sandskeiðinu stöðug svifflugnámskeið og mun svo verða fram í sept- ember. Námskeiðin, sem standa í hálfan mánuð hvert, eru ætluð byrjendum í svif- flugíþróttinni. Flugkennslan fer fram í tveggja sæta nýrri og fullkominni kennsiuflugu af Rhönlerche-gerð sem Svif- flugfélagið keypti frá Þýzka- landi í vor. Þessi tegund mun vera sú fullkomnasta sem nú er notuð til kennslu nýliða. Kennslan hefur gengið mjög vel enda hefur veður verið hagstætt til svifflugiðkana. Nemendur af fyrsta námskeiS- inu sem hófst 15. maí eru sem óð- ast að ljúka prófum, en um og eftir næstu helgi má reikna með að margir þeirra, sem eru á nám- skciði því sem hófst um mánaða- mótin síðustu, taki próf. Þegar hafa verið flogin um 450 flug á þessum tveim fyrstu nám- skeiðum, nokkrir hafa lokið C prófi, einn hefur nýlega flogið í 5 klukkustundir og lokið þar með einum þætti hins eftirsótta Silfur- C prófs. Þá hafa allmargir hinna eldri meðlima Svifflugfélagsins æft hita- uppstreymisflug, hafa skilyrði til Ensk ljóð eftir dóttur Einars Benediktssonar Erla Benediktsdóttir, dóttir Ein ars Benediktssonar, hefur dvalizt erlendis um langt árabil. Nú hef- ur útgáfufyrirtæki í Englandi, Arthur H. Stockwell, gefið út bækling með átján Ijóðum á ensku eftir Erfu. FURTSÉVA í ÞJÓÐLEIKHÚS- INU í KVÖLD í kvöld verður menntamálaráö- herra Sovétrikjanna, Ekaterina Fúrt- séva, gestur í þjéðleikhúslnu. Fyrir nokkru voru pantaðlr 35 miðar á Sígaunabaróninn fyrir ráðherrann, föruneyti hans og gesti. Þetta verð- ur níunda sýningin á Sigaunabarón- inum, og hefur verið uppselt á allar sýningar. Óperettan er nú sýnd fjór- um sinnum í viku, og verður því haldið áfram allan þennan mánuð, en þá lýkur leikári þjóðleikhússins. Myndfn er af Sigurveigu Hjaltested f hfútverkl sínu í Sfgaunabarónlnum. þess verið ágæt í sólskininu sem verið hefur upp á síðkastið. Þessi tvö fyrstu námskeið félags- ins hafa verið fúllskipuð og mun langt komið að fylla þriðja nám- skeiðið sem hefjast mun strax eftir helgina næstu, 12. júní. Kennslan á þessu næsta námskeiði mun fara fram eftir vinnutíma á hverju kvöldi. í júlí hefjast svo dagnámskeið sem aðallega eru ætluð fólki sem nota vill sumarfrí sitt til svifflug- náms og iðkana. Þeir sem þátt taka í þeim munu geta búið í svefnskál- um Svifflugfélagsins og rekið verður mötuneyti í sambandi við þau námskeið. Þó mun verða tekið á móti nemendum sem óska að búa í bænum, en koma til æfinga á morgnana, er þessi möguleiki hafð ur opinn vegna fjölskyldu fólks sem dvelja vill á heimilum sínum um nætur. Dagnámskeiðin munu að líkindum verða 4—5 þannig að alls verða 7—8 kvöld- og dagnám- skeið á vegum Svifflugfélags ís- lands í sumar! Upplýsingar um svifflugnámið eru veittar í Tómstundabúðinni í Austurstræti 8, og á Sandskeiði, en þar geta menn einnig fengið sér hringflug í svifflugum fyrir lágt gjald um helgar, er það tilvalið fyrir þá sem kynnast vilja svifflugi áður en þeir taka ákvörðun um þátttöku í námskeiði. Svifflug er stundað af fólki á öllum aldri, bæði konum og körl- um. Á yfirstandandi námskeiði eru t d. ein flugfreyja, þekkt tónskáld, skrifstofustjóri opinbers fyrirtæk- is, blaðamaður, skólafólk og iðnað- armenn, Snögg veðrabrigði > Minningargjöf i sjóð Síðastliðinn sunnudag gerði ógurlegt þrumuveður i Danmörku og fylgdi því steypiregn — raunar skýfall. Hafði verið tuttugu og sjö stiga hiti, áður en þessi snöggu veðrabrigði urðu. Úrkoman varð svo gífurleg, að æðar fylltust og götur og vegir flutu í vatni. í Glostrup stöðvaðist bílaumferð sökum vatnsflóðs, og þar rann inn í fjölda húsa, svo að börnin gátu látið báta sigla á stofugólfunum. Myndirnar hér að ofan eru svipmyndir frá þessum degi. Hin efri er af veitingastað i Glostrup. Gestirnir eru allir flúnir, enda ökla- vatn á gólfinu, en veitlngamaðurinn hefur farið úr skóm og sokk- um og styttir sér stundir við bllljardborðið sitt, Neðrl myndin var tekln meðan sólin skein — ung stúlka liggur á ströndinni og bakar sig þennan sólheita dag — áður en gáttir himinsins opnuðust. lamaðra og fatlaðra Fyrir nokkru, afhenti frú Hélga ; Jónsdóttir gjöf til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að upphæð 2000 krónur. Gjöf þessi er til minningar um frú Ingijörgu Bjömsdðttur frá Bæ í Borgarfirði frá nokkrum gömlum nemendum og kunningj- um hennar. Frú Ingibjörg lézt 7. september 1945, en mundi þann dag hafa orðið áttræð, hefði hún lifað. Kynsjúkdómafaraldur með- al ungra stiílkna í Kaupm.höfn í vikuriti danskra lækna er skýrt frá því, að kynsjúkdóm- ar séu mjög magnaðir meðal ungs fólks í Kaupmannahöfn og sex til sjö sinnum tíðari en annars staðar í Danmörku. 1 Segir þar, að hætta sé á, að kynsjúkdómarnir verði bein- línis að faraldri. Síðastliðið ár hefur hraðfjölgað þeim stúlkunum í Kaupmannahöfn, fimmtán til nítján ára gömlum, er sýkjast af kynsjúkdómum, og er nú talið, að í Danmörku séu sýktar um 3500 stúlkur á þessum aldri. Segja læknarnir, að þetta sé svo mikil útbreiðsla, að tala megi um faraldur í þessum aldursflokki, að minnsta kosti í Kaupmanna- höfn, þar sem hlutfallstalan er hæst. Meðal pilta á þessum aldri eru aftur á móti mun minni brögð að kynsjúkdómunum. Allt fram að þessu hefur stúlk- um, sem sýkjast, farið fjölgandi, og læknar telja hættu á, að sjúk- dómarnir breiðist út meðal eldra fólks. Hér er þess og ,að geta, að nú er ekki lengur jafnauðvelt að ráða niðurlögum lekanda og var fyrir nokkrum árum. Sýklarnir þola penisillín miklu betur en þeir gerðu í upphafi, og nú eiu til sýklastofnar, er þurfa tvítugfaldan skammt af því, miðað við það, sem dugði fyrir sextán árum, þegar notkun penisillíns hófst í Dan- mörku. Þótt enn heppnist að lækna þorra sjúklinga, eru ávallt nokkrir, sem ekki læknast, og frá þeim breiðist út stofn sýkla með sí- |auknu mótstöðuafli gegn penisill- , íni. Rannsóknir í Finnlandi, þar sem jvið svipað vandamál er að stríða, hafa leitt í ljós, að þorri þeirra unglinga, sem fær kynsjúkdóma þar í landi, sýkist í sambandi við Iferðir á skemmtistaði úti á landi. Happdrætti F.U.F. F.U.F.-félagar. Dregið í happdrættinu á morgun. Hverjir verða hin- ir heppnu? Munum að margar hendur vinna létt verk. Komið — gerið skil — vinnið. Leggið greiðslu inn á hlaupareikning félagsins i Samvinnuspari- sjóðnum, hann er opinn daglega kl. 10—12,30, 14—16 og 18—19. Einnig verður skrifstofa félagsins opin í Framsóknarhúsinu til mið- nættis, sími 12942.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.